Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 27.03.1986, Page 15
Kvikmyndir Spielberg ÚTI í kuldanum Jörð í Afríku dró að sér flesta Óskara en Spielberg fékk engan. Sigur gamlingjanna ÍHollywood Á mánudagskvöldið var Ösk- arshátíðin í Los Angeles. Þessi árlega uppskeruhátíð bandarísks kvikmyndaiðnað- Helstu Óskarar 1986 Hér fer á eftir listi yfir helstu Óskarsverðlaunin árið 1986: Besta kvikmyndin: Jörð í Afríku. Besti leikstjórinn: Sidney Pollack. Besta leikkona í aðaihlutverki: Geraldine Page í Ferðin til Gnægta- bæjar. Besti leikari íaðalhlutverki: William Hurt I Koss köngulóarkonunnar. Besta leikkona í aukahlutverki: Anjelica Huston í Heiður Prizzis. Besti leikari í aukahlutverki: Don Ameche í Cocoon. Besta erlenda myndin: Opinber út- gáfa eftir Luis Puenzo (Argentína). Besta langa heimildarmyndin: Rofinn regnbogi, framleiðendur Mar- ia Floria og Victoria Mudd. Besta teiknimyndin: Anna og Bella eftir Borge Ring. Bestu buningarnir: Ran eftir Akiro Kurosawa. Besta frumsamda handritið: Vitnið eftir Earl W. Wallace, Pamela Wall- ace og William Kelley. Besta handrit unnið úr öðrum miðli: Jörð í Afríku eftir Kurt Luedtke. Besta kvikmyndalagið: Say you, say me eftir Lionel Ritchie. Besta klippingin: Vitnið, Thom No- ble klippti. Besta hljóðrásin: Jörð í Afríku, John Barry hljóðsetti. ar er einn af hápunktum árs- ins hjá kvikmyndaunnendum og þótt deildar meiningar séu um þær gæðakröfur sem liggja að baki verðlaununum eru engin verðlaun vísari trygging fyrir frægð og frama þeirra sem þau hljóta. Að þessu sinni hafði fyrir- fram verið spáð hörðu einvígi tveggjakvikmynda. Myndin Jöró íAfríku sem byggð er á frásögn dönsku skáldkonunn- ar Karen Blixen var útnefnt til 11 Óskara og nýjasta mynd Stephen Spielberg, Purpura- liturinn, var sömuleiðis út- nefnd til 11 Óskara. Sidney Pollackog hans lið fór með sigurinn úr þeirri orrahríð. Jörð í Afríku hlaut samtals 7 Óskara en Spielberg engan. Bamamyndir? Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst raktar til íhalds- semi akademíunnar sem veitir Óskarana en hún telur 4.223 manns. Spielberg hefur gert mestu aðsóknarmyndir síðari ára, myndir eins og ET, Leitin að týndu örkinni ofl. hafa slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Samt hefur Spielberg verið hálfgerður utangarðsmaður í hinni rótgrónu mafíu sem ræður ríkjum í Hollywood. Sumir þeirra sem stjórna Óskarsaka- demíunni hafa sagt sem svo að Spielberg fáist einungis við gerð barnamynda og aðrir hafa fundið að þeim mörgu aukabúgreinum sem hann hefur komið sér upp, Geraldine Page hlaut Óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki en hún er fyrst og fremst þekkt sem sviðsleikkona. William Hurt hlaut Óskar fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni Koss köngulóarkonunnar. Þar leikur hann homma sem deilir fangaklefa með pólitískum fanga. Hurt sagðist eftir afhendinguna ekki hafa lifað sig inn í hlutverk hommans heldur manneskjunnar. svo sem framleiðslu og sölu alls kyns fatnaðar, leikfanga oþh. sem allt ber nöfn kvikmynda hans. Á þessu hefur Spielberg þénað ófáar miljónir dollara en bakað sér óvinsældir í leiðinni. Önnur kvikmynd sem talin var líkleg til afreka á hátíðinni var ' mynd John Huston, Heiður Prizzis, sem segir frá viðskiptum bandarískra mafíósa. í hennar hlut kom aðeins einn Óskar en hann hlaut Anjelica Huston, dóttir Johns, fyrir besta leik í aukahlutverki. Gamli maðurinn hafði verið útnefndur til verð- launa sem besti leikstjórinn en sá Óskar hafnaði hjá Sidney Poll- ack. hún kappi við helstu stórstjörnur Hollywood um þessar mundir, Meryl Streep, Jessicu Lange, Anne Bancroft og Whoopi Gold- berg, blökkukonuna sem Spiel- berg uppgötvaði. Page sagði eftir afhendinguna að leikaraverðlaunin í ár hefðu verið sigur fyrir gamalmennin í bransanum. Þar átti hún við eigin frammistöðu og ekki síður Don Ameche sem hlaut sín fyrstu Ósk- arsverðlaun 77 ára gamall eftir 50 ára kvikmyndaleik í jafnmörgum myndum. Gamli maðurinn hlaut verðlaun fyrir besta leik í auka- hlutverki í myndinni Cocoon en þar dansaði hann breikdans. Gamla fólkið stal senunni Geraldine Page fékk Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Hún er komin á sjötugsaldur og þegar blaðamenn ræddu við hana eftir afhendinguna sagði hún að þetta væri í áttunda sinn sem hún væri útnefnd til verðlauna en í fyrsta sinn sem hún hlyti þau. „Ég átti Óskarinn skilinn í öll skiptin,“ sagði hún. Page er einkum þekkt fyr-ir sviðsleik en hún sló fyrst í gegn á Broadway árið 1952 þar sem hún leikur enn. Að þessu sinni átti Argentínskt uppgjör Að þessu sinni voru tveimur mönnum veitt heiðursverðlaun án útnefningar. Annar þeirra var leikarinn góðkunni, Paul New- man, sem hefur 6 sinnum verið kallaður til Óskars en aldrei út- valinn. Honum var veitt viður- kenning fyrir leik sinn í mörgum minnisstæðum hlutverkum. Hin heiðursverðlaunin hlaut Alex North, tónskáld sem hefur 15 sinnum verið útnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir kvikmynda- tónlist sína en aldrei hlotið styttu. Það var Lionel Ritchie sem hlaut tónlistaróskarinn í ár fyrir lag sitt „Say you, say me" sem hann samdi og söng sjálfur í myndinni Hvítar nætur. Þá má geta þess að kvikmyndin Vitnið sem sýnd var hér í fyrra við mikla aðsókn hlaut tvenn verðlaun, fyrir besta frumsamda handritið og fyrir klippingu. Að vanda voru veitt verðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina og hlaut þau argentínska myndin Opinber útgáfa eftir Luis Pu- enzo. Sú mynd er hluti af því uppgjöri sem nú fer fram í Arg- entínu eftir uppgjöf herforingja- stjórnarinnar. Myndin fjallar um móður sem uppgötvar að uppeld- isdóttir hennar á vingott við spilltan herforingja sem heldur henni uppi. Puenzo sagði við blaðamenn eftir afhendinguna: „Við munum aldrei gleyma þess- ari martröð, en nú er okkur farið að dreyma betur." Einn norðurlandabúi komst á verðlaunapall í Los Angeles á mánudagskvöldið. Daninn Borge Ring hlaut Óskar fyrir bestu teiknimynd ársins en hún heitir Anna og Bella og er sjö mínútur að lengd. Ring er 65 ára og hefur undanfarin 35 ár starfað í Hol- landi. Hann vinnur mest fyrir aðra en Anna og Bella er önnur sjálfstæða myndin hans, hin var líka útnefnd til Óskarsverðlauna. —ÞH/reuter Eddie Harris Trio Bassinn álti leikinn Af hljómleikum Eddie Harris Trio í Broadway 17. mars sl.: Tríó Eddies Harris erekki viö einafjölinafelltí djassinum. Þeirfélagarspila gamlan djass og nýjan djass, blúsog sýnajafnvel ásér rokktakta-sérstaklega bassaleikarinn Ralph Armstrong, sem er hreint frábær. Mér datt í hug, þegar hann var í hvað mestu stuðinu, að þarna væri leikur áborðifyrir þungarokkshljómsveitar- stjóra að hleypa nýju blóði í sitt músikform með þvi að reka gítarleikarann og fá einhvern á borð við Ralph Armstrong til að sjá um bæði þungamiðjunaog framlínuna.En kraftakarlar eða -kerlingar á borð við hann eru víst ekki á hverju strái. Eddie Harris er reyndar aðal- nafnið í tríóinu, en virðist ekki á neinu stjörnuflippi og munu fáir sólóistar gefa meðleikurum sín- um jafnmikið rúm til sólóleiks og hann. Eddie er fjölþreifinn til hljóðfæra af ýmsum gerðum og lék í Broadway á saxófón, trom- pet og píanó og söng alveg skolli vel og brá röddinni m.a. í hljóð- færalíki og hermdi eftir frægum sólóum Charlies Parker og Dissi- es Gillespie. Saxófónninn hljóm- ar ákaflega mjúklega og fallega í munni og höndum Eddies Harris og hann er mikill hljómamaður í allri sinni spilamennsku, sem ger- ir hann mjög áheyrilegan, jafnt djassistum sem rokkurum sem hlaupa út undan sér á eitt og eitt dj assframhj áhald. Eddie Harris Trio er mjög vel samspilandi og jafnréttissinnað eins og áður segir, og enda þótt það teljist ekki frumleg hljóm- sveit er það með sinn sérstaka stíl, og ekki sakar léttur húmor stjórnandans, sem m.a. má lýsa með því að hann ákvað að snúa píanóinu þannig að hann horfði í vegg og enginn sæi framaní hann, því að hann gat ekki gert það upp við sig hver af hinum þrem áhorf- enda.,stúkum“ skyldi fá að njóta ásýndar sinnar. En hvort sem fólk nú horfði á bakhluta eða vanga Eddies Harris er óhætt að fullyrða að engum hefur leiðst, síst af öllum þeim sem kunna að meta gott samspil og þekkja mun á góðum bassaleik og frábærum. Djassvakning veit greinilega hvað hún syngur - og hverja hún á að fá til að syngja með. A Fimmtudagur 27. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.