Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 1
MENNING
SUNNUDAGS-
BLAÐ
Stóriðja
Gæti
verið
arðbær
kostur
Títanhvítuverksm iðja
á Reykjanesi. Arð-
vænleg nýting á gufu.
Frumkönnun bendir
til að slík verksmiðja
sé góður kostur
Allt bendir til að mjög aröbært sé
að setja á stofn títanhvítuverk-
smiðju í samvinnu við Sjóefna-
vinnsluna á Reykjanesi. Lítil
verksmiðja, sem framleiðir um
25 þúsund tonn á ári, kostar um 3
milljarða króna og yrði velta
hennar um einn og hálfur
milljarður á ári.
í fréttabréfi Iðntæknistofnunar
íslands er sagt frá að verið sé að
vinna frumathugun á framleiðslu
títanhvítu, sem er algengasta og
besta hvíta litarefnið á markaðin-
um. Títanhvíta er notuð í máln-
ingu, pappír, pjast, keramik og
annað, sem lita þarf ljóst eða
hvítt.
Framleiðsla títanhvítu er
dæmigerð stóriðja en staðsetn-
ingin er valin við Sjóefnavinnsl-
una vegna þess að mikil gufu-
notkun er við framleiðsluna, en á
Reykjanesi er gnægð gufu sem
streymirónýtt út í andrúmsloftið.
Frumkönnun lauk unt áramót
og benda niðurstöður hennar til,
að hér gæti verið um arðvænlega
fjárfestingu að ræða. —Sáf
Patreksfjörður
Eftirmál snjó-
floðanna
Guðbrandur Haraldsson
rekursögu eftirmála eftir
hin hörmulegu flóð á
Patreksfirði 1983
Sjá bls. 10 og 11 í sunnu-
dagsblaði
Vínandi
Alnœmi
Heiðrún Sverrisdóttir: Þörfin er mest á dagheimilisrýmum. Stór hluti barna á leikskóla fara í gæslu hinn hluta dagsins.
Dagvistunarmál
Reykjavík langt á eftir
Fjölgun dagvistunarrýma íReykjavík minni en í Kópavogi. Fjölgunin
mest í leikskólaplássum. Guðrún Ágústsdóttir: Oskiljanleg stefna.
Þörfin erá dagheimilisrýmum. Reykjavík296pláss. Kópavogur: 342pláss
Dagvistunarplássum í Reykja-
vík hefur frá árinu 1982 að-
eins fjölgað um 296 pláss á meðan
dagvistunarplássum í Kópavogi,
hefur fjölgað um 342 pláss. í
Reykjavík eru 34% barna í ár-
göngunum 0-6 ára á dagheimilum
og á leikskólum, en samkvæmt
áætlun á þörf á dagvistun frá 1982
er þörfin minnst 50%.
Frá árinu 1982-84 hefur hlutfall
barna af þeim sem njóta dagvist-
unarplássa staðið í 33% og aðeins
undir því, en árið 1985 hækkaði
þetta hlutfall í 34%. Fjölgunin
mest í leikskólaplássum.
Guðrún Ágústsdóttir borgar-
fulltrúi sagði í samtali við Pjóð-
viljann að sú-stefna Sjálfstæðism-
eirihlutans í borgarstjórn að fjöl-
ga leikskólarýmum á kostnað
dagheimilisrýma væri fráleit.
„Leikskólahugsunin er löngu
orðin úrelt. Kannanir hafa sýnt
að þörfin er fyrir dagheimili og
það er þess vegna þar sem áhersl-
an þarf að liggja. Stefna meiri-
hlutans væri óskiljanleg ef maður
vissi ekki að sparnaður er þeirra
grundvallarstefna en kostnaður
við uppbyggingu leikskólaplássa
er minni en við uppbyggingu dag-
heimila," sagði Guðrún.
Heiðrún Sverrisdóttir for-
stöðukona dagvistunarheimilis-
ins Kópasteins í Kópavogi tók
undir orð Guðrúnar og bætti því
við að stór hluti barna sem væru á
leikskólanum væri einhvers ann-
ars staðar hinn hluta dagsins og
því væri þörfin á dagheimilum
augljós.
-K.Ól.
Sjá leiðarasíðu
í sunnudagsblaði
bls 16.
Drukku sönn-
unargögnin
Yfir 20 þúsund á lokastigi
Landlæknir telur ástandið síst skárra hér en í nágrannalönd-
unum. Talið að yfir 300 séu smitaðir
Mombasa, Kenya - Fjórir karlar
og ein kona hafa verið dæmd í
sekt fyrir að drekka sönnunar-
gögn í réttarsal.
Lögregluþjónn kom að fólkinu
ofurölvi í réttarsalnum eftir að
það hafði drukkið brugg sem
nota átti sem sönnunargögn gegn
ólöglegum vínsölum. Fimm-
menningarnir voru áhorfendur í
réttarsalnum og læddust inn í sal-
inn í réttarhléi. Fólkið var sektað
um 66 dollara fyrir drykkjuskap í
réttarsal. Dómarinn sagði að
fóíkið hefði ekki iðrast gerða
sinna.
Samkvæmt nýjustu tölum frá
WHO, Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni eru alls 20.200 ein-
staklingar í heiminum skráðir
með alnæmi á lokastigi. Þar af er
lang stærsti hópurinn eða yfir 17
þúsund sjúklingar í Bandaríkjun-
um og um 1750 í Evrópu. Inn í
þessar tölur vantar upplýsingar
frá Afríku en þar er alnæmi víða
geysilega útbreiddur sjúkdómur.
í Evrópu hefur alnæmi smitast
hlutfallslega mest í Danmörku,
Belgíu, Frakklandi og Sviss. Er
helsta skýringin á þessu talin sú
að mikið af fólki frá Afríku er
búsett í gömlu nýlenduríkjunum
Frakklandi og Belgíu, Sviss er
miðpunktur margvíslegs alþjóð-
asamstarfs og aðalsmitsvæðið í
Danmþrku er í Kaupmannahöfn.
Á íslandi er nú talið að yfir 300
menn hafi smitast af alnæmi, þar
af tveir sem hafa fengið alnæmi á
efsta stigi, og 21 sem hefur mælst
með forstigseinkenni. Land-
læknir og þeir læknar sem fást við
alnæmi hérlendis telja að ástand-
ið hér sé engu betra en í nágrann-
alöndunum og þróunin hér sé sú
sama og í Evrópu þar sem fjöldi
smitaðra tvöfaldast á 6-8 mánuð-
um.
Sjá nánar bls. 2.
-Jg-