Þjóðviljinn - 05.04.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Qupperneq 14
AFMÆU 90 ára Júlíana Einarsdóttir Fremri-Langey Fyrir níu tugum ára fæddist stúlicubarn í Bíldsey á Breiða- firði. Hún hefur sagt að hún sé „frumburður móður sinnar og hreiðurdrítur föður síns“. Móðir- in, Guðrún Helgadóttir, var vinnukonan á bænum og faðirinn húsbóndinn í Bfldsey, Einar Jónsson. Þetta var upphafið af sögu sem er enn í fullum gangi, sögu sem við þekkjum á köflum afskaplega lítið til. Breytingar síðustu hundrað árin hafa verið svo mikl- ar að erfitt er að gera sér í hugar- lund sögusviðið. Þetta eru tím- arnir þegar vinnufólkið hverfur úr sveitunum, tímabil áður en vélarnar taka við af vinnuaflinu. Hvorki stúlkan né vinnukonan unga voru látnar gjalda þessa hliðarspor föðursins. Húsfreyjan á bænum, Soffía Þórðardóttir, tók stúlkubarnið að sér og ól það upp sem það væri sitt eigið barn. Það er stórhugur. Frásögnin af stúlkunni endar hér en sagan heldur áfram. Hún er svo lifandi að þegar rætt var um veislu út af 90 ára afmælinu vildi stúlkan helst fara í róður með Gunnari syni sínum. Elsku amma við óskum þér hjartanlega til hamingju með af- mælið. Lifðu heil! Eggert Eggertsson, Lundi, Svíþjóð. HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝÐUBANDALAGINU? AB Garðabæ Almennur félagsfundur verður haldinn mánudag- inn 7. apríl kl. 20.30 í áafnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Úrslit í prófkjöri og ákvörðun framboðslista 2. Blaðaútgáfa 3. Verkalýðsmál 4. Önnur mál Framkvæmdastjórnin AB Borgarnes Félagsfundur um sveitarstjórnarmál verður haldinn í Röðli, sunn- udaginn 6. apríl og hefst kl. 15.00. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Nefndin. AB Selfoss og nágrennis Námskeið í blaðamennsku Bæjarblaðið gengst fyrir námskeiði í blaðamennsku 5. og 6. apríl nk. að Kirkjuvegi 7 Selfossi. Leiðbeinendur verða Sigurjón Jó- hannsson blaðamaður og Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Far- ið verður í útlit, greinaskrif, auglýsingasöfnun og Ijósmyndun. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Sveins í s. 1443 eða Önnu Kristínar í s. 2189. Allir velkomnir. Blaðstjórn. Alþýðubandalagið Reykjavík Spilakvöld verður haldið í Miðgarði, Hverfisgötu 105, þriðjudaainn 8. aDríl oa hefst kl. 20.00. Opið hús verður á fimmtudögum fram til kosninga í Verkalýðshúsinu. Húsið opnað kl. 20.30.____________________________Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 7. apríl kl. 20.30 í Lárusar- húsi Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1) Farið yf ir dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. apríl, 2) Kosningastarfið, 3) Önnur mál. Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn! Komið og hafið áhrif á starfið og stefnuna. Stjórn bæjarmálaráðs Nú líður senn að byggðakosningum. Ekki veitir af að fylkja liði. MuniðXG ABR 1. deild Aðalfundur 1. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavík (kjördeildir Miðbæjar- skóla og Melaskóla) verður haldinn mánudaginn 7. apríl kl. 20.30, i Miðgarði Hverfisgötu 105. Kristín ÓlafsdóttirogÖssur Skarphéðinsson koma á fundinn. Stjórn 1. deildar. Málefnahópar Alþýðubandalagsins Hafið áhrif! Fundur í starfshópi um f járhags- og viðskiptamál verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30 í Miðgarði Hverfisgötu 105. Dag- skrá: 1) skýrsla efnahags- og viðskiptamálanefndar, 2) mál úr þinginu, 3) starf hópsins á næstunni. Ingi R. Steingrímur Sigurjón Óttar Svandís Margrét J4 Þórður Einar Páll Svavar Áhugamenn um sveitarstjórnarmál Ráðstefna Byggðamanna AB um sveitarstjórnarmál verður haldin 12.-13. apríl Dagskrá: Laugardag 12. apríl kl. 14 -17: Lög um sveitarstjórnir og framkvæmd þeirra. Lög og reglur um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga. Ingi R. Helgason. Sveitarstjórnarlög - Réttindi og skyldur sveitarstjórnar- manna. Steingrímur J. Sigfússon. Málsmeðferð í sveitarstjórnum. Sigurjón Pétursson. Bókhald og fjárreiður. Óttar Proppé. Sunnudag 13. apríl kl. 10 -12: Samskipti sveitarstjórna og ríkisvalds: Málshefjandi Margrét Frímannsdóttir. Dagvistarmál Svandís Skúladóttir. Hafnarmál Þórður Skúlason. Skólakostnaður Einar Páll Svavarsson. Sunnudag 13. apríl kl. 13 -16: Alþýðubandalagið og sveitarstjórnarmál: Málshefjandi Svavar Gestsson. Starf í sveitarstjórn. Sigríður Stefánsdóttir, Þuríður Péturs- dóttir. Orðsending frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi í mars yfirlit til allra sjóðfélaga um greiðslur til sjóðsins þeirra vegna á síðasta ári, 1985. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng, sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1985 samkvæmt þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda eða skrifstofu sjóðsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna. IAUSAR STOÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Viðskiptafræðingur óskast í fjármála- og rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa að viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjár- hagsaðstoð og umsjón með rekstri stofnana í þágu aldraðra ásamt verkefnum á sviði tölvu- væðingar. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. apríl. Laust embætti sem forseti íslands veitir í viðskíptadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar embætti próf- essors í sölufræði og markaðsmálum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisíns. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 1. maí nk. Menntamálaráðuneytiö, 1. apríl 1986. Menntamálráðuneytið lausa til umsóknar stöðu námstjóra í stærðfræði á grunnskólastigi. Askilin er þekking í greininni, kennslureynsla og kennsluréttindi á grunnskólastigi. Starfið felst í að leiðbeina kennurum um kennslu og námsgögn, umsjón með endurskoðun námskrár, rágjöf o.fl. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknum ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sé skilað til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björn Grímsson sem andaðist að Hrafnistu, Reykjavík, 26. mars verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ásta Björnsdóttir Gerður Björnsdóttir Matthías Björnsson Harpa M. Björnsdóttir Grímur M. Björnsson Jakobína E. Björnsdóttir Karl H. Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Haukur Þorleifsson Fjóla Guðjónsdóttir Ásbjörn Magnússon Margrét Oddgeirsdóttir Árni Einarsson Hulda Bjarnadóttir auglýsir 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.