Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 2
FRFTTIR Alnœmi Astandið ekki gott 23 Islendingar hafa mœlst með mótefni gegn alnæmi þar af tveir með alnœmi, á efsta stigi. Landlœknir telur að enn hafi ekki náðst til um 200 smitaðra einstaklinga Einstaklingar með mótefni gegn aids eða ainæmisveiru, eru nú orðnir 23 taisins hérlendis og hef- ur fjölgað um 6 frá áramótum, en alls hafa verið gerðar mótefna- mælingar á 314 Islendingum. Landlæknisembættið telur að ástæða sé til að óttast að enn hafi ekki náðst til 100 - 200 smitaðra en einkennalausra einstaklinga. Af þeim 23 sem mælst hafa með mótefni eru 17 hommar, 4 eiturlyfjaneytendur þar af ein kona og einn karlmaður sem hef- ur átt mök við einstakling úr áhættuhóp. Enginn dreyrasjúk- lingur hérlendis hefur smitast af alnæmisveirunni og er ísland eina landið sem vitað er um þar sem dreyrasjúklingur hefur ekki smit- ast. Þakkar landlæknir það góðu forvarnarstarfi. Á fréttamannafundi sem land- læknir boðaði til í gær þar sem læknar á Borgarspítalanum og Landsspítalanum sem hafa með alnæmissjúkdóminn að gera, kynntu stöðu mála, kom m.a. fram, að enn sem komið er sé ekkert sem bendi til þess að á- standið hér sé á nokkurn hátt betra en í nágrannlöndunum. Niðurstöður mótefnamælinga sýna að útbreyðsla veirunnar er sú sama hér og í flestum öðrum Evrópulöndum þar sem fjöldi smitaðra tvöfaldast á 6 - 8 mánuð- um. Af þeim 23 sem mælst hafa með smitveiruna hér, hafa tveir verið með alnæmi á efsta stigi en annar þeirra er látinn. 8 eru með forstigeinkenni og 13 einkenna- lausir með merki smits. Gjarnan er miðað við að á móti hverjum einum sjúklingi með alnæmi séu 10 - 20 sjúklingar með forstigs- einkenni og 100 - 200 smitaðir en einkennalausir. Niðurstöður at- hugana hér sýna, að við erum að nálgast þessar tölur hvað varðar fjölda með forstigseinkenni, en það vantar upplýsingar um 100 - 200 sem ættu að vera smitaðir en einkennalausir. Læknar telja mjög brýnt að ná til allra þeirra sem eru smitaðir til að auka líkur á því að hægt sé að draga úr smiti. Segja þeir að stór- lega hafi dregið úr áhuga almenn- ings á alnæmi á síðustu mánuðum og einstaklingar úr áhættuhópum hafi sýnt málinu minni áhuga en áður. Þessi breyting sé í engu samræmi við þá staðreynd að fjöldi smitaðra einstaklinga vex jafnt og þétt. Þá komi færri af sjálfsdáðum til mótefnamælinga og t.d. hafi flestir þeirra sem nú hafa bæst í hóp smitaðra fundist vegna skipulagðs leitarstarfs er þeir leituðu til læknis af öðrum orsök- um. Brýn ástæða sé til að hvetja fólk, einkum úr áhættuhópum, að koma í mótefnamælingu jafn- framt því sem stórauka verði alla fræðslu um alnæmi meðal al- mennings og finna nýjar leiðir til að leita mótefna hjá mótefna- lausum einstaklingum. —lg. Ólafur Ólafsson landlæknir á blaðamannafundinum í gær. Ekkert sem bendir til þess að ástandið sé skárra hér en í nágrannalöndunum. -SigMar Dómsmálaráðuneytið Það er nú sjálfgert að sniðganga barina þegar kaupiðereins og það er. Fatlaðir Heimsokn Hingað til lands er kominn Al- fred Dam, framkvæmdastjóri félags- og heilbrigðisþjónustu í Storstraumsamti, en hann mun heimsækja heimili og stofnanir fyrir fatlaða. Þriðjudaginn 8. apríl flytur Al- fred Dam fyrirlestur í Norræna húsinu, um hugmyndir og mark- mið félagslegrar þjónustu. Er fyrirlesturinn öllum opinn og hefst kl. 20.30. -Sáf Bankamenn Sömdu í gær Bankamenn undirrituðu í gær kjarasamning við bankana og er hann í öllum megin atriðum sam- hljóða Garðastrætissamningun- nm. Er hann undirritaður með venjulegum fyrirvara um sam- þykki félagsmanna SÍB og bank- aráða. -Sáf Ættleiöing bama stöðvuð Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta allri frekari afgreiðslu á beiðnum um ætt- leiðingu frá Sri Lanka þar til ákveðið mál hefur fengist upp- lýst. Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt- isstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði við Þjóðviljann í gær að þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrir nokkrum vikum og væri ekkert tengd bréfi Einars Bene- diktssonar, sendiherra í Lundún- um til utanríkisráðherra. Ástæð- an fyrir því að ákveðið hefur ver- ið að afgreiða engar beiðnir er að upp kom atvik, sem hefur fengist staðfesting á, sem sé þess eðlis að ráðuneytið hefur séð sig knúið til að láta athuga þann aðila, sem hefur séð um að útvega börn til ættleiðingar frá Sri Lanka. „Þetta er ekki eina slíka tilvik- ið sem við höfum heyrt um, en að þessu sinni fékkst staðfesting á atvikinu," sagði Þorsteinn. Hann vildi ekki upplýsa Þjóðviljann um um hvað málið snerist, því þetta væri viðkvæmnismál sem gæti snert saklaust fólk. Sagði Þorsteinn að býsna mörg börn hefðu verið ættleidd frá Sri Lanka á undanförnum árum en nú væru um 35 fjölskyldur á bið- lista. En þar til skýring hefur fengist á þessu atviki verður bið á frekari innflutningi barna frá Sri Lanka. -Sáf , NÝRSKODA FRA KR.139.900 Póra Dal, augiýsingastofa

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.