Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 5
DJÓÐVHJINN Umsjón: Óskar Guðmundsson Heilbrigð Þjóð og hraust -eða þrælkuð Getur sú þjóð kallast heilbrigð sem býr við sjúkdómseinkenni einsog erlendar skuldir, lág laun og vinnuþrælkun? Um það má deila, en hitt fer ekki á milli mála, að þjóð með háa slysatíðni og sjúkdóma er ekki heilbrigð. í nýútkominni heilbrigðis- skýrslu landlæknisembættisins um slys á börnum og unglingum segir, að slysatíðni barna og ung- linga á íslandi sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Og það sem alvarlegra er, að á sama tíma og dregið hefur úr slysatíðni með- al barna og unglinga í nágranna- löndum okkar, hefur slysum fjölgað hér á landi. Rúmur helm- ingur þeirra sem slösuðust í um- ferðinni á höfuðborgarsvæðinu árið 1979 voru yngri en 20 ára. Tíðni slysa á gangandi vegfarend- um er hæst meðal barna og ung- linga - hámarkið í aldurshópnum 5-9 ára. „Hvað snertir manntjón má líkja umferðarslysum við berklafaraldurinn er gekk hér yfir fyrr á öldinni,“ segir land- læknir í yfirliti sínu. Og tölurnar tala ljótu máli um önnur slys: um 30% af börnum á aldrinum 1-4 ára koma árlega á slysadeild Borgarspítalans vegna slysa í heimahúsum. Vinnuslys virðast algengust í aldurshópnum 16-20 ára. A öðr- um Norðurlöndum er þetta óþekkt fyrirbæri. í 2. fréttabréfi Vinnuverndar (sem Vinnueftir- litið gefur út) er grein - til um- hugsunar - þarsem segir m.a. að tölur bendi til þess, að fjórðungur vinnuslysa á ákveðnu tímabili (1970-77) hafi verið úr aldurs- hópnum 16-20 ára, - en næst al- gengust voru vinnuslys á aidrin- um 21-25 ára eða 15% slysanna. Sjálfsagt er engin ein skýring til á þessu, en ekki er ólíklegt að langur vinnutími - ekki síst for- eldra - sé ein þeirra. í könnun félagsvísindadeildar háskólans á húsnæðiskjörum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram- kvæmd var í fyrra, kom fram sterk vísbending um mismikla vinnuþrælkun á launafólki. f könnun þessari, sem Stefán Ól- afsson er höfundur að og var unn- in í samvinnu við félagsmálaráðu- 55 tíma vinnuvika neytið, var spurt um vinnutíma húsnæðiskaupenda (1. ársfjórð- ungur 1985). Iljós kom að meðalvinnutími á viku var 55 klukkustundir. Hús- næðiskaupendur vinna, sam- kvæmt skoðanakönnuninni, 12% lengri vinnutíma en verkamenn, sem svo sannarlega eru einnig í fangbrögðum við yfirvinnutím- ann með um 49 stundir á viku. Sjálfsagt hefur það verið löngum þannig í landinu, að húsnæðis- kaupendur legðu meira á sig í vinnu en aðrir þjóðfélagshópar, en engu að síður má öllu ofgera. Alkunn er dæmisagan um fólk- ið sem lagt hefur bestu ár ævi sinnar í húsnæðiskaupin, og hef- ur lagt fjölskyldu sína í rúst þegar byggingunni er loksins lokið. Og þessi húsnæðiskaup eru einmitt framkvæmd þegar börnin þurfa mest á foreldrunum að halda. Sigurður Snævar hagfræðingur vakti máls á því í erindi á náms- stefnu á vegum félagsmálaráðu- neytisins um húsnæðismál, að launafólk væri ekki tekjuhæst á því aldursskeiði, sem það þyrfti mest á fjármagni að halda vegna húsnæðiskaupa. Þannig eru kvæntir karlar á aldrinum 40-45 ára tekjuhæstir, - en á því aldur- sskeiöi hafa flestir húsnæðisbasl- ið að baki. Unglinga- þrælkun? f Menntaskólanum við Sund var nýlega gerð könnun á vinnu nemenda meðfram náminu. Fyrir örfáum árum var slík aukavinna nánast óþekkt fyrirbæri. En hvernig lítur dæmið út í dag? í skólanum eru rúmlega 800 nemendur og af þeim vinna lík- lega 450-500 nemendur með námi. Aukavinnan fer vaxandi meðan nemendur stunda nám í skólanum. Þannig vinna 38.6% nemenda í 1. bekk en yfir 70% nemenda í 4. bekk. Könnunin leiddi í ljós að 54% nemenda, sem náðist til, vinna meðfram náminu, - en í niðurstöðum hennar er tekið fram, að gera megi ráð fyrir að heildartalan sé nokkru hærri, eða um 58%, þar- sem þeir nemendur sem ekki náðist til hafi verið fjarverandi vegna vinnu sinnar. Það segir sína sögu. í viðtölum við krakkana, sem Þjóðviljinn tók í febrúar, kom í ljós að þeir gáfu upp margvísleg- ar ástæður fyrir því að vinna með- fram náminu. „Til að geta lifað. Maður þarf á þessu að halda til að geta keypt föt, skólabækur, farið í bíó og skemmt sér“. „Ég leigi í Reykja- vík og þarf því að hafa fyrir húsa- leigu, mat, fötum og þess háttar, - mamma og pabbi hjálpa mér heilmikið, en...“ í viðtali við kennara í skólan- um kom fram, að skólinn getur ekki annað en aðlagað sig þessari breytingu. „Við þurfum að standa í miklum snúningum í sambandi við þá sem vinna, því þeir eru oft að reyna að fá skólann til að hliðra til fyrir vinn- unni og það getur verið erfitt í 800 manna skóla,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson kennari við MS í viðtali við Þjóðviljann um þessa könnun. Þar kom og fram að breytingar hefðu orðið í þessu efni á milli ára, könnun sem gerð var á síðasta skólaári gaf til kynna að þá hefðu nokkru færri unnið meðfram náminu. „Venjulegt launafólk hefur bara ekki efni á að punga út kannski 10 þúsund- um á mánuði fyrir einn táning,“ sagði Ari Trausti m.a. En skóla- kerfið virðist ekki eiga annan kost en laga sig að aukavinnunni - alténd virðist áhugi hjá valda- mönnum ekki vera mikill á því að breyta forsendum, að gera á- stæðulaust að unglingarnir vinni með náminu. Til þess þyrftu laun almennt að hækka all-verulega. 6000 atvinnu- slys á ári Tíðni atvinnuslysa og atvinnu- sjúkdóma er talin vera mun meiri hér á landi en annars staðar. Ýmsum getum hefur verið leitt að ástæðum þessa; margir telja að verri aðbúnaður á vinnustöð- um, meira kæruleysi en annars staðar og fleira þess háttar eigi stærstan þátt í þessu efni, - en á það er þó helst að benda, sem er öðruvísi á vinnumarkaði hér á landi en annars staðar - og það er vinnutíminn, vinnuþrælkunin. Skráning slysa og sjúkdóma er nokkuð handahófskennd, þar- sem viðkomandi aðiljar sinna illa tilkynningaskyldu við Vinnueft- irlit ríkisins. En af fjölda slas- aðra, sem koma til meðferðar á slysadeild Borgarspítalans vegna vinnuslysa á undanförnum árum, má sjá að um óeðlilegan fjölda er að ræða í siðuðu þjóðfélagi. Um 6000 njanns slasast á ári hverju - einungis á höfuðborgarsvæðinu í vinnuslysum, samkvæmt slysa- skýrslum. Ef til vill segir heildarfjöldi slasaðra sem komu á slysavarðs- stofu Borgarspítalans síðustu árin sömu sögu: Árið 1980 komu 37.656 slasaðir þangað, árið 1981 37.214, árið 1982 38.921, árið 1983 39.681 og 1984 voru þeir 41.507. Þjóðfélagslegur kostnað- ur vegna slysa er auðvitað gífur- legur og röskun fyrir fólk, heill þess og hamingju óskapleg oft á tíðum. Þær kannanir sem gerðar hafa verið um atvinnusjúkdóma til dæmis á starfsfólki í fataiðnaði og í fiskvinnslu gefa vísbendingu um alvarlegt heilsufarslegt ástand. Engin þjóð hefur efni á heilsu- leysi. Heilbrigði Oft hyllast menn til að líta á slys og sjúkdóma sem „afstrakt" sértækt fyrirbæri, sem ekki standi í tengslum við aðra grundvallar- þætti þjóðfélagsins. Ljóst er, að ekki er endalaust hægt að tjasla uppá þegnana sjúka og meidda - það verður að ráðast að rótum meinsins. Á alþjóðlegri heilbrigðisráð- stefnu, sem hér var haldin á dög- unum, var niðurstaðan einmitt í þeim dúr: til að bæta heilbrigði þarf fólk að geta lifað heilsusam- legu lífi. Undir þá skilgreiningu getur hin almenna vinnuþrælkun á íslandi ekki talist. Það er ein af forsendum heilbrigðis, að kaupmáttur launa fólksins verði hærri og að vinnutíminn styttist. Oskar Guðmundsson Laugardagur 5. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.