Þjóðviljinn - 05.04.1986, Blaðsíða 8
MENNING
Tvíburar
stíga
tvíbura-
dans
Rætt við tvíburana Ingibjörgu og Guðrúnu
Pálsdætur, sem dansa tvíburadans í uppfærslu
íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu
í ballettinum Fjarlægðir er dans,
sem höfundur kallaði tvíbura-
dansinn, en í þeim dansi stíga
tvær stúlkur sömu sporin og eiga
hreyfingar þeirra að vera sem lík-
astar. Dans þessi hefur verið
færður upp áður en aldrei verið
dansaður af tvíburum, fyrr en nú.
Því svo vill til að í íslenska dans-
flokknum eru tvíburarnir Ingi-
björg og Guðrún Pálsdætur.
Wubbe var ekki iengi að ákveða
hvaða hlutverk þær skyldu dansa,
það kom ekkert annað til greina
en tvíburadansinn.
—Þú getur rétt ímyndað þér
hvað hann varð ánægður þegar
hann rakst á eineggja tvíbura í
hópnum,“ segja þær Ingibjörg og
Guðrún þegar blaðamanni tókst
að króa þær af eftir æfingu.
Við erum mjög samtaka og
þekkjum hvora aðra út og inn og
það hjálpar okkur mikið þegar
við dönsum tvíburadansinn, því
við þurfum næstum að vita fyrir-
fram hverja einustu hreyfingu
hinnar.
Fjarlægðir er með erfiðustu
verkum sem við höfum tekið þátt
í, segir önnur þeirra, en hin mót-
mælir og telur svo ekki vera,
þannig að þó þær systur séu ein-
eggja, eru skoðanir þeirra ekki
alltaf þær sömu.
Fínt að
vera í ballett
Þær eru uppaldar á Seltjarnar-
nesinu og byrjuðu 9 ára í dans-
skóla. Síðan eru liðin 18 ár og
hafa þær dansað öll þessi ár og
verið í íslenska dansflokknum frá
stofnun hans utan eitt ár, sem þær
voru í Denwer Colorado.
Það er talið fínt að vera í ballett
og það hefur ekkert breyst. Mjög
margar litlar stelpur byrja í bal-
lett en á unglingsárunum hætta
margar í dansskólanum og velja
djassballettinn í staðinn. Til að
helga sig dansinum þarf bæði
hæfileika, úthald og sjálfsaga.
Það fer svo ekkert á milli mála að
dansinn er á uppleið, einsog sjá
má á áhuga unglinga á freestile
dansi.
Tvíburarnir Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur.
Er dansinn eina áhugamál
systranna?
—Hann er atvinna okkar, en
jafnframt höfum við kennt í List-
dansskólanum.
Nei við erum ekkert sérstak-
lega spenntar fyrir að reyna fyrir
okkur erlendis. Við erum hálf
partinn búnar að festast hér. Við
höfum mikinn áhuga á að halda
flokknum gangandi og svo er um
alla sem starfa með honum. Við
viljum reyna það þó verkefnin
séu langt því frá að vera nógu
mörg. Þar er ekki við Þjóðleik-
húsið að sakast, því það hefur
haldið hlífðarhendi sinni yfir.
flokknum og án þess hefðum við
fyrir löngu gefist upp.
Ástæða þess að karldansararn-
ir fara utan er fyrst og fremst
verkefnaskorturinn hér. Þeir eiga
auðveldara með að koma sér
áfram úti, því framboðið á karl-
dönsurum er minna en á stúlkum.
Ástarsöngur
Söngurinn við dansinn Fjar-
lægðir er ástarsöngur og er mikill
tregi í túlkun söngkonunnar. í
dansinum- túlkum við innflytj-
endur í Hollandi, sem eru með
heimþrá, þrá landið sitt og menn-
ingu. í dansinum speglast sorg og
föðurlandssöknuður.
Það hefur verið mjög lær-
dómsríkt að vinna með þessum
erlendu listamönnum. Þetta eru
topplistamenn og eru allir mjög
ánægðir með þá sem hafa sett upp
sýninguna.
Þetta er vissulega allt öðruvísi
verken við sýndumíhaust, Paqu-
ita, sem var háklassískur dans.
En það er nauðsynlegt fyrir dans-
ara að vera jafnvígir á klassískan
og nútímadans.
Hvort sé skemmtilegra? Það
fer algjörlega eftir verkinu. Það
eru til skemmtilegir klassískir
dansar og einnig dansverk sem
ekki eru eins skemmtileg og það
sama má segja um, nútímadans-
verkin, þau geta bæði verið
skemmtileg og miður skemmti-
leg. Það verk sem við dönsum í
núna er í hópi skemmtilegri nú-
tímaverka sem við höfum tekið
þátt í, segir Ingibjörg og Guðrún
samsinnir.
Eða var það Guðrún sem sagði
það og Ingbjörg sem tók undir
orð hennar?
—Sáf
Timothy Beilby
Tónleikar
Breti af
Krókn-
um
Þeir Timothy Beilby fiðluleikari
og Christopher Collis píanó-
leikari halda tónleika í Norræna
húsinu á mánudag og í Gerðu-
bergi þriðjudag og leika þar verk
eftirHándel, Beethoven,
Brahms, Copland, Prókoffjeff og
Sarasate.
Þeir eru báðir breskir og
menntaðir við Tónlistarskólann í
Birmingham. Beilby hefur í tvö
ár kennt fiðluleik í Tónlistarskól-
anum á Sauðárkróki. Hvorir-
tveggju tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
Síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á starfsárinu verða haldnir á
Kjarvalsstöðum mánudagskvöld (hefjast 20.30). Þar leika Halldór Haraldsson
(píanó), Guðný Guðmundsdóttir (fiðla) og Gunnar Kvaran (knéfiðla) verk eftir
Beethoven, Sjostakóvits og Brahms.
Feneyjar
Erro a
Bíennal
Erró hefur verið valinn fulltrúi ís-
lands á Feneyjabíennalinn í sum-
ar og verða verk hans sýnd í Alv-
ar Aalto-skálanum sem íslend-
ingarhafanúáleigu. Errósýnirí
Feneyjumyfirlityfir „Scapmynd-
ir“ sínar.
Einkunnarorð bíennalsins að
þessu sinni eru: List og vísindi.
Það er Sýningarnefndin fyrir ís-
lenska myndlist erlendis sem sér
um þetta val. í henni eru Einar
Hákonarson, Gylfi Gíslason og
Jóhannes Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar er
Gunnar B. Kvaran.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS - STJÖRNUTÓNLEIKAR
I HASKOLABIOI FIMMTUDAGINN 10. APRIL KL. 20.30
Söngsveitin Fílharmonía
STABAT MATER
Einsöngvarar: Sylvia Monair
Sigríður Ella Magnúsdóttir
Guðbjörn Guðbjörnsson
William Sharp
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson
eftir
Antonin Dvorák
Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. apríl 1986