Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 9
MENNING Þeir eiga nóg Er ekki furðulegt hvað hljóm- sveitin okkar getur breyst mikið á milli tónleika? Eða öllu heldur á milli stjórnenda? Stundum hljómar hún vægast sagt illa og ntaður er næstum von- laus um að hún eigi nokkurn tím- ann eftir að ná sér. Svo koma dagar, að allt gengur sæmilega, skammlaust og með vissum „professjónal" lífsleiða, sem er kannski ekkert betra. En það eru líka hamingjudagar, þegar hing- að koma stjórnendur með töfra- sprota og breyta froskum í prinsa og prinsessur. Þá verður allt svo undarlega ljómandi, töfrabirta yfir öllu og maður fyllist sérstakri hjartablíðu og öryggiskennd, sem erfitt er að lýsa. Hvað hefur skeð? Einhver ó- kunnur máður frá útlöndum, sem enginn hefur heyrt eða séð áður, kemur hér og snýr öllu við á auga- bragði. Fyrir viku var hljóm- sveitin forarpollur fullur af svefn- genglum, draugum. Og nú: allir glaðvakandi, fullir af ást og um- hyggju og leggja allt sem þeir eiga í músíkina. Og þeir eiga nóg. Þetta virðist ske nokkuð reglu- bundið annað slagið. Ekki of oft, því þá færi maður víst að taka þetta sem sjálfsagðan hlut, og það má ekki. Heldur ekki alltof sjaldan, því þá er hætt við að allt hrykki uppaf og hljómsveit og áheyrendur hættu að hittast. Er þetta skipulagt? Ég bara spyr. Einn þessara hamingju dýrðar- daga var í fyrradag, þegar Frank Shipway frá Bretlandi stjórnaði 10. sinfóníu Sjostakovits. Þetta stórkostlega „komment" á stal- ínska valdbeitingu, á lífsbaráttu ljóssins í myrkrinu myrkra, varð allt í einu^að alíslenskum veru- leika svo manni varð alls ekki um Maðurinn og veruleikinn Sigurður Þórir Sigurðsson opnar í dag málverkasýningu í Gallerí íslensk list. Myndirnar eru allar gerðar á síðustu tveimur árum og „fjalla þær um manninn og þann innri veruleika sem hann býr við og hvernig ytri veruleikinn mótar vitund okkar“ einsog segir í frétt um sýninguna. Sýning Sigurðar stendur til 27. apríl og er opin 9-17 virka daga, 14-18 um helgar. Sigurður er fæddur 1948, stundaði myndlistarnám við MHÍ 1968-71, og við Listaakademíuna í Höfn 1974-78. Hann hefur hald- ið áður einkasýningar víðsvegar. Shipway sel. Þetta var á vissan hátt ónota- legt, líkt og einhver væri að læð- ast aftan að manni. Það er svo mikil sorg og biturleiki í þessu tónverki, að maður á erfitt að ímynda sér „hamingjusömustu þjóð heimsins" í miðri atburðar- ásinni. En þetta var ekkert blöff. Shipway tókst að hrífa hljómsveit og okkur sem á hlýddum, upp úr venjubundnu nótnapúli og sjá ljósið í listrænu átaki langt ofar hvunndeginum. Vissulega má benda á ýmsa hljóðfæraleikara sem báru af, vegna þess að 10. Sjostakóvíts er full af sólótækifærum fyrir blása- rana, t.d. 1. flautu, 1. óbó, klarin- ett, fagott og horn og mennirnir í Sjostakóvits þessum stöðum eru starfi sínu vaxnir og vel það. En allir hinir gáfu lítið eftir, ef nokkuð, og í stuttu máli má segja, að sjaldan hafi Sinfóníuhljómsveit Islands náð slíkum tökum á undirrituð- um og hefur hún þó oft glatt hans hjarta, bæði ungt og gamalt. Þetta vár eftir hlé. A undan setti Martin Berkofsky kúrsinn í 2. píanókonsert Franz Liszts, þessum í A dúr. Spenna og einlæg sannfæring eru höfuðeinkenni á leik þessa stórpíanista, sem virð- ist þrátt fyrir ótrúleg átök alltaf eiga nóg eftir að gefa. Hann sprengir sig aldrei þó hann spenni bogann langtum hærra en flestir þora. Hann skapar andrúmsloft þar sem allt virðist mögulegt, ör- uggt og órólegt í senn. Var það kannski þetta sem hrinti af stað töfrunum eftir hlé? Það var reyndar bíó að sjá þá saman þessa tvo, Shipway og Berkofsky. Annar stór og næst- um stirður í hreyfingum, yfirveg- aður, hinn stuttur, sterkur og snöggur upp á lagið, hamslaus. Ég er allsekki að segja að útkom- an hafi verið nægilega samstillt. Kannski var hér um of ólíka per- sónuleika að ræða og vildu báðir velja sína leið að markinu. En þeir komust þangað hnífjafnir sigurvegarar eftir spennandi leik. Gaman. Gott. -LÞ Rithöfundar Vilja borgun fyrir disklingana í nýútkomnu fréttabréfi frá Rithöf- undasambandinu vekur stjórn sambandsins athygli á að útgef- endumerekki heimilt að krefjast þess að höfundar og þýðendur skili verki sínu á disklingum. Geri þeir það sé aðlilegt að útgefend- ur greiði fyrir þá vinnu laun sem samsvarar setjaralaunum. Sigurður Pálsson formaður sambandsins sagði Þjóðviljanum að þetta hefði verið tilkynnt að því tilefni gefnu að útgefandi og höfundur hefðu lent í rimmu um skil á disklingi, - hinsvegar væri verið að semja um þetta efni nú við endurnýjun á útgáfu- og þýð- ingarsamningi rithöfunda og út- gefenda. Hér væri á ferð nýtt samningsatriði og nokkuð flókið, - stundum væri handritið hreint og nær fullbúið til prentunar á disklingi frá höfundi, stundum þyrfti að setja textann meira og minna upp aftur. Rithöfundar vildu þó setja undir þann leka að útgefendur komi meginhluta setningar endurgjaldslaust yfir á höfunda. í lok klausunnar í fréttabréfinu segir að neiti útgefandi að borga fyrir diskling séu eðlileg viðbrögð höfunda þau að skila verki sínu í pappírshandriti eða prentútskrift einsog samningar kveða nú á urn. Sigurður sagði orðið títt að höfundar gengju frá verkum sín- um á disklinga, - og þeir sem það gerðu hrósuðu aðferðinni á hvert reipi. Vonir stæðu til að um þetta næðist viðunandi samkomulag í þeim samningaviðræðum rithöf- unda og útgefenda sem nú standa yfir. -m Kvikmyndir Hlébarðinn frum- sýndur í haust Hin nýja mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar veröurfrumsýnd í haust, í Svíþjóð, sennilega ísept- ember. Ekki er enn Ijóst hvenær myndin kemur til íslands eða í hvaðabíó. Lárus Ýmir kom hingað til páskadvalar frá Svíþjóð og sagði Þjóðviljanum í stuttu spjalli áður en hann flaug aftur utan að hann væri nú að leggja síðustu hönd á myndina, klippingu væri lokið og nú unnið að hljóði, þar á meðal tónlistinni sem Leifur Þórarins- son semur. Myndin heitir Den friisne leoparden og er kostuð af svíum, Sænsku kvikmyndastof- uninni, og fyrirtækjunum Viking- Lárus Ýmir. film, Sonnett og Svensk filmindu- stri sem er helsti eigandi kvik- myndahúsa þar í landi. Lárus gerði fyrstu mynd sína, Den and- ra dansen, einnig í Svíþjóð. Nafn sitt dregur nýja myndin af smásögu Hemingways um snjó- ana á Kilmanjaro þarsem finnst helfrosinn hlébarði. Sú saga svíf- ur yfir vötnum í myndinni (friisen á sænsku er notað um að vera frosinn eða vera kalt og um að vera stirðnaður), - en Hlébarð- inn gerist að öðru leyti í ótiltek- inni norðurevrópskri bórg. ..Næsta verkefni sitt sagði Lárus Ýmir vera sænska sjónvarps- mynd. Laugardagur 5. april 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.