Þjóðviljinn - 05.04.1986, Page 7
DJÚÐVIUINN
Mörður
Árnason
íslenski dansflokkurinn
Stöóugir feróalangar
Prír ballettar hollenska danshöfundarins Ed Wubbe frumsýndir í Þjóðleikhúsinu á sunnudag
íslenski dansflokkurinn frumsýnir ballett-
sýninguna Stöðugir ferðalangar, sem er
byggð á þrem ballettum eftir hollenska
dansahöfundinn Ed Wubbe, nú á sunnu-
dag. Sér Ed Wubbe um stjórn á uppfærsl-
unni í samvinnu við landa sinn Ton Wig-
gers. Tveir gestadansarar dansa með
dansflokknum, þeir Patrick Dadey frá
Bandaríkjunum og Norio Mamiyafrá Jap-
an. Báðir hafa þeir starfað í Hollandi um
árabil.
Ed Wubbe er talinn í hópi stærstu nafn-
anna í heimi nútímaballettsins um þessar
mundir og mjög eftirsóttur um alla Evr-
ópu. Auk þess að hafa starfað í Hollandi
hefur hann starfað í Þýskalandi. Seinna á
þessu ári mun hann semja balletta fyrir
dansflokka í Englandi og á Ítalíu. Þá hef-
ur hann verið ráðinn til hins heimsþekkta
Cullberg Ballet í Stokkhólmi til að semja
fyrir hann. í síðasta mánuði hlaut Wubbe
æðstu verðlaun sem veitt eru skapandi
listamanni í Hollandi.
Ballettarnir sem Dansflokkurinn sýnir
eru þrír talsins, Fjarlægðir, sem byggir á
lífi innflytjenda frá Marokkó í Rotter-
dam. Tónlistin er þjóðlagatónlist frá
Marokkó, flutt af hljómsveit og söngkon-
unni Samira Ben Said. Dansa fjórar
stúlkur úr íslenska dansflokknum þennan
ballett og túlka í honum hlutskipti
kvenna, sem þrá að flytja aftur til heima-
lands síns.
Annar hluti sýningarinnar er saminn
sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn í
tilefni þessarar uppfærslu. Það er ballett-
inn Tvístígandi sinnaskipti.
Þriðji hlutinn er svo ballettinn Annað
ferðalag, sem felst í einskonar samlíkingu
mannlífsins, þar sem menn eru í stöðugri
leit að einhverju nýju og betra, skipta um
sæti, skipta um starf eða yfirgefa maka
sinn. Tónlistin við tvo síðar nefndu ball-
ettana er eftir John McDowell og Arvo
Part.
Þessi sýning er annað verkefni dans-
flokksins á þessu leikári og er sýningin
meðal áskriftarverkefna Þjóðleikhússins
í vetur.
—Sáf
„Það nýjasta á danssviðinu“
segir Örn Guðmundsson, eini karlmaðurinn í Islenska
dansflokknum, um dansajan Wubbe
Örn Guðmundsson hefur verið
með íslenska danshópnum frá
stofnun árið 1973. Hann er nú
eini karlmaðurinn í hópnum, Áður
voru þeir Jóhannes Pálsson og
EinarSveinn Þórðarson einnig
með hópnum, en þeir dansa nú
báðir á erlendum fjölum, Jóhann-
es í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og
Einar Sveinn á fjölum Stokk-
hólms Óperunnar, en þangað
hvarf hann um áramótin síðustu.
Þeir munu þó báðir koma til
liðs við Dansflokkinn í sumar, er
hann fer til Finnlands, en þangað
var flokknum boðið til að taka
þátt í listahátíð í Kuobio.
Við munum fara með svítu úr
Dafnis og Klói, auk þess sem við
frumflytjum nýtt verk eftir
Nönnu Ólafsdóttur, sem er byggt
á tónverkinu The end of time
eftir Messiaen, sagði Örn við
blaðamann Þjóðviljans, er hann
leit við á æfingu flokksins fyrr í
vikunni.
Þetta er í annað skipti sem
flokkurinn fer utan á þrettán ára
starfsferli sínum. Fyrra skiptið
fór hann til Stokkhólms með
Þursaflokknum og sýndi ballett
saminn við tónlist Þursanna. Þá
hefur flokkurinn einnig farið
hringferð um landið, en það var
sama ár og hann var stofnaður.
Ástæðan fyrir því að ekki er gert
meira af því að fara út á land, er
einfaldlega fjárskortur.
Mikill fengur að Wubbe
Örn taldi mikinn feng að því
fyrir dansflokkinn að fá hingað til
lands mann á borð við Ed
Wubbe.
Það var Hlíf Svavarsdóttir,
sem benti okkur á þennan
höfund, en þau hafa starfað sam-
an í Hollandi, m.a. samið eitt
verk saman. Wubbe færir hingað
upp til íslands það nýjasta sem er
að gerast á danssviðinu í Evrópu.
Hann er mjög fær á sínu sviði og
gott og lærdómsríkt að vinna með
honum.
En er ekki munur á því að
dansa klassískan dans eða nútím-
adans einsog hópurinn gerir á
þessari sýningu?
Klassíska þjálfunin er
nauðsynleg undirstaða undir all-
an dans og flokkurinn hefur feng-
ið slíka skólun, en við höfum
jafnhliða sett upp nútímadans-
verk, enda góð tilbreyting og
mjög gefandi. Þetta er vissulega
ólíkt en á jafn mikinn rétt á sér
hvorutveggja. Nú, aðsókn að nú-
tímaballett er oft á tíðum mjög
góð og það sýnir að áhorfendur
kunna að meta hvorutveggja.
Hvernig hafa æfingar gengið
fyrir sig?
Æfingar hófust 10. mars og
hafa þær verið stífar síðan. Yfir-
leitt er stefnt að því að vinna
svona sýningu upp á tveim mán-
uðum, en við höfum haft helm-
ingi styttri tíma til stefnu. Til að
þetta gæti tekist var æft á tveim
stöðum, hér í Þjóðleikhúsinu og í
húsi Jóns Þorsteinssonar. Þess-
vegna var líka nauðsynlegt að
hafa tvo aðila til að stjórna upp-
færslunni.
Dansinn vinnur á
Dansflokkurinn hefur starfað i
13 ár og hefur gengið á ýmsu þessi
ár.
Okkur hefur tekist að festa
okkur í sessi. Við höfum fastan
áhorfendahóp, sem sækir allar
okkar sýningar og sá hópur
stækkar smám saman. Yfirleitt
erum við með tvær uppfærslur á
leikárinu og hefur það háð starf-
semi okkar töluvert, því það er
erfitt að halda við áhuganum þeg-
ar sýningar eru svona strjálar.
íslenski dansflokkurinn er
sjálfstæð stofnun á vegum ríkis-
ins. Þjóðleikhúsið veitir flokkn-
um skjólshús og starfsaðstöðu en
á móti tekur flokkurinn þátt í
ýmsum sýningum leikhússins. Á
vegum Þjóðleikhússins er svo
starfræktur dansskóli og kenna
dasararnir þar.
Áhugi á dansi fer vaxandi hjá
ungu fólki. Sá áhugi er vissulega
meiri á nútímadansi, djassballett
og freestile, en klassíska þjálfun-
in er mjög góð undirstaða undir
allan dans, sagði Örn að lokum.
—Sáf
Laugardagur 5. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7