Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 05.04.1986, Side 3
Samstaða FRÉTHR Fréttaskýring Ásmundur Útilokar ekki þing- framboð r Eg er ekki viss um að það væri skynsamlegt. Starf forseta Al- þýðusambandsins er mjög mikið og tímafrekt starf. Hins vegar vil ég ekki heldur útiloka að það gæti komið til greina, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í viðtali við Frjálsa verslun sem kom út í gær, þarsem hann er m.a. spurður um hugsanlegt framboð til alþingis. „Pað gætu verið ýmsir kostir samfara því að hafa aðgang að sölum alþingis til þess að hafa frumkvæði að umræðum um mál og koma sjónarmiðum á fram- færi. En málið hefur heldur ekki komið til umræðu á þeim for- sendurn," segir Ásmundur enn fremur í þessu ítarlega viðtali sem ber heitið „Við höfum búið við þjóðarsátt sem er forsenda fram- fara“. -óg Háskólapólitík Allra veðra von Hœgri menn meðal umba stefna að samstarfi við Vöku. Sýnileg andstaða meðalfélagsmanna. Mótmœli áfélags- fundi. Þorsteinn Húnbogason: Hœgri stjórn úrpólitísku sam- hengi sinna í vikunni þar sem hugsanleg stjórnarmyndun var rædd kom fram sterk andstaða gegn þessum hugmyndum. Vitað er að Hrólfur Ölvisson er andsnúinn hægri- stjórn, sömu sögu er að segja um Þorstein Húnbogason, fyrrver- andi formann. Úr pólitísku samhengi Þorsteinn sagði í samtali við Þjóðviljann að hann væri mótfall- inn því að Umbótasinnar gengju til samstarfs við Vöku. „Mér líst illa á þau drög sem komin eru að málefnasamningi og auk þess er slíkt samstarf ekki í pólitísku samhengi við úrslit kosning- annna. Mér fyndist eðlilegra að umbótasinnar ræddu við vinstri menn um stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði enn- fremur að veruleg andstaða væri gegn þessum fyrirætlunum meðal þeirra sem starfað hafa í félaginu í gegnum tíðina. Aðeins 15 manns sóttu félags- fundinn þar sem rætt var um stjórnarsamstarf við Vöku. Það vekur athygli að stúdentaráðslið- ar umba lýstu einir yfir áhuga til samstarfs við íhaldið, einn var á móti, en meirihluti fundarmanna gekk út af fundi þegar greidd voru atkvæði. Þess ber að geta að enn eiga umbótasinnar formlega eftir að leggja blessun sína yfir samstarfið, enda málefnasamn- ingur ekki tiibúinn, og því er allra veðra von í þessu sambandi. Þjóðviljinn hefur fyrir þvf ör- uggar heimildir að á áðurnefnd- um fundi hafi Ari Edwald sakað Hrólf Ölvisson um að standa í leynimakki við Björku Vilhelms- dóttur og Guðmund Auðunsson vinstri menn um vinstri stjórn. Hrólfur staðfesti þetta reyndar í samtali við Þjóðviljann í gær, og sagðist harma að þetta hefði gerst. „Þetta er út í hött hjá manninum.“ sagði Hrólfur í gær. Strangt aðhald Meðan á þessu gengur hjá um- bótasinnum búa vinstri menn sig undir stjórnarandstöðu og eru staðráðnir í að veita hugsanlegri hægri stjórn strangt aðhald, eink- um í lánamálum. Olafur Sigurðs- son formaður framkvæmdaráðs Félags vinstri manna sagði í gær að hægrimönnum í Háskólanum væri fyllilega ljóst hversu mikil- vægt sé fyrir þá að frjálshyggju- menn haldi sínum meirihluta í stjórn LÍN. „Því er allt kapp lagt á að koma í veg fyrir vinstri meiri- hluta í SHÍ. Það má segja að ný- fasistarnir í Háskólanum séu að keppa í fótbolta á meðan Sverrir Hermannsson undirbýr næstu at- lögu að Lánasjóðnum,“ sagði Ólafur í samtali við Þjóðviljann í gær. Af því sem á undan er gengið og af reynslu síðustu mánaða má ætla að almennt sé ekki mikill áhugi meðal umbótasinna að ganga að nýju í eina sæng með íhaldinu, enda hefur reynslan kennt mörgum þeirra að það er ekki heillavænlegt. Andstaðan hefur ekki komið upp á yfirborð- ið í verulegum mæli enn sem komið er, en á félagsfundinum á fimmtudagskvöldið mæltu menn gegn íhaldssamstarfi, og sýndu mótmæli sín í verki. Það er því ekki útilokað að til tíðinda fari að draga meðal umbótasinna strax eftir helgina. —gg Sigurður Guðmundsson: Okkur er fúlasta alvara. Mynd E.ÓI. en ekki 100 krónur á mánuði eins og nú er. Auk þess er krafist að greidd verði desemberuppbót og orlofsuppbót. Sigurður sagði í gær að aðeins einn fundur hefði verið haldinn milli deiluaðila hjá sáttasemjara, en ekki hafi þar verið ræðst við. Lágmarkslaun hjá Félagi starfsfólks í gisti- og veitingahús- um eru nú 16.930 krónur og að sögn Sigurðar er allur þorri félag- anna á berum töxtunum. Algeng laun eru á bilinu 18-22 þúsund. -gg GARÐAR GUÐJÓNSSON ast börðust gegn því að samstarfi við þá yrði slitið í janúarsl. Þeirra á meðal er Ari Edwald, sem átti sæti í þeirri hægristjórn sem þá var bolað frá. A fundi umbóta- Loft er eins og oft áður lævi blandið í stúdcntapólitíkinni. Kosningar til stúentaráðs eru ný- afstaðnar, vinstri menn unnu þar umtalsverðan sigur, en hafa til þessa ekki átt aðild að viðræðum um myndun stjórnar. Umbóta- sinnar hafa haft frumkvæði í þeim og nú liggja fyrir drög að málefnasamningi milli þeirra og Vökumanna. En það er ekki allt sem sýnist. Þeir sem mest hafa verið áfjáðir í að starfa með Vökumönnum eru þeir umbótsinnar sem hvað harð- Sniðgangið veitinga- húsin Félag starfsfólks í gisti- og veitinga- húsum boðar verkfall. Sigurður Guðmundsson formaður: Lág- markslaun verði 25 þúsund. Fólk sniðgangi veitingahúsin Við höfum boðað þetta verkfall til þess að knýja á um við- ræður, en til þessa hafa atvinnu- Sölumiðstöðin Nær 60% framleiðslu- aukning Aflabrögðin mun betri en í fyrra. Mikil aukning í frystingu á þorski og þorskblokk Framleiðsla í frystihúsum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna frá áramótum fram að miðj- um mars var tæpar 17.700 lestir sem er nær 60% meiri framleiðsla en á sama tíma í fyrra. Þessi aukna frysting er fyrst og fremst vegna góðra aflabragða það sem af er vertíðinni. Frysting á þorsk hjá SH- húsunum það sem af er árinu hef- ur aukist um rúm 76% og þorsk- blokksfrysting um rúm 135%. Þá hefur einnig orðið umtalsverð aukning í ufsafrystingu og einnig voru frystar rúmlega 2.200 lestir af loðnuhrognum en nánast ekk- ert var fryst af þeim í fyrra. ->g- “rekendur ekki verið reiðubúnir að ræða okkar kröfur. Okkur er fullkomin alvara með þessu og við vonum að þetta komi hreyflngu á málin, sagði Sigurður Guð- mundsson formaður Félags starfsfólks í gisti- og veitingahús- um í samtali við Þjóðviljann í gær, en félagið hefur boðað verk- fall næst komandi föstudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. „Ég vil koma því á framfæri til félaga í verkalýðshreyfingunni að þeir sniðgangi alla veitingastaði þegar og ef við förum út í þessar aðgerðir. Þannig getur fólk sýnt okkur samstöðu í baráttunni," sagði Sigurður enn fremur. Félagið kolfelldi kjarasamning ASÍ og VSÍ á sínum tíma, en gerir hins vegar kröfu um að lágmarks- laun verði 25 þúsund krónur. Auk þess er farið fram á að vakt- aálag verði sambærilegt við það sem tíðkast hjá opinberum starfs- mönnum. Að fatapeningar verði í samræmi við raunveruleikann,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.