Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 12
DÆGURMAL
Fyrrum hljómborösleikari Garys Numan - ekki ólíkur Elton John í
útliti, meira að segja meö skarö á milli framtannanna.
Alan Clarke syngjandi, en hann sýndi líka að hann er hinn besti
munnhörpuleikari og liötækur gítaristi. Hann verður 44 ára 15.
þ.m..
Tony Hicks fer liprum höndum um gítarinn.
HOLLIES
öðru
Eins og vera ber með
hljómsveit sem lifir á fornri
frægð fluttu félagarnir í
Hollies hittlögin sín frá 7.
áratugnum. Viðstaddirí
Broadway síðastliðið
fimmtudagskvöld fengu að
heyra ein tuttugu lög hjá þeim
félögum.flest frá7.
áratugnum, nokkurfráþeim
áttunda og ein þrjú af þessum
áratug.
Byrjunarlagið var Stop in the
Name of Love, gamla Supremes-
lagið, þá Just one Look, Sandy
(eftir „mann sem við hittum í
New York fyrir mörgum árum -
hann var algjört „nóbodý" þá, að
þreifa fyrir sér sem lagahöfundur
- Bruce Springsteen heitir hann“,
sagði Alan Clark þegar hann
kynnti lagið), Bus Stop, We’re
through og á eftir þessum „lumm-
um“ kom alveg skolli gott nýlegt
lag, Soldier’s Song, og mjög vel
spilað. Hljómborðsleikarinn
Dennis Hayes (úr hljómsveit
Garys Numan) spilaði hlutverk
Sinfóníuhljómsveitar Lundúna
„þar eð ekki var pláss fyrir hana í
flugvélinni", en hún lék þetta lag
með Hollies á plötu.
Þá kom að því sem þeir kynntu
sem „hevy metal": syrpa með
lögunum Here I go again, Jennif-
er Eccles, On a Carousel, / can 't
letgo, Sorry Suzanne og l’m alive
- ljómandi vel flutt eins og allt
annað hjá þeim, en ég verð nú að
segj a eins og er að ég hefði heldur
viljað fá færri lög í heilli mynd en
svona skyrpu - alltaf eitthvað
óvirðulegt við slíkar syrpur, bæði
gagnvart lögunum og áheyrend-
um. - En hvað um það, Hollies er
mjög góð hljómsveit og nutu
hljóðfæraleikararnir sín t.d.
verulega vel í laginu Dragon, sem
þeir hnýttu m.a. aftaní þáttum úr
Pétri Gaut Griegs. Hljómborðs-
leikarinn sannaði þarna ágæti sitt
og Tony Hicks er enginn aukvisi á
gítarinn - fær nú meira rúm sem
slíkur en í gamla daga, er þeir
heimsóttu okkur (fyrir tveim ára-
tugum). Þá er gamli Hollies-
trommarinn Bobby Elliot betri
en enginn - bæði léttur og þræl-
fastur fyrir.
Fyrrum liðsmenn Bucks Fizz,
þeir Steve Stoud bassaleikari og
Alan Coats gítarleikari, eru líka
sómahljóðfæraleikarar. Þá radd-
aði Alan vel með Tony Hicks á
bak við hina auðþekktu rödd
Alans Clarke, sem reyndar fékk
of ótæpilega að kenna á „diskant-
inum“ í söngkerfinu. Pottþétt
band, og maður fékk á tilfinning-
una að þá langi til að spila sitt-
hvað annað en gömlu lögin. En
hver hefur sína fortíð að draga,
og það mega þeir í Hollies eiga að
þeirra er hreint ekki ekki leiðin-
leg til upprifjunar.
Þeir Tony Hicks og Alanarnir
tveir heiðruðu gamla Hollies-
liminn Graham Nash með því að
syngja við gítarundirleik Teach
Your Children alveg ljómandi vel
og gátu þess í leiðinni að hann
væri í Ameríku og félagi hans Da-
Bucks Fizz mennirnir og Bobby Elliott í Broadway. Myndirnar tók E.ÓI.
vid (Crosby) væri í fangelsi eina
ferðina enn - „hann lærir aldrei“.
Síðan kom Carrie Anne; Stop,
Stop; The Air that 1 breath; He
ain’t heavy (He’s my Brother);
Long, cool woman in a black
Dress með góðu gítarsólói Tonys
- og þar með var ballið þeirra
búið.
Hollies-hljómleikar þessir eru
reglulega góð skemmtun - þessir
fullorðnu drengir eru „prófessjó-
nal“ músikantar, - en líklega hef-
ur salurinn verið þeim frekar erf-
iður í gær; það verður að segjast
eins og er að Broadway er engin
hljómleikahöll - ekki það að
hljómburðurinn sé vondur, held-
ur salarkynnin þannig löguð að
viðstaddir eru svo langt frá flyt-
jendum að erfitt er að ná upp
góðri stemmningu nema fjöldinn
sé samhentur og einróma um
það. En undirrituð var hins vegar
heppin og lenti við borð á besta
stað, þannig að hún var hin
ánægðasta með kveldið. Mange
tak... en síðustu forvöð eru að sjá
Hollies í kvöld (laugardag);
nema síðar verði? . -A
P.S.: Ekki má gleyma að minnast
á hið geðþekka Bítlavinafélag
sem rak endahnútinn á kvöldið -
Jón Ólafsson, Eyjólf Kristjáns-
son, Stefán Hjörleifsson og kjöl-
festu þeirra góða, þá Harald Þor-
steinsson bassaleikara og Rafn
Sigurbjörnsson trommara. Ykk-
ar skemmtilega framtak lengi lifi,
góðu hálsar. a-
The Hollies árið 1966: Graham Nash, sem
hljópst á brott í Crosby Stills og Nash árið
1968, Bobby Elliott trommari, Alan Clarke
söngvari, Bernie Calvert og Tony Hicks.
sinni
Á ÍSLANDI
á þeim páskabuxum
Megas
Páskahljómleikar Megasar
byrjuðu í nokkurri hljóðóreiðu
sem lagaðist er á leið. Var allt
orðið í besta hljóðstandi eftir hlé
ef frá er talinn flygillinn, sem ekki
var nógu hávær.
Meðreiðarsveinar Megasar um
Passíusálma Hallgríms stóðu sig
ansi vel, ekki síst hinn góði
bassaleikari Haraldur
Þorsteinsson.
Guðmundur Benediktsson
hafði í mörg horn að líta - spilaði
á gítar, flygil og munnhörpu, sem
hafði sólóhlutverk í öllum lögun-
um og var ekki í neinum vand-
ræðum með það þótt hann sé
þekktur fyrir flest annað en
munnhörpuleik. Björgvin Gísla-
son lék af rafmagnsgítar og finnst
mér að Megas hefði mátt hafa
hæfileika hans í huga þegar hann
útsetti sálmana og fá honum
meira áberandi hlutverk í flutn-
ingnum, það er að segja sólóvís.
Ásgeir Óskarsson sat við nett
trommusettið og studdi vel við
bakið á dyllanískri meðferð Meg-
asar á sálmunum.
Megas var í hátíðarklæðum og
-skapi og gaf sjálfum sér ekkert
eftir. Hann hefði svo sem mátt
vera skýrmæltari til að fólk hefði
notið sálmanna enn betur, og
kannski má segja að útsetningar
hafi hljómað heldur einhæfar til
lengdar. En í heild var þetta
skemmtileg stund og eins og
sagði áður reglulega góður seinni
hálfleikurinn. Skemmtilegt væri
ef Megas framkvæmdi ádrátt sinn
um að flytja úr Passíusálmunum á
hverjum páskum héðan í frá eins
lengi og hans góðu kraftar
endast, sem fólk á öllum aldri
kann að meta eins og sást á
hljómleikagestum laugardaginn
fyrir páska. A
Tónkukl
í MH
Tónlistarfélag Menntaskólans
við Hamrahlíð heldur tónleika í
dag (laugardag) frá kl. 17 til
miðnættis. Þeir sem koma fram
eru The Voice, Konsert, Ofris,
Sex púkar, Mosi frændi, Tic tac,
Pereats-piltarnir, S/h draumur og
Kukl (Svart-hvíti draumurinn
kemur líklega fram um 10-leytið
um kvöldið og Kukl um 11). Að-
gangseyrir 250 kr., en 150 fyrir
innansicólafólk MH.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN