Þjóðviljinn - 05.04.1986, Qupperneq 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
PIOÐVIUINN
Bolungarvík
Laugardagur 5. apríl 1986 76. tölublað 51. órgangur
Allir fulltrúar samþykktu
Bœjarfulltrúarnir samþykktu um síðir allir samkomulagið um 30þúsund króna lágmarkslaunfyrir dag-
vinnu. Til viðbótar samþykkt tillagafrá Kristni Gunnarssyni um að samningurinn nái til BSRB-manna
r
Asögulegum bæjarstjórnar-
fundur í Bolungarvík í fyrra-
kvöld reyndu Sjálfstæðismenn að
fá samkomulagi bæjarins og
verkalýðsfélagsins um 30 þúsund
króna lágmarkslaun frestað.
Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Framsókn-
arflokks felldu þá tillögu með 5
atkvæðum gegn 4. Þá var gengið
til atkvæða um samkomulagið og
var það samþykkt með 9 at-
kvæðum allra bæjarfulltrúar.
Enn fremur var samþykkt tillaga
frá Kristni Gunnarssyni bæjar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins um
að samkomulagið næði til allra
starfsmanna bæjarins, - einnig
þeirra sem væru í BSRB.
- í samkomulaginu segir að frá
1. apríl bætist 3000 krónur á dag-
vinnulaun, - og síðan sama upp-
hæð í hverjum mánuði þartil 30
þúsund króna lágmarkslaunun-
um er náð. Þeirri upphæð verður
að vera náð fyrir alla í síðasta lagi
1. september. Vaktaálag, bónus
og annað helst alltaf óskert, sagði
Kristinn Gunnarsson í samtali við
Þjóðviljann í gær.
- í samninganefndinni sem
náði þessu sögulega samkomu-
lagið voru fyrir hönd verkalýðsfé-
Hverfisgata
Vilja snjó-
bræðslulögn
Borgarstjórn ákvað að tillögu
Sigurjóns Pétursonar á borgar-
stjórnarfundi i fyrrakvöld að fela
borgarstjóra að kanna hvort ekki
er mögulegt að jafnframt endur-
nýjun hitaveitu á Hverflsgötu
verði komið þar fyrir snjó-
bræðsiulögn í gangstéttir.
Tillaga Sigurjóns um þetta var
samþykkt samhljóða á fundin-
um. Fyrirhugað er að endurnýja
hitaveitulögnina í Hverfisgötu
svo fljótt sem kostur er. Útboð
hefur þegar farið fram og var
lægsta tilboði í verkið tekið. Hins
vegar var ekki hugað að því að
koma þarna jafnfram fyrir snjó-
bræðslulögn í gangstéttar, sem
talið er mjög hagkvæmt.
-gg
Skák
Firmakeppnin
að hef jast
Á mánudagskvöld hefst Skák-
keppni stofnana og fyrirtækja
með keppni í A-riðli. Taflfélag
Reykjavíkur sér um mótið og er
teflt að Grensásvegi 44-6.
Tefldar eru sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi og sendir hver
þátttakandi fjögurra manna
sveit. Keppniskvöld í A-riðli eru
fjögur næstu mánudagskvöld, en
í B-riðli (einskonar 2. deild) er
keppt á miðvikudögum. Til-
kynna má þátttöku í A-riðli til
Taflfélagsins framá sunnudag
(14-17), í B-riðli er lokadagur
þátttökutilkynninga þriðjudagur
(20-22).
lagsins Sigurður Þorleifsson
gjaldkeri félagsins og Karvel
Pálmason formaður þess, alþing-
ismaður og miðstjórnarmaður í
ASÍ. Fyrir hönd bæjarins voru
oddvitar meirihlutans; Valdimar
L. Gíslason lista jafnaðarmanna,
Benedikt Kristjánsson Fram-
sóknarflokki og Olafur Krist-
jánsson Sjálfstæðisflokki. Auk
þeirra ritaði nafn sitt ijndir
samkomulagið Guðmundur
Kristjánsson bæjarstjóri.
Að sögn Kristins ríkir mikil
ánægja í Bolungarvík með þetta
samkomulag og fylgdust margir
bæjarbúar með fundinum í fyrra-
kvöld. Kristinn Gunnarsson sem
jafnframt er formaður Verslun-
armannafélagsins, kvaðst þegar
fara fram á viðræður við atvinnu-
rekendur um hliðstætt samkomu-
lag um 30 þúsund króna mánað-
arlaun fyrir dagvinnu. „Hér hefur
skapast gott fordæmi," sagði
Kristinn að lokum.
-óg
Iðnskóladagur 1986
Iðnskólinn í Reykjavík verður starfræktur í dag í tilefni af Iðnskóladeginum. tilefni af þessu á FM stereo 89.7 MHz: laugardag kl. 10-3 og sunnudag kl.
Þar með gefst væntanlegum nemendum, aðstandendum þeirra og öðrum 10-18. ÁmyndinnihéraðofankennirÞrösturHelgasonGuðrúnuÖnnuNúma-
áhugamönnumtækifæritilaðkynnasérstarfsemiskólans, ræðaviðnemendur dóttur nema í tréiðnaðardeild réttu handbrögðin.
og kennara og skoða þaö sem unnið er að. Útvarpað verður frá Iðnskólanum í -gg/Sig
Nesiavellir
Staðan er öll önnur
Sigurður G. Tómasson ístjórn veitustofnana: Vorum að kanna aðra
kosti en Nesjavallavirkjun. Skipuð verði nefnd borgarfulltrúa.
Furðulegt að embættismenn skuli einráðir í slíkum málum
Nesjavallavirkjun er gífurlega
dýr virkjunarkostur og við
höfum lengi lagt áherslu á að aðr-
ir möguleikar verði kannaðir.
Tillögur okkar um það hafa hins
vegar verið felldar. Þvi hefur ver-
ið haldið fram að yfirvofandi
væri neyðarástand hjá Hita-
veitunni, en nú hefur annað kom-
ið í Ijós, sagði SigurðurG. Tómas-
son í samtali við Þjóðviljann í
gær, en hann á sæti í stjórn
veitustofnana borgarinnar.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
gær er ljóst að Hitaveita Reykja-
víkur hefur fullnægjandi orku til
ársins 1989. Þetta kom fram í
skýrslu sem unnin var eftir við-
ræður Landsvirkjunar og Hita-
veitunnar um þann möguleika að
borgin kaupi umframraforku af
Landsvirkjun til húshitunar, eins
og Alþýðubandalagið hefur gert
tillögu um.
Þessi skýrsla hefur enn ekki
fengið umfjöllun í stjórn veitu-
stofnana eða öðrum ráðum eða
nefndum kjörinna fulltrúa borg-
arbúa. „Það hlýtur að vekja
furðu að embættismenn skuli fara
með samninga um miljarða-
viðskipti eins og þessi án nokk-
urra afskipta kjörinna fulltrúa.
Nú liggur hins vegar beint við að
skipuð verði nefnd borgarfulltrúa
til þess að annast framhald þessa
máls,“ sagði Sigurður þegar
Þjóðviljinn bar þetta undir hann í
gær.
„Það er orðið ljóst að sú mynd
sem dregin var upp af ástandinu
er ekkert í líkingu við það sem nú
hefur komið fram. Hitaveitu-
stjóri hefur einblínt á Nesjavelli
sem úrlausn og meirihlutinn í
borgarstjórn hefur í raun látið
embættismenn um þessi mál,“
sagði Sigurður. -gg