Þjóðviljinn - 13.04.1986, Side 5
ibúöir
Frœðsla
Námskeið og fundir um
kynhlutverk og sjálfskennd
Tveir svíar koma hingað til lands og frœða
íslendinga um breytta stöðu karlmannsins
með meiru
í lok þessa mánaðar, dagana
25.-30. apríl, verða staddir
hér á landi tveir svíar, þau
Barbro Lennéer-Axeison sál-
fræðingurog Hans Nestius
formaðursænska Kynfræðif-
élagsins, RFSU. Haldaþau
tvö námskeið hér á vegum
fræðslu- og ráðgjafarþjónust-
unnar T engsla hf. og einn
fræðslufund á vegum T engs-
laog Kynfræðifélags íslands.
Fræðslufundurinn verður hald-
inn að Hótel Esju mánudags-
kvöldið 25. þm. kl. 20 og fjallar
hann um breytta stöðu karl-
mannsins í einkalífi og atvinnu-
lífi. Verður þar fjallað um mótun
karlmannshlutverksins, tak-
markanir og ágæti hins hefð-
bundna hlutverks, klámiðnað-
inn, tilfinningar karla, viðhorf
þeirra til kvenna og loks um
„nýja karlmanninn“. Þátttöku-
gjald er kr. 400 fyrir félagsmenn
Kynfræðifélagsins en 600 kr. fyrir
aðra.
Fyrra námskeiðið verður hald-
ið að Hótel Esju mánudaginn 28.
og þriðjudaginn 29. þm. frá kl.
9-16 báða dagana. Þar verður
fjallað um fjölskylduvernd, hjón-
abandið og framtíðina; ný við-
horf og nýjar lausnir. Væntingar
og vonbrigði fólks í nánum sam-
böndum, ástin, hversdagsleikinn
og kynlífið verða viðfangsefni
námskeiðsins. Þátttökugjald er
kr. 2.200.
Seinna námskeiðið verður
haldið í Risinu, Hverfisgötu 105,
miðvikudaginn 30. apríl kl. 9-16.
Það nefnist fagleg vinnubrögð,
starfshlutverk og einkalíf og fjall-
ar Barbro Lennéer-Axelson þar
um gildi fagþekkingar, gæðakröf-
ur og sjálfskennd í starfi ásamt
ýmsum erfiðleikum sem fagfólk á
við að glíma á vinnustað. Nám-
skeiðsgjald er kr. 1.800.
Skráning þátttakenda á fund-
inn og námskeiðin fer fram í síma
25770 kl. 17-19 dagana 14.-16.
apríl.
—ÞH
^Bauknecht
ísskápur, hellur, vaskur
og skápur fyrir 25.208 (stgr.)
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-681266
Lina
Húsverkin eru erfiður baggi
(könnun á viðhorfum giftra
kvenna á aldirnum 26-83 ára
sem nýlega var gerð í Kína
kom í Ijós að þær voru lang-
flestar ánægðar með batn-
andi lífskjörog bjartsýnará
framtíðfjölskyldunnar. En
þærhöfðu líkaýmsaróskir
fram að færa.
Þrjár konur af hverjum fjórum
höfðu menntun yfir meðallagi en
lágar tekjur. 59% kvennanna
óskuðu eftir launahækkun. Lang-
ar ferðir úr og í vinnu voru al-
gengt umkvörtunarefni enda
þurftu 33% kvennanna að eyða
2-3 stundum á dag í slíkar ferðir
og 31% 1-2 stundum á dag. 63%
kvennanna sögðust vilja fá stærri
íbúð, 61% meiri menntun og
helmingur kvennanna kvartaði
yfir því að húsverkin væru erfiður
baggi.
Þriðjungur kvennanna eyddi 4-
5 stundum á dag í heimilisverkin
en ívið fleiri eða 35,7% eyddi 2-3
stundum í þau. Það undrar því
engan að stór hluti kvennanna
sagðist eyða frístundum sínum í
að „fá sér væran blund“ og 38%
sögðust vilja komast burt í frí.
SEÐLABANKIISLANDS
Sölustaðir: bankar, sparisjóðir og helstu myntsalar.
Árið 1886 voru í fyrsta skipti gefnir út peningaseðlar hér á
landi. í tilefni af hundrað ára afmæli seðlaútgáfunnar hefur
Seðlabankinn látið gera sérstaka 500 króna silfurmynt í
takmörkuðu upplagi.
Á framhlið myntarinnar er mynd íjallkonunnar, en Qallkonu-
mynd var á bakhlið 50 kr. seðils 1886 og oft síðan á íslenskum
seðlum. Á bakhlið er mynd af áraskipi undir seglum af gerð sem var
algeng fyrir hundrað árum.
Ágóði af sölu minnispenings þessa rennur til Þjóðhátíðarsjóðs,
sem var stofnaður 1974 og veitir árlega styrki til varðveislu íslenskra
menningarminja.
Hámarksupplag er 20.000 eintök. Þar af eru allt að 5000
peningar sérunnir úr 925/1000 silfri og allt að 15.000 peningar í
venjulegri sláttu úr 500/1000 silfri.
Söluverð er kr. 1250 fyrir sérunninn pening í vandaðri
gjafaöskju, en kr. 780 fyrir venjulega sláttu í öskju.
VERÐMÆT EIGN
VEGLEG GJÖF - GRIPUR MEÐ SÖFNUNARGILDI