Þjóðviljinn - 13.04.1986, Page 11
ANOREXIA NERVOSA
LYSTARSTOL
Þessi teikning sýnir brenglaða
líkamsímynd lystarstolssjúklings.
Dökki flöturinn er teikning af
likamsmáli sjúklingsins eins og
það er, brotnu útlínurnar eru
teiknaðar af sjúklingnum sjálfum
eins og honum finnst líkamsmálið
vera fyrir máltíð og ystu útlinurnar
er mat hans á líkamsmálinu eftir
máltíð.
Anorexia nervosa eða lystarstol af geðrænum toga eins og
sjúkdómurinn nefnist á íslensku er vaxandi sjúkdómur hér á
landi sem og í nágrannalöndunum. Samkvæmt erlendum
heimildum hefur tíðni sjúkdómsins vaxið mest á síðustu 20-30
árum en heimildir langt aftur í aldir eru til um nunnur sem að
sögn lækna hafa gengið með þennan sjúkdóm.
í stuttu máli þá er eitt aðaleinkenni sjúkdómsinsóstöðvandi
megrun sem getur leitt til dauða en hann sækir sér í lagi á
ungar stúlkur á kynþroskaaldinum þótt dæmi séu líka til um
unga menn með lystarstol. í viðtalinu sem hér fer áeftir
miðast umræðan að mestu við ríkjandi lystarstolssjúklinga,
eða stúlkur sem að mestu eru á aldrinum 14-18 ára, en orsakir
sjúkdómsins meðal karla er af mörgum taldar að einhverju
leyti frábrugnar orsökum sjúkdómsins hjá konum. Þess skal
getið að erlendis fer sjúkdómurinn vaxandi meðal pilta og
kvenna á öðrum aldursskeiðum en kynþroskaskeiðinu.
Pótt ströng megrun flokkist ekki undir sjúkdóm fyrr en á
ákveðnu stigi megrunarinnar má að sögn fagfólks ætla að
hópur fólks sé á mörkum þess að fá sjúkdóminn án þess að
meðvitund um það sé fyrir hendi. Eins og fram kemur í
viðtalinu eru orsakir öfgafullrar megrunar margvíslegar og
stafa gj arnan af mörgum samvirkandi þáttum, en meðal
orsaka sem taldar eru hrinda sjúkdómnum af stað eru
tískusjónarmið varðandi vaxtarlag kvenna og megrunar- og
heilsuræktaráróður. Pað er von blaðamanns að á tímabili
megrunar- og heilsuræktaræðis megi upplýsingarnar sem að
neðan birtast vera þeim sem gengið hafa of langt og eru á
mörkum þess að fá sjúkdóminn aðvörun, auk þess að veita
almennar upplýsingar um hinn vaxandi sjúkdóm lystarstol.
Viðmælandi okkar um lystarstol er Magnús Skúlason
geðlæknir, en hann er einn af þrem höfundum greina um
sjúkdóminnsem birtustíLæknablaðinusl. sumar. Auk
Magnúsar náðum við tali af ungri stúlku sem náð hefur bata af
sjúkdómnum en hún féllst á að koma í viðtal á þeim
forsendum að auknar upplýsingar um sjúkdóminn væru
nauðsynlegar.-K.Ol.
Þessi mynd er af sýningarstúlkunni Twiggy þegar hún var uþþ á sitt „besta" og um leiö fyrirmynd þúsunda kvenna.
Myndin hefur birst með erlendum greinum um lystarstol.
Ung stúlka segirfrá
reynslusinni
sjúkdómnum lystarstoli
3 Imyndin um
grönnu konuna
Viðmælandi okkar er stúlka á
aldrinum milli tvítugs og þrít-
ugs. Hún veiktist af lystarstoli
þegar hún var 12 áragömul
en sjúkdómurinn náði há-
marki sínu þegar hún var rúm-
legatvítug. Fyriru.þ.b.
tveimur árum fór henni að
batnaverulegaog nú lifirhún
eðlilegu lífi, stundarnám íhá-
skóla, er félagslynd og ferðast
erlendis þegar hún hefur tök á
því.
„Þegar ég var 12 ára gömul var
mér strítt á því að ég væri feit. Þá
ákvað ég að fara í megrun, ég
skyldi sko sýna þeim að ég gæti
verið grönn. Ég forðaðist mat og
byrjaði að hreyfa mig mikið. Þá
var ég í sveit og fór gjarnan út í
fjós á kvöldin og hljóp á milli bás-
anna eins og ég ætti lífið að leysa.
Svo leið að því að ég var orðin svo
grönn að ég var tekin inn á spítala
og matur þvingaður ofan í mig.
Upp frá þessu hefur sjúkdómur-
inn gengið í bylgjum, ég hef
þyngst og lést á víxl en hámarkinu
náði sjúkdómurinn fyrir 2Vi ári.
Síðan þá hefur mér farið batn-
andi en ég fór í meðferð sem
leiddi til þess.
Matur, vigtin, megrun, hreyf-
ing. Þetta er allt sem komst að í
mínu lífi meðan á sjúkdómnum
stóð. Ég hugsaði stanslaust um
mat. Bakaði heilu kökurnar í
huganum, bjó til matseðla, var
alltaf svöng, gat stundum ekki
sofið fyrir nagandi hungri. En
með viljanum einum bægði ég
matnum frá mér. Vigtin, ég fór
oft á vigtina á dag. Hafði hana
með mér þegar ég fór eitthvert
vegna þess að aðrar vigtir gætu
sýnt annað. Ég hreyfði mig eins
og ég hafði tíma til. Hljóp og
hljóp. Vegna næringaskorts hafði
ég enga orku til þess að hreyfa
mig svona mikið, orkan virtist
koma úr viljanum einurn og sér.
Þegar ég skipti um umhverfi,
fór erlendis t.d. grenntist ég alltaf
sjálfkrafa. Einu sinni fór ég út í
þeim eina tilgangi að grennast.
Megrunin heltók líf mitt. Auk
námsins gerði ég ekkert annað
enda varð ég smám saman félags-
lega einangruð. Ég fór að af-
þakka heimboð og hætti að sitja
til borðs með fjölskyldu minni á
matmálstímum. Fjölskyldan að-
lagaðist þessari hegðun minni en
höfðu auðvitað áhyggjur því þau
horfðu á mig hverfa. Ég held að
kunningjunum hafi líka fundist
ég vera orðin helst til mögur, en
þegar þau minntust á það við mig
varð ég óendanlega glöð. Það
styrkti mig í því sem ég var að
gera.
Ég borðaði auðvitað stund-
um, ennþá gætti ég mín á því að
enginn sæi til. Ég skammaðist
mín svo mikið. Öðru hvoru kom
það fyrir að ég tróð mig út af mat,
eins mikið og ég gat í mig látið.
Samviskubitið sem kom í kjölfar-
ið af því var svo mikið að ég
reyndi að kasta öllu upp og stund-
um tók ég laxerandi lyf.
Auðvitað leit ég ekki vel út.
Húðin var skorpin og hárið þunnt
en áhyggjurnar af því drukknuðu
í áhyggjunum af stórum maga og
feitum lærum. Ég áttaði mig
auðvitað ekki á því að dóm-
greindin hvað varðaði lík-
amsmálið var fullkomlega
brengluð.
Andlega leið mér bæði vel og
illa í senn. Mér fannst ég sterk og
hinir voru jafnvel aumingjar en
samtímis fylgdi þráhyggjunni
vanlíðan og það örlaði á hræðslu.
Var ég e.t.v. að eyðileggja ein-
hver líffæri var spurning sem
skaut stundum upp í kollinum á
mér.
Það er líklega þessi hræðsla
sem varð til þess að ég samþykkti
að fara í meðferð en þá hafði ég
ekki haft blæðingar í heilt ár og
ég, sent er 170 cm á hæð, var orð-
in 42 kg að þyngd.
Aðdragandinn að því að ég
samþykkti að fara í meðferð var
m.a. sá að ég hætti í miðju
menntaskólanámi vegna þess að
ég stóð ekki undir kröfunum sem
ég gerði til sjálfrar mín. Ég vildi
vera best í öllu og það gat ekki
annað en endað með ósköpum.
Það sótti að mér þunglyndi og ég
leitaði til sálfræðings en hann
minntist á meðferð við mig. Það
tók mig langan tíma að sam-
þykkja það og loksins gerði ég
það með því skilyrði að ég yrði
læknuð á annan hátt en nteð því
að þyngjast.
Tímabilið á spítalanum var
mjög erfitt og ég var ekki
auðveldur sjúklingur. Ég var
öskuvond út í allt og alla, fannst
hjúkrunarfólkið koma illa fram
við mig með því að reyna að fá
mig til þess að borða. I stað þess
að taka virkan þátt í meðferðinni
gerði ég allt til þess að seinka
henni, fór t.d. inn á bað eftir
máltíðir og hljóp þar fram og til
baka til þess að fá hreyfingu.
Meðferðin sent ég var m.a. látin í
kallast atferlismeðferð. Hún felst
tn.a. íþvíað ef sjúklingur stendur
sig vel er hann verðlaunaður en ef
hann stendur sig illa þá fær hann
væga refsingu, fær t.d. ekki úti-
vistarleyfi þá vikuna. Þessi með-
ferð fór smám sarnan að bera ár-
angur og eftir þrjá mánuði var ég
orðin 50 kg, en þá fékk ég að
útskrifast með því skilyrði að ég
héldi meðferðinni áfram á göngu-
deild.
Það var mikið átak að fara út í
heintinn aftur. Það var búið að
taka mitt hjartans mál frá mér,
megrunina, og þá var ekkert
eftir. Ég lagði ntikið á mig til þess
að reyna að fylla uppí það tóma-
rúnt sem hafði myndast og lagði
mig þess vegna í línta við að kynn-
ast fólki, fór t.d. á nokkur nám-
skeið. Áður en langt unt leið var
ég farin að skemmta mér, fara í
útilegur og orðin félagslynd á ný.
Matarkarfan sem áður var ein-
göngu fyllt með mjólkurkexi fór
að fyllast af fjölbreyttari fæðuteg-
undum. Núna fer ég út að borða
með öðrum og borða sama mat-
inn og hinir".
Konur og kílóin
„Allt þetta fólk í kringum ntig
gaf mér, með nærveru sinni einni
saman, mikinn stuðning en
átakið verður að koma frá manni
sjálfum. Ef þú gerir ekkert í mál-
ununt þá gerist ekkert.
Lystarstol er algengast nteðal
ungra stúlkna. Það er ekkeit
skrýtið. íntyndinni urn grönnu
konuna er troðið inn í okkur frá
barnsaldri og þar virðist hún setj-
ast að, hversu meðvitaðar sem
við annars erunt. Ég sé alls staðar
í kringum mig konur sem eru að
berjast við kílóin jafnvel þó að
þær hafi enga sjáanlega ástæðu til
þess. Ég heyrði eina stúlku segja í
skólanunt um daginn að hún
hefði borðað svo rnikið daginn
áður að hún hefði farið og kastað
öllu upp. Ég gat ekkert annað
sagt við hana en passaðu þig,
þetta gæti farið illa. Þessi kona
veit ekkert um reynslu mína, en
ég tala að öllu jöfnu ekki um
hana.
Ég vildi óska þess að þegar ég
var að veikjast og var orðin veik,
þá hefði ég haft tækifæri til þess
að tala við einhvern sem hefði
gengið í gegnum sjúkdóminn og
náð bata, en það er m.a. á þess-
um forsendum sem ég samþykkti
að konta í þetta viðtal. Ég vil ráð-
leggja fólki sem haldið er sjúk-
dómnum að hafa það hugfast að
samhliða þróun í átt að eðlilegri
líkamsþyngd á sér stað hugarfars-
breyting sem hjálpar ntanni úr
sjálflteldunni. Lífið er nefnilega
miklu rneira en megrun".
-K.Ól.
Magnús Skúlason: Eitt aðaleinkenni sjúkdómsins
óstöðvandi megrun sem getur leitt til dauða
Magnú’s Skúlason: Til eru gamlar heimildir um nunnur sem sveltu sig í hel guði til dýrðar. Þaer fullnægja öllum skilyrðum
lystarstolssjúkdómsgreiningarinnar.
Lystarstol er
stú I knasj ú kdóm u r
^ 40-50%
Hvernig sjúkdómur er lystars-
tol eða anorexia nervosa?
Anorexia einkennist af því að
dregið er svo mjög úr matar-
neyslu að óhæfileg megrun og
næringarskortur hlýst af. Þó að
merkingu orðsins anorexia sé
lystarleysi eða lystarstol, þá er
hér ekki um eiginlegt lystarleysi
að ræða. Sjúklingarnir „vilja“
einfaldlega ekki matast, telja sig
ekki þarfnast þess og virðast ótt-
ast að borða og þyngjast um of.
En enda þótt þeir dragi þannig
„viljandi“ úr neyslu sinni þá virð-
ast þeir ekki geta gert sér grein
fyrir afleiðingum þessa hátternis,
hvorki útlitinu sem af því hlýst né
lífshættulegum næringarskorti.
Þeir virðast ekki hafa raunhæft
mat á eigin stærð, finnst líkaminn
eða sumir líkamshlutar stærri en
þeir eru.
Dómgreindin hefur semsagt
raskast að þessu leyti. Gætir þess
á fleiri sviðum?
Sjúkdómnum fylgja oft viss
persónaleikaeinkenni. Þessi
öfgakennda hófsemi í mataræði
sem orsakar megrunina virðist
bera vitni sterkri ofstjórnarþörf
sem að líkindum endurspeglar
sjúklegan skort á trausti og innra
öryggi af einhverjum sökum.
Sjúklingarnir eru oft haldnir þrá-
hyggju og áráttu, öfgakenndri
samviskusemi og Iöngun til að
standa sig og geðjast öðrum. Ósk
eftir fullkomleika, ósveigjanleika
og ósanngjörn kröfuharka í eigin
garð er áberandi. Þeir virðast
hafa öfgakennda þörf á að hafa
sem flesta hluti í lagi og á meintu
valdi sínu, „undir kontról".
Sjálfsblekking, afneitun og rétt-
læting á sveltinu eru þannig
dæmigerð fyrir sjúkdóminn og
meðal megin einkenna og ná-
tengd stífninni og andstöðunni
sem gerir meðferðina oft svo erf-
iða.
Þess ber að geta að yfirgnæf-
andi meirihluti sjúklinganna er
ungt fólk, sumir miða skil-
greininguna við 25 ára aldurs-
mörkin. Ennfremur er þetta
eiginlega stúlknasjúkdómur. Um
20 sinnum fleiri stúlkur en dreng-
ir veikjast.
Megrunin dregur
athygli frá
innri vanlíðan
Hvar eru mörkin? Hvenær telst
fólk vera komið með sjúkleg ein-
kenni lystarstols?
Það er ekki hægt að segja alveg
nákvæmlega til um það, en al-
mennt er miðað við að þyngdar-
tap sé 25% eða meira af uppruna-
legri þyngd eða kjörþyngd. Með-
al sjúkdómseinkenna má einnig
nefna andúð sjúklinganna á
neyslu matar og mikinn ótta við
það að missa stjórn á neyslunni
og fitna úr hófi sé látið undan
eðlilegri matarlyst og næringar-
þörf. Þeir hafa yfirleitt sterka þrá
eftir því að grennast sem allra
mest og árangri á því sviði tengist
vellíðan og léttir, og greinileg
ánægja virðist tengjast því að láta
á móti sér að nærast eðlilega.
Undir niðri virðast sjúklingarnir
oftast haldnir verulegri vanmátt-
arkennd og kvíða. Það hversu
uppteknir þeir eru við að megra
sig og grenna virðist draga athygli
þeirra frá innri vanlíðan og tóm-
leika. Meðal líkamlegra ein-
kenna má sérstaklega nefna tíða-
leysi og minnkaða kynhvöt. Á
köflum eru þessir sjúklingar oft
örir og athafnasamir, öfugt við
það sem vænta mætti, að næring-
arskorturinn drægi úr þreki
þeirra. Þetta getur bæði átt sér
sálrænar og lífefnafræðilegar or-
sakir.
Er þetta algengur sjúkdómur?
Nei, ekki er hægt að segja það.
Það liggja ekki neinar nákvæmar
óyggjandi tölur um fjölda tilfella
hér á Iandi. Það hafa ekki farið
fram neinar skipulegar rannsókn-
ir á þessum þætti. Á árunum
1960-1969 fengu 10 sjúklingar
þessa greiningu á Landspítalan-
um eða að jafnaði einn á ári. Á
árunum 1970-1980 var 19 sinnum
greind anorexia nervosa. 1981-2
fengu 7 sjúklingar þessa grein-
ingu á Landspítalanum, - 1983
alls 14, en ’84 nokkru færri eða 8.
Hvort þessar háu tölur endur-
spegla tíðnisaukningu sem þeim
nemur skal ósagt látið. Hins veg-
ar sýna erlendar rannsóknir sem
ná yfir síðustu 2-3 áratugi að það
er hæg en örugglega vaxandi
tíðni. Þær rannsóknir sýna enn-
fremur að tíðnin er heldur hærri
meðal hinna efnaðri og einna
hæst er hún í vissum áhættuhóp-
um þar sem megrun tengist starf-
inu svo sem meðal dansara og
íþróttafólks.
Kenningar
um orsakir
margvíslegar
Hverjar eru orsakir anorexiu
nervosa, eru þær einkum geð-
rænar?
Það er ekkert eitt óyggjandi
svar við þessu. Flestir telja að um
samverkandi orsakaþætti sé að
ræða, líkamlega, andlega og fé-
lagslega, eins og oftast þegar geð-
ræn og sálvefræn einkenni og
sjúkdómsfyrirbæri eiga í hlut.
Éin elsta tilgáta hinnar hefð-
bundnu sálgreiningar er sú að an-
orexia nervosa sé ómeðvitað
afturhvarf til frumstæðs þroska-
stigs og endurspegli andstöðu
gegn kynlífi og því að verða
barnshafandi. Sú kenning er um-
deild. Aðrir hafa einfaldlega
túlkað sjúkdóminn sem afl-
eiðingu ótta við að verða fullorð-
inn og mæta þeim kröfum sem því
fylgja og sé sjúkdómurinn þá
einskonar tilraun til að víkja sér
undan vaxandi ábyrgð og hverfa
aftur á vit bernskunnar fyrir kyn-
þroskaskeið þó að sú leið sé að
sjálfsögðu ófær. Sálgreiningin
leggur áherslu á innri mótsagnir
og sundrungu í sálarlífi og sjálfs-
vitund sjúklinganna, frumstæða
varnarhætti og veikbyggða starf-
semi sjálfsins, sem samkvæmt
kenningum þróunarsálfræðinnar
má rekja til mjög frumstæðra
þroskaskeiða.
Atferlisfræðingar telja sjúk-
dóminn eins og önnur tilbrigði
mannlegrar hegðunar vera lært
atferli tilkomið fyrir áhrif áreita
og umbunar frá umhverfi. Menn
hafa túlkað sjúkdóminn sem að-
lögunartilraun á villigötum, birt-
ingarform rangsnúinnar viðleitni
til aðlögunar af þvingandi að-
stæðum, langvinn og flókin vand-
kvæði unglings og erfið aðstæða
gagnvart þungbæru álagi eigi þátt
í myndun þessa sjúklega háttern-
is og endurspegli þörf á og við-
leitni til að hafa að minnsta kosti
eitthvað á valdi sínu og undir
stjórn, íveröld margvíslegra innri
og ytri ógnana og öryggisleysis.
Margir aðhyllast tilgátu um
menningaráhrif sem orsakaþætti
og skýrskota til gildismats og
væntinga nútímasamfélags og
siðmenningar varðandi útlit og
frammistöðu, einkum má vera að
tískusjónarmið varðandi vaxtar-
lag kvenna hafi nokkur áhrif,
einnig megrunar- og heilsurækt-
aráróður. Þess má geta að til eru
nokkurra alda gamlar heimildir
um nunnur sem föstuðu og sveltu
sig í klaustrum guði til dýrðar,
stundum í hel. Nunnur þessar
hafa fullnægt öllum skilyrðum
anorexiu-sj úkdómsgreiningar-
innar.
Fölsk
öryggiskennd
Þá er anorexia einnig af ýmsum
talin geta endurspeglað fjölskyld-
uvandamál, orsakanna sé þá ekki
fyrst og fremst að leita hjá sjúkl-
ingunum sjálfum, heldur búi þær
með fjölskyldunni allri eða öðr-
um einstaklingum hennar, sem
séu þá í vissum skilningi jafn
veikir eða veikari en „sjúklingur-
inn“, þó að einkennin birtist hjá
honum, hann sé þannig „ein-
kennisberi" fjölskyldu með ófull-
komin tjáskipti, bældan kvíða,
innibyrgðar tilfinningar og ófull-
nægðan metnað. Kenningarþess-
ar eru studdar svipuðum rökum
og hliðstæðar kenningar um ýmis
önnur geðræn sjúkdóms-
einkenni.
Ein er sú kenning, að sveltinu í
anorexiu nervosa fylgi vitundar-
breyting, þversagnakennd vellíð-
an, fölsk öryggiskennd, að
minnsta kosti í fyrstu, og jafn-
framt persónueinkenni og varnir
svo sem afneitun og réttlæting
líkar þeim sem birtast við ávana-
og fíknmyndun, og að þetta sé
umtalsverður áhrifavaldur.
Hvernig svo sem þessu er varið
þá bendir margt til þess, að sjúkl-
ingarnir hafi vissan „sjúkdóms-
ávinning" af ástandi sínu, þeir
séu á vissan hátt upp með sér af
sjálfsögun sinni og sjálfsafneitun
svo og „árangrinum“ varðandi
útlitið, og að þetta hjálpi þeim til
að halda í skefjum kvíða og ör-
yggisleysi og að það kunni að
skýra að einhverju leyti andstöðu
þeirra gegn breytingum.
Tilraunir til að skilja orsakir
anorexiu nervosa frá einhverju
einu sjónarmiði eru vafasamar.
Réttan skilning virðist ókleift að
nálgast nema með því að skoða
fyrirbærið frá mörgum sjónar-
miðum í senn.
Af hverju er sjúkdómurinn al-
gengari meðal stúlkna en pilta?
Þessari spurningu mætti velta
fyrir sér í tengslum víð hlutverka-
skiptingu kynjanna, frammi-
stöðu og valdabaráttu í flóknu fé-
lagslegu samhengi, ýmsa þætti
hins hefðbundna gildismats á
kvenlegum dygðum, tískusjón-
armið o.s.frv.. Hugsanlega koma
hér til einhverjir líffræðilegir
þættir. Það eru til kenningar um
vefræna og lífeðlisfræðilega or-
sakaþætti, sem vissulega geta átt
hlut að máli í bland við hina sál-
rænu, þó að of flókið mál sé að
fara út í þá sálma að sinni. - Yfir-
leitt er þó röskun á hormóna-
starfsemi t.d. fremur talin af-
leiðing en orsök.
ná fullum bata
Hvaða leiðir eru farnar til
lækningar?
Það sem einkum veldur hér
erfiðleikum er sú afneitun og
andstaða sem áður er nefnd.
Meðferðin þarf að vera samofin
úr ýmsum þáttum eins og flest
önnur geðmeðferð. Það er mikið
í húfi að vel takist til að byggja
upp jákvætt samband og ávinna
sér traust sjúklingsins til frekara
samstarfs. Fyrsta verkefnið er að
hjálpa sjúklingnum til að þyngj-
ast og til þess þarf hann að fást til
að nærast. Þetta er ákaflega mis-
munandi erfitt og fer að sjálf-
sögðu eftir því á hve háu stigi
sjúkdómurinn er í hverju tilfelli. í
erfiðustu tilfellunum er nauðsyn-
legt að slík meðferð fari fram á
sjúkrahúsi. Á geðdeild Landspít-
alans hefur einkum verið notuð
atferlismiðstöð í þessu skyni, sem
byggist á því að veita sjúklingn-
um samkvæmt meðferðarsamn-
ingi umbun fyrir hvert skref í
rétta átt. Þetta meðferðarform
virðist býsna öruggt til að auka
þyngd sjúklingsins, en fleiri að-
ferðir koma til greina. Mat á
meðferðarárangri verður að taka
til sálrænnar og félagslegrar að-
lögunar, starfsgetu og annarrar
virkni, - auk holdarfars og
þyngdar, þó að hún sé það atriði
sem auðsæjast er og auðveldast
að ntæla. Sumir telja ofmat á
þeim þætti varhugavert, þyngd-
araukning sé skref til bata, en
traustleiki hans sé undir því kom-
inn, hversu tekst að vinna úr hin-
um sálrænu og félagslegu vand-
kvæðum. Stundum virðist þó
nægilegt að hjálpa sjúklingnum
að yfirvinna þennan stæsta þrösk-
uld afstöðu sinnar og andstöðu,
að fara að nærast og ná holdum.
Það getur nægt honurn til að
losna úr sjálfheldunni og hefja
eðlilegt líf. í örðum tilfellum er
um þörf á langvinnri meðferð og
stuðningi í ýmsu fornti. Slík með-
ferð beinist þá ekki að lystarsto-
linu í þrengsta skilningi sveltis og
megrunar, heldur að ýmsurn
þeim persónulegum vandamál-
um, félagslegu aðlögunarerfið-
leikum og geðræn einkennum
sem oft eru hluti af sjúkdómnum.
Fyrstu stig batans eru viðkvæm
og vandmeðfarin. Sjúklingurinn
stendur þá rnjög berskjaldaður í
tilverunni og margvísleg verkefni
blasa við. í meðferðinni þarf að
taka mið af þessu, veita mikinn
stuðning og draga úr ótta og
kvíða. Viðtalsmeðferð er yfirleitt
nauðsynleg og fjölskyldumeð-
ferð getur reynst ágætlega. Geð-
lyf getur þurft að gefa um tíma í
sumum tilfellum.
Batahorfur?
Um þær er mjög erfitt að segja
vegna þess hve sjúkiingarnir eru
mismunandi veikir. í afar grófum
dráttum þá benda rannsóknir til
þess að um 40-50% sjúklinganna
nái fullum bata, 20-30% batni
verulega, önnur 20-30% eigi við
talsvert erfið og langvinn ein-
kenni að etja, en dánartala sé um
5%. Hafa ber í huga að yfirleitt
hafa engir sjúkdómar neinar fast-
ar „innbyggðar" batahorfur, þær
tengjast alltaf að verulegu leyti
því, hvaða meðferð er hægt að
veita. Batahorfur aukast við góð
skilyrði, og síðast en ekki síst
aukinn áhuga og menntun þeirra
sem að meðferðinni starfa.
-K.Ól.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1986
Sunnudagur 13. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11