Þjóðviljinn - 13.04.1986, Page 12

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Page 12
Kristinn G. Harðarson: nafnlaus, blýantur 1984. Daffl Guðbjórusson. „Kouu í stíi!“íí0xi!4 cin. Blck n iwpfnr I98t>. Daði Guðbjörnsson: Kona í stól, blek á pappír 1986. Dagana 12. til 26. apríl munu þrÍF listamenn halda samsýn- ingu í vestursal Kjarvals- staða. Það eru þeir Daði Guð- þjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn Guð- brandur Harðarson, sem standafyrirframtakinu. Þegar ég leit við hjá þeim voru þeir búnir að bera inn í salinn um tvö hundruð verk, allmiklu fleiri en salurinn rúmarog stóðu innan um góssið og spáðu og spekúleruðu hvað velja skyldi og hverju mætti fórna. „Við hefðum getað fyllt báða salina og meira tii ef við hefðum fengið að leigja allt húsið eins og upphaflega stóð til“, segir Helgi Þorgils. „En því miður strandar á loftinu og svo er verið að leika í helmingnum af eystri salnum, þannig að þetta verður að duga í bili“. „Reyndar vorum við ákveðnir í að fylla báða salina og gangana“, bætir Daði við. „En okkur var hafnað vegna þess að taka áti loftið niður. Þegar því var frestað fengum við inni í vestursalnum. Maður verður stundum að bakka og breyta upphaflegum áætlun- um“. Tímamótaverk? - Mig langar til að byrja á því að spyrjaykkur hvers vegnaþið sýn- ið saman? „Ja, ætli það sé ekki út af ein- hverjum andlegum skyldleika og svo kunningsskap. Eflaust er sá kunningsskapur til kominn vegna þess að okkur finnst við nokkuð skyldir andlega. Við höfum lengi haldið hópinn og fylgst hver með öðrum og þ.a.l. höfum við tengst ákveðnum böndum þótt ólíkir séum að öðru leyti“. - Nú skerðu þig eilítið úr hópn- um Kristinn, þar sem þú sýnir ekki einvörðungu málverk heldur einnig höggmyndir. Stendurðu á tímamótum? „Nei, ekki get ég sagt það. Hins vegar stóð ég á nokkrum tímamótum fyrir svona tveimur árum, þegar ég var að byrja að fikra mig yfir í höggmyndina. En þetta táknar ekki að ég sé hættur við málverkið, nema síður sé. Ég hafði einungis löngun til að bæta við tækni; auka við möguleikum innan myndlistarinnar". - En þú skerð þig einnig úr að þvíleyti, aðþú fœst jöfnum hönd- um við hlutlœga og óhlutlæga tjáningu í myndum þínum. „Já, það er rétt. En það er hluti afsömu hugmyndinni, þ.e.a.s. að víkka út tjáningarsviðið. Það skiptir mig ekki máli hvort ég geri fígúratíva mynd ellegar abstrakt, því kjarninn er ávallt sá sami. Ég er að leita að ákveðnum hlutum; ákveðinni tilfinningu, sem skilar sér hvort heldur myndin er hlut- læg eða óhlutlæg". - En hvað með þig Helgi, eru þetta tímamarkandi verk hjá þér? „Nei, ég held mínu striki og það er frekar hægt að tala um hægfara þróun hvað mig áhrærir. Að vísu höfum við Kiddi (Krist- inn) ekki sýnt í tvö og hálft ár og því eru myndir okkar nú öðruvísi en þær sem við sýndum á síðustu sýningum okkar. En þeir sem hafa séð til vinnu okkar að und- anförnu geta staðfest að um hæg- fara þróun er að ræða“. - En þú Daði, það er eitthvað styttra síðan þú sýndir, er það eícki? „Jú, en ég get tekið undir með Helga og Kidda að verk mín þró- ast hægt og jafnt. Annars er ég með nokkrar myndir hér sem eru tíu til tólf ára gamlar. Ég upp- götvaði þegar ég sá þessar myndir aftur að ég hafði farið í nokkurs konar hring. Ég er m.ö.o. farinn að nálgast aftur upphafið". - Við töluðum um andlegan skyldleika sem gerir ykkur að á- kveðinni grúppu, ef svo má segja. Hvað er það nákvœmlega sem einkennir list ykkar? „Það er erfitt að koma orðum að því, en maður hefur þeim mun sterkari tilfinningu fyrir því. Ætli það sé ekki það að við leitum allir að ákveðnum kjarna í málverk- um okkar og hikum ekki við að Viðtal við Daða Guðbjörnsson, Helga Þ. Friðjónsson og Kristin G. Harðarson Kristinn G. Harðarsson (th.) og Daði Guðbjörnsson á Kjarvalsstöðum. Því miður hafði Helgi Þorgils Friðjónsson brugðið sér frá en á veggnum til vinstri við þá félaga hangir ein af myndum hans. Mynd: Sig. 12 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.