Þjóðviljinn - 13.04.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Page 14
Chile Laumuför Miguel Littin gegn herstjórninni. „Við erum engir hryðjuverkamenn,“ sögðu þeir. „Eini hryðjuverkamaður- inn í Chile er Pinochet...Við ætl- um að berjast fyrir endurreisn lýðræðisins. Þegar það er komið á mun alþýðan ákveða framtíð sína sjálf...“ Hópurinn bjó dreifður á marga staði og eitt sinn greip um sig ör- vænting þegar einn hópurinn lenti í lögregluaðgerð og var handtekinn. Þá var leitað til sendiherra erlends ríkis og hann fékk mennina lausa. Öðru sinni var sagt að leyniþjónustan hefði annan hóp í haldi en eftir nokk- urra klukkutíma taugaspennu kom í ljós að fréttin var fölsuð. Eftir tvo mánuði er tökum lok- ið og filmurnar allar komnar úr landi sem og flestir samstarfs- menn Littins. Hann endar dvöl sína á því að rita forseta hæsta- réttar landsins opið bréf þar sem hann segist hafa komið ólöglega inn í landið og biður hann um að koma því til leiðar að hann fái að búa þar með lögmætum hætti. „Varðandi sekt mína vísa ég á myndirnar sem ég hef gert í Chile og erlendis, þær eru minn glæp- ur,“ segir hann og bíður svars. Að sýna veruleikann Þegar svarið kemur er það neikvætt og þá er ekki annað að gera en drífa sig úr landi. Á flug- vellinum er eins og passaskoðar- ann gruni eitthvað en hann sleppir honum samt í gegn. í leiðinni út í flugvél fann Littin fyrir sterkri löngun til að snúa aft- ur og segja honum hver hann væri. „En ég gekk áfram og leit ekki aftur.“ Vonandi gefst okkur kostur að sjá myndina sem út úr þessari heimsókn kemur. I sjónvarpinu höfum við oft fengið forsmekk- inn að því ofbeldi sem ríkir í landinu. En tilviljanakenndar fréttamyndir geta ekki sýnt veru- leikann eins og snjallir kvik- myndaleikstjórar á borð við Mi- guel Littin. —ÞH endursagði Þekktasti leikstjóri Chile heimsótti œttland sitt ó laun eftir 12 ór í útlegð Miguel Littin heitir þekktasti kvikmyndageröarmaöur Chile. Á valdatíma Alþýöu- fylkingarinnar og Allendes forseta var Littin skipaöur yfir- maðurChilensku kvikmynd- astofnunarinnar sem stjórnin haföi þjóönýtt en eftir að her- foringjar undir forystu Augusto Pinochet tóku völdin hraktist Littin úr landi og hefur síðan búiðerlendis. Áður en hann fór í útlegð hafði honum auðnast að gera tvær kvikmyndir í fullri lengd, Sjakal- ann frá Nahueitoro og Fyrir- heitna landið sem hann lauk reyndar við á Kúbu. í þeirri síðar- nefndu lýsir hann skammlífri tii- raun til að koma á sósíalisma í Chile á fjórða áratugnum og hafa margir túlkað myndina sem sam- líkingu við stjórnartíma Al- lendes, og jafnframt gagnrýni á ýmislegt sem betur mátti fara. Síðan Littin fór frá Chile hefur hann búið í Mexíkó og á Spáni. Hann hefur gert þrjár myndir og var ein þeirra, Alsino og Gamm- urinn, útnefnd til óskarsverð- launa sem besta erlenda kvik- myndin árið 1984. Þessar þrjár myndir hafa allar verið sýndar á kvikmyndahátíðum hér á landi. Miguel Littin: Heimkynni fólks eru þar sem það fæðist, þar á það vini, þar ríkir óréttlæti og þar á list þess erindi. Þungi nœturinnar En ástæðan fyrir því að hér er fjallað um Littin er sú að bráð- lega getum við átt von á nýrri kvikmynd frá honum. Sú mynd er tekin undir hans stjórn í Chile en þangað fór Littin á fölsuðu veg- abréfi í fyrrasumar og dvaldist þar á laun við tökur í tvo mánuði. Útkoman varð 25 klukkutímar af hvunndagslífi í Chile og andstöðu við stjórnvöld. Littin lýsir þessari ferð í grein í nýlegu hefti af American Film. Lfndirbúningur hennar tók marga mánuði og með í för voru nokkrir hópar töku- og tækni- manna frá ýmsum löndum. Hann lýsir lífi alþýðunnar í höfuðborg- inni, Santiago, sem hann segir vera eins og risastórar herbúðir. „Þegar útgöngubannið nálgast tæmist borgin á skammri stundu... Fóik skimar eftir síð- asta strætó. Stöku bíll ekur hjá á trylltri ferð. Og svo fellur nóttin á með öllum sínum þunga og virð- ist endalaus. Þá ríkir hræðilegur tómleiki, þá er allt hugsanlegt — tilviljanakenndar handtökur, fólk sem hverfur, pyndingar, hausar fjúka, aftökur, ógn.“ Feluleikur við lögguna Þetta ástand festu Littin og fé- lagar á filmu. Oft reyndist erfitt að fá fólk til að tjá sig og réði því bæði ótti við yfirvöld og ekki síður að það skammaðist sín fyrir eymdina og niðurlæginguna sem það mátti þola. Þeir hittu ungt fólk sem sýndi þeim örin á bakinu eftir nýlegar pyndingar, börn sem reyndu að stugga hungrinu burt með því að anda að sér gufum af olíu og gúmmíi, eldra fólk sem vill ekki tala um eymdina en segir: „Fátæktin er ekki það versta heldur að geta ekki rætt um tilfinningar okkar og skoðan- ir. Það er ekki tilmikils mælstað fá að gera það, eða hvað finnst ykkur?“ Allan tímann urðu þeir að gæta sín á lögreglunni og Littin gat ekki einu sinni sagt öllum sem hann vann með sitt rétta nafn. Þeir voru í stöðugum feluieik en tókst samt að taka myndir á nokkrum bannsvæðum. Þeir fóru að húsi Pablo heitins Neruda þjóðskálds sem var innsiglað og hékk á því skilti sem bannaði heimsóknirog myndatökur. Hús- ið var umlukið háum vegg sem elskendur höfðu krotað á þakk- læti til skáldsins sem hafði kennt þeim að elskast og innan um var krot eftir anarkista sem þökkuðu skáldinu ástina á frelsinu. í nágrenni kolanámu sem einn- ig var bannsvæði lentu þeir í lögg- unni sem heimtaði að fá filmurn- ar sem þeir höfðu tekið. Þeir voru viðbúnir og létu lögreglumennina fá óáteknar filmur sem þeir eyði- lögðu af mikilli nautn. Réttu filmurnar voru þá á leið út úr landinu með bfl. Handtökur Og þeir hittu unga menn sem höfðu tekið upp vopnaða baráttu Merki rásanna þriggja sem íbúar ýmissa sveitarfélaga í Danmörku og Svíþjóð hafa nú aðgang að. Sjónvarp Gervihnattasjónvarp vinsœlt í Svíþjóð Kannanir sýna að sœnska sjónvarpið tapar áhofendum til gervihnattasjónvarpsins þar sem það er reynt Gervihnattasjónvarp er mikiö á dagskrá í nágrannalöndum okkar. Þeim fjölgar óðum rás- unum sem boðið er upp á utan úr geimnum og í Dan- mörku og Svíþjóð er verið að gera tilraunir með að leyfa móttöku á slíkum rásum, rétt eins og hérheima. í bænum Borlange norðvestur af Stokkhólmi hafa 1.300 fjöl- skyldur haft aðgang að þremur rásum utan úr geimnum í tvö ár og fjölmiðlafræðingar hafa fylgst með áhrifum þess á sjónvarps- gláp íbúanna. Rannsóknin er gerð að beiðni sænska ríkisút- varpsins og niðurstöðurnar hafa valdið þeim töluverðum áhyggj- um. Rásirnar þrjár sem íbúar Bor- lange fengu heim í stofu voru Music Box og Sky Channel frá Englandi og TV-5 frá Frakk- landi. Eins og nafnið bendir til er Music Box tónlistarrás sem send- ir út linnulaust Skonrokk í 18 tíma á sólarhring. Sky Channel er með kvikmyndir, skemmtiþætti, íþróttaþætti, barnaþætti og auglýsingar og sendir út í 16 tíma á dag. TV-5 sendir út skemmtiþætti, menningarþætti og umræðuþætti á frönsku í 3-5 tíma á sólarhring. Fjölmiðlafræðingurinn Claes Westrell hefur fylgst með þessu fólki og borið sjónvarpsgláp þess saman við tölur um gláp hins venjulega svía. Niðurstaða hans er sú að fólkið í Borlange horfi 20 mínútum lengur að jafnaði á dag en meðalsvíinn. Eins og í afgang- inum af Svíþjóð horfir tæpur fjórðungur íbúanna í Borlange svo til aldrei á sjónvarp. En þeir sem gera það sitja að meðaltali í þrjá tíma á dag fyrir framan skjá- inn. í einn af þessum þremurtím- um horfa íbúarnir á gervinhnatt- asjónvarpið. Það vakti athygli Westrells að sjónvarpsglápið hefur aukist mest meðal barna og unglinga. Börn á aldrinum 9-14 ára í Bor- lange sitja hálftíma lengur við skjáinn jafnaldrar þeirra annars staðar í Svíþjóð og 60% af tíman- um horfa þau á gervihnattasjón- varpið. Fimmta hvert barn horfir aldrei á annað. Sky Channel ber höfuð og herðar yfir hinar rásirnar hvað vinsældir snertir. íbúarnir í Bor- lange horfa að meðaltali á þá rás í 38 mínútur á dag, á Music Box horfa þeir í 6 mínútur á dag og á TV-5 í hálfa mínútu. Talsmenn sænska sjónvarpsins hafa af þessu miklar áhyggjur. Þeir túlka niðurstöðurnar á þann veg að á sama tíma og sjónvarps- glápið eykst tapar sænska sjón- varpið áhorfendum. Áðrir benda á að könnunin leiði í ljós að gervihnattasjón- varpið njóti umtalsverðra vin- sælda og að áhuginn fari vaxandi, öfugt við það sem gerst hefur að undanförnu í Bandaríkjunum þar sem myndböndin eru að ganga af kapal- og gervihnattasjónvarpinu dauðu. —ÞH/Informatíon 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Sunnudagur 13. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.