Þjóðviljinn - 13.04.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.04.1986, Síða 15
Utvarp Einhver óeirð Það er alveg hreint makalaust hvað sjónvarpið dregur mann til sín, þó maður liggi veikur uppi í rúmi og sé að hlusta á eitthvert áhugavert efni íhljóðvarpi. Heyri maður óntinn af sjónvarpinu er strax komin í mann einhver óeirð, það vantar myndina. Svo skreiðist rnaður með sæng inn í stofu og útvarpið er gleymt. Þettavirðist staðreynd. Svo segja að minnsta kosti kannanir. Samkvæmt þeim kveikir fólk tilviljanakennt á útvarpi en fylgist hins vegar vel með því hvenær ákveðnir dagskrárliöir eruísjónvarpi. Það ersjaldgæft að heyra fólk kvarta undan því að ákveðinn dagskrárliður hafi nú verið á óhentugum tíma í sjónvarpi vegna þess að það vildi fylgjast með einhverju í hljóðvarpi á þeim tíma. Oftast er þettaöfugt. Ahugaverði þátturinn var á óhentugum tíma í útvarpinu vegna þess að á sama tíma var uppáhaldsþátturinn í sjónvarpinu. í veikindum í vikunni gafst mér færi á að hlusta nokkuð á Rás 2 yfir daginn, nokkuð sem ég hef hingað til ekki komist í vegna vinnu. Það eru auðvitað allir voðalega hressir og skemmtilegir á Rásinni en ég á nú bágt með að stilla mig um að nöldra dálítið yfir þessu. Það er auðvitað nauðsynlegt að vera hress og skemmtilegur á Rás 2 og ósköp eðlilegt. En það undarlega gerist stundum í ölluni þessum skemmtilegheitum að ákveðnir hlutir eru allt í einu álitnir dálítið leiðinlegir, í það minnsta ekki nógu spennandi fyrir Rás 2. Eru orðnir að hálfgerðunt hornrekum. Dæmi um þetta heyrði ég í þætti Þorsteins J. Gunnarssonar, Sögur af sviðinu, á þriðjudaginn var. Hann ræddi við Þórhildi Þórleifsdóttur, leikstjóraum uppsetningu íslensku Óperunnar állTrovadoreeftir Verdi. Hún leikstýrir þeirri sýningu. Manni fannst eins og Þorsteinn ræddi allan tímann við Þórhildi út frá því að óperur væru eitthvert skrýtið fyrirbrigði, eitthvað sem INGÓLFUR HJÖRLEIFSfJ væri ekki fyrir alla. Þórhildur eyddi miklum tíma viðtalsins í að leiðrétta þetta. Og hún kom inn á stórt atriði í þessu sambandi, að það væri í raun einhver menningarhræðsla í því fólki sem tönglaðist sífellt á því að óperur væru leiðinlegar og bara fyrir einhverja fáa útvalda. Það sem ég hef heyrt af Rás 2 er || yfirleitt gott og vandað. Stundum fæ ég það hins vegar á tilfinninguna að stjórnendur Rásarinnar séu dálítið hræddir við að taka áhættu og einblíni unt of á ákveðinn hóp sem þeir telji að vilji fyrst og fremst popptónlist. Meiri djörfung! Sjónvarp Hvernig gengur raksturinn? í sjónvarpsdagskránni þessar vikurnar eru þrír breskir önd- vegisþættir. Mér dettur fyrst í hug blessaður drengurinn hann Adrian Mole, þessir þættir sem gerðir eru eftir ágætri sögu um piltkornið Dadda eru sveimérþá yndis- legir. Þá er það duglega konan ásunnudagskvöldum. Þeir þættir eru stútfullir af öllu sem góða neðanmálssögu má prýða, ást, hatur, peningar, basl, hástétt, lágstétt. Og síð- ast en ekki síst þessi ágæti framhaldsþáttur um sj ónvarp. Á laugardagskvöldið var hrút- leiðinleg bíómynd, eða hvort það hét sjónvarpsleikrit, Soff- ía Loren lék „ráðskonu sem óskast í sveit, má hafa með sér barn“. Ekkert merkilegraen hvert annað ráðskonubasl hjá einsetukörlum á íslandi. Af íslensku efni er „Á líðandi stund“ það eina sem ég man eftir. Fólk virðist hafa miklar skoðanir á þeim þáttum. Stundum fer ég voðalega hjá mér þegar ég horfi á þá, verð „séneruð“ einsog var sagt hér áður fyrr. Ég skil ekki af hverj u er alltaf verið að þrífa fólkálíðandi stund. f gærvar Sverrir Guðjónsson söngvari rakaður, oft er verið að greiða einhverjum konum eða setja í þærkrullupinna. Afhverju fékk Össur Skarphéðinsson ekki ondúleringu? Ástæðu- laust að vera að snyrta ein- hvern annan en viðmæi- aridann sem athygli manns beinist að. Þessar baöher- bergisathafnir í þættinum trufíuðu, mig langaði að hlustaáritstjórann. Einar Thoroddsen, „hálsnefogeyrna", var alveg ágætur einsog hans er von og vísa. Vínsmökkunin vareins- og hver annar fyrirsláttur til að fá hann í sjónvarpsþátt. Hann hefði verið jafn- skemmtilegur þó hann hefði verið að kynna hóstasaft eða eyrnadropa. Sumsé ágætur þáttur ef hann hefði einskorðast við þessa tvo menn og Agnesi Braga- dóttur. Það sem vefst fyrir mér í þáttunum á líðandi stund er til hvers þeir eru hafðiríbeinni útsendingu. Það fylgir því svo tilefnislaus SIGRÍÐUR HALLDÓRSDö gauragangur og vandræða- skapur einsog á stúku- skemmtun. Þessvegna verður maður æstur og órólegur að horfa á þetta. Eg er alltaf svo hrædd um að einhver detti og slasi sig eða að það standi í einhverjum. Óskarsverðlaunin voru afhent eitthvert kvöldið í vikunni. Meira bar á öldnum lista- mönnum og konum en grát- andi Hollywoodstjörnum. Verst að John Houston skyldi ekkifástyttu. Sigríður Halldórsdóttir Dave Glark hefur löngum haft óbrigðult nef fyrir peningum og nú leggur hann allt að veði. Leikhús Sir Laurence og leysigeislarnir í London er nýbúið að frumsýna nýjan söngleik eftir Dave Clark sem varð þekktur upp úr 1960 fyrirað leiða hljómsveitina Dave Clark Five upp á stjörnuhimininn. Time heitirsöngleikurinn en með aðalhlutverk fara þeir Cliff Richard og Sir Laurence Olivier. Sir Laurence er orðinn 78 ára og hættur að leika. Og reyndar er það nokkuð orðum aukið að hann leiki í Time. Hann verður vissulega á sviðinu á hverri sýn- ingu en einungis sem hreyfimynd gerð með leysigeislum. Hann verður með í söngleiknum og leikur á móti öðrunt persónum. Time gerist úti í sólkerfinu þar sem plánetan Jörð hefur verið dregin fyrir rétt, ákærð fyrir að ógna friði og öryggi hinna plánet- anna. Clark segir að tilgangurinn sé að sýna fólki hversu dásam- legur staður jörðin sé og hvernig við erum á góðri leið nreð að eyðileggja hana. Hljómsveit Clarks, Dave Clark Five, gerði garðinn frægan um svipað leyti og Bítlarnir voru og hétu — hún var reyndar á undan Bítlunum að slá í gegn í Bandaríkjunum. Clark ogfélagar þénuðu vel því þeir seldu 50 milj- ón plötur en frægustu lögin þeirra voru Bits and Pieces og Glad All Over. Dave Clark Five hættu árið 1970 en eftir það reyndi Clark fyrir sér sem leikari með miður góðum árangri. Þá flæktist hann Nýr söngleikur á fjal- irnar í London: Time eftir forsprakka Dave Clark Five um heiminn í tvö ár en heim kom- inn til London keypti liann rétt- inn á frægri sjónvarpsþáttaröð sem var vinsæl á sjöunda áratugn- um. Ready, Steady, Go hét hún en í þáttununr komu fram allar þekktustu poppsveitir Bretlands. Á þessum þáttum hefur hann auðgast vel með því að selja þá sjónvarpsstöðvum og myndband- afyrirfækjum. Nú er Clark orðinn 43 ára og segist Ieggja allt undir í þessari sýningu. Hann ber enn skyn- bragð á hvað gengur út í popp- heiminum og hefur því fengið margar þekktar stjörnur til að syngja með Cliff Richard á plötu sem kom út sama dag og frurn- sýningin var, á fimmtudaginn. Þar má heyra raddir þeirra Stevie Wonder, Julian Lennon, Dionne Warwick og Freddy Mercury úr Oueen svo einhverjir séu nefnd- ir. f sýningunni er fátt til sparað og Clark réði John Napier til aö gera sviðsmyndina en hann hefur gert margar frægar sviðsmyndir, td. við söngleikinn Cats og Niku- lás Nickleby sem sýnt var í sjón- varpinu hér í fyrra. —ÞH/reuter Robert de Niro hefur áhuga á að gera mynd eftir leikriti Shakespeares á Kúbu. Ofviðrið á Kúbu? Á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Rómönsku Ameríku sem haldin var á Kúbu ekki alls fyrir löngu gaf Robert de Niro það í skyn að hann hefði áhuga á að gera kvik- mynd eftir leikriti Shakespeares, Ofviðrinu. Einnig mátti á honum skilja að myndin yrði framleidd í samvinnu ýmissa aðila og að hún yrði hugsanlega tekin á Kúbu. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.