Þjóðviljinn - 13.04.1986, Side 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1986
Ragnar Ingólfsson: Kórinn hefur ávallt reynt að leggja raekt við íslenska tónlist.
Mynd: Sig.
Sigurður Þórðarson stofnandi Karlakórs Reykjavikur og stjórnandi hans í 38 ár
(tv.) ásamt Stefáni Islandi við komuna til New York í fyrstu ferð kórsins vestur
um haf árið 1946.
ingu. Við höfum enga fasta styrki
frá hinu opinbera en leitað til
ríkis og borgar stöku sinnum og
beðið um styrki til utanferða. Það
hefur aldrei þurft neinar fortölur
til að fá þá enda ekki beðið um
mikið. Nú og erlendis fáum við
oft greitt fyrir hljómleika."
Meðan
röddin endist
Yfirleitt hefur kórinn talið 40-
46 félaga og nú eru í honum 42
söngmenn. Þeir eru á öllum aldri
og af öllum stigum, „enda er
hvorki spurt um stöðuheiti né
stjórnmálaskoðanir,“ segir
Ragnar. Hann bætir því við að
oftast séu flestir kórfélagar á
miðjum aldri en honum hafi alltaf
gengið vel að ná til ungra manna.
Ymsir stórsöngvarar þjóðarinnar
hafa byrjað feril sinn í Karlakór
Reykjavíkur og má þar nefna
Stefán íslandi, Jón Sigurbjörns-
son, Guðmund Guðjónsson,
Þorstein Hannesson, Ketil Jens-
son og Friðbjörn G. Jónsson.
Ragnar segir að lífið í kórnum
hafi ekki tekið miklum breyting-
um á þeim tíma sem hann hefur
verið með. „Verkefnin hafa held-
ur ekki breyst mikið. Við höfum
alltaf reynt að leggja rækt við ís-
lensk lög og á söngferðum er-
lendis reynum við að hafa allt að
helmingi laganna íslensk. Við
höfum lítið fengist við nútíma-
verk en þó hefur stjórnandinn
okkar, Páll Pampichler, samið
nokkur verk fyrir okkur og þau
hafa mælst vel fyrir. Við höfum
lítið gert af því að láta semja verk
sérstaklega fyrir kórinn. Samt
höfum við frumflutt mörg lög því
oft hafa tónskáld tileinkað kórn-
um verk sín, td,- Sigurður Þórð-
arsson og Björgvin Guðmunds-
son,“ sagði Ragnar Ingólfsson og
bætti því við að hann ætlaði að
syngja með kórnum svo lengi sem
röddin endist.
—ÞH
Karlakór Reykjavíkur heldur
um þessar mundir upp á sex-
tugsafmæli sitt. Af því tilefni er
mikið um dýrðir, nú I vikunni
voru árlegir hljómleikar kórs-
ins fyrir styrktarfélaga í Lang-
holtskirkju, í gær, laugardag,
var tekin fyrsta skóf lustunga
að nýju félagsheimili í norðan-
verðri Öskjuhlíð og í vor verð-
urfariðísöngferðtil
Bretagne-skaga í Frakklandi.
Karlakórinn var stofnaður 3.
janúar árið 1926 fyrir tilstilli Sig-
urðar Þórðarsonar tónskálds.
Sigurður var lífið og sálin í kórn-
um áratugum saman og stjórnaði
söng hans fram til ársins 1964 að
einu ári undanskildu sem Páll
ísólfsson leysti hann af í veikind-
um. Síðan hefur Páll Pampichler
Pálsson stjórnað kórnum og má
það teljast einsdæmi að á 60 ára
ferli skuli aðeins tveir menn hafa
verið fastir stjórnendur.
Enginn skortur
á söngmönnum
En karlakór er meira en hljóm-
leikar því á bak við þá leynast
þrotlausar æfingar og heilmikið
félagsstarf. Og menn virðast hafa
gaman af þessu, annars væru þeir
ekki kórfélagar áratugum saman
eins og Ragnar Ingólfsson sem er
annar af tveimur elstu kórfélög-
unum, hefur sungið með kórnum
í 35 ár og var formaður hans á
árunum 1963-76. Hvað fá menn
út úr þessu?
„Það sem fær menn til að
syngja í kór er eflaust þörfin fyrir
að tjá sig með þessum hætti og
ekki síður félagsskapurinn sem er
mjög ánægjulegur. Þarna er tek-
ist á við stórverkefni sem veita
manni lífsfyllingu. Og þetta á
ekki bara við Karlakór Reykja-
víkur því það virðist aldrei skorta
söngmenn. Hjá okkur eru allir
prófaðir sem æskja inngöngu og
langt frá því að allir komist að
sem vilja,“ sagði Ragnar þegar
Þjóðviljinn hitti hann að máli í
vikunni.
Á sextíu ára ferli kórsins hefur
hann sungið út um allan heim, á
Norðurlöndum, þrívegis í Amer-
íku, í Mið-Evrópu, í löndunum
við Miðjarðarhaf þar sem heilsað
var upp á páfann í leiðinni og eitt
sinn fór kórinn alla leið til Kxna.
Það var árið 1979 og þá voru kon-
urnar með sem oftar."
Strembnar
utanferðir
„Það var mikil ferð, við fórum
þúsundir kílómetra og sungum
sex sinnum á hálfum mánuði, þar
af tvisvar í Menningarhöllinni í
Peking. Kínverjar eru miklir
höfðingjar og móttökurnar voru
framar öllum okkar vonum. Að-
stoðarforsætisráðherrann hélt
okkur mikla veislu á Hótel Pek-
ing og svo var spurt hvað við vild-
um sjá. Við sáum ma. Kínamúr-
inn og Maó formann í glerkistu
og margt fleira. Konunum var
boðið í sérstaka reisu sem stóð í
heila viku.
Sumar ferðirnar hafa þó verið
strangar. Árið 1946-fór kórinn til
Bandaríkjanna og Kanada og
hélt 56 hljómleika á hálfum
þriðja mánuði. Árið 1960 fórum
við aftur til Vesturheims og sung-
um 40 sinnum opinberlega á
tveimur mánuðum. Þetta var ein-
um of mikið og við ákváðum að
gera þetta ekki oftar að syngja
svona oft. I þriðju ferðinni vestur
um haf sem farin var árið 1981
létum við nægja 17 hljómleika,“
segir Ragnar.
Rófnarœkt og
mótahreinsun
Það kostar sitt að halda uppi
svo öflugu starfi sem Karlakór
Reykjavíkur hefur gert. Auk
hljómleika hér á landi hefur hann
sungið 160 sinnum opinberlega á
erlendri grund. Hvernig er fjár-
öflun kórsins háttað?
„Hún er með ýmsum hætti.
Við erum að vísu hættiT að vera
með happdrætti enda eru þau
orðin svo mörg. En við höfum
Ieitað til einstaklinga og félaga og
nú eru styrktarfélagar kórsins
1.500 talsins sem leggja fram fé
og fá 2 miða hver á árlega styrkt-
arhljómleika. Það hefur verið
gripið til ýmissa ráða til að afla
fjár, eitt árið fengum við lánað
land í Mosfellssveit og ræktuðum
gríðarlegt magn af rófum. Sx'ðan
fór her manns, kórfélagar, konur
þeirra og börn og tók upp um
haustið. Við höfum líka boðið í
að rífa niður mót af húsum í bygg-
Kórinn á æfingu árið 1965, stuttu eftir að Páll Pampichler Pálsson tók við stjórninni. Venjulega er æft tvisvar í viku en fyrir
hljómleika og utanferðir eru æfingar tíðari.
Að tjá sig
í söng
Rœtt við Ragnar Ingólfsson fyrrum formann Karlakórs
Reykjavíkur í tilefni af 60 ára afmœli kórsins