Þjóðviljinn - 13.04.1986, Side 19
Tölvutœkni
Að kasta öllu frá sér
Vilhjálmur Þorsteinsson og félagar í íslenskri forritaþróun œtla að ryðja brautina
fyrir íslenskt tölvuhugvit á alþjóðamarkaði
í febrúarhefti tölvutímaritsins
BYTEsemereittút-
breiddasta ritsinnartegundar
í heiminum birtist á bls. 47
heilsíðuauglýsing f rá fyrirtæki
sem nefnist Artek og var þessi
auglýsing hönnuð af auglýs-
ingastofu Ólafs Stephensen.
Svona auglýsingar kosta sitt
og menn kaupa þærekki
nema þeim sé fúlasta alvara.
Þess vegna fórum við á stúf-
ana og spurðum einn helsta
forsprakka Arteks, tvítugt tölv-
uséní að nafni Vilhjálmur Þor-
steinsson, hvað fælist á bak
við þessa auglýsingu.
Vilhjálm hittum við fyrir á
skrifstofu fslenskrar forritaþró-
unar í Höfðabakkanum sem er
móðurfyrirtæki Arteks. Vil-
hjálmur sýndi okkur pakkann
sem auglýstur er í BYTE og inni-
heldur þýðanda fyrir forritun-
armálið ADA á disklingum og í
bókum. Þessi pakki kostar í Am-
eríku tæplega 900 dollara eða
sem svarar til rúmlega 37 þúsund
króna. ADA forritunarmálið er
samið að frumkvæði bandaríska
varnarmálaráðuneytisins í Pen-
tagon. Hvers vegna varð þetta
mál fyrir valinu?
„í>að var nú eiginlega fyrir til-
viljun," segir Vilhjálmur. „Við
Örn Karlsson stofnuðum ís-
lenska forritaþróun árið 1983 og
höfum einkum fengist við gerð
bókhaldsforrita oþh. Örn lærði í
Svíþjóð og hafði kynnst þar
ADA og einnig þeim erfiðleikum
sem fylgdu því að nota það vegna
skorts á þýðendum. Hann skrif-
aði svo grein í Tölvublaðið um
ADA og bað mig að lesa hana
yfir. Á þessum tíma var ég í MH
og átti að velja mér sjálfstætt
verkefni í tölvufræði. Ég ákvað
að skrifa þýðanda fyrir ADA og
gerði það. Að vísu datt mér ekki í
hug að mér tækist að skrifa al-
mennilegan þýðanda því AD A er
töluvert flókið mál. En þetta
gekk vel og við Örn ákváðum að
halda áfram með þetta verkefni.
Þetta breyttist svo í alvarlegt
verkefni þegar við komumst'í
samband við fjármagnsfyrirtækið
Frumkvæði hf. Það var þá ný-
stofnað og eftir nokkrar viðræður
ákváðu eigendur þess að slá til og
gerast hluthafar í Artek með því
að leggja 4 miljónir króna í fyrir-
tækið. Þetta var reyndar fyrsta
verkefni Frumkvæðis."
Japönsk útgáfa
í bígerð
— Hefur þetta verið dýrt verk-
efni?
„Þróunarkostnaðurinn er ekki
mikill utan vinnulauna sem er
erfitt að meta. Ætli það hafi ekki
farið svona 2-3 ársverk í þetta hjá
okkur, kannski meira því vinn-
udagurinn var oft langur. En
markaðskostnaðurinn er umtals-
verður. Við þurftum að láta
hanna og prenta umbúðir utan
um þýðandann, bæklinga, auglýs-
ingar oþh. Við buðum þessa
vinnu út og okkur til ánægju kom
í ljós að íslensk fyrirtæki buðu
lægst í alla verkþætti. Gripirnir
eru unnir í Odda og Steinmark.
Auk þess höfum við ráðið banda-
rískt kynningarfyrirtæki til að sjá
um kynningu á þýðandanum
vestra. Núna í lok apríl förum við
út og heimsækjum öll helstu
töivutímarit á austurströnd
Bandaríkjanna.“
— Hvað kostar svona auglýsing
í BYTE og hvað ncer hún til
margra?
„Við sömdum um sex birtingar
á árinu og hver birting kostar
330.000 krónur. Tölur um les-
endafjölda ritsins eru dálítið á
reiki en ég hef heyrt að þeir séu á
bilinu 700 þúsund til 1 miljón sem
sjá ritið að staðaldri. BYTE er
útbreiddasta ritið sem fjallar um
tæknilegar hliðar tölvunnar.“
— Og hefur þessi vinna skilað
einhverju?
„Já, það hafa komið talsverð
viðbrögð frá háskólum og hug-
búnaðarfyrirtækjum. Einnighafa
ýmis dreifingarfyrirtæki haft
samband og viljað taka að sér
dreifingu í ýmsum löndum Evr-
ópu og Asíu. Japanska fyrirtækið
Microsoftware ætlar td. að þýða
bækurnar yfir á japönsku og
dreifa þeim þar í landi. En þetta
er rétt að renna af stað og enn
óvíst hvað úr verður. Stærstu
þýðendurnir á markaðnum selj-
ast í svona 500 þúsund eintökum
en við vonumst til að selja okkar í
1.000 eintökum, þá ættum við að
hafa fyrir kostnaði og vinnu-
launum.“
Ódýr og hraðvirkur
— Petta forritunarmál, ADA,
hvaða þýðingu hefur það?
„Þetta er almennt forritunar-
mál sem nota má til allra hluta, allt
frá tölvuleikjum upp í stýrikerfi
fyrir eldflaugar. Pentagon var
með yfir 200 forritunarmál í gangi
áður en þeir létu hanna ADA.
Þeir buðu verkið út og sá sem
lægst bauð var frakki, ansi
skemmtilegur náungi sem er uþb.
1.50 á hæð, sem starfaði hjá Hon-
eywell Bull í Frakklandi. Pen-
tagon á vörumerkið og þeir prófa
alla þýðendur. Enn hefur enginn
þýðandi fyrir litlar tölvur verið
samþykktur þar en auk okkar vit-
um við af þremur slíkum þýðend-
um á markaðnum."
— Eigið þið einhvern séns íþá?
„Já, við teljum það, hinir þýð-
endurnir eru ekki sambærilegir
við okkar. Einn þeirra er miklu
'veigaminni, annar þarf miklu
öflugri tölvur en venjulegar
einkatölvur og kostar þar að auki
2.000 dollara. Sá þriðji er frá Als-
ys í Frakklandi og hann er líkast-
ur okkar. En hann þarf ekki
minni tölvu en stærstu einkatölv-
ur með töluverðu aukaminni og
kostar 3.000 dollara. Þessi síð-
astnefndi er 250 þúsund línur en
okkar aðeins rúmlega 30 þúsund
línur svo okkar er bæði fljótvirk-
ari og ódýrari. Við eigum enn
eftir að fullkomna þýðandann
áður en við förum með hann í
próf hjá Pentagon en vonandi
getum við lagt hann fram í árs-
lok.“
— Má búast við að ADA ryðji
sér til rúms sem almennt forritun-
armál?
„Já, ég á von á því að í framtíð-
inni verði mörg forrit skrifuð á
ADA.“
íslendingar
eiga séns
— En hvað með framhaldið hjá
ykkur?
„Við höfum ýmsar hugmyndir í
sambandi við ADA. Vinnslu-
hraði tölvanna er alltaf að aukast
en þó stendur þeim enn fyrir
þrifum að þær vinna aðeins eina
skipun í einu. Okkur langar að
búa til vinnustöð fyrir ADA sem
gerir mönnum kleift að vinna
margt í einu og margfalda þar
með vinnuhraðann. Ef þetta
gengur upp munum við halda
áfram með ADA. Auk þess erum
við að vinna að nýjum útgáfum af
bókhaldsforritum, td. fyrir minni
fyrirtæki. forrit sem hægt er að
nota í minni tölvum en nú er gert.
Með því móti er hægt að minnka
kostnað smáfyrirtækja við tölvu-
væðingu talsvert."
— Og þú heldur að íslendingar
eigi möguleika á alþjóðamarkaði
á sviði tölvutækni?
„Já, ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu, amk. hvað varðar hugbún-
aðarþróun. Þar skiptir staðsetn-
ing landsins engu máli, með því
að lyfta símtóli get ég sótt það
sem ég vil til Indónesíu ef því er
að skipta. Hins vegar borgar sig
fyrir íslensk fyrirtæki að hafa
menn þar sem markaðurinn er
stærstur. Þess vegna stofnuðum
við dótturfyrirtækið Artek í
Bandaríkjunum."
Spurning um
hugarfar
— En Itvað með menntunina?
Eigum við nóg af menntuðu tölv-
ufólki?
„Við eigum fullt af góðu fólki,
vandinn er frekar sá að fá fólk til
að trúa því að við getum eitthvað
á þessu sviði. Margir eru ekki trú-
aðir á það og kjósa frekar öryggið
hjá tölvustofnunum hins opin-
bera. Það er ekki fyrst og fremst
meiri menntun sem við þurfum
heldur breytt hugarfar."
— Nú ert þú kornungur og
sömu sögu er að segja urn marga
helstu tölvusnillinga samtímans.
Það er nokkuð óvenjulegt að
menn komist þetta langt í at-
vinnulífinu svona ungir. Hefurðu
einhverja skýringu?
„Það er kannski hugarfarið
sem ræður. Margir þessara ungu
manna hafa hætt í skóla snemma
og hellt sér út í tölvurnar. Þeir
hafa verið reiðubúnir til að kasta
öllu frá sér sem þeir hafa lært og
tileinka sér nýja þekkingu. Það
má nefna dæmi af nafna mínum
William Gates sem hætti í skóla
árið 1978 þegar hann var á svip-
uðu reki og ég er núna. Hann
stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið
Microsoft sent bjó til fyrsta BAS-
IC þýðandann og seldi hann
Apple og Commodore fyrirtækj-
unum. Síðan tók hann sig til og
bjó til stýrikerfin MS-DOS og
PC-DOS sem nú eru notuð í allar
IBM einkatölvur og margar fleiri
gerðir. Hann hefur mjög gaman
af þessu og segist ekki hafa tekið
sér lengra frí en 6 daga í einu
síðan 1978. Og sagan af honum
sýnir að það eru niiklir peningar í
þessum bransa. Nú er verið að
breyta Microsoft í hlutafélag þar
sem Gates á 45%. Sá eignar-
hlutur er metinn á 300 miljónir
dollara."
Tölvan
dreifir valdinu
„En svo ég víki aftur að
menntuninni þá hefur mikið ver-
ið rætt um það hvernig skólakerf-
ið geti brugðist við þeint miklu og
öru breytingum sent tölvurnar
hafa í för með sér. Þar hafa ntarg-
ir bent á að skólarnir gætu kennt
fólki að læra. Tímaritið BYTE
hefur bent á eina leið sem er
allrar athygli verð. Það er tölvu-
tengt kerfi af ráðstefnum. Þar geta
menn kontið inn hvenær sem er ef
þeir hafa tölvu og síma og þar eru
allir jafnréttháir. Ég hef notað
þetta dálítið og ef ntig vantar ein-
hverjar upplýsingar get ég leitað
þeirra í því sem aðrir hafa lagt tii.
Ef ég finn ekki það sem ég leita að
get ég spurst fyrir og fengið svar
daginn eftir. Allir geta spurt,
svarað, sett fram hugmyndir og
rætt málin í þessu kerfi. Þarna er
komið upp alþjóðlegt netkerfi
sem skapar mikið hugmynda-
flæði og þar sem tekist er á við
vandamál dagsins í dag.
í svona skipulagi eiga íslend-
ingar jafn mikinn séns og aðrir.
Það hjálpar okkur einnig að þessi
tækni er ekki fjármagnsfrek held-
ur byggir fyrst og fremst á hugviti
og dugnaði. Hugbúnaðarþróun
er mjög ákjósanlegur kostur því
fyrirtæki á því sviði eru alls staðar
f fararbroddi hvað varðar vald-
dreifingu á vinnustað. Þau bjóða
upp á góð laun og sveigjanlegan
vinnutíma því velgengni þeirra
byggist á því að frumleiki starfs-
manna fái notið sín.“
— Ertu að segja að tölvan geti
aukið lýðrœðið í landinu?
„Ja, það mætti alveg hugsa sér
að hver ntaður fái tölvu tengda
við sjónvarpið og svo verði
greidd atkvæði um málefni dags-
ins milli kl. 8 og 9 á hverju kvöldi.
Þá vaknar hins vegar önnur stór
spurning hvort slíkt beint lýðræði
er æskilegt því það grefur undan
stöðu allrar sérfræðiþekkingar.
Það má taka sem dæmi að al-
menningur greiddi atkvæði urn
selinn. Þyrfti þá ekki að undirbúa
slíka atkvæðagreiðslu með mörg-
um sjónvarpsþáttum urn málið?
En það fer hins vegar ekki milli
mála að ef möguleikar tölvunnar
eru rétt notaðir stefnir hún í átt til
valddreifingar," sagði Vilhjálm-
ur Þorsteinsson hugvitsmaður og
tölvufrík. ___þjj
Vilhjálmur Þorsteinsson: Ungu tölvusnillingarnir hafa verið reiðubúnir að kasta frá sér öllu sem þeir höfðu lært og tileinka
sér nýja þekkingu. Tappinn sem styður skjáinn er af kampavínsfiösku sem drukkin var í tilefni af stofnun Arteks. Mynd:
E.ÓI.
Sunnudagur 13. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19