Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR TORGIÐi Prjónaiðnaður llla staðið að útflutningi ✓ / Islendingar að missa aflestinni varðandi hönnun. Utflytjendur skipta sér um of afframleiðslunni. Óheilbrigð þróun, segja framleiðendur Það er okkar mat að útflutn- ingsfyrirtækin eigi ekki að vera í framleiðslunni, það er okk- ar hlutverk, við kunnum þetta og höfum gert í mörg ár. Þeirra deild er útflutningur og þau mál sem að honum lúta. Þetta sagði Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Landssam- taka sauma- og prjónastofa en aðalfundur þeirra samtaka var haldinn í Reykjavík um síðustu helgi. Hann sagði að menn í sam- tökunum væru mjög óánægðir með það að útflutningsfyrirtækin í þessum iðnaði væru stöðugt að fara út í framleiðslu á ullar- og prjónavörum. Nýjasta dæmið væri kaup Árbliks á Víkurprjóni í Vík í Mýrdal. Reynir sagði að menn í samtökunum væru mjög óánægðir með útflutningsfyrir- tækin varðandi sölu- og markaðs- mál. Verðlagning væri handahóf- skennd. „Vlð höílim 1 raun ekki áhuga á að fara út í útflutning, það er ekki okkar deild", sagði Reynir. „En við neyðumst til að athuga þann kost eins og ástandið er nú. Því höfum við sett okkur í samband við innlend og erlend ráðgjafa- fyrirtæki varðandi það að við för- um sjálfir út í útflutning og mark- aðshönnun. En þetta er í raun neyðarúrræði. Okkur grunar að Vesturlandamarkaðurin sé not- aður til að greiða niður tap á sölu á Rússlandsmarkað." I Landssamtökum saunta- og prjónastofa eru nú 18 fyrirtæki og þau eru ekki í beinum tengslum við stóru fyrirtækin sem stunda útflutning, og einnig framleiðslu. Þessi stóru fyrirtæki eru Álafoss, Hilda og SIS. Reynir sagði að staðan væri sú að tap á rekstri Lambakjöt Reynt að selja áfram Þótt þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með sölu íslensks dilkakjöts í Bandaríkjunum hafl ekki leitt til viðunandi árangurs enn sem komið er, þá er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. í greinargerð frá Steinari Berg Björnssyni, sem var fulltrúi land- búnaðarráðuneytisins við þessar samningstilraunir kemur m.a. fram að þær athuganir, sem gerð- ar hafi verið í sambandi við þess- ar sölutilraunir, bendi allar til þess, að í Bandaríkjunum sé markaður fyrir íslenskt lamba- kjöt á betra verði en fæst í öðrum útflutningsmörkuðum. Þrátt fyrir áratuga útflutning á lambakjöti sé það fyrst nú, sem lagt hafi ver- ið í þann undirbúning, sem sé forsenda fyrir því, að hægt sé að flytja út neytendavöru. Oll þróun bendi í þá átt að verðmætaaukning í matvælaút- flutningi verði fyrst og fremst við fullvinnslu vörunnar. Sú vinna, sem lögð hafi verið í undirbúning þessa útflutnings, sé jafn mikils virði þótt Pride of Iceland falli út úr myndinni, ef strax verði leitað að öðrum aðila til að taka við áfr- amhaldinu. Á það skal bent, að sölutil- raunir standa nú yfir og þráður- inn tekinn upp við annan aðila þar sem viðræðum lauk við Pride of Iceland. -mhg fyrirtækjanna væri nú um það bil 12 til 15% og væri það aðallega vegnaslæmrar gengisþróunar. Þá sagði Reynir að undanfarin ár hefði orðið ákveðin stöðnun í þróun á bandi, þá þyrfti einnig að gera stórátak í hönnunar- og markaðsmálum. „Það þarf að einfalda og staðla flíkurnar", sagði Reynir. „Og það ætla sam- tökin sér að gera. Við höfum ný- lega hafið samstarf við Iðntækni- stofnun varðandi rannsóknir á ullinni. Það sem við viljum gera er að skipta hönnuninni upp í þrennt, sígildu hönnunina sem yið þekkjum best, tískuvörur og íþróttavörur. Framleiðslan hefur verið allt of árstíðabundin en með þessari uppskiptingu erum við að vonast til að geta breytt þessu. Þá viljum við leggja meiri áherslu á Evrópumarkað heldur en gert hefur verið hingað til, sér- staklega þar sem sala á Evrópu- mynt er nú hagstæðari en áður“, sagði Reynir. Hróplega hrasaður hreinlega glataður D-listinn dasaður Davíð var plataður Efstu menn G-listans í Kópavogi hafa síðustu daga heimsótt ýmsar stofnanir bæjarins og kynnt sér rekstur þeirra. M.a. hafa þeir heimsótt aðalskrif- stofur Kópavogskaupstaðar, vélamiðstöð, bókasafn, félagsmálastofnun, heilbrigðiseftirlit og heilsugæslustöð. í gær fylgdu frambjóðendurnir leiðsögn Hrafns Harðarsonar yfirbókavarðar um Bókasafn Kópavogs. Frá vinstri Krist- jáii Sveinbjörnsson, Heimir Pálsson, Björn Þorsteinsson bæjarritari, Hrafn Harðarson, Valþór Hlöðversson og Heiðrún Sverrisdóttir. Ljósm. E.ÓI. Kjararannsóknarnefnd Vaxandi vinnuþrælkun Vinnutíminn lengdist um tœpa klukkustund á viku á sl. ári. Lengdist mesthjá konum íafgreiðslustörfum. Aframhaldandi launaskrið öllu, en lengstur 53 stundir hjá verkamönnum og hafði aukist um tæpa klukkustund frá árinu 1984. í nágrannalöndum okkar hefur vinnutíminn styst jafnt og þétt á síðustu árum og í kjarasamning- um ytra er lögð áhersla á enn frekari styttingu vinnuvikunnar. -óg Vinnuþrælkun launafólks jókst á síðasta ári samkvæmt fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar sem nýverið kom út. Að meðaltali jókst vinnutími launa- fólks innan ASÍ um tæpa ktukku- stund á viku sl. ár frá árinu 1984. Mest jókst vinnutími kvenna í af- greiðslustörfum eða um 1,6 klst. á viku. { fréttabréfinu er gerð sérstak- lega grein fyrir 4. ársfjórðungi 1985 og hann borinn saman við sama ársfjórðung 1984. í ljós kemur að vinnutíminn jókst hjá öllum starfsstéttum á þessu tíma- bili. Á þessu tímabili er áætlað að kauptaxtar þeirra starfsstétta sem upplýsingar Kjararannsókn- arnefndar ná til hafi hækkað um 36,4% - en hreint tímakaup þeirra hækkaði hins vegar um 39,7% samkvæmt úrtaksathug- un, sem er 2,4% umfram taxta, - mismunandi eftir starfshópum. Vinnutíminn lengdist eftir því sem hér segir: Sjá töflu. Vegið meðaltal vinnutíma þessa hópa á sl. ári var 48.9 stundir, stystur 41 stund hjá kon- um í skrifstofustörfum á árinu 4. ársfj. 1984 4. ársfj. 1985 Breyting Verkamenn 51.2 52.6 1.4 Iðnaðarmenn 51.1 52.4 1.3 Verkakonur 44.9 45.8 0.9 Afgr.störf, karlar 47.9 49.4 1.5 Afgr.störf, konur 46.7 48.6 1.9 Skrlfst.störf, karlar 43.1 43.4 0.3 Skrifst.störf, konur 41.6 42.0 0.4 Bankastarfsmenn Gróði af Verslunarbankanum Innlán jukustum rúmlega59%. 5,7miljóna rektstrarhagnaður. Hluthafarfengu 5 % arð Innlán Verslunarbankans juk- ust á sl. ári úr 1104 miljónum króna í 1758 miljónir eða um 59,2%, sem er langt umfram meðaltalsaukningu innlána í bankakerfinu (sem er 48,4%). Utlán jukust úr 716 miljónum í 1225 miljónir eða um 71,1%, sem einnig er yfir meðaltali í banka- kerfinu. Skipting útlána bankans er þannig að lán til verslunar eru 50,1%, til einstaklinga 32,7%, opinberra aðilja 4,4%, iðnaðar 3,7% og 1,3% til annarra. Aukningin varð mest á útlánum til verslunar. Heildarlán bankans nema í árs- lok 2.139,4 miljónum króna og höfðu hækkað um 867,5 miljónir eða um 68,2% á árinu. Rekstrartekjur bankans á sl. ári námu 829,9 miljónum, - þar af voru vaxtatekjur 732,3 miljón- ir króna. Rekstrargjöld voru 824,2 miljónir króna og tekjuaf- gangur því 5,7 miljónir króna. Eigið fé bankans er 237,6 miljón- ir, sem nemur 13,5% af innlánum bankans. Samkvæmt nýju lögun- um er staðan jafnvel enn betri eða eigið fé rúmlega 15%. Á aðalfundinum nýverið var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð. -óg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.