Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 5
ÞJOÐMAL LÍN-skýrsla Sverris Forréttíndahyggja í öndvegi Hörð gagnrýni á tillögur menntamálaráðherra um uppstokkun á námslánakerfinu. Steingrímur J. Sigfússon: „Hnefaréttarbarbarismi“ Kristín Halldórsdóttir: Hagur námsmanna lítils virtur. Páll Pétursson: Styðjum ekkiþessar tillögur. Sverrir Hermannsson: Tal Jóns Baldvins mér að skapi Alþingi verður slitið í dag og það er kannski ekki furða þó einstakir þingmenn séu farnir að líta út um gluggann og virða fyrir sér vorið. Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi undanfarna daga og þingmenn setið á fundum langt fram á nætur. Mynd. Sig. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu brugðust marg- ir undrandi og reiðir við þegar menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson lét dreifa á Alþingi við upphaf þingfundar í gær skýrslu um Lánasjóð íslenskra námsmanna þar sem ráðherrann tínir til þær tillögur um breytingar á lögum sjóðsins sem hann hefur viðrað undanfarin misseri við vægast sagt mjög slæmar undir- tektir námsmanna. Töldu þing- menn það mikla óvirðingu bæði við þingið og eins Lánasjóðinn að skýrsla þessi skyldi tekin til um- ræðu án þess að mönnum gæfist tóm til að kanna innihald hennar auk þess sem þær tillögur sem ráðherrann viðraði væru flestar ótækar og ýmsar staðhæfingar í skýrslunni væru beinlínis rangar og óviðeigandi. í skýrslu menntamálaráðherra sem hann segir nauðsynlega, svo mjög hafi menn „hallað til um afstöðu sína“, segir m.a. að „ein- stæð kjör námslána, lélegt endur- heimta þeirra og ófyrirséð fjölg- un námsmanna hafi valdið því að málefni Lánasjóðsins hafi farið úrböndum. „Mjög mikil ásókn er í rífleg lán, sem enga vexti bera og lánþegar vita að verulegur hluti lánanna verður auk þess af- skrifaður vegna endurgreiðslu- reglna“, segir ráðherrann. Fram kemur í skýrslunni að stjórnar- flokkarnir hafi ákeðið að skipa tvo menn hvor í nefnd til að sam- ræma sjónarmið flokkanna í þessu máli fyrir næsta þing og að forsætisráðherra hafi gefið menntamálaráðherra, „heimild til að stjórna breyttum starfshátt- um LÍN með reglugerðum svo langt sem þær kunna að ná.“ Hertar endurgreiðslur Tillögur Sverris sem hann náði ekki að bera fram í lagafrumvarpi á þessu þingi eins og hann hafði áður boðað, ganga út á mjög hertar endurgreiðslureglur náms- lána, vextir verði 3.5% ofaná fulla verðtryggingu, tekjutillit við afgreiðslu námslána verði fellt niður, innheimt verði sérstaklega Viðey Deilt um afmælisgjöf Efri dcild hefur samþykkt til- lögu menntamálaráðherra að rík- ið afhendi Reyjavíkurborg eignarhluta sinn í Viðey til eignar og umsjónar í tilefni 200 ára af- mælis borgarinnar í sumar. Nokkrir þingmenn deildarinn- ar gerðu athugasemdir við hvern- ig ráðherra stæði að þessu máli nú á síðustu dögum þingsins og töldu þetta fordæmi hans vafasamt og eðlilegra hefði verið að kynna F málið áður fyrir stjórnarand- stöðu. í nefndaráliti menntamála- nefndar þar sem mælt er með af- mælisgjöfinni, segir m.a. að ríkis- valdið hafi ekki séð sér fært að ljúka viðreisn Viðeyjar í sam- ræmi við þingsályktun þar að lút- andi frá sl. þingi. í trausti þess að Reykjavíkurborg sjái til þess að viðreisninni veröi hraðað mæli nefndin með samþykkt frum- varpsins. Afmælisgjöfin verður að líkindum afgreidd frá neðri deild í dag. -!«• _ 1% lántöku- og innheimtugjald, fyrsta árs nemar fái tveggja ára skuldabréfalán sem verði síðan að greiða upp á 12 mánuðum standist námsmaður ekki náms- kröfur og að endurgreiðslutími námslána verði styttur úr 40 árum í 30 ár. f>á leggur ráðherra til að veittir verði sérstakir námsstyrkir til þeirra sem ljúka lokaprófi á framhaldsskólastigi með sérstak- lega góðum árangri, auk ferða- styrkja og styrkja til framhalds- náms á háskólastigi. Forréttindahyggja ráðherrans Steingrímur J. Sigfússon Ab, sagði forréttindahyggju einkenna tillögur menntamálaráðherra. Pað væri „hnefaréttarbarbarism- inn“ sem ætti að ráða því hverjir gætu stundað nám og hverjir ekki. Ráðherrann virtist ekki skilja þá jafnaðarhugsun sem Lánasjóður námsmanna væri grundvallaður á. Öll ákvæði er snertu rétt námsmanna væru samkvæmt tillögu ráðherra tekn- Loks í fyrrinótt á cinum síðasta degi þessa þings, tókst að fá end- anlega afgreitt frumvarp mcnnta- málaráðherra um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra en flutningur þessa frumvarps var einn liður í síðustu kjarasamning- um kcnnara. Það hve frumvarpið hefur ver- ið lengi til afgreiðslu á þingi, eða öllu heldur hvers vegna dróst svo lengi að mælt yrði fyrir því, eða í ar út og hugmyndin um 3.5% vexti á þessi lán gengi í berhögg við þá meginstefnu sem byggt herfði verið á að tryggja jafnan rétt allra til náms. Þá minnti Steingrímur á reglu- gerðasntíði Sverris frá byrjun árs- ins þar sem komið hefði verið aft- an að námsmönnum þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar um annað. Það væri því engin tilviljun að nú streymdu inn til ráðherra og þing- manna mótmæli þúsunda náms- manna vegna þeirrar skerðingar sem þeir hafa mátt þola að und- anförnu. Lagði hann áherslu á að Alþingi afgreiddi nú þegar fyrir þinglok tillögu Alþýðubanda- lagsmanna um að reglugerðir menntamálaráðherra yrðu þegar afturkallaðar. Gallað kerfi Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði að það væri auðvelt að slá sig til ridd- ara með því að taka undir allar kröfur námsmanna til námslána- kerfisins. Námslán hérlendis væru talsvert ríflegri en hjá öðr- nær heilan mónuð, skýrðist á eftirminnilegan hátt við lokaaf- greiðslu þess. Formaður Sjálf- stæðisflokksins, varaformaður og flestir ráðherrar flokksins sótu þá hjá við afgreiðslu frumvarpsins og lýstu þannig andstöðu sinni við það. Aðeins tveir af forystu- mönnunr sjálfstæðismanna, menntamálaráðherra sjálfur og þingflokksformaður greiddu frumvarpinu atkvæöi. Samkvæmt lögverndunarfrum- varpinu er óheimilt að skipa. um nágrannaþjóðum. Það væri óeðlilegt að menn hefðu hærri lán heldur en tekjur eftir að þeir hefðu lokið námi og ekki nema sanngjarnt að lánin væru greidd á sannvirði að loknu námi. Hann sagði núverandi kerfi að nokkru gallað en eðlilegast væri að taka tillit til sjónarmiða beggja aðila við endurskoðun kerfisins. Hagur námsmanna ekki virtur Kristín Halldórsdóttir Kl, sagði að skýrsla ráðherrans eyddi ekki kvíða og áhyggjum nranna að vita af þessu máli í hans hönd- um. Það væri mikil óvirðing bæði við þingmenn og málefnið sjálft hvernig þessi skýrsla hefði verið lögð fyrir til umræðu án þess að þingmenn fengju tækifæri til að kynna sér inntak hennar nægilega vel. Skýrslan væri stútfull af hug- myndum en þær væru allar til að bæta hag Lánasjóðsins en hagur námsmanna væri lítils virtur. Nú- verandi lög væru góð lög og hún varaði við því að lánakerfinu yrði breytt. Sverrir Hermannson sagðist ekki álasa námsntönnum fyrir það að reyna að sækja í ókeypis peninga. Hann sagði að allt tal Jóns Baldvins hefði verið sér að skapi og þeir virtust eiga sam- stöðu um þetta mál. Þarf ekki byltingu Páll Pétursson F, sagðist hafa viljað sjá þessa skýrslu ráðherr- ans fyrr svo hægt hefði verið að ræða hana í þingflokki Fram- sóknarmanna. Hann sagðist ekki geta tekið undir ýmsar þær hug- myndir í skýrslunni og að það væri veruleg andstaða innan Framsóknarflokksins við ýmsar þessar hugmyndir einkum þó vextina. „Við Framsóknarmenn berum að stórum hluta ábyrgð á núverandi lögum og við erum ekki sérstaklega óánægðir með þau. Þetta eru allgóð lög og það þarf enga byltingar á þeim“, sagði Páll. Fráleitt væri að ætla að skipa fulltrúa frá ASÍ og VSf í stjórn LÍN og eins að ætla að flokka nám í hagnýtt og óhagnýtt nám. „Þetta eru gamlir og hund- leiðir gestir sem við héldum að værufarnir", sagði Páll Pétursson um tillögur menntamálaráð- herra. Umræðunt um skýrslu mennta- málaráðherra var tvífrestað á fundi Sameinaðs þings í gær með- an önnur mál komu til afgreiðslu en umræðunni var framhaldið síðar um kvöldið. setja eða ráða til kennsiustarfa annan en þann, sem uppfyllir þau menntunarskilyröi, sem nú ei krafist til skipunar. Hins vegar er gert ráð fyrir að hægt sé að sækja um undanþágu til að ráöa rétt- indalausan aðila til kennslustarfa ef ókleift revnist að róða réttinda- mann og jafnframt fá þeir sem hafa unnið við kennslu undanfar- in ár án réttinda. tækifæri til þess að afla þeirra á næstu árum. -Ift- NÝLÖG Nú síðustu daga þingsins hafa ný lagafrumvörp verið afgreidd í stórum stíl frá báðum deildum þingsins og eins úr Sameinuðu þlngi. Hér verða nefnd þau helstu frumvörp sem samþykkt hafa verið á síðustu sólarhringum. ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN Frumvarp menntamálaráð- herra um álagningu 0.25% eign- arskatts til að ljúka framkvæmd- um við Þjóðarbókhlöðuna á næstu þremur árum. VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR Frumvarpi þessu var mikið breytt í meðferð beggja þing- deilda og er álit þingntanna að æskilegt sé að endurskoða þessi nýju iög innan þriggja ára vegna þess að lögin skarast nokkuö við gildandi lög, t.d. um Hollustu- vernd ríkisins og Náttúruvernd- arráð. RÍKISBORGARA- RÉTTUR Alþingi hefur santþykkt að veita alls 42 einstaklingum ríkisborg- ararétt. Áskilið er að viðkontandi aðilar taki sér íslenskt eiginnafn og börn viðkomandi fædd síðar heiti íslenskum nöfnum. ELDSPÝTNASALA Einkaréttur ÁTVR til inn- flutnings á eldspýtunt og vindl- ingabréfum hefur veriö afnum- inn. Talið er að þetta þýói tekjut- ap fyrir ríkissjóð uppá tug milj- óna ó ári og lögðust nokkrir þing- menn gegn frumvarpinu vegna þessa. MEÐLAGS- GREIÐSLUR Alþingi hefur lögfest að hæstu dráttarvextir falli á aliar vangold- nar meðlagsgreiðslur. Til þessa hafa verið 9% fastir vextir á van- skilunt en þeir hækka nú uppí um 22%. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS Háskólahappdrættinu hefur verið heimilað að reka skyndi- happdrætti með peningavinning- um. Jafnframt hefur einkttleyfi happdrættisins til peningavinn- inga verið framlengt til 15 ára. ÚTFLUTNINGSRÁÐ Alþingi hefur samþykkt að stofna sérstakt Útflutningsráð er hafi það hlutverk að konta á auknu samstarfi fyrirtækja, sam- taka og stjórnvalda í útflutnings- málunt. ÓKEYPIS ÚTVARP Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á nýju útvarpslögunum að aldraðir og öryrkjar eru nú undanþegnir greiðslu afnota- gjalda. ÓGILDING LÖGGERNINGA Samþykktar hafa verið ítar- legar breytingar á 50 ára göntlum lögum um samningsgerð, umboð og ógildingu löggerninga. í nýju lögunum er kveðið ntun skýrar á um hvenær ógilda skuli löggern- inga. —lg- Kennarar Lögvemdun loks í gegn Miðvikudagur 23. apríl 1986 \ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.