Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 3
Borgin Stofna húsverndunar- sjóð Borgarráð hefur samþykkt að koma á húsverndunarsjóði, sem mun hafa það hlutverk að lána fólki sem hyggst endurbyggja eða lagfæra gömul hús, sem eru talin geyma söguleg verðmæti. Tillaga um þetta kom frá umhverfismála- ráði, og var samþykkt samhljóða í borgarráði. -gg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 FRETTIR Hafnarfjörður Viðræðum hafnað Meirihlutinn og Framsókn hafna viðrœðum um Bolungarvíkursamkomulagið. Vísa tilþess aðþegarsé búið að semja við starfsmenn bœjarins. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar: Pað er ekki rétt, enn ekki verið gengið frá sérkjarasamningum Bæjarráð Hafnarfjarðar hafn- aði viðræðum um 30.000 kr. lág- markslaun, sem Verkamannafé- lagið Hlíf, Félag byggingariðnað- armanna og Járniðnaðar- mannafélag Hafnarfjarðar fóru fram á. Kröfur þessar voru byggðar á Bolungarvíkursam- komulaginu svokallaða, en einsog fyrr sagði þá var meirihluti bæjarráðs ekki til viðræðu um þessar kröfur. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur mótmæltu þessari afgreiðslu en Framsókn stóð með meirihlutanum. Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, sagði við Þjóðvilj- ann í gær, að samtímis því að kröfurnar um viðræður um Bolungarvíkursamkomulagið voru sendar bæjarstjórn, fór Hlíf fram á viðræður um sérkjara- samning fyrir verkamenn hjá bænum, en þeir höfðu hafnað ákveðnum hugmyndum í sér- kjarasamningi sem bæjaryfirvöld höfðu lagt fram. Sagði Sigurður að þessi atriði væru lítilfjörleg í samanburði við það sem starfs- menn á Bolungarvík fengu. Sagði Sigurður að þeir hefðu farið fram á viðræður um þennan sérkjarasamning þegar 7. apríl en enn hefði ekkert svar borist frá bæjarstjórn. Þegar bæjarstjórn hafnar Bolungarvíkursamkomulaginu er vitnað í að þegar sé búið að semja við starfsmenn bæjarins, en það er ekki rétt því enn hefur ekki verið gengið frá sérkjara- samningum, sagði Sigurður T. að lokum. -Sáf Sambandið Eysteinn á Tímann Eysteinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sambandsins mun hefja störf á dagblaðinu Tíman- um um næstu mánaðamót. Enn er óvíst hvaða titil hann mun hafa á blaöimi, Eysteinn sagði við Þjóðviljann að hann myndi fyrst og fremst fjalla um samvinnumál á Tíman- um. -Sáf Vegagerð Aukinni skattheimtu mótmælt Fulltrúar stjórnarandstöðunnar mótmœla auknum bifreiðasköttum á sama tíma ogframlög til vegagerðar eru skorin niður Þeir Svavar Gestsson Ab, Jón Baldvin Hannibalsson A og Kristófer Már Kristinsson Bj, hafa lýst andstöðu sinni við frum- varp ríkisstjórnarinnar um fjár- öflun til vegagerðar. Frumvarpið er til staðafestingar á bráða- birgðalögum stjórnarinnar frá í fyrrahust um hækkun þunga- skatts. í sameiginlegu áliti minnihlut- ans segir að hann sé andvígur því að skattheimta á bifreiðar sé aukin á sama tíma og útgjöld til vegamála eru skorin niður. Frumvarpið gangi þvert á þá stefnu sem nú er uppi, að færa niður verðlag í landinu og standa gegn öllum hækkunum. —lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.