Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 8
MENNING Sannleikann eða fegurðina Sýning Daða, Helga og Kristins að Kjarvalsstöðum Að Kjarvalsstöðum sýna nú þrír listamenn saman í vestur- salnum. Þeir eru Daði Guð- björnsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson og Kristinn Guðbrandur Harðarson. Samanlagt sýna fél- agarnir 171 verk og eru það mál- verk að mestum hluta en einnig teikningar, vatnslitamyndir, pastelmyndir og höggmyndir. Það er ekki algengt að sýningar séu það stórar að þær innihaldi hátt á annað hundrað verka, síst af öllu sýningar í einum sal. En eins og fram kom í viðtali við þremenningana, höfðu þeir upphaflega ætlað sér að taka allt húsið undir þessa sýningu, en urðu síðan af ýmsum ástæðum að þrengja sinn kost. í sjálfu sér kemur þetta harla lítið niður á sjálfri sýningunni, öðru vísi en því að þeir þurftu að grisja fram- lag sitt og slíkt er ávallt nokkuð sársaukafullt, hafi menn fyrir- fram ætlað sér að sýna ákveðið úrtak. Og fyrir vikið sitja mynd- irnar ansi þétt, í sumum tilfellum einum of þétt. Samt er aðdáunar- vert hvernig þeir félagar komast hjá öllum skakkaföllum í sam- bandi við upphengingu með því að nota einn, falskan vegg eftir salnum endilöngum. Þegar á heildina er litið, er sýn- ing þeirra Daða, Helga og Krist- ins heilsteypt. Verk þeirra tala sínu máli, skýrt og umbúðalaust. Það er greinilegt að þeir vinna markvisst eftir þeim forsendum sem þeir gefa sér og fólgnir eru í fagurfræðilegri útvíkkun málara- listarinnar. Þeir Daði, Helgi og Kristinn eru nokkurs konar land- námsmenn í leit að nýjum og lítt könnuðum stöðum, sem liggja manns. Nýlistasafnið Peter Angermann Á föstudag hefst í nýlistasafninu sýning PetersAngermanns og sýnir hann teikningar, vatnslita- myndir, silkiprent og olíumálverk. Angermann er í hópi þekktari listamanna þýskra, einn frum- kvöðla nýja málverksins svokall- aða. Hann hélt einkasýningu í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum og tók þátt í samsýningu safnsins á Listahátíð ’82 (Think- ing of the Europe). Hann er nú gestakennari við MHÍ. Sýningin stendur til 11. maí. handan við landamæri viður- kenndrar fagurfræði. Þeir þekkja listasöguna nægilega vel til að skilja að hver nýbreytni innan listarinnar er sem blautur hanski rekinn framan í þá list sem fyrir er og að ekki þarf að spyrja að leiks- lokum. Einvígið milíi hins gamla og nýja hefur aldrei endað nema á einn veg. Raunar er það furðulegt hve fáir skilja þessa augljósu stað- reynd, þótt hún sé hvarvetna skráð á spjöld listasögunnar. Ef til vill er erfitt að koma auga á hana ef horfið er langt aftur í tím- ann. En er líða tók á 19. öldina lá þessi staðreynd í augum uppi. Ef borin eru saman málverk eftir Bouguereau og Cézanne, dylst okkur ekki hver þeirra bjó yfir meiri þekkingu, tæknikunnáttu eða leikni. Eins og Braque sagði, Austurbæjarbíó Elskhugar Maríu Bandarísk Leikstjórn og handrit: Andrei Konchalovsky Aðalhlutverk: John Savage, Nastassia Kinski og Robert Mitc- hum Austurbæjarbíó býður nú upp á eina af afurðum utangarðs- mannanna Golan og Globus, sem Hollywood hefur átt mjög erfitt með að taka í sinn rann, það jafnvel þó þeir félagar hafi í litlu farið út fyrir hefðbundna fram- leiðslu draumaverksmiðjunnar. Það sem þeir í Holly virðast eink- um eiga erfitt með að sætta sig við, er að þeir Cannonmenn eru utanaðkomandi; gerðu fyrst garðinn frægan í heimalandi sínu Israel með framleiðslu ódýrrar afþreyingarneysluvöru einkum fyrir unglinga, en byrjuðu svo upp á eigin spýtur að hasia sér völl í Mekka draumaiðnaðarins. og á síðustu árum hafa þeir tekið upp á arma sína efnilega leik- stjóra, einsog rússann Andrei Konchalovsky, sem aðrir fram- leiðendur í Bandaríkjunum hafa ekki þorað að veðja á. Einnig hafa þeir verið ötulir við að vekja athygli á sjálfum sér og er þess skemmst að minnast að þeir skrif- uðu undir samning við Godard á servéttu á kvikmyndahátíðinni í Cannes, það var samningur um kvikmyndina Lér konungur, byggð á samnefndu leikriti Shak- espeares. Enn sem komið er er sú kvikmynd bara til á servéttu, hvað sem síðar gerist. þá var Cézanne óborganlegur klunni, enda lítt skólaður og frek- ar fattlaus. En hvers vegna skyldum við þekkja verk hans svona miklu betur en hinar snjöllu myndir Bouguereaus? Jú, svarið er augljóst: Verk Bougu- ereaus tilheyrðu gamla tímanum, meðan verk Cézannes vísuðu fram á veg. Þar eð gamall sann- leikur er tóm lygi þegar list er Einsog fyrr sagði er rússinn Andrei Konchalovsky einn þeirra manna sem Menahem Golan hefur tekið upp á arma sína eftir að hann hafði komið að lokuðum dyrum hjá öllum öðrum kvikmyndaframleiðendum í Bandaríkjunum, það þrátt fyrir að hann hafði getið sér mjög gott orð í heimalandi sínu og talinn þar einn efnilegasti kvikmynda- leikstjóri Sovétríkjanna. Og hver er svo útkoman þegar rússinn og ísraelsmaðurinn sam- einast um að gera kvikmynd á Bandarískri grund um andlega niðurbrotinn hermann, sem kem- ur heim úr fangabúðum Japana í stríðslok? Því miður þá er hún ekki nógu góð, þó margir fínir drættir séu í myndinni, einkum í ýmsum smáatriðum þar sem austantjalds húmanismi, sem ís- lendingum ætti að vera að góðu kunnur úr kvikmyndum tékkans Milosar Formans, fær notið sín til fulls. Svipmyndir af allslags fólki sem segja mun meiri sögu unt mannleg örlög en sviplítiil leikur hinnar snoppufríðu Nastassíu. annars vegar, hlaut hinn nýi sannieikur Cézannes að sigra þótt ekki þætti hann eins fagur og lygin hans Bouguereaus. Annars var það Flaubert sem formúleraði þessi sannindi upp úr miðri síðustu öld. Blekið var vart þornað á handritinu af Madame Bovary þegar hann kvað upp úr um það, að héðan í frá væri það sannleikurinn en ekki fegurðin sem listin hefði að leiðarljósi. Og félagarnir að Kjarvalsstöðum eru ekki í minnsta vafa um að Flaubert hafi haft rétt fyrir sér. Að vísu eru þeir Daði og Helgi sýnu meðvitaðri um þetta en Kristinn. A.m.k. hafaþeirfundið sína leið þótt ólíkt hafist þeir að. Daði gengur vísvitandi og ákveð- ið í berhögg við eigin flinkheit og leyfir sjálfsprottnum skreytilist- areinkennum verka sinna sjaldn- Æskuástin hefur í huga her- mannsins sem snéri heim orðið að helgimynd, sem orsakar það að þegar þau skötuhjú eru komin í eina sæng þá rís honum ekki hold. Slíkt skapar vissulega mikil sálræn vandamál og verða þau ekki rakin hér. Allt fer þó vel að lokum og piltungurinn getur brynnt fola sínum í réttum brunni. Kvikmyndin hefst í svart hvítu og líður átakalaust yfir í lit er her- maðurinn stendur á umferðar- miðstöðinni í heimabæ sínum, þar sem íbúarnir virðast að mikl- um meirihluta ættaðir austan járntjalds, enda er rétttrúnaðark- irkja í bænum. Konchalovsky er því að gera kvikmynd um sína landa þó þeir séu búsettir í Vest- urheimi og einsog fyrr sagði tekst honum að draga upp trúverðuga mynd af lífinu í þessum bæ með svipmyndum af skemmtunum og vinnu fólksins. Undirritaður hefði óskað sér meira af því eink- um þar sem myndavélinni er mjög faglega beitt við þessi skot og gullfalleg myndskeið gleðja augað með vissu millibili. Það sem einkum vantar á er að sagan risti nógu djúpt og einnig það að hlutverk Maríu er í hönd- um Nastassiu Kinski og því miður veldur hún því ekki. John Savage sem hermaðurinn sleppur aftur á móti bærilega frá sínu. Þá má ekki gleyma Robert Mitchum í hlutverki föður hermannsins. Þessi ímynd karlmennskunnar verður bara karlmannlegri með ast að draga sig uppi. Stundum teflir hann á tæpasta vað hvað þetta varðar; bíður átekta en tekur svo á rás þegar skrautgirnin er að því komin að hremma hann. Þessi eltingaleikur gefur verkum hans gildi og eykur óneitanlega spennu þeirra. Helgi teflir hæfileikum sínum ekki í slíka tvísýnu. Hann vill hafa allt á þurru, enda er hann öruggastur og ákveðnastur þeirra félaga. Þótt hugmyndir hans séu sjálfsprottnar og komi eins og af færibandi, fylgir hann þeim eftir af kostgæfni og natni, þannig að útkoman verður yfirveguð á næsta klassískan hátt. Þversögnin milli ólgandi ímyndunarafls Helga og yfirvegaðrar og maní- erískrar útfærslu hans, gera verk hans bæði furðuleg og framandi. Kristinn er sá í hópnum sem enn er óráðinn. Afneitun hans á ákveðnum stílbrigðum og leit hans úr málverki í höggmyndir; úr hlutbundnum veruleika yfir í óhlutbundinn, gera hann að vandræðabarni sem erfitt er að henda reiður á. Menn vita nokk hvar þeir hafa hina tvo, en Krist- inn smýgur hvarvetna gegnum skilgreiningarnetið. Hann er tii alls vís, utan það eitt að láta stimpla sig. Þrátt fyrir það leynir stefnufestan sér ekki þótt stund- um sé djúpt á henni. Hún dúkkar upp fyrirvaralaust og slær þá áhorfandann gjörsamlega út af laginu. Sýning þeirra Daða, Helga og Kristins krefst mikils af áhorf- endum og er margslungin eins og verkin eru mörg. En hún er tví- mælalaust yfirlegunnar virði. HBR hverjum áratugnum sem leggst á herðar honum og þó hlutverkið sé hvorki stórt né tilþrifamikið, þá eru vinnubrögð þessa sjóaða leikara það örugg að hálfgerður byrjendabragur virðist vera á vonleysisaugnaráðsleik Nastass- íu og samanherptu sálarstríði John Savage. —Sáf Tónlist Lög Hjálmars H. gefin út á Ítalíu í Mílanó hafa nú komið út á prenti Sex sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson við Ijóð Stefáns HarðarGrímssonar. Þaðerþekkt ítalskt nótnaútgáfufyrirtæki, Edizioni Suvini Zerboni, sem stendurað útgáfunni. Þessi sönglög eru skrifuð fyrir söngrödd, flautu, selló og píanó, og voru þau samin á árunum 1978 til 1979. í þessari útgáfu eru auk ljóð- anna á íslensku birtar sönghæfar þýðingar á þeim á þýsku eftir Hu- bert Seelow. Ljóðin eru öll úr ljóðabókinni SVARTÁLFA- DANS frá 1951. Kvikmyndir Rislítil upprisa 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.