Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 14
VIÐHORF
Ágætu áhrifamenn, forystu-
sveit á þingi, í menningarmálum,
í rétttindamálum barna, kvenna
og karla, verkalýðsfrömuðir,
vinnuveitendur!
Ég bið ykkur í nafni okkar
allra, sem höfum beðið lengi,
sum uppundir heilan mannsald-
ur: Farið nú að koma til leiðar
staðgreiðslu opinberra gjalda,
ríkisútsvari, staðgreiðsluskatti
eða hvað það verður kallað. Sam-
einist þar um einna þörfustu
efnahagsaðgerðir sem nú er hægt
að gera íslenskum almenningi til
hagræðis. Pví nefni ég til baráttu-
menn fyrir mannréttindum og
mannúð að þetta er verðugt um-
hugsunarefni og baráttumál fyrir
þá, og skulu hér á eftir tilfærð
nokkur atriði því til rökstuðn-
ings:
1. Staðgreiðsla skatta er mikil-
væg forsenda þess að menn
geti gert fjárhagsáætlun af
einhverju viti, að menn viti
hvað af fengnu fé þeir eiga.
2. Fyrir barðinu á „eftirá“-
skatti verða menn oftast þeg-
ar verst stendur á: þegar þeir
verða fyrir tekjulækkun eða
tekjuleysi eftir tímabil með
meðal- eða jafnvel há-tekjur.
3. Hér skulu taldir upp hópar
fólks sem sannarlega verður
fyrir barðinu á núverandi að-
ferðum við opinbera gjald-
heimtu á íslandi:
a: Fólk sem missir atvinnu.
b: Fólk sem „missir“ yfirvinnu.
c: Fólk sem missir heilsu um ein-
hvern tíma.
d: Fólk með sveiflukennd laun,
vegna „happdrættis“-þáttar í
starfi þess. Hér hef ég í huga mik-
inn hluta af sjómönnum og fisk-
vinnslufólk, en fleiri koma til.
e: Mæður sem vilja staldra við
heima hjá sér lengur en fáeina
mánuði er þær ganga með og
fæða börn.
f: Foreldrar sem vilja eða þurfa
að vera meira hjá börnum sínum.
g: Fólk sem vill eða þarf að vera
frá launavinnu hjá sjúkum og
öldruðum.
h: Fólk.sem villeða þarfað byrja
á einhverju nýju: s.s skólanámi,
nýju fyriríæki, listiðkun,
ólaunuðu leyfi, starfsdvöl eða
annarri dvöl herlendis sem er-
lendis, og svo mætti lengi upp
telja.
Gjaldheimtuaðferðirnar verða
stundum óblíðar eins og með-
Opið bréf
Hlédís Guðmundsdóttir skrifar:
„Gjaldheimtuaðferðirnar verða
stundum óblíðar einsog meðfylgjandi
mynd minnir á. Er sárt tilþess að hugsa
aðfólkfœr oft ekki grið hjá gjaldheimtu
fyrr en ofseint eða þegar það er alveg
niðurbrotið að heilsu sem efnahag“
fylgjandi mynd minnir á. Er sárt
til þess að hugsa að fólk fær oft
ekki grið hjá gjaldheimtu fyrr en
of seint eða þegar það er alveg
niðurbrotið að heilsu sem efna-
hag.
Eg tel að flestir íslendingar til-
heyri nokkrum sinnum á ævinni
einhverjum þessara hópa, og að
oft geti þeir ekki séð fyrir hvenær
að því kemur. Þeir menn er engu
skiptir um greiðsluhætti á skatti
Nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
Ir’ £ 'A'\
Nauöungaruppboö
Nauöungaruppboð
5!» LUft
Nauöungaruppboó
ÍT iú u*
Nauóungaruppboó
ýíj ÍT
Nauóungaruppboö
Nauöungaruppboö
« i
Nauöungaruppboð
Ö/Ui
Nauðungaruppboð
V Á A 'LX
K A A
Nauóungaruppboð
í
Nauðungaruppboó
• - /\
U
Nauóungaruppboó
Nauóungaruppboö
A
Nauöungaruppboö
ílÍVudl .
Nauðungaruppboö
U tifa ....
Nauóungaruppboö
sís Cr.5?
Nauöungaruppboö
«/i ÍT'/i,-...-
Nauðungaruppbpð
MtJá......-
Nauöungaruppboö
Nauóungaruppboö
/TY A A A
í-* /' /\ ... .
Nauðungaruppboö
*R 'ö'ídx-
Nauðungaruppboö
Nauöungaruppboö
CÍ>. /N
I1 a" U
Nauóungaruppboó
/>, . .
/\/i
/\ /V
o.
Nauöungaruppboð
A O'AA a
/\ L_4 /\ /\ 'y\
'U
Nauöungaruppboö
<I?U ',} íf
Nauðungaruppboö
'U'M x i
Nauöungaruppboð
/i A - A
/i
Nauóungaruppboð
>0
O/V-
A ,\
Nauöungaruppboö
,S ',' . .
/V /V A r-
Nauóungaruppboð
Oííí
Nauöungaruppboö
'/L
Nauðungaruppboð
Ú'íl/ÍíU'
Nauðungaruppboð
/v U /lÁ'A
Nauöungaruppboö
ft
Nauðungaruppboð
/> /, a CT3
L) /i « 11
Nauðungaruppboð
Nauöungaruppboó
/><> .
V)\
AA/
l\/\'
Nauöungaruppboö rsiauoun
Nauöungaruppboö • A /V O /\ .
•Q'/íá'.a LJ 11 . . U a
Nauðungaruppboó
Nauóungaruppboð
U '/( Á 'Á
Nauóungaruppboó
k fj1?
Nauðungaruppboó
Nauöungaruppboö
táú u
Nauðungaruppboð
Ýíiteíi
Nauöungaruppboö
ú'
Nauóungaruppboð
‘ />■/
/\ A
uppbo
❖
K L1 r 'á
Nauöungaruppboö
'Q' M *
Það er ómannúðlegt, óþarft og óhagkvæmt að elta uppi févana fólk með skattheimtu. Ég fullyrði að lítill hagur er að því
fyrir opinbera aðila, að gera menn gjaldþrota og þurfa síðan að taka að sér framfærslu þeirra þegar skaðinn er skeður.
eru stórefnafólk, skattsvikarar,
og öreigar undir skattleysismörk-
um, en vonandi getur fækkað í
tveim síðasttöldu hópunum. Peir
mættu hverfa.
Þetta ákall um staðgreiðslu op-
inberra gjalda verður ekki langt.
Rök og e.t.v. gagnrök gætu þakið
margar síður. Eg verð að átelja
stjórnmálamenn í öllum flokk-
um, forystulið verkalýðshreyf-
ingar og lika vinnuveitendur,
fyrir að hafa tekið sig saman nú í
mörg ár um að sitja á og þegja í
hel það mikilvæga mál sem stað-
greiðsluskattur er. Flogið hefur
fyrir að ástæður þeirra fyrir and-
stöðunni séu þessar helstar:
a: að verkalýðsforystan telji
launamenn hagnast á rýrnun
skatta í verðbólgu! Er eyðandi
orðum á svona hugmynd? Hún er
hvorki skynsamleg né siðleg.
b: að stjórnvalda-forystan
hverju sinni hafi haft áhyggjur af
„töpuðu“ skattári. - Þessi er nú
með þeim bestu! Árið sem við,
ríkið, töpum tekjum með þessu
móti verður nefnilega árið eftir
heimsendi!
Ég minni á að einmitt nú er lag:
Eins og allir vita stendur til að
afnema tekjuskatt á næsta ári. Þá
verður staðgreiðsla „ríkisút-
svars" sem fasts hundraðshluta af
tekjum einfaldasta og trúlega
skiladrýgsta opinbera gjald-
heimtuaðferðin.
Atvinnuveitendur og aðrir
launagreiðendur senda þá útsvar-
ið beint og strax í gegnum gíró-
greiðslukerfið. Ekkert mælir
gegn endurgreiðslum til þeirra
sem ekki ná lágmarkstekjum á
ári, né aukagreiðslum frá þeim er
alhæst hafa launin, þó þessi inn-
heimtuaðferð sé notuð. Banda-
lag jafnaðarmanna mun þegar
hafa mótað tillögur um staðgreitt
ríkisútsvar. Sýnið nú, öll hin,
samvinnu- og framfara-vilja og
gefið málinu þann forgang sem
það verðskuldar svo stað-
greiðsluútsvar komi fljótt til
framkvæmda, helst þegar á næsta
ári.
Þið getið það, vilji er allt sem
þarf!
Reykjavík í apríl 1986,
með virðingu og von um áheyrn,
Hlédís Guðmundsdóttir
er geðlæknir í Reykjavík.
HVAÐ ER AÐ GERAST 1ALÞÝÐUBANDALAGINU?
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Opið hús
Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu í Hafnafirði í Skálanum
Strandgötu 41 á laugardagsmorgnum frá kl. 10 - 12 fram að
kosningum.
Féiagar og stuðningsmenn eru hvattir til að líta inn og taka þátt í
kosningastarfinu. Heitt á könnunni og frambjóðendur á staðnum.
- Kosningastjórnin.
AB - Akureyri
Kosningaskrifstofan verður fyrst um sinn oþin virka daga kl. 17.00
til 19.00 í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18.
Utankjörstaða-kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagsins
• Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí.
• Kjörskrá liggur frammi fyrir allt landið.
• Kjósendur eru hvattir til að athuga hvar og hvort þeir eru á
kjörskrá.
• Að láta skrifstofuna vita af þeim sem verða líklega ekki heima á
kjördag 31. maí n.k. (vegna páms, atvinnu, sumarleyfa, ferða-
laga o.s.frv.).
• Kosningaskrifstofan er í Miðgarði Hverfisgötu 105, risi.
Símarnir eru 91-12665 og 12571.
Umsjónarmaður skrifstofu er Sævar Geirdal.
Alþýöubandalagiö
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fáið frambjóðendur á fund!
Hafið samband sem allra fyrst og fáið frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík á vinnustaðafundi því oft reynist erfitt að
verða við áskorun um fundi síðustu vikurnar fyrir kjördag.
Hringið í síma 17500 og ræðið við Gísla Þór.
Alþýðubandalagið f Reykjavík
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Kaffi á sumardaginn fyrsta
Oþið hús verður í Skálanum Strandgötu 41, á fimmtudaginn,
sumardaginn fyrsta. Kaffi og veitingar. Húsið opnar kl. 15 og opið
frameftir degi. Sama dag verður kosningaskrifstofan opnuð form-
lega en hún verður fyrst í stað opin virka daga frá kl. 15-18.30 á
laugardagsmorgnum.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennum í kaffi á fimmtudaginn og
takið þátt í kosningastarfinu.
Stjórnin
AB
Kópavogur
Fundur í starfshópi um stjórnsýslu, skipulags- og atvinnumál,
verður haldinn í Þinghóli þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30.
- Kosningastjórnin.
AB Akureyri
Árshátíð
verður haldin miðvikudaginn 23. apríl, síðasta vetrardag, í Alþýðu-
húsinu við Skiþagötu, 4. hæð. Veislustjóri verður Erlingur Sig-
urðarson.
Hátíðin hefst kl. 20.00 með listauka. Glæsilegur þríréttaður
matseðill. Fjölbreytt dagskrá. Hljómsveitin Remix leikur fyrir
dansi.
Miðar á árshátíðina seldir í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18
laugardaginn 19. apríl og sunnudaginn 20. apríl frá kl. 14-17 báða
dagana. Takið með ykkur gesti og fjölmennið á árshátíð ABA!
Nefndin
AB Garðabæ
Félagsfundur
verður í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli fimmtudaginn 24. apríl kl.
20.30. Dagskrá: Undirbúningur kosninganna.
Stjórnin
AB Kópavogi
Kosningaskrifstofa
hefurveriðopnuð í Þinghóli, Hamraborg 11. Opið fyrst um sinnfrá
kl. 15-19. Síminn nú er45715. Kosningastjóri er Ásgeir Matthías-
son. Kjörskrá liggur frammi!
ABK
AB - Vestmannaeyjar
Kosningaskrifstofa
hefur verið opnuð að Bárugötu 9 (Kreml). Opið fyrst um sinn kl.
20-22 á þriðjudögum og kl. 14-16 á laugardögum og sunnu-
dögum. Síminn er 1570. Umsjónarmaður skrifstofunnar er Einar
Birgir Steinþórsson.
ABV
AB Mosfellssveit
Sumri fagnað í Mosfellssveit
Allir í Kvennabrekku, kosningaskrifstofu G-listans í Mosfellssveit
á Sumardaginn fyrsta. Börn sérstaklega velkomin með fullorðna
fólkinu. Grillaðar pylsur, rakettur og fl. ef allir eru stilltir. Opnum kl.
13.00.
Nefndin.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Felagar!
Undirbúningur fyrir næstu Rauðhettu er í fullum gangi. Kæru
félagar, verið nú duglegir að skrifa og láta skoðanir ykkar í Ijós.
Þema næsta heftis verður: Hvernig ríkisstjórn viljum við? Annars
er heftið opið fyrir öllu sem þið teljið að eigi erindi til annarra
ÆF-félaga, greinar, Ijóð o.s.frv., o.s.frv.
En munið að við viljum ekkert stærri sneið af kökunni - við viljum
allt heila helvítis bakaríið.
Framkvæmdaráð
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Miðvikudagur 23. apríl 1986