Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 15
IÞROTÍIR
Vestur-Pýskaland
Bremen mistókst vfti í lokin!
Mikil spennafyrir lokaumferðina. Lárus skoraði ífrœknum útisigri Uerdingen
Frá Jóni H.Garðarssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
Hin annars örugga vítaskytta, Mic-
hael Kutzop, náði ekki að tryggja
Werder Bremen meistaratitilinn í
gærkvöldi. Á síðustu mínútu hins
hálfgerða úrslitaleiks gegn Bayern
Munchen tók hann vítaspyrnu — cn
skaut í stöngina og útaf. Mark hefði
fært Bremen sigur og titilinn, en úr-
slitin urðu 0-0.
Reyndar var réttlætinu fullnægt
með þessu því það sást greinilega í
sjónvarpinu að ekki var um víti að
ræða. Rudi Völler kom inná hjá
Bremen 13 mínútum fyrir leikslok, í
fyrsta sinn síðan hann meiddist í fyrri
leik liðanna í nóvember, og skaut í
öxlina á Sören Lerby í vítateig Bay-
ern, en dómarinn dæmdi vítaspyrnu.
Leikurinn var mjög góður þótt
rnörkin vantaði. Markverðirnir, Pfaff
hjá Bayern og Burdenski hjá Bremen
sáu til þess að ekki yrði skorað. Fram-
anaf leik hélt Pfaff Bayern á floti en
síðasta korterið, þegar Bæjarargerðu
harða hríð að marki heimamanna,
varði Burdenski hvað eftir annað á
stórglæsilegan hátt. Bremen hefur
áfram 2ja stiga forystu og þarf að ná
jafntefli í Stuttgart á laugardaginn tii
að verða meistari. Bayern á heima-
leik gegn Mönchengladbach og er
með betri markatölu.
Úrslit í Bundesligunni í gærkvöldi:
Bremen-Bayern...................0-0
Gladbach-Uerdingen..............1-2
Leverkusen-Stuttgart............2-1
Dusseldorf-Nurnberg.............2-1
Mannheim-Köln...................1-1
Bochum-Hamburger................2-0
Kaiserslautern-Hannover.........1-0
Frankfurt-Saarbrucken...........1-3
Dortmund-Schalke................1-1
Lárus Guðmundsson skoraði ann-
að mark Uerdingen í fræknum sigri í
Mönchengladbach. Hitt gerði áhuga-
maðurinn Kilchoff. Lárus var aðeins
annar tveggja fastamanna sem lék
með Uerdingen og í liðinu voru þrír
áhugamenn sem aldrei höfðu leikið
áður í Bundesligunni! Með sigrinum
hefur Uerdingen tryggt sér sæti í
UEFA-bikarnum næsta vetur og á
alla möguleika á bronsinu. Klins-
mann skoraði fyrir Stuttgart en Pilzer
og Cha svöruðu fyrir Leverkusen.
Fyrsta tap Stuttgart í 9 leikjum.
Staða efstu liða:
Bremen..........33 20 9 4 82-39 49
Bayern..........33 20 7 6 76-31 47
Gladbach........33 15 12 6 65-45 42
Uerdingen.......32 17 7 8 57-58 41
Stuttgart.......33 16 7 10 67-44 39
Leverkusen......33 15 9 9 61-49 39
England
Francis með
Trevor Francis leikur
sinn fyrsta leik með enska
landsliðinu í heilt ár í
kvold, gtgn Skotum á
Wembiey. Hann kinn-
beinsbrotnaði í leik á Ítalíu
um síðustu helgi en lætur
það ekki aftra sér. Dave
Watson leikur sinn fyrsta
landsleik á Wembley, hinir
fimm hafa allir verið á úti-
völlum. g.g gíeve Hodge er í
fyrsta sinn í byrjunarliði
Englands. Þessir þrír
koma í staðinn fyrir John
Barnes, Terry Fenwick og
Gary Lineker.
—VS/Reuter
Fatlaðir
Fjölmennt
íslandsmst
Tæplega 200 keppendur tóku þátt í íslandsmeistara-
móti fatlaðra 1986 sem haldið var Sundhöll Reykjavíkur
og Iþróttahúsi Seljaskóla um síðustu helgi. Þeir komu frá
14 félögum og voru skráningar um 400 talsins.
Sigurvegarar í Bpccia urðu ína Valsdóttir, Ösp, Sig-
urður Björnsson, ÍFR, Haukur Gunnarsson, ÍFR og
Helga Bergmann, ÍFR. Ösp og ÍFR áttu einnig sigur-
vegarana í sveitakeppni.
Ólafur Eiríksson og Elsa Stefánsdóttir úr ÍFR urðu
tvöfaldir meistarar í borðtennis og aðrir sem unnu þar
voru Jón G. Hafsteinsson, Ösp, Sonja Ágústsdóttir,
Ösp, Olgeir Jóhannesson, ÍH, Jósep Olafsson, ÍFR og
bræðurnir Stefán og Elvar Thorarensen úr ÍFA.
Óskar Konráðsson, ÍFR, sigraði í bogfimi, Reynir
Kristófersson, ÍFR, í lyftingum og í sundi náðu besturn
árangri Jónas Óskarsson, ÍFR, Sigrún H. Hrafnsdóttir,
Ösp, og Halldór Guðbergsson, ÍFR. —VS
Knattspyrna
KR áfmm
KR-ingar eru komnir í KR í 2-0 en Óskar Theo-
undanúrslit Reykjavík- dórsson svaraði fyrir
urmótsins eftir 2-1 sigur á Fylki. Staðan í riðlinum:
Fylki á gervigrasinu í gær-
kvöldi. Þeir leika nánast Fram........ 2 2 0 0 8-0 5
örugglega við Víkinga þar. KR.......... 3 2 0 1 6-2 5
Stemar Ingimundarson og Fy|kir.......3 0 1 2 3-11 1
Júlíus Þorfinnsson komu —vs
Ólafur Eiríksson, tvöfaldur meistari í borðtennis.
Elsa Stefánsdóttir, tvöfaldur meistari í borðtennis
Körfubolti
Fimm nýir
Sterkir andstœðingar í Belgíu.
Hópferð á keppnina
Fimm nýjum leikmönnum hef-
ur verið bætt við landsliðshópinn
í körfuknattleik, fyrir undirbún-
inginn fyrir B-keppnina í Belgíu í
næsta mánuði. Þeir eru Ragnar
Torfason, ÍR, Hreinn Þorkelsson,
ÍBK, Kristinn Einarsson, UMFN,
og Valsmennirnir Tómas Holton
og Sturla Örlygsson. Á móti kem-
ur að Matthías Matthíasson er
farinn á ný til Bandaríkjanna og
verður tæplega með í Belgíu.
Andstæðingar íslands eru ekki
af verri endanum. í riðlinum eru
Pólland, ísrael, Ungverjaland,
Svíþjóð og Tyrkland, auk fs-
lands. Fjögur efstu fara í milliriðil
en neðsta liðið dettur niður í C-
keppnina. Leikið verður 16.-20.
maí.
Samvinnuferðir/Landsýn eru
að skipuleggja hópferð á keppn-
ina. Farið verður utan 15. maf og
komið heim þann 22.
—VS
Getraunir
Tveir með tólf
Tveir seðlar með 12 réttum
leikjum komu fram í 34. ieikviku
Getrauna. Annar var frá Akur-
eyri en hinn úr Reykjavík. Hvor
fær 385,525 krónur í hlut. Með 11
rétta voru 58 raðir og fær hver
5,697 krónur í vinning. Vinnings-
pottur var 1,101,502 krónur og
Fylkismenn voru söluhæstir. Nú
eru aðeins tvær leikvikur eftir á
þessu tímabiii.
England
Enntapar
Portsmouth
Baráttan um sæti í 1. deild
ensku knattspyrnunnar harðnaði
enn í gærkvöldi þegar Charlton
vann en Portsmouth tapaði.
Portsmouth virtist öruggt upp en
fjögur töp í síðustu fimm leikjun-
um hafa sett strik í reikninginn og
liðið berst við Charlton og Wim-
bledon um hvaða tvö lið fylgja
Norwich upp.
Úrslit í gærkvöldi urðu þessi:
l.deild:
W.B.A.-Sheff.Wed 1-1
2.deild:
Fulham-Charlton 0-3
Grimsby-Barnsley 1-2
Millwall-Cr.Palace 3-2
Sheff.Utd-Leeds 3-2
Stoke-Portsmouth 2-0
3.deild:
Brentford-Lincoln 0-1
Bristol R,-Bristsol C 1-1
Bury-Blackpool 4-1
Dariington-Chesterfield 2-1
Newport-Derby Co 1-1
Plymouth-Bolton 4-1
Wigan-Reading 1-0
York-Notts County 2-2
4.deild:
Aldershot-Swindon 2-4
Burnley-Preston 1-1
Colchester-Peterboro 5-0
Mansfield-Hartlepool 4-0
Orient-Halifax 1-0
Scunthorpe-Exeter 1-0
Fulhani féll í 3. deild með þess-
um úrslitum cn Chester og
Mansfield unnu sig uppí 3. deild.
Preston, fyrstu Englandsmcistar-
arnir, þurfa hinsvegar nú að
sækja um áfranthaldandi þátt-
töku í deildakeppninni. vs/Reuter
Fimleikar
Landslið valið
Fimleikasamband íslands hef-
ur nú ákveðið hverjir muni taka
þátt í Norðurlandamótinu í
Kaupmannahöfn fyrir hönd Is-
lands. Þátttakendur í kvenna-
flokki eru Hanna Lóa Friðjóns-
dóttir og Hlín Bjarnadóttir,
Gerplu, Fjóla Ólafsdóttir, Ár-
manni, og Linda S. Pétursdóttir,
Björk. í karlaflokki kcppa þeir
Guðjón Guðmundsson og Arnór
Diego, Ármanni.
Þjálfarar eru Bergiind Péturs-
dóttir og Jónas Tryggvason.
Dómarar eru þau Ófeigur Geir-
mundsson, Hermann ísebarn,
Ásta ísberg og Rannveig Guö-
mundsdóttir.
Mótið fer fram dagana 26.-27.
apríl en eftir það verður haldið til
Karlsruhe í Vestur-Þýskalandi og
þar æft fram að Evrópumóti ung-
linga sem fram fer 2.-4. maí.
Island hefur aldrei sent svona
stóran hóp á Evrópumót og send-
ir nú í fyrsta sinn pilt tii keppni
þar, Guðjón Guðmundsson.
Auk þessarra móta eru fleiri á
mótaskrá FSÍ, m.a. mót í Skot-
landi og Belgíu. —Logi
Andrésarleikarnir
Keppendur em 411
Hinir árlegu Andrésar Andar
leikar verða settir í kvöld. Börn á
aldrinum 7-12 ára frá 14 bæjarfé-
lögum, víðsvegar að af landinu,
keppa á skíðum í Hlíðarfjalli og eru
keppendur alls 411 talsins, og með
þeim 122 fararstjórar.
Leikarnir hefjast meö fallhlífar-
stökki viö Lundaskóla kl. 19.15. Það-
an verður síðan skrúðganga til Akur-
eyrarkirkju þar sem leikarnir verða
formlega settir ki. 20. Keppni hefst á
fimmtudagsmorguninn og lýkur á
laugardag, sunnudagurinn er til vara
ef veður setur strik í reikninginn.
—K & H/Ákurey ri
Miðvikudagur 23. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19