Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Mörður Árnason DJÚÐVILJINN Eng■ inn ferí fötin hans Líklega hafa flestir sem fóru að hlusta á Fats Domino í nýafstað- inni íslandsheimsókn hans ekki búist við „meiru" en að heyra gömlu, góðu uppáhaldslögin sín og berja þennan geðþekka, sér- staka söngvara augum í leiðinni. Og auðvitað voru perlurnar hans Fats á dagskrá - Red Sails in the Sunset, Margie, Ain’t that a Shame, My Girl Josephine, I’m walkin’, Blueberry Hill o.fl. o.fl. - en á þessum hljómleikum var ekki orð látið falla um hvað þær væru orðnar „hræðilega" ganrlar - allt upp í þrjátíu og eitthvað ára. Ó, nei. Hvert einasta lag var leikið af slíkum ferskleika og virðingu fyrir hverjum tón að þau hljómuðu eins og þau hefðu öll verið santin í gær. Og mikið skrambi er karlinn unglegur, tæp- lega sextugur átta barna faðirinn. Tónlistin og hljóðfæraleikur- inn sátu sem sagt í fyrirrúmi hjá Fats Domino og stórsveit hans (7 heiminum væri rninna áberandi ef þeir nytu ekki fornar heimsfrægðar meistarans og laga hans. Fats Domino helst vel á fólki - sömu mennirnir hafa starfað með honum í niörg ár - hljóm- sveitarstjórinn, trompetleikarinn og laga- og textahöfundurinn Dave Bartholomew þó manna lengst (síðan á fimmta áratugn- um). Ef einn fellur frá kemur annar í hans stað en úr sama um- hverfi (New Orleans) og sem þekkir tónlist Fats út í gegn. Þannig heldur Fats alltaf sínu „sándi" en stíll hans sjálfs er svo sérstakur, bæði hvaö píanóleik og söng varðar, að 1 rokkbókunr er sagt að hann sé sá músikant sem livað erfiðast er að Iíkja eftir - það sé næsta ómögulegt. Sem sagt gott fólk - Fats Doni- ino er ekki einhver „gamall kall" sem er í því að velta sér og áheyrendum upp úr „nostalgí- unni". Fats er í hópi sérstæðustu píanóleikara í heimi og skemmtilegustu söngvara og hlýtur að hrífa hvern ærlegan tónlistarunnanda sent sér hann og heyrir með glaðlegu látleysi sínu og yfirlætisleysi. Björgvin Halldórsson á þakkir skildar fyrir að fá svo fína skemmtikrafta á Breiðvang sem Fats og félaga - og reyndar líka þá sem á undan hafa komið, en Fats Domino er toppurinn á þessurn heimsókn- um, þótt margar hafi verið góðar. Nú stendur fyrir dyrum hljóm- leikaferð í Bandaríkjunum hjá Fats Domino sem hann hlakkar mikið til að eigin sögn, fyrir þá sök að Jerry Lee Lewis, sá ntaka- lausi rokkari, verður nteð honurn í túrnum. Hvernig væri að reyna við hann einhvern tímann í fram- tíðinni, Bjöggi? Þaö má í leiðinni geta þess að Fats og Jerry eru báðir tveir í hópi 10 rokkara sem fyrstir hafa fengið inngöngu í The Rock and Roll Hall of Fame, en þessi heiðursstofnun var sett á fót 1984. Kraftmikill og hreinn Miðvikudagur 23. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 kafi, aðrar hugmyndir hafi sótt á hann og orðið yfirsterkari, og leitin einsög gufar upp. Gleymist. í lokin er einsog maður tapi átt- unum, rati ekki heim. Fyrir bragðið er þessi sónata undarlega dapurleg, þrátt fyrir líflegt yfir- bragð. En hún er minnistæð, því verður ekki neitað. Þau Berkofsky hjónin léku þarna ýms sntáverk einsog marsa og pólóneisur, og í lokin heljar- langt „Ungverskt divertis- siment". Síðast talda verkiö er kannski ekki stórmerkilegt, býsna laust í reipunum og „rapsó- dískt“, en því er heldur ekki ætl- að að vera annað en dægurmúsík. Og þar eru furðuleg uppátæki, sem minna ekki lítið á seinni tíma ungverja, Liszt, Bartók jafnvel og Kodály, og tökin á efninu eru allt önnur en t.d. í ungversku músíkinni hjá Haydn. Það þarf ekkert að tíunda það hér, að Martin Berkofsky og Anna Málfríður eru afbragðs píanóleikarar, hvort með sínu móti. Dagsdaglega er stíll þejrra býsna ólíkur, en þarna var leik- máti þeirra í fyllstu jafnvægi, kraftmikill og hreinn og alveg tii- gerðarlaus. Maður bíður spenntur eftir lokatónleikunum og svo nýjum verkefnunt, því af nógu er að taka, bæði í fjórhentri músík fyrir eitt píanó og tvö. Martin Bcrkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir: fjórhent píanóinúsík eftir Schubert. Norræna húsið Það er sannarlega merkilegt og ánægjulegt uppátæki hjá þeim Martin Berkovsky og Önnu Mál- fríði Sigurðardóttur að flytja okkur alla fjórhenta píanómúsík eftir Schubert. Þau liafa verið að þessu vestur í Norræna húsi á fimm tónleikum og þeir sjöttu og síðustu eiga að fara frani í ntaí- mánuði. Þetta er semsagt ekkert smá- fyrirtæki, sex tónleikar, með uþb. tíu klukkutímum af músík og megnið af henni flutt í fyrsta sinn hér á landi opinberlega. Nú má eflaust deila um hvort öll þessi verk Schuberts séu í raun- inni þess virði að flytjast á tón- leikum. Sum þeirra eru greini- lega bernskubrek og önnur tæki- færisntúsík, sem höfundur „f- Vefnaður vera fróðlegt að heyra hvað sem er eftir Schubert, líka smá- munina, því jafnvel ófullburða tilraunir hans fela ávalt í sér ein- hvern geníalan neista. Gott dæmi er sónata sem hann samdi 17 ára gamall og þau Martin og Anna Málfríður gerðu frábær skil á fimmtu tónleikunum sl. laugar- dag. Þetta verk er áreiðanlega ekki fullgert. Þar er ótrúlega spennandi leit að „földum fjár- sjóðum" hljóma og laglínu og þó maður efist ekki unt að „kró- matíkin" sem þarna er yfirgnæf- andi sé á einn eða annan hátt ætt- uð úr Mozart og Bach, eru þetta býsna sérkennileguar spekúla- sjónir í Vín 1814. En það er eins- og hinn kornungi höfundur hafi misst áhugann á þessu í miðju ANDREA JÓNSDÓTTIR blásarar, 2 gítarleikarar, trom- inari og bassaleikari - auk söngvarans og píanóleikarans sjálfs) en að sjálfsögðu er þó ljóst að hlutverk þeirra í tónlistar- Leið 4 á Aust- urvelli Bára og Halldóra í Gallerí Borg Bára Guðmundsdóttir og Hall- dóra Thoroddsen hefja á sumar- daginn fyrsta, á morgun, fyrstu sýningu sína, í Gallerí Borg, og sýna þar vefnað, Bára fimm verk, Halldóra sex. Þær eru jafnöldrur, fæddar á heilaga árinu, 1950, og luku prófi frá textíldeild Mynd og hand í fyrra. Sýningin er opin virka daga 10-18, um helgar 14-18. Hún stendur til 5. maí. Halldóra (til vinstri) og Bára komnar niðrá Austurvöll í „Leið 4“, verki eftir Halldóru. (mynd: Sig.) rnoll Fantasíunnar" hefði tæplega viljað kannast við. En svo eru önnur, t.d. fyrrnefnd „Fantasía", sem teljast óumdeilanlega til snilldarverka. Það hlýtur þó að LEIFUR ÞÓRARINSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.