Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ÁRA
i o DJOÐVIUINN
MENNING
SUNNUDAGS-
BLAÐ
ROKK
Nesjavellir
Oikuspáin tvöfalt of há
Guðni Jóhannesson verkfrœðingur:
Framkvœmdahraði á Nesjavöllum byggður á kolvitlausri orkuspá hitaveitustjóra.
Ekki tekið tillit til breyttra aðstœðna
Forsendurnar sem hitaveitu-
stjóri gefur sér í svari sínu til
stjórnar veitustofnana eiga lítið
skylt við þann raunveruleika sem
við blasir, hann gerir ráð fyrir
tvöfalt meiri aukningu á sölu á
heitu vatni en lesa má út úr niður-
stöðum orkuspárnefndar. Á þess-
ari röngu orkuspá virðist fram-
kvæmdahraði við Nesjavelli
byggður, sagði Guðni Jóhannes-
son verkfræðingurog 13. maður á
G-listanum i Reykjavík í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Þjóðviljinn skýrði frá því fyrir
skömmu að miklar deilur hafi
orðið milli Sigurðar G. Tómas-
sonar fulltrúa Abl. í stjórn
veitustofnana og Jóhannesar Zo-
ega hitaveitustjóra vegna hag-
kvæmni þess að kaupa umfram-
raforku frá Landsvirkjun til húsa-
hitunar í Reykjavík.
Sigurður lagði fram harðorða
bókun á fundinum vegna vinnu-
bragða hitaveitustjóra í þessu
máli, og sagði það engu líkara en
hann væri þegar búinn að ákveða
að það ætti að virkja á Nesja-
völlum, hvort sem það væri hag-
kvæmt eða ekki. Sigurður
gagnrýndi spá Jóhannesar um
orkuþörf HR næstu árin, og sagði
hana afar vafasama. Borgarráð
fór fram á það við Jóhannes að
hann svaraði þessari gagnrýní
Sigurðar og hefur hann þegar
gert það.
í svari sínu ítrekar Jóhannes þá
skoðun sína að Nesjavallavirkjun
sé hagkvæmasti kosturinn fyrir
HR eins og sakir standa, og bygg-
ir þá skoðun sína á því að mark-
aður fyrir heitt vatn muni aukast
jafnt og þétt á næstu árum, í sam-
ræmi við útkomu síðustu ára.
„Eftir þá umræðu sem hefur
orðið um óhagkvæmar fjárfest-
ingar Landsvirkjunar var maður
farinn að vona að slík fjárfesting-
arstjórnun heyrði til liðinni tíð. í
þessari orkuspá sinni vaggar hita-
veitustjóri sæll í þeirri trú að
markaðurinn og veltan muni
aukast í jöfnum takti, án tillits til
nýrra og breyttra aðstæðna,"
sagði Guðni Jóhannesson í gær.
Sjá leiðara
og Sunnudagsblað
Rokkhátíð Þjóðviljans
Herbert í
Haskolabiói
Dúndrandi fjör íHáskólabíói í dag. Hátíðin
hefstkl. 14.00. Allar helstu rokksveitir lands-
insspila fyrir áheyrendur.
Herbert á Rokkhátíð Þjóðvilj-
ans í dag kl. 14. Allir í Há-
skólabíó.
„Það kemur örugglega fullt af
fólki héðan úr Breiðholtinu, ég
trúi ekki öðru á fylgismenn mína
en að þeir mæti þarna“ segir Her-
bert Guðmundsson eftir að vera
búinn að kyrja örlítið fyrir blaða-
mann Þjóðviljans og hella upp á
kaffisopa. Blaðamaður mundar
pennann og spyr hvað hann ætli
að syngja á Rokkhátíðinni. „Ég
verð með svona tuttugu mínútna
prógramm, lög af nýju plötunni
og af stóru LP plötunni en ég ætla
að vera með músikina á bandi og
syngja með, það er einfaldara og
þá fæ ég út sömu hljómgæði og
eru á plötunni“ segir Herbert og
raular lagstúf.
„Hvers vegna syngurðu á
Rokkhátíð Þjóðviljans?" spyr
blaðamaður næst en Herbert
lætur ekki hanka sig.
„Það er gaman að því“ segir
hann og brosir, „þarna fæ ég líka
tækifæri til að koma fram í Há-
skólabíói, en þar hef ég ekki
sungið í mörg ár. Ég skal segja
þér að ég dreg fólk ekki í dilka
eftir pólitískum skoðunum."
„Ætlarðu að kyrja á hátíð-
inni?“
Herbert hristir hausinn sallaró-
legur. „Ég kyrja að sjálfsögðu
áður en ég legg af stað í Háskóla-
bíó.“ Ing.
Herbert var að róla sér með krökkunum úr hverfinu þegar Þjóðviljamenn bar að garði hjá honum. Fínt mótíf sagði
Ijósmyndarinn og smellti og smellti. (Mynd Sig).
Reykjavík
Möguleikar á stórfelldu laxeldi
Össur Skarphéðinsson og Sigurður St. Helgason: Faxaflói og Kollafjörður eitt ákjósanlegasta svœðið
á landinu fyrir sumareldi á laxi. Gæti skapað miljarðavirði og atvinnu handa miklumfjöldafólks.
Geldinganes mœtti nota til stórseiðaeldis með stóriðjusniði.
eð sumareldi í flotkvíum er
hægt að framleiða þúsundir
tonna af laxi á svæðinu úti fyrir
Reykjavík, en Faxaflói og Kolla-
fjörður er eitt ákjósanlegasta
svæðið á landinu til floteldis.
Þarna væri hægt að skapa milj-
arðavirði og atvinnu handa mjög
mörgum. Geldinganesið væri
jafnframt hægt að taka frá undir
stórseiðaeldi með stóriðjusniði,
þar sem umframraforka frá
Landsvirkjun væri notuð til að
dæla sjó á land sem væri síðan
hitaður til eldis með 40 til 50
gráða heitu affallsvatni frá
Reykjavíkurborg sem ella rynni
ónýtt til sjávar. Þetta yrði eins-
konar lífræn, revkvísk stóriðja.
Þetta sagði Össur Skaprhéð-
insson, fiskeldisfræðingur og rit-
stjóri sem skipar fjórða sæti G-
listans í Reykjavík. En hann hef-
ur ásamt Sigurði St. Helgasyni
fiskalífeðlisfræðingi unnið upp
tillögur til nýsóknar í atvinnulífi
Reykjavíkur, þar sem lögð er
áhersla á að nýta kosti Reykja-
víkursvæðisins til laxeldis.
„Atvinnulíf hefur drabbast
niður hjá borginni undir stjórn
Sjálfstæðisflokksins, og þetta er
hluti af tillögum G-listans til úr-
bóta. Sú aðferð sem við Sigurður
leggjum til er stundum kölluð ís-
lenska leiðin. Hún byggir á því að
nota jarðhita til að framleiða á
ódýran hátt mjög stór seiði, 4-500
gramma í stað hefðbundinna 30-
50 gramma sjógönguseiða. Þau
eru svo sett í hlýjan sumarsjóinn
sem sér um að koma þeim á sex
mánuðum í sláturstærð. Og
sumarhiti sjávarins er ókeypis
orkulind sem við nýtum þannig.
Þetta styttir eldistímann um að
minnsta kosti ár. Þannig munum
við geta framleitt lax á ódýrari
hátt en Norðmenn og skotið þeim
ref fyrir rass í samkeppninni. En
vandinn er að framleiða stór-
seiðin en það viljum við gera með
því að nota umframorku á Geld-
inganesi."
Sjá ítarlcga umfjöllun í Reykja-
víkurblaði Þjóðviljans.
S.dór