Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 9
Drengirnir í Röddinni eru á aldrinum 15 til 17 ára: Palli söngvari úr Fells- múlanum, Einar trommari úr Kópa- vogi, Össur bassaleikari af Nesinu og gitarleikarinn Róbert, Bandaríkja- maöurinn sem gerðist Breiðhyltingur. Myndina tók Snorri, umboðsmaður- inn þeirra. The Voice hreppti 3. sæti í Músíktilraunum '86. Reyndar var dómnefnd hrifnari af hijómsveitinni en salurinn og skipaði henni í 2.sæti(Drykkj- um innbyrðis í 1. og Greifun- um í 3.), en samkvæmt stig- aútreikningi og öðrum kúnst- arinnar reglum urðu endan- leg úrslit þessi: 1. Greifarnir, 2. Drykkir innbyrðis, 3. The Vo- ice. Á Rokkhátíð Þjóðviljans kemur The Voice fram undir nafninu Röddin og stefnir að því að halda nafni, að sögn Snorra Sturlusonar, umboðs- manns hljómsveitarinnar. - Hvernig leist Röddunum á Múisíktilraunir, Snorri? - Þeir voru né ekkert allt of hressir yfir þeim. Fannst mórall- inn lélegur hjá krökkunum í saln- um, sem voru negatívir úr í band- ið - úuðu til dæmis þegar tilkynnt var að Voice hefði orðið þetta ofarlega. - Hvernig heldurðu að standi á því? - Það er gömlu Voice-klíkunni að kenna sem varð til þegar hljómsveitin byrjaði fyrir sirka tveimur árum. 1 henni var svo ag- ressívt lið, síverjandi allt og alla. Þessi klíka er nú alveg horfín, en The Voice Nefnist nú Röddin segir umboðsmaðurinn Snorri Sturluson það er eins og seinna gangi að losna við þá ímynd sem hún kom á hljómsveitina. - Hvernig mundir þú lýsa mús- íkinni sem Röddin spilar? - Það er nýbylgjurokk í sinni tærustu mynd - svona eins og Ut- angarðsmenn á 40 snúninga hraða - en ekki alveg 45. Aðrir sem haft hafa áhrif á músíkina eru Þeysarar og Killing Joke. - Pið fenguð 20 stúdíótíma í viðurkenningu verðlaun á Mús- íktilraunum. Hvenœr œtliði að nota þá? Áður en þeir komu til sögunn- ar stóð til að Röddin tæki upp í Stemmu, en við unnum tíma í Mjöt, þannig að við skiptum tím- anum á milli þessara stúdíóa. Þetta verður fjögurra laga 12 tómmu plata, og við byrjum að taka upp á sunnudaginn, daginn eftir þessa rokkhátíð ykkar. A Ekkert leiður á listanum Gunnlaugur Helgason útvarps- maður á Rás 2 er kynnir á Rokk- hátíð Þjóðviljans sem hefst kl. 14 í dag í Háskólabíói Gunnlaugur Helgason, sá myndarlegi og góði drengur, verður kynnir á Rokkhátíð Þjóðviljans. Hann hefur með raddstyrk og góðu tempói stjórnað 30 laga vinsældarlist- anum á Rás 2 á sunnudögum í nákvæmlega eitt ár 2. júní næstkomandi. Þessi ungi sveinn er 22 ára Reykvíkingur, fæddur 26. ágúst 1963... þá reyndar meyja eftir allt... og hvernig æxlaðist það svo að hún fór að vinna á Rás 2? - Nú, ég sótti um eins og allir aðrir, fór í raddprófun og fyrsti þátturinn minn var sendur út 2. nóvember 1984. Áður hafði ég verið plötusnúður í félagsmið- stöðvum, Bústöðum til dæmis - líka ljósamaður með hljómsvei- tum og reyndar verið trommu- leikari. - Alveg hœttur því? - Já... nema í lokuðum sam- kvæmum. Annars má kannski geta þess að Ebbi sem spilar á fiðlu með Helga Björns í Nætur- gölunum frá Venus var með mér í skólahljómsveit í Réttó, Draum- sýn, og líka Björk Guðmunds- dóttir í Kuklinu. - Hvað með framtíðarstarf? - Ég er reyndar með sveinspróf í húsasmíði, eins og Georg tækni- maður hefur oftlega bent á - „Gulli smeið Borgarleikhúsið", segir hann... ég lærði nefnilega hjá meistaranum sem það gerði. En mestan áhuga hef ég á útvarpi - ég ætla að drífa mig til Banda- ríkjanna í haust á sex vikna nám- skeið hjá Voice of America. - Ertu ekkert orðinn leiður á vinsœldarlistan um? - Nei. Annars vildi ég gjarnan hafa eitthvað annað með - ég hef áhuga á magasínþáttum þar sem er útvarpað allra handa efni - sitt lítið af hverju: leiklist, spjall, spaug og mikið popp. - Er það rétt að þáttagerðar- menn á Rás 2 geti ráðið hvernig vinsœldarlistinn lítur út? - Við ráðum því ekki, getum haft áhrif, gætum þó haft meira samráð um að gera eitthvert lag vinsælt. Þó hefur sýnt sig að það gengur yfirleitt ekki, hvort sem þátta- gerðarmönnum líkar betur eða verr. - í hvaða röð koma svo sveitirnar fram hjá okkur í dag? - Já, það er nú flóknara mál en fólk gæti haldið að raða svoleiðis niður að allir séu ánægðir, sér- staklega þegar enginn vill eða þorir að byrja. En nú er þetta komið á hreint og Herbert Guð- mundsson yíður á vaðið. Svo verður röðin þessi: Possibillies, Næturgalarnir frá Venus, Fölu frumskógardrengirnir, Megas, Röddin á svo síðasta orðið. A Laugardagur 10. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.