Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Farmenn „Sviptir lýðréttindum“ Ríkisstjórnin setur bráðabirgðalög á undirmenn og skipsstjóra áfarskipum. Mikil reiði meðal farmanna. Höskuldur Skarphéðinsson formaður Skipstjórafélagsins: Mótmœlum harðlega. Yfirlýsingforsætisráðherra gagnslaus Ríkisstjórnin ákvað í gær að stöðva verkfall undirmanna og skipstjóra á farskipum með bráðabirgðalögum, eftir að slitn- að hafði uppúr samningafundum seint í fyrrinótt. Undirmenn og stjórn Skipstjórafélagsins fund- uðu um gerðardómslögin þegar eftir að þau voru birt síðdegis í gær, og mótmæltu þessari aðför að löglegum rétti sínum harðlega. -Við erum ákaflega óánægðir með að vera sviptir á þennan hátt okkar lýðréttindum og við mót- mælum þessu því harðlega. Við höfum verið í fyllilega löglegu verkfalli og farið í einu og öllu eftir leikreglunum. Þetta virðist vera orðin handhæg ráðstöfun hjá stjórnvöldum að setja lög á sjómenn í hvert sinn sem þeir beita sínu verkfallsvopni, sagði Höskuldur Skarphéðinsson for- maður Skipstjórafélagsins í sam- talí við Þjóðviljann í gær. Skipstjórar á farskipum höfðu boðað aftur vinnustöðvun þann 14., 15. og 16 maí, en verkfall undirmanna hefur staðið yfir frá mánaðamótum. Stýrimenn og vélstjórar hafa einnig lausa samn- inga en þeir höfðu ekki boðað verkfall. Meginágreiningsefni í kjara- deilu skipsstjóra snerist um líf- eyrisréttindi en þeir fóru fram á samræmingu miðað við þá breytingu sem gerð var fyrir fáum árum í lífeyrismálum sjómanna. Lífeyrissjóður sjómanna veitir sjómönnum sem starfað hafa í 25 ár fullan rétt til eftirlauna við 60 ára aldur en farmenn hjá Eimskip fá sinn rétt 67 ára og farmenn hjá Sambandinu ekki fyrr en við 70 ára aldur. Undirmenn lögðu í sín- um kröfum megináherslu á að grunnlaun þeirra hækkuðu úr 20 þúsundum í 27 þúsund krónur á mánuði. -Þessi fundur með Steingrími Hermannsyni um lífeyrismálin sem hefði getað leyst málið, gaf lítið. Yfirlýsing hans var almenns eðlis og ótímabundin og því engin trygging fyrir okkur. Við höfum Vímulaus œska Tæp 8 þúsund hafa skráð sig Félagafjöldi er kominn langt fram úr björtustu vonum, nú eru tæplega átta þúsund manns búin að skrá sig í samtökin, sagði Ragnheiður Guðnadóttir hjá SÁÁ, er Þjóðviljinn spurði um Samtök foréldra gegn vímuefn- um í gærmorgun. Ragnhéiður sagði jafnframt að sími samtak- anna 688050 yrði opinn eitthvað áfram, væntanlega yfirhelgina en síðan tæki sími SAÁ 82399 við skráningunni. Ing. Kristín Guðrún Össur Sigurjón OPIÐ HÚS ABR ALDRAÐIR í REYKJAVÍK sunnudaginn 11. maí í Miögarði, Hverfisgötu 105, 4. hæð (lyfta) kl. 15. Umsjón með opnu húsi: Guðrún Ágústsdóttir, borg- arfulltrúi. DAGSKRÁ: Einsöngur: Kristinn Sigmundsson. Upplestur: Steinunn Jóhannesdóttir., Adda Bára Sigfúsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir ræða um stöðu aldraðra í Reykjavík og stefnu Alþýðu- bandalagsins. Sigurjón, Guðrún, Össur og Kristín svara fyrir- spurnum og ræða málefni aldraðra. Kaffi og heitar vöfflur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Steinunn Kristinn Alþýðubandalagið í Reykjavík. verið sviknir um þau loforð sem Steingrímur Hermannsson meðal annara gaf okkur á sínum tíma um leiðréttingu á okkar líf- eyrismálum. Því sættum við okk- ur alls ekki við annað en að þessi mál yrðu nú samræmd, sagði Höskuldur Skarphéðinsson. -lg. Davíð er skemmtilega einráður lýðræðislegur forystumaður. Sjúkraliðafélagið Erum að fylkja okkur saman Hulda S. Ólafsdóttir kjörin nýr formaður Sjúkraliðafélagsins. Það er ákveðin uppreisn í okkarfólki. Það eru um 1900 manns í landinu sem hafa réttindi sem sjúkraliðar en af þeim eru aðeins um helmingur starfandi. Það er því mikill skortur á sjúkraliðum og skýringin á því er fyrst og fremst óviðunandi launakjör. Víða úti á landi hafa bæjarfélögin gert sérsamninga við sjúkraliða sem aðrar heilbrigðisstéttir en við búum við einna verstu kjörin hér í Reykjavík, segir Hulda S. Ól- afsdóttir nýkjörinn formaður Sjúkraliðsfélagsins. Á aðalfundi félagsins á dögun- um urðu mikili uppskipti í stjórn- inni og eiga aðeins tveir af fyrr- verandi stjórnarmönnum sæti í núverandi 9 manna stjórn. — Ég finn að það er mikill áhugi hjá sjúkraliðum að fylkja sér saman í baráttunni og efla starfsemi fé- lagsins. Það er mjög brýnt að bæta kjörin ef stöðva á flóttann úr stéttinni. Hulda S. Ólafsdóttir: Verður að bæta kjörin til að stöðva flóttann úr stétt- inni. Mynd-Sig. Sjúkraliðar hafa ekki sérstak- an samningsrétt heldur eiga þeir aðilda að samningum ríkis- og bæjarstarfsmannafélaga. Víða úti á landi hafa bæjarstjórnir samþykkt að greiða heilbrigðis- stéttum hærri laun að undan- gengnu starfsmati til að halda í starfsfólkið og hafa sjúkraliðar þannig víða náð fram bættum kjörum. — Það er einnig mikið baráttu- mál hjá okkur að sjúkraliðar komi börnum sínum inn á dag- heimili spítalanna. Með þessi lágu laun sem við höfum, tekur alls ekki fyrir konur með börn, að koma til starfa og þurfa að greiða stóran hluta af launum sínum til dagmæðra. Það er verið að byggja nýtt dagheimili við Borgarspítalann og þar verða börn sjúkraliða tekin inn ásamt öðrum forgangshópum svo hægt sé að manna öldrunardeild spítal- ans, en almennt höfum við ekki haft aðgang að dagheimilunum, sagði Hulda S. Ólafsdóttir. —lg. Bráðabirgðalögin Mótmæli harðlega S vavar Gestsson formaður A Iþýðubandalagsins: Þriðju gerðardómslögin í vetur. Stjórnvöld afnema verkfallsréttinn. Sjómenn eiga að svaraþessuþegar í kjörklefanum Þetta eru þriðju lögin á þessum vetri sem ríkisstjórnin setur í kjaradeilum án þess að hún hafi neitt alvarlegt reynt til að leysa málin. Þessi bráðabirgðalög á i sjómenn eru í samræmi við lögin sem stjórnin setti 1983 sem bönnuðu verkföll og vinnudeilur og það er greinilega stefna þessar- ar stjórnar að afnema verkfalls- réttinn og ég hlýt fyrir hönd Al- þýðubandalagsins að mótmæla þessum vinnubrögðum harðlega sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins aðspurður um bráðabirgalögin. Svavar sagðist minna á yfirlýs- ingar farmanna um að ef komið yrði til móts við þá í lífeyrismál- um yrði hægt að leysa deiluna. „Þeir eru að óska eftir því að haldið verði áfram því verki sem við hófum í síðustu ríkisstjórn varðandi úrbætur í lífeyrismálum sjómanna. Hér er ekki verið að biðja um neitt umfram aðra held- ur samræmingu miðað við líf- eyrissjóð sjómanna. Þessu hafa stjórnvöld ekki sinnt og það er mjög alvarlegt, heldur virðast at- vinnurekendur hafa stjórnvöld í vasanum. Þessari aðför að hags- munum sínum og rétti geta sjó- menn svarað þegar með því að greiða atkvæði utankjörstaðar áður en þeir fara á sjó og hafna stjórnarflokkunum í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum“, sagði Svavar Gestsson. -Ig- 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. maf 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.