Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Heimdallur Hreinræktaðar persónunjósnir Heimdellingargera skoðanakönnun meðal ungra kjósenda. Fara með spurningalistana heim til viðkomandi og ná íþá aftur er búið erað svara. Minnir á vinnubrögð íeinrœðisríkjum, sagði foxillurfaðir. KristínA. Ólafsdóttir: Siðleysi á hœsta stigi Er Davíð vel að sér um borg- armálefni? Er hann lýðræð- islegur forystumaður? Er hann einráður i borgarstjórn? Bara fulltrúi sjálfstæðisfjölskyldna í Reykjavík? Framsýnn? Hugsar hann fyrst og fremst um heildar- hagsmuni? Hefur hann leiðinlega framkomu? Er hann skemmti- legur? Á hann auðvelt með að starfa með öðrum? Of stjórn- samur? Þetta er dæmi um eina spurn- ingu í skoðanakönnun sem Heimdallur er nú að gera meðal ungs fólks í Reykjavík. Alls sam- anstendur könnunin af 23 spurn- ingum þar sem fólki er ætlað að svara með já eða nei ýmsum spurningum, sem varða persónu viðkomandi og hvað móti val hans í næstu borgarstjórnarkosn- ingum auk þess sem spurt er hvaða flokk viðkomandi muni kjósa. Spurningalista þessum er dreift til 500 kjósenda á aldrinum 18-30 ára og að sögn eru nöfnin valin að handahófi. Heimdellingar fara sjálfir með listann heim til við- komandi og mæta nokkrum dögum seinna aftur á staðinn til að ná í listann. „Þetta eru ekkert annað en persónunjósnir og siðleysi af hæstu gráðu,“ sagði foxillur faðir sem hafði samband við Þjóðvilj- ann út af þessu. „Að stjórnmála- flokkur í lýðræðisríki skuli leyfa sér þetta sýnir að einskis er svifist á atkvæðaveiðum. Satt að segja minnir þetta á vinnubrögð stjórnmálaflokka í einræðisríkj- um.“ Kristín Á. Ólafsdóttir, annar maður á lista Alþýðubandalags- ins í borgarstjórnarkosningunum sagði að þetta væru ekkert nema persónunjósnir af versta tagi. „Flokkurinn fer með spurninga- listann til þessara ungu kjósenda og nær í hann aftur og auðvitað er slíkt ekkert annað en siðleysi á hæsta stigi." —Sáf Utankjörstaðaatkvœðagreiðsla Kosningin hefst i dag Kosið íArmúlaskóla íReykjavík. Alþýðubandalagið með opna skrifstofu að Hverfisgötu 105. Sœvar Geirdal, starfsmaður kosningaskrifstofunnar: Hvetjumfólk til að kjósa tímanlega tilaðforðast örtröð Sævar Geirdal og Stefanía Traustadóttir á utankjörstaðaskrifstofu Alþýðubandalagsins: hvetjum alla þá sem ekki verða heima á kjördag til að kjósa. Sérstaklega þurfa sjómenn að kjósa áður en þeir fara út. Ljósm. Sig. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla til bæjar- og sveitastjórn- arkosninga hefst í dag, laugar- daginn 10. maí. í Reykjavík er kosið i Ármúlaskóla og hefst kosningin kl. 14:00. Verður kjör- staður opinn alla virka daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22. Sunnu- daga og aðra helgidaga opnar kjörstaður kl. 14 og er opinn til kl. 18. Þá er einnig opið frá kl 20-22 á sunnudögum. Utan Reykjavíkur fer utan- Atvinnumál fatlaðra Engin skipulögð leit Fötluðu skólafólki boðin sumarvinna í Kópavogi á vernduðum vinnustað. Ekki íReykjavík Lítil sem engin skipulagning virðist vera í atvinnumálum fatlaðs skólafólks í Reykjavík eins og kom fram hér í blaðinu á fímmtudag. Gunnar Helgason forstöðumaður ráðningarskrif- stofu borgarinnar sagði að til þeirra lcituðu ekki margir fatlað- ir en reynt væri að greiða fyrir þeim sem þangað leituðu. Hann sagðist ekki vita til þess að margir hefðu þurft að fara bónleiðir frá þeim. Aftur á móti væri engin skipulögð leit að atvinnu fyrir fatlaða. Þjóðviljinn leitaði upplýsinga um hvernig þessi mál stæðu í Kópavogi og fékk þær upplýsing- ar hjá Hrafni Sæmundssyni at- vinnumálafulltrúa hjá Félags- málastofnun Kópavogs að nú væri mjög illa fötluðum í fyrsta skipti boðið upp á sumarvinnu á verndaða vinnustaðnum Örva. í þessu sambandi hefur öllum skólum í Reykjaneskjördæmi verið send bréf þar sem leitað er upplýsinga um fjölda þeirra fatl- aðra sem áhuga hefðu á sumar- starfi. Ing. kjörstaðaatkvæðagreiðsla fram hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hreppstjórum. Erlendis er að venju hægt að greiða atkvæði í sendiráðum og í helstu ræðis- mannaskrifstofum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Alþýðubandalagið verður með opna skrifstofu að Hverfisgötu 105 en þar starfa þau Sævar Geir- dal og Stefanía Traustadóttir. Sagði Sævar við blaðamann Þjóð- viljans í gær að þau veittu allar upplýsingar og aðstoð einsog t.d. við kjörskrá og akstur á kjörstað auk þess að aðstoða við að kæra fólk inn á kjörskrá en kærufrestur rennur út 16. maí. Annarsstaðar á landinu er hægt að leita aðstoðar á kosn- ingaskrifstofum Alþýðubanda- lagsins. Sævar sagðist hvetja fólk til að kjósa tímanlega til að forðast ör- tröð á síðustu dögum, einnig væri það vissara svo atkvæði bærust í tæka tíð, en skrifstofan sér um milligöngu um atkvæðasendingu út á land. Þá er full ástæða til að hvetja fólk, sem ekki verður heima á kjördag, einsog t.d. sjó- menn og ferðamenn, til að kjósa. Símar á skrifstofunni eru 91/ 12665 og 91/12571. —Sáf Seyðisfjörður Eyjar Ékkert miðar Enn hefur ekkert miðað í samningsátt hjá sjúkraliðum í Vestmannaeyjum en eins og kunnugt er sögðu þeir upp störf- um og hættu fyrsta maí þar eð þeim er ekki greidd launauppbót eins og hjúkrunarfræðingum er greidd. Á fundi sem haldinn var í fyrra- dag þar sem voru samninganefnd bæjarins, bæjarráð og fulltrúar starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar sem er samningsaðili sjúkraliða í sérkjarasamningum, voru kjaramál sjúkraliða rædd en engar niðurstöður fengust. Á miðvikudaginn settu sjúkraliðar fram gagntilboð en því hefur enn ekki verið svarað. Ing. Tveir AB listar G-listi Alþýðubandalagsins og S-listi alþýðubandalagsmanna og óháðra boðnir fram ASeyðisfirði urðu þau tíðindi í Ólöf Sigurðardóttir húsmóðir, Albýðubandalaginu að ekki 10. Stefán Haukur Jónsson Seyðisfírði urðu þau tíðindi í Alþýðubandalaginu að ekki náðist samstaða um einn lista til bæjarstjórnarkosnina. Útkoman varð sú að tveir listar tengdir flokknum eru boðnir fram. Þessir listar eru þannig skipaðir: G-iisti Alþýðubandalagsins: 1. Hermann Vestri Guð- mundsson verkamaður, 2. Mar- grét Gunnlaugsdóttir hár- greiðslukona, 3. Kolbeinn Agn- arsson verkamaður, 4. Alfreð Sigmarsson sjómaður, 5. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir hús- móðir, 6. Stefán Smári Magnús- son verkamaður, 7. Guðborg Sig- tryggsdóttir húsmóðir, 8. Snorri Emilsson verkamaður, 9. Sigrún verkamaður, 11. Sigurbjörn Sig- tryggsson rafvirki, 12. Erla Páls- dóttir verkakona, 13. Einar Ár- mann Harðarson verkamaður, 14. Egill Sölvason sjómaður, 15. Níels Atli Hjálmarsson rafvirki, 16. Einar Pálmi Ottesen verka- maður, 17. Sveinhildur ís- leifsdóttir húsmóðir, 18. Einar Hjálmar Guðjónsson skáld. S-listi Alþýðubandalagsmanna og óháðra: 1. Þóra Guðmundsdóttir arki- tekt, 2. Jón Halldór Guðmunds- son gjaldkeri, 3. Jóhanna Gísla- dóttir kennari, 4. Sigrún Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur, 5. Einar Hilmarsson véistjóri, 6. Stefán Pétur Jónsson verkamað- ur, 7. Erla Blöndal skrifstofu- maður, 8. Hilmar Sigurðsson verkamaður, 9. Kristjana Bergs- dóttir kennari, 10. Einar Jónsson smiður, 11. Pétur Kristjánsson kennari, 12. Karólína Þor- steinsdóttir verslunarmaður, 13. Hrafnhildur Gestsdóttir starfs- maður, 14. Friðgeir Garðason netagerðarmaður, 15., Árdís Sig- urðardóttir húsmóðir, 16. Hrafn- hildur Borgþórsdóttir verka- kona, 17. Þórður Sigurðsson verkamaður, 18. Elín Frímann verkakona. Sjá grein um framboðsmálin á Seyðisfirði á bls. 16 í laugardags- blaði. Barnabœkur Sveinn fékk verðlaunin Baltasar heiðraður fyrir myndskreytingar, Njörð- ur fyrir þýðingu Sveinn Einarsson rithöfundur og leiklistarmaður fékk á mið- vikudag viðurkenningu Reykja- víkurborgar fyrir bestu frum- sömdu barnabókina árið 1985. Borgarstjóri afhenti Sveini viður- kenninguna í hófi að Höfða, Njörður Njarðvík tók þar við viðurkenningu fyrir bestu þýddu bókina, og Baltasar fyrir bestu myndskreytingarnar. Sveinn var verðlaunaður fyrir fyrstu barnabók sína, Gabríellu í Portúgal og Baltasar fyrir myndir sínar í þá bók. Þýðing Njarðar er Jóakim eftir norska bamabóka- höfundinn Tormod Haugen. Laugardagur 10. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.