Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 12
ROKK, ROKK, ROKK Dansandi djass! Dirty Dozen Brass Band á Islandi Þegar djass ber á góma sjá margir fyrir sér reykfylltar kjall- araholur þar sem grafalvarlegir tónlistarmenn spila einbeittir á svip og útausa hjarta sínu í hálf- tímasólóum yfir hópi gesta sem situr klemmdur við borð sín og leggur ekki annað til málanna en að drekka rauðvín gáfulegur á svip. Fyrrnefnd lýsing á stundum við, en ekki alltaf. Fyrstu djass- mennirnir í New Orleans spiluðu mest í skrúðgöngum hvers konar (jarðarfarir innifaldar) og voru líka fengnir til að skemmta vændiskonum og kvenhollum sjómönnum hafnarborgarinnar í misvirðulegum salónum. Úr þeirri þjónustu dró mjög eftir fyr- ri heimsstyrjöldina, en djassfólk- ið hélt áfram að spila fyrir strit- andi alþýðu með ballspila- mennsku fram undir seinna stríð. Þá kom kúnstin inn í djassinn með bíboppinu, tónlistarmenn- irnir þjónuðu ekki lengur fólk- inu, það átti að sitja grafkyrrt með krosslagðar lappir og ef það vildi það ekki þá gat það étið skít og komið sér út. Hámark þessar- ar þróunar var svo þegar Miles Davis hætti að kynna á tónleikum og sneri rassinum í áheyrendur í þau fáu skipti sem hann kom inn á sviðið til að spila. Engin furða þótt yfir því væri kvartað að djasskvöld væru bara eins og symfóníutónleikar. Sjóbísn- issnum og skemmtilegheitunum hafði verið útrýmt. Hljómsveit handa Jóni Múla Djassmögur íslensku þjóðar- innar, Jón Múli Árnason, hefur eins og úthlutunarnefnd lista- mannalauna, meginreglu sem sker úr um það hvort djassmenn eru settir í efri eða neðri flokk; hvort þeir geti spilað fyrir balli. Það leikur ekki á tveimur tungum að Dirty Dozen Brass Band myndu lenda í efri flokknum hjá Jóni Múla. „Látið fólkið vita að það er meira en í lagi að það standi upp og fari að dansa. Þegar það verður að borga tólf til fimmtán dali til að komast inn er algjört lágmark að það fái tæki- færi til að svitna“ sagði einn meðlimurinn í viðtali við Down- beat. f samræmi við þessa afstöðu skírðu þeir fyrstu plötu sína My feet can’t fail me now. Lagavalið hjá Dirty Dozen er fjölbreytt, Dirty Dozen frá vinstri til hægri ofanfrá: Roger Lewis, Kirk Joseph, Efrem Towns, Greg Tate, Charles Joseph, Jennell Marshall, Lionel Batiste, Kevin Harris. Monk, Ellington, Parker og líka Stevie Wonder og Michael Jack- son. Blásararnir eru fimm, tveir trompetar, tveir saxófónar og básúna - reyndar er einn blásari í viðbót, en hann er í hryn- sveitinni, túbuleikarinn Kirk Jos- eph. Aðrir í þeirri deild eru trommarar tveir, annar á bassa- trommu, hinn á sneril. Djassböllin á íslandi verða tvö; á Akureyri á mánudagskvöld og í Broadway á miðvikudag. Það skal að lokum tekið fram fyrir þá sem ekki hafa sinnt dansmenntinni að hljómsveitin spilar það vel að garantera má fulla nautn af því að einbeita sér að hlustuninni. Tómas R. Einarsson Einstiirzende Neubauten Þýskur kraftur á Fróni Þýska kuldarokksveitin Ein- stúrzende Neubauten mun skemmta í veitingahúsinu Roxzy við Skúlagötu 19. maí næstkomandi. Hún var stofnuð í Berlín 1980. Músík Einstúrzende Neubauten þykir afskaplega ný- stárleg og framandi. Auk hefð- bundinna rokkhljóðfæra nota þeir í hljómsveitinni sem hljóð- færi m.a. lofthamar, vélsög, sleg- gjur og stórar málmplötur eins og sjá mátti í íslenska sjónvarpinu í fyrra í þáttunum Músík og mynd- list. Fyrir bragðið er músík þeirra oft kölluð stórborgarokk eða iðn- aðarhverfisrokk. Einstúrzende Neubauten er vel kynnt um alla Evrópu og bresk poppblöð skrifa jafnan mikið um þá. Þess má þó geta að þeir fé- lagar hafa í seinni tíð hallast æ meir í átt að hefðbundnari hljóð- færum og á þriggja laga skífu þeirra Yú-Gung er meira að segja að finna gamalt Lee Hazlewood lag, Sand, sem Nancy Sinatra söng í „den“ (fæst í Gramminu). Auk Þjóðverjanna koma fram Svart/hvítur draumur, 3/6 til 4/6 Kuklsins undir nafninu Algo- ryþmarnir og svo sveit undir stjórn Mikka Pollock. A video VHS Opið virka daga frá kl. 15.00-23.00 laugard. 13.00-23.00 sunnud. 13.00-23.00 Leigjum út tæki. Tröllavídeó Eiðistorgi 17 Seltjarnarnesi Sími629820 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.