Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Þróunarfélagið Stjómarkjöri frestað Aðalfundurfyrir lokuðum dyrum. Framhaldsaðalfundur boðaður innan mánaðar. Davíð Scheving: Tókstað aftra ófriðiogsærindum. Stjórnfélagsins hefur afgreitt tvö mál en vill ekki upplýsa hvaða málþað eru Aðalfundur Þróunarfélagsins mönnum meinaður aðgangur að félag þetta skuli starfa fyrir opn- hallsson, stjórnarformaður var haldinn í Súlnasalnum I gær fundinum, það þrátt fyrir að for- um tjöldum. skýrslu stjórnar og síðan var bor- fyrir lokuðum dyrum. Var blaða- sætisráðherra hafi lýst því yfir að Á fundinum flutti Björn Þór- in upp tillaga um að fresta stjórn- arkjöri og halda framhaldsaðal- fund innan mánaðar. Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Þróunarfélagsins, sagði við blað- amann Þjóðviljans í gær, að með þessu móti hefði tekist að aftra ófriði og særindum, sem síðan hefði verið hefnt á næsta aðal- fundi. í lögum félagsins er ákvæði sem gerir ráð fyrir því að hafi ein- hver meirihluti í félaginu fái hann alla menn kjörna í stjórn og að minnihlutinn verði þá algjörlega án stjórnarmanna. Þetta ákvæði gildir ekki sé farið fram á annað og sagði Davíð að svo yrði gert fyrirframhaldsaðalfundinn, enda væri þetta ákvæði mjög ólýðræð- islegt og eðlilegt væri að hlutfalls- kosning gilti. Davíð Scheving sagðist vilja sjá alveg nýja menn í stjórn fé- lagsins en forsætisráðherra hefur þó lýst yfir að hann vilji að Guð- mundur G. Þórarinsson verði áfram fulltrúi sinn í stjórninni. Sagðist Davíð ekki munu gefa kost á sér í stjórn en auk þess hafa þeir Þorsteinn Olafsson og Jón Ingvason lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. -Sáf Þegar nýja dagvistarheimilið við Marbakka í Kópavogi var opnað, var sett upp þar sýning sem bar nafnið Bærinn okkar. Hana unnu börn á dagvistarheimilum bæjarins í tilefni af 31 árs afmæli kaupstaðrins 11. maí sl. Ljósm. Sig. Kópavogur Ný dagvist opnuð 10. dagvistarheimilið opnað í Kópavogi um helgina. Með tilkomu heimilisins hefur tekist að fjölga dagvistarrýmum í Kópavogi um helming og eru þau nú alls 661 talsins ýtt dagvistarheimili var vígt í Kópavogi sl. laugardag og er það við Marbakka í Sæbóls- hverfi. Er hið nýja heimili 3ja deilda með tveimur dagheimilis- deildum og einni leikskóladeild, samtals fyrir 78 börn. Fram- kvæmdir við bygginguna hófust 7. september á síðasta ári, en hún er einingahús frá SG Einingahús- um á Selfossi. Með tilkomu þessa nýja dag- vistarheimilis eru dagvistir í Kóp- avogi orðnar 10 talsins. Alls dvel- ur þar 661 barn. Þar með hefur tekist að tvöfalda rýmafjöldann á því kjörtímabili sem nú er á enda, en bæjaryfirvöld í Kópavogi vinna að uppbyggingu dagvistar- þáttarins eftir sérstakri áætlun frá árinu 1981. Hið nýja hús er 420 fermetrar að stærð. Þar starfa 3 starfsmenn á hverri deild. Forstöðumaður heimilisins við Marbakka er Sól- veig Viktorsdóttir. -v. Nú sendi ég inn nýjasta skottí- sinn minn „Sorgar- sparisjóðurinn" og læt Kreisí flytja það. Sambandið Helgi P. blaða- fulltrúi Helgi Pétursson, fyrrverandi ritstjóri NT, hefur verið ráðinn blaðafulltrúi Sambandsins. Blaðafulitrúastaðan er nýtt emb- ætti hjá SÍS og mun vera liður í endurskipulagningu Sambands- ins áður en Guðjón B. Ólafsson tekur við forstjóraembættinu seinna í sumar. Eins og komið hefur fram í fréttum var fræðslu- deildin lögð niður fyrr í vor. Helgi er fjölmiðlafræðingur og á að baki tólf ára starf í blaða- og fréttamennsku. -Sáf Cffl AUGIÝSINGAÞJÓNUSTAN / SlA Heimílis- buddon Það stendur allt og fellur með heimilisbuddunni. Hún er undirstaðan. Ef eitthvað er í henni, - þá er gaman. Sé hún tóm þá er ekki eins gaman. Þess vegna verður að gæta buddunnar, - gæta sparnaðar í hvívetna. Til dæmis í heimilisinnkaupunum, þar er eflaust hægt að spara. Hér er gott ráð: Kauptu inn þar sem vörurnar eru ódýrar, en láttu það umfram allt ekki koma niður á vörugæðunum. Slíkt er ekki sparnaður. Hafðu það hugfast, að heimilisbuddan þolir ekki hvað sem er. Veróíði er engin spurning -gœðinekki heldur /HIKLIOIRÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.