Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 20
MÖÐVIUINN í 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Miðvikudagur 14. maí 1986 106. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. LÍN Námsmenn stefna Sverri Málssókn undirbúin afsamtökum stúdenta á menntamálaráðherra vegnafrystingar námslána sem er lögbrot. Stúdentar þreyttir á rógsherferð Sverris gegn námsmönnum. Ætla að láta hart mœta hörðu Námsmenn hyggjast stefna Sverri Hermannssyni, mcnnta- málaráðherra og eru tveir lög- fræðingar að vinna að álitsgerð fyrir stúdenta um þessar mundir. Telja stúdentar að menntamála- ráðherra hafi brotið lög þegar hann ákvað að frysta námslánin í upphafi þessa árs. A blaðamannafundi sem full- trúar Stúdentaráðs, SÍNE, BÍSN og Iðnnemasambandsins efndu til í gær, kom fram að samkvæmt lögum frá 1982 um námslán og námsstyrki sé skýrt kveðið á um að námslán skuli nema 100% af framfærslukostnaði námsmanna. Átti þetta að taka gildi 1. janúar 1984 en var frestað um eitt ár með lánsfj árlögum 1984. í dag eru námslánin um 20% undir þessu marki vegna þess að ráðherra á- kvað með reglugerð að þau mið- uðust við reiknaða framfærslu í september 1985. Þá ákvað ráð- herra með reglugerð í apríl sl. að námslán erlendis miðuðust við Geislamengun Prins Pólóí rannsókn Birgðir tilfram í júní. Engin sending komið í þessum mánuði. Innflytjandinn óskar eftir efnagreiningufrá pólsku verksmiðjunum. Hollustuvernd kveður upp úr um heilnœmið Engin hætta er á því að íslend- ingar verði uppiskroppa með Prins póló súkkulaðíkexið vin- sæla, í það minnsta fram að kosn- ingum, en óvíst er hvort lands- menn geta gætt sér á kexinu í sumar, vegna þeirrar ákvörðun- ar heilbrigðisráðuneytisins að banna allan innflutning á matvör- um frá Austur-Evrópuríkjum í kjölfar kjarnorkuslyssins í Chernobyl. Að sögn Björns Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra hjá heildverslun Ásbjörns Ólafs- sonar sem flytur inn Prins póló, hefur fyrirtækið óskað eftir ná- kvæmum upplýsingum frá Pól- verjum um efnisinnihald í kex- inu. Jafnframt hefur verið haft samband við Hollustuvernd ríkis- ins sem mun fá upplýsingar frá pólsku verksmiðjunni til athug- unar og kveða uppúr hvort óhætt sé að halda áfram innflutningi á súkkulaðikexinu. —Mér finnst mjög eðlilegt að menn séu á varðbergi vegna hugsanlegrar geislamengunar og þessi mál séu skoðuð ofan í kjöl- inn. Við bíðum eftir upplýsingum frá Póllandi og vonum að málið fái skjóta afgreiðslu. Það er ný- lega komin sending til landsins en það bíður önnur sending í Kaup- mannahöfn eftir að komast um borð í skip og hún er strand þar til úrskurður Hollustuverndar liggur fyrir, sagði Björn Guð- mundsson. —lg. gengisþróun á íslandi en í lögun- um er gert ráð fyrir að tekið sé mið af framfærslukostnaði þar sem námið er stundað. Pað kom fram á fundinum að námsmenn eru orðnir þreyttir á þeirri rógsherferð sem mennta- málaráðherra hefur staðið fyrir gegn þeim. Segja þeir að Sverrir hlusti ekki á nein rök heldur veitist hann að Lánasjóðinum með slagorðum og dragi upp skrípamynd af honum í pólitísk- um tilgangi. Rógsherferð sú sem Sverrir hefur farið gegn náms- mönnum að undanförnu telja stúdentar einsdæmi í seinni tíma stjórnmálum og segjast ætla að bregðast við af hörku. —Sáf Tvaer rosknar hefðarfrúr, Þóra Árnadóttir og Emelía ræða við Össur Skarphéð- er tekin á opnu húsi sem Aiþýðubandalagið hélt fyrir aldraða í Reykjavík. Sjá insson 4. mann á lista Alþýðubandalagsins til borgarstjórnarkosninga. Myndin svipmyndir frá fundinum á bls. 7. Ljósm.: Sig. Skoðanakönnun 80% íslendinga á móti árásunum Mikill meirihluti Islendinga andvígur loftárásum Bandaríkjamanna á Líbýu. Skoðanakönnun félagsvísindadeildar HÍfyrir sjónvarpið: 87% kvenna og 77% karla á móti árásunum. Meiri andstaða en íöðrum löndum 80% Islendinga eru mótfallnir loftárásum Bandaríkjamanna á Líbýu en 14% þeirra eru árásun- um fylgjandi, samkvæmt skoð- anakönnun sem félagsvísinda- stofnun Háskóla Islands gerði fyrir sjónvarpið á dögunum. Af- staða Islendinga er í samanburði við aðrar þjóðir mun skelcggari gegn verknaði Bandaríkja- manna. í V-Pýskalandi voru 75% mót- fallnir árásunum, 66% í Bret- landi, en 32% í Frakklandi og 21% í Bandaríkjunum. Mikill meirihluti í öllum þessum ríkjum telur líklegt að hryðjuverkastarf- semi aukist eða verði svipuð áfram. Á íslandi eru fleiri konur (87%) andvíg árásunum en karl- ar (75%), og fólk á landsbyggð- inni er í ríkari mæli (87%) and- vígt árásunum en á Reykjavíkur- svæðinu (77%). Margt athyglisvert kemur í ljós þegar afstaðan til loftárásanna eftir viðhorfi til stjórnmálaflokk- anna er athuguð: Úrtakið náði til 1500 manns og nettósvörun var tæplega 80%, - en könnunin var framkvæmd með símaviðtölum. -óg Afl. FfL Sfl. Abl. Bj. Kl. Hlynntir 14% 14% 25% 5% 4% 2% 98% Mótfallnir 81% 81% 69% 94% 92% Óvissir 5% 5% 6% 1% 4% 0% Sjá leiðara bls. 4 Ríkisstjórnin Vinstri höndin veit ei... Forsœtisráðherra lofarfé sem Albert hefur þegar veitt með samþykki Þorsteins. Málið snýst um borun í Kerlingarfjöllum Það mun frekar sjaldgæft að forsætisráðherrar lofi fjár- veitingu, sem þegar hefur verið veitt, heldur mun hitt algengara að þeir lofi upp í ermina á sér. Þetta gerðist þó í afmælishófi Skíðaskólans í Kerlingafjöllum á dögunum. Þar lýsti forsætisráð- herra því yfir að gert væri ráð fyrir tveggja til þriggja milljón króna fjárveitingu á næsta ári til að bora eftir heitu vatni við skólann. Vegna þessarar yfirlýsingar hefur Albert Guðmundsson, iðn- aðarráðherra sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem segir, að iðn- aðarráðherra hafi með samþykki fj ármálaráðherra veitt Orku- stofnun tvær mill ónir til að standa straum af kostnaði við þessar framkvæmdir í apríl sl. og að undirbúningur sé þegar hafinn á vegum Orkustofnunar og Jarð- borana hf. og verður borun eftir larðhita framkvæmd nú í sumar. —Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.