Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Sovétríkin Brasilía | Skotland Endalaus vandræði ÞjáHari Kiev tekinn við Skipt á síðustu stundu fyrir HM Dalglish ekki með í Mexíkó! Archibald valinn í staðinn Valery Lobanovsky, þjálfari Evrópubikarmeistaranna Dy- namo Kiev, var í gær ráðinn þjálfari sovéska landsliðsins f knattspyrnu, aðeins 3 vikum fyrir heimsmeistarakeppnina. Hann tekur við af Eduard Malofeyev sem kom liðinu í úrslit HM í Mex- íkó. Sovéska knattspyrnusamband- ið sagði að Malofeyev hefði beð- ist lausnar frá embætti og að Lo- banovsky hefði verið ráðinn vegna þess að 11 leikmenn frá Kiev væru í landsliðshópnum. Sovétmenn stóðu sig mjög vel í seinni umferð undankeppni HM en það sem af er þessu ári hafa þeir ekki unnið einn einasta landsleik, tapað fyrir Spáni, Mexíkó, Englandi og Rúmeníu og gert markalaust jafntefli við Finna á heimavelli. Lobanovsky stýrði landsliðinu árin 1976-77 og 1982-83. —VS/Reuter Pað á ekki af Brasilíumönnum að ganga. Undirbúningur þeirra fyrir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó hefur allur farið úr skorðum og í gær meiddust þrír leikmanna liðsins í æfingaleik í Mexíkó, þeir Muller, Dirceu og Alemao. Fyrir eru Zico, Edinho, Toninho og Cerezo allir meiddir og Leandro hætti við að fara til Mexíkó á síðustu stundu. Meiðsli Zicos eru alvarlegust og hætta er talin á að hann geti ekki leikið á HM. Þrátt fyrir allt þetta er Bras- ilía enn talin líklegasti sigurvegari í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu 1986. —VS/Reuter Kenny Dalglish, leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool, getur ekki leikið með Skotum í lokakeppni HM í Mexíkó. Hann varð fyrir meiðslum í bikarúr- slitaleiknum gegn Everton á laugardaginn sem reyndust síðan það slæm að hann verður að taka a.m.k. þriggja vikna hvfld. Dalglish er 35 ára gamall og lék sinn 100. landsleik fyrir skömmu, fyrstur skoskra landsliðsmanna. Fyrst hann getur ekki leikið í Mexíkó verður að telja líklegt að hann hafi nú þegar leikið sinn síð- asta landsleik. Þetta er mikið áfall fyrir Skota sem eru í erfiðasta riðlinum í Mexíkó, með Dönum, Vestur- Þjóðverjum og Uruguay. Steve Archibald frá Barcelona var þeg- ar í stað kallaður til í 22ja manna hóp Alex Fergusons. —VS/Reuter L deildarkeppnin Frömumm spáð sigri Hefur rœst til þessa. Blikum og Víði spáð falli Þjálfarar 1. deildarliðanna: lan Ross (Valur) með íslandsbikarinn, aðrir frá vinstri: Jón Hermannsson (Breiða- blik), Kjartan Másson (Víðir), Hólm- bert Friðjónsson (ÍBK), Ingi B. Al- bertsson (FH), Ásgeir Elíasson (Fram), Björn Árnason (Þór), Greg- orsz Bielatowicz (ÍBV), Gordon Lee (KR) og Jim Barron (ÍA). Mynd: E.ÓI. KR-ingar Gunnar heill Gunnar Gíslason mun leika með KR gegn ÍBV í 1. umferð íslandsmótsins á laugardaginn — hann hefur svo gott sem náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í Reykjavíkurmótinu á dögunum en óttast var að þau væru alvar- leg. ,,Eg þarf sennilega að fara í að- gerð en ætla að bíða með það til haustsins. Maður spilar bara „teipaður“ í sumar,“ sagði Gunn- ar í gær. —VS Keila Þrjú eiga möguleika Fyrir lokaumferð 1. deildarkeppn- innar í keilu eiga þrjú lið möguleika á íslandsmcistaratitlinum. Keiluvinir eru með 85 stig, Víkingasveitin 84 og Keilubanar 82. Hólasniglar eru hættir og fallnir í 2. deild og Gæjar og Píur fara sennilega sömu leið. Mánaskin SF hefur tryggt sér sæti í 1. deild og Keilustrumpar og Teppabandið berjast um annað sætið í 2. deild. Framarar verða íslands- meistarar í knattspyrnu 1986 ef forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar 1. deildarliðanna eru jafn sannspáir nú og tvö síðustu ár. Valsmönnum var spáð sigri í fyrra, Skagamönnum 1984, og hvorttveggja rættist. A hinum árlega fundi 1. deildarliðanna og fþróttafrétta- manna sem haldinn var í gær fengu Framarar langflest stig í spánni, 270 af 290 mögulegum. Breiðabliki og Víði er hinsveg- ar spáð falli, Víðismenn eru langneðstir einsog í fyrra þegar þeir komu öllum á óvart með því að halda sæti sínu í 1. deild. „Þetta getur bæði verið gótt og vont og spáin þarf ekki að rætast þótt hún hafi gert það Víkingar Árni áfram Árni Indriðason hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildar- liðs Víkings í handknattleik. Hann náði frábærum árangri með liðið sl. keppnistímabil en undir hans stjórn varð það bæði íslands- og bikarmeistari 1985- 86. —VS undanfarin ár,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram í spjalli við Þjóðviljann þegar niður- stöður lágu fyrir. „En við erum búnir að spila vel í vor og ef framhald verður á því og strák- arnir halda áfram að leggja sig fram getum við orðið ís- landsmeistarar. Ég á von á svip- uðum slag um titilinn og í fyrra, 5-6 lið berjast um efstu sætin og ég á von á að það verði þau sömu og í fyrra." Þannig lítur spáin út fyrir sumarið 1986: 1. Fram...................270 2. Valur..................235 3. Þór...................216 4-5. ÍA.....................195 4-5. KR.....................195 6. ÍBK....................164 Júdó Bjarni í 7-8.sæti Bjarni Friðriksson hafnaði í 7,- 8. sæti í 95 kg flokki á Evrópu- meistaramótinu í júdó sem fram fór í Belgrad í Júgóslavíu um helgina. Keppendur í flokknum voru 21 og sigurvegari varð Belg- íumaðurinn Van De Walle. Bjarni var eini íslenski keppand- inn á mótinu. 7. FH 102 8. ÍBV 81 9. Breiðablik 78 10. Víðir 59 í fyrra leit spáin svona út: Valur, ÍA, Fram, KR, Þór, Þróttur, ÍBK, FH, Víkingur og Víðir. Endanleg röð um haustið varð hinsvegar þessi: Valur, ÍA, Þór, Fram, ÍBK, KR, FH, Víðir, Þróttur og Víkingur. Á þessu sést að enda þótt könnun- in sé einungis til gamans gerð þá gefur hún góðar vísbendingar um stöðu liðanna. Þess ber að geta að hin tvö árin sem hún hefur verið gerð hefur í bæði skiptin annað liðanna sem spáð hefur verið falli komið á óvart — hitt hefur fallið. —VS Knattspyrna Óvænt Það urðu heldur betur óvænt úrslit í vináttulandsleik Norð- manna og Dana í gærkveldi, Norðmenn sigruðu 1:0 eftir að staðan hafði verið 0:0 í hálfleik. Það var Hallur Thoresen sem skoraði sigurmark Norðmanna úr vítaspyrnu á 52. mínútu leiksins. Þetta áfall fyrir HM lið Dana, sem hafði 10 af fasta- mönnum liðsins innanborðs. Fyrirliðar 1. deildarliðanna: Aftari röð frá vinstri: Ómar Jóhannsson (ÍBV), Benedikt Guðmundsson (Breiða- blik), Þorgrímur Þráinsson (Valur), Sigurður Lárusson (ÍA), Valþór Sig- þórsson (ÍBK). Fremri röð: Guöjón Guðmundsson (Víðir), Guðmundur Steinsson (Fram), Viðar Halldórsson (FH), Gunnar Gíslason (KR) og Nói Björnsson (Þór). Mynd: E.ÓI. Golf Ulfar sigraði Úlfar Jónsson, GK, sigraði í keppni án forgjafar á opna Hi-C mótinu sem Golfklúbbur Suður- nesja hélt á Hólmsvelli i Leiru sl. laugardag. Hann lék völlinn á pari, 72 höggum. Sigurður Sig- urðsson, GS, varð annar á 75 höggum og Sveinn Sigurbergs- son, GK, þriðji á 76 höggum. Friðrik Jónsson sigraði í keppni með forgjöf á 65 höggum, Högni Gunnlaugsson varð annar á 66 og Vilberg Þorgeirsson þriðji á 66 höggum. Allir eru úr GS. Aukaverðlaun hlutu Kristín Þor- valdsdóttir, GK, Marteinn Guðnason, GS, Pétur Ingi Ara- son, GS, og Bjarni Andrésson, GG, fyrir að vera næst 3ja para holunum fjórum. Mlðvikudagur 14. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.