Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 9
DJðÐVIUINN Umsjón: Mörður Árnason „Kerling II er óttalegur einfeldningur og auli og því kom Anna Kristín Kristjáns- dóttir forkunnarvel til skila" - Anna í hlutverki sínu. Þjóðlegir áhugamenn Hugleikur sýnir SÁLIR JÓNANNA Höfundar: Ingibjörg Hjartardóttir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Gutt- ormsdóttir Leikstjóri: Bjarni lngvarsson. Pví miður missti ég af fyrri sýn- ingu þessa áhugamannaflokks, Skugga-Björgu, en hann virðist Ásmundasalur Hlift við hlið / dag kl. 18:00 verður opnuö í Ás- mundarsal sýning á hugmyndasam- vinnu myndlistarmanns og arkiteks og heitir „Hlið við hlið“. Að sýning- unni stendur Norræna myndlista- bandalagið og kynnir tilíögur á endurbótum á Grimsta, einni af út- borgum Stokkhólms. hátt taka myndlistarmaöur og arki- tekt frá hverju Norðurlandanna, frá Islandi Magnús Tómasson og Magnús Skúlason, og aörir sýnendur eru: frá Danmörku Gunnar Westman og Pet- er Stephensen, frá Finnlandi Carolus Enckell og Tapani Launis, frá Noregi Laila Haugan og Arne Henrikssen, frá Svíþjóð Leif Andersson og Stefan Aleníus. Þátttakendur fengu frjálsar hend- ur. Verkefnið er vel til þess fallið að vekja athygli á slíkri samvinnu og tengist einnig umræðu um opinberar listskreytingar hér á landi. Gestgjafar sýningarinnar hér eru Samband íslenskra myndlistamanna og Arkitektafélag fslands, en sýning- in er farandsýning á vegum Norrænu myndlistarmiðstöðvarinnar á Svea- borg. Sýningin stcndur til 29. maí og er opin daglega frá kl. 14-19. I hafa markað sér það svið að vinna upp úr gömlum þjóðlegum leikritum nútímalegar útgáfur. Hér nota höfundarnir Gullna hliðið sem úrvinnsluefni en skrifa nánast að öllu leyti nýjan texta og bæta aukinheldur inn í alls kyns þjóðlegum fróðleik, drauga- sögum og vísum. Jónarnir eru lOrðnir fjórir svo að það er heil hópferð á leið til himnaríkis með skjóðurnar sínar (þar á meðal einn karlmaður þar sem einn Jón- anna var hommi), og Satan er á ferðinni í pönkaragervi til að ná í þessar sálir sem hann þykist hafa verið svikinn um. Hann leggur gildrur fyrir skjóðubera og tekst að ná í þrjár sálnanna, en ein ker- ling er nægilega ráðagóð og þrautseig til að koma sínum Jóni inn um Gullna hliðið á samkvæmt hefð þjóðsögu og leikrits. Per- sónur skjóðuberanna eru skemmtilega upp dregnar, Ker- ling I er réttsköpuð rammíslensk sveitakona, þolgóð með afbrigð- um og fastheldin á fornar dyggðir og þessari persónu skilar Sigríður Helgadóttur sérlega trúverðug- lega og var sérstök unun að hlusta á framsögn hennar. Kerling II er óttalegur einfeldningur og auh og því kom Anna Kristín Kristjáns- dóttir forkunnarvel til skila. Ker- ling III er hinn voðalegasti svark- ur og hefur enda stytt bónda sín- um aldur. Hana túlkar Sigrún Óskarsdóttir af heilmiklum bægslagangi. Kölski er í höndum kornungs rnanns, Björns Inga Hilmars- sonar, sem hefur bæði rödd og líkamsburði til að gera Óvininum hin ágætustu skil, og Unnur Gutt- ormsdóttir var allkostuleg sem fylgja hans, Móri. Á himnum voru þeir Jón Magnússon og Ólafur Thorlacius skemmtilegar fígúrur í hlutverkum Péturs og Páls, og Hulda Hákonardóttir heldur glannaleg sem María mey með smart geislabaug og blés sápukúlur. Allt er þetta hin prýðilegasta skemmtun. textinn býr yfir niörg- um hnyttilegum setningum og skemmtilegum vísum og leikur- inn er fluttur fram af gleði og áhuga. En það sem kannski mest er um vert: hvorki leikritið né leikararnir eru að þykjast eða reyna að vera annað en þau eru. Þetta er áhugafólk sem er að fara sínar leiðir til að skemmta sér og öðrum, ekki að reyna að feta í fótspor atvinnumanna. Þetta er skynsamleg stefna scm hefur get- ið af sér nýstárlegar og skemmti- legar sýningar og vonandi verður framhald á þessu starfi. Leikurinn fer fram á Galdra- loftinu í Hafnarstræti. Það er af- skaplega þröngt húsnæði en hópnum hefur, undir stjórn Bjarna Ingvarssonar, tekist að koma verkinu mjög haganlega fyrir með einföldum leikmyndum og mjög skemmtilegri lýsingu sem Ólafur Örn Thoroddsen hef- ur galdrað fram með heimatil- búnum kösturum. Búningar eru vandaðir og leikhljóð með ágæt- um. Hér hefur verið unnið þann- ig að allir aðstandendur geta ver- ið ánægðir með árangurinn og það er áreiðanlegt að áhorfendur geta haft af þessari sýningu góða skemmtan. Sverrir Hólmarsson Hófí er líka af bókaþjóðinni Rithöfundaþing um íslenskar bókmenntir og umheiminn Hlustandi höfundar á þinginu í Norræna m.a. Lúðvík Kristjánsson, Einar Kára- son, Jónas Kristjánsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Éldjám. (mynd: Sig.) Á laugardaginn var cfnt til rit- höfundaþings í Norræna húsinu og fjallað um íslenskar bók- menntir og umheiminn í fimm framsöguerindum. Rithöfunda- þing eru haldin á ijögurra ára fresti í tengslum við aðalfundi fé- lagsins. Þingið á laugardag var þokkalega sótt og voru forseti og menntamálaráðherra viðstödd setningu. Hver rneð sínum hætti reifuðu framsögumenn bókmenntasam- skipti okkar og annarra þjóða. Jónas Kristjánsson sagði frá ís- lenskukennslu erlendis. Áhuga- hópar væru litlir, en nú á seinni árum vaxnir fram íslenskumenn þarsem þeirra var áður ekki von, og ef til vill væri íslenskuáhugi, - og þá fyrst og fremst fyrir fornum tíma -, þeim mun meiri sem fjær drægi. Jónas sagði að hér þyrfti að hlú að og styrkja, og mætti athuga um að hafa hér einhvers- konar miðstöð fyrir erlenda áhugamenn um íslenska menn- ingu að snúa sér tii, miðla fróð- leik og aðstoða gesti. Matthías Viðar Sæmundsson flutti nokkra ádrepu um nesja- mennsku í menningarmálum. Mönnum hætti til að vilja ekki koma fram meðal þjóða í sínu ís- lenska gervi, steyptu yfir sig hjá- kátlegum erlendum stakki sem í raun yrði að ásýndarleysi, saman- ber sorgarsögu Gleiðibankans. Að þarf að huga, ekki síst þegar yfirvofandi eru framfarir í fjar- skiptum sem gætu kafsiglt sjálf- stæða menningarviðleitni ef ekki er haldið uppi menningarreisn. Sigrún Davíðsdóttir ræddi um kynningu íslenskra bókmennta erlendis, og minntist meðal ann- ars á þær 250 þúsund krónur sem til þeirra hluta eru ætlaðar á fjár- lögum, - varð þá Gleiðibankinn í annað sinn tilefni umræðu vegna þess hversu mikið fé var lagt inná þann reikning. Sigrún sagði að ef til vill væru íslendingar of feimnir við að kynna bókmenntir sínar, eða umgengjust þær of hátíðlega, - þær mættu allteins vera með í kynningarpökkum ýmsum send- um utan; alltílagi að Hófí léti vita að hún væri af bókaþjóðinni. Örn Ólafsson flutti mikið er- indi um erlend menningaráhrif, og komst meðal annars að því að hér ríkti íhaldssemi á nýjungar í bókmenntum, - og í þeim efnum hefðu vinstri menn ekki verið skárri en aðrir. Erindisefni Arnar er of langt til rakningar, en Pétur Gunnarsson lauk framsögum með hugvekju um sókn okkar að þeim heimsmælikvarða sem sagnaarfurinn gerir að keppi- kefli, lengst hefðu menn komist þegar látið var vera að líkja eftir hinu liðna og bókmenntirnar endurnýjuðust með tenglsum við nýjungar erlendar. Spurningu urn hvort íslenskar samtímabók- menntir ættu erindi á aðrar tung- ur svaraði Pétur neitandi, - nema því aðeins að þær hefðu almenna skírskotun, væru góðar bók- menntir. Það ætti ekki að vera okkur keppikefli að sinna áhuga sem sprottinn er af því að við séum sjaldgæf tegund, heldur leitast við að vinna í þeirri hefð heimsmælikvarðans sem forn- bókmenntirnar hafa skapað okk- ur, Aðalfundur Rithöfundasam- bandsins var haldinn daginn eftir þingið. Sigurður Pálsson var endurkjörinn formaður, og í stjórn með honum sitja Einar Kárason, Þórarinn Eldjárn, Þor- steinn frá Hamri og Olga Guðrún Ámadóttir, til vara Sigurjón Borgir Sigurðsson (Sjón) og Andrés Indriðason. 25 nýir fé- lagar voru teknir inn, og Jón úr Vör kosinn heiðursfélagi. Aðrir slíkir eru Guðmundur Daníels- son, Gunnar M. Magnúss, Hall- dór Laxness, Ólafur Jóhann Sig- urðsson og Snorri Hjartarson. Mlðvikudagur 14. maí 1986. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.