Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kjaraskerðingarflokkurinn í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum flutti Sjálfstæöisflokkurinn kjósendum í Reykjavík þann boöskap aö hann ætlaði að lækka skatta og álögur á borgarbúa. Davíö Oddsson þyrlaöi upp moldviöri í kringum þetta mál og það er býsna fróðlegt aö sjá hvernig efndirnar hafa oröiö. Meö miklu auglýsingaskrumi sem Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík er einum eðliiegt, voru fasteignagjöld lækkuö áriö 1983 um 20 miljónir, - þó auðvitað þannig aö þeir sem áttu stærstu fasteignirnar fengu mestan afslátt. Þessi 20 miljón króna afsláttur á fasteignagjöldum verö- ur þó ekki fyllilega skiljanlegur fyrr en hann er skoöaður í samhengi viö annað. Á sama ári, 1983 þegar fasteignagjöldin lækkuöu um 20 miljónir hækkaöi Davíö þjónustu á vegum borg- arinnar um 40 miljónir króna. Eina raunhæfa viðmiðunin á hækkanir gjalda og skatta sem Davíð Oddsson hefur komiö á eru laun fólksins - og vinnutíminn. Davíð getur ekki skotiö neinni skuld á aðra, því í ríkisstjórn er flokkur hans Sjálfstæöisflokkurinn viö völd frá 1983. í dag eru Reykvíkingar mun lengur aö vinna fyrir útsvari sínu og öörum gjöldum en þeir voru fyrir fjórum árum. Þegar litiö til er kaupmáttarins hefur Davíö Oddsson sett met í hækkunum á þjónustu viö borgarbúa. Fyrir klukkutímavinnu á launataxta löju var hægt að fá í apríl 1982 9 miöa í strætó, - í dag er hægt aö fá 4 miða. Fyrir sömu stundar- laun var hægt aö fá fyrir fjórum árum 11 rúm- metra af heitu vatni - í dag 6 rúmmetra. Þá var hægt aö fá 7 afsláttarmiða í sund - í dag 3 miða. Þá var hægt aö fá 36 kílówattstundir af rafmagni - í dag 31 kwst. Þegar litið er til annarra atriða, svosem fram- færslu einstaklinga, sem þurfa aö leita til fé- lagsmálastofnunar, er svipaö uppi á tening- num. í samanburöi viö önnur sveitarfélög stendur Reykjavík mjög illa aö vígi. Á ráðstefnu sem haldin var fyrir nokkru um fátækt á íslandi kom þannig fram, að hlutur Reykjavíkur væri verstur gagnvart skjólstæöingum Félagsmála- stofnunar. Fjárhagsaöstoð til einstaklinga í Reykjavík aö greiddum húsaleigu- og orku- reikningum nemur um 4030 krónum, en sam- bærileg upphæð er um 6000 krónur á Akureyri og 9000 krónur í Kópavogi. Þessi dæmi sýná öll, aö Sjálfstæöisflokkurinn hefur læðst aftan að fólki með auknar álögur og hærri skatta, Um leið sýna þessi dæmi þann fjandskap viö velferöarþjóðfélagiö sem ein- kennt hefur hægri flokka í okkar heimshluta síð- ustu árin. Nú er mál aö linni - öflugt aöhald alþýðubandalags, sem vill jafna kjörin og skapa öllum þegnum, ungum og öldnum, félagslegt öryggi, er brýn nauösyn. Fámennur öfgahópur Þaö fór ekki á milli mála eftir loftárásir Bandaríkjastjórn- ar á Líbýu fyrir nokkru, að Morgunblaöiö studdi árásirnar og málflutning Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. Blaða- maður Morgunblaðsins í umræðum í sjónvarpssal fór hamförum í stuðningi sínum við loftárásirnar og afstaða Morgunblaðsins fyrst eftir árásirnar var harkalega gagnrýnd í Þjóðviljanum og víðar. Morgunblaðið lætur gjarnan liggja að því, að blaðið túlki meirihlutaviðhorf og almannavilja, meðan Þjóðviljinn og önnur félagsleg öfl, sem gagna þvert á hagsmuni og stefnu Sjálfstæðisflokksins túlki alge.r minnihlutaviðhorf. Síðustu daga hafa lesendur fylgst einkar vel með þess háttar málflutningi Morgunblaðsins í kosningabaráttunni í Reykjavík, þarsem Morgunblaðið hefur allar valdsathafnir borgarstjórnans yfir allan vafa í málflutningi sínum. Það er þess vegna einkar fróðlegt að athuga niðurstöð- ur hinnar strangvísindalegu skoðanakönnunar, sem fé- lagsvísindadeild Háskóla Islands framkvæmdi fyrir sjón- varpið um afstöðu íslendinga til loftárása Bandaríkja- manna á Líbýu. Þar kemur fram að 80% Islendinga eru mótfallnirárásunum, fleiri en íöðrum löndum þarsem hlið- stæð skoðanakönnun hefur verið gerð. I V-Þýskalandi eru 75% andvígir innrásunum, 66% í Bretlandi, 32,% í Frakk- landi og 21 % í Bandaríkjunum. í skoðanakönnuninni kemur einnig fram, að eftir viðhorfi til stjórnmálaflokka eru frá 80% til 98% andvígir árásun- um, nema í Sjálfstæðisflokknum 69%. Þar eru hlutfalls- lega flestir hlynntir árásunum, - en þó ekki nema 25% Sjálfstæðisflokksmanna. Niðurstöðurnar sýna, að Morgunblaðið túlkar viöhorf tiltölulega fámenns hóps íslendinga, - öfgahóps í afstöðu til utanríkismála. Niðurstöðurnar sýna einnig að áhrifam- áttur Morgunblaösins er mun minni en margur hefði hald- ið. Og þarsem Morgunblaðiö hefur orðið bert að túlkunum á algerum minnihlutaviðhorfum í utanríkismálum, má þá ekki eins ætla að afstaða Morgunblaðsins t.d. til borgar- mála sé sömuleiðis minnihlutaviðhorf? -óg KUPPT OG SKORIÐ Flísin og bjálkinn Um daginn var í Staksteinum verið að tala um áróðursstríðið milli Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna og vitnað í Arbatof, so- véskan sérfræðing um bandarísk málefni, sem tók þátt í símaþætti hjá BBC á dögunum. Staksteinar sögðu sem svo, að Arbatof hefði hagað sér eftir þessari reglu hér: „í vinsældakapphlaupinu leitast Sovétmenn við að tala aldrei neitt um það sem miður fer hjá þeim sjálfum en hampa öllu illu í fari keppinautarins". Þetta er ekki nema satt og rétt. Og því hafa Sovétmenn og þá Ar- batof reynt að gera lítið úr kjarn- orkuslysinu í Tsjernobyl - um leið og þeir hafa síðustu daga ver- ið duglegir við að rifja upp gömul og ný kjarnorkuslys fyrir vestan. Og á Vesturlöndum haga menn sérreyndarósköpsvipað: undan- farna daga hefur verið sem allra mest gert úr því, að sovéskar kjarnorkustöðvar séu lakari en þær vestrænu að því er öryggis- búnað varðar. Allt í rusli hjá þeim, allt í lagi hjá okkur. En því miður: í báðum heims- hlutum er uppi mjög svipuð til- hneiging. Hún er sú að draga úr þeim háska sem fylgir allri kjarn- orkuframleiðslu og bregða á laumauspil inná við og út á við með upplýsingar um geislavirkni - ef nokkur möguleiki er höndl- anlegur. Það voru ekki liðnir margir dagar frá því að breskur orkumálaráðherra stærði sig ^if því á þingi, að „við“ fjöllum af hreinskilni og heiðarleika um kjarnorkuiðnaðinn, þar til breska blaðið Observer gat upp- lýst um slys sem varð nokkru fyrr í breskri kjarnorkustöð og átti að reyna að þegja yfir. Og fylgdi sögunni, að það hefði getað haft mjög alvarlegar afleiðingar. Og nú á mánudag heyrðu menn það í fréttum, að frönsk yfirvöld hafi dulið það fyrir almenningi hve mjög geislavirkni í andrúmslofti jókst yfir Frakklandi eftir slysið sovéska. M.ö.o. - hliðstæður eru marg- ar, eins þótt ástand íþessum mál- um sé mismunandi. Til dæmis ætla Sovétmenn ótrauðir að halda áfram við að reisa nýjar kjarnorkustöðvar á næstu árum - en það mundi varla geta gerst í löndum þar sem umhverfisvernd- armenn fengju fullt málfrelsi til að vara við háskanum - eftir ann- að eins slys og það sem varð í Tsjernobyl. En áfram með Staksteina. Ar- batof sá sem fyrr var nefndur, vildi ekki taka undir ásakanir um hryðjuverk á hendur Lýbíu- mönnum, en sneri spurningum BBC upp í ásakanir á Banda- ríkjamenn fyrir að þeir styddu við bakið á hryðjuverkamönnum eða Contraskæruliðum sem gera herhlaup inn í Nicaragua frá Hondruas. Þóttist Staksteinahöf- undur sjá þess dæmi í grein sem í Þjóðviljanum kom, að hér í blaði hefðu slík undanbrögð fengið •nokkurn hljómgrunn. Mín eða þín hryðjuverk Það er ekki rétt. Hér á blaði hefur mönnum ekki dottið í hug að neita því að Gaddafi hafi sent launmorðingja út um lönd til þess til dæmis að koma útlægum and- stæðingum sínum fyrir kattarnef. En, hvort sem sá einvaldur kem- ur við sögu fleiri eða færri herm- darverka, þá getur hans fram- ferði ekki sýknað Bandaríkin af ákærum um að þau beri með stuðningi sínum við andbylting- arliðið í Honduras ábyrgð á miklu manntjóni í Nicaragua og á verkum sem kölluð eru hryðju- verk þegar aðrir eiga í hlut. Ekki alls fyrir löngu var frétta- maður hjá þýska vikublaðinu Stern á ferð í Mið-Ameríku og segir meðal annars: „Stríðið milli „Contra“ og hers Nicaragua kostaði meira en 6000 mannslíf í fyrra. í árásum Cont- raskæruliða voru 280 óbreyttir borgarar drepnir, 843 særðir og 446 var rænt. í baráttunni fyrir því „frelsi“ sem Washington hef- ur tekið að sér að skilgreina hafa uppreisnarmenn m.a. eyðilagt fimm sjúkrahús, 50 heilsugæslu- stöðvar, sjö dagheimili og 48 skóla.“ „Frelsishetjur“ í Stern er einnig birt frásögn vesturþýskrar konu, séra Renate Ellmenreich, sem hefur dvalist um skeið í þorpi einu, Coperna, sem er í norðausturhluta Nicar- agua. Hún býr með fjölskyldu sem hafði tekið að sér ársgamlan dreng, Grigolito, sem missti báða foreldra sína þegar hann var að- eins nokkurra daga gamall. í grein þessari segir m.a.: „Faðir Grigolitos var leikmannsprédíkari. Contra- skæruliðarnir höfðu haft tvo bræður hans á brott með sér og neytt þá til að berjast með sér. Bræðrunum tókst svo að flýja úr þeirra vist. Hópur Contraskæru- liða réðist síðan á þorp þeirra í hefndarskyni. Fyrst skutu þeir bróður „lið- hlaupanna“, föður Grigolitos. Meðan flestir þessir leiguher- menn fóru skjótandi og brenn- andi um þorpið, nauðguðu nokkrir þeirra móður Grigolitos og særðu hana mörgum hnífssár- um. Síðan myrtu þeir tvö börn konunnar frammi fyrir augum hcnnar. Mennirnir tóku ekki eftir Grigolito litla sem lá á bak við þvottastafla. Að lokum drápu þeir konuna einnig“. Þegar vakin er athygli á verk- um sem þessum, þá kemur það í rauninni „samanburðarfræðum“ á austri og vestri ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hitt getur svo verið meira en fróðlegt að íhuga, hvaða fólk það er sem Reagan kýs að kalla „frelsishetjur“ og vill helst líkja við feður bandarísku byltingarinnar. Ág DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: (íarðarGuðjónsson, Guölaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjórí: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Oiqa Auglýslngar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mónuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 14. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.