Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 5
Svavar Gestsson skrifar: Vanþróað velferoar- ríki Niðurskurður áframlögum til sveitarfélaganna 600 miljónir króna íár. Sendið reikninginn ístjórnarráðið Mælikvarði á velferðarríki er félagsleg þjónusta við fólk - ekki fyrirtæki. Þessi mælikvarði er til í tölum meðal annars í nýlegri skýrslu um opinberan búskap á íslandi 1980 - 1984. Þar kemur fram að félagsleg þjónusta er minni á Islandi en í grannlöndum okkar og í ríkjum OECD yflrleitt. Heildarútgjöld „hins opin- bera“ hafa þróast sem hér segir á íslandi frá 1950 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu: 1950-1959 21,0% 1960-1967 26,7% (Norðurlönd 31,6%) 1968-1973 31,7% (Norðurlönd 39,6%) 1974-1979 33,1% (Norðurlönd 47,4%) 1980-1983 33,6% (Norðurlönd 54,6%) í samanburði við OECD-ríkin öll eru íslendingar mörgum prós- entustigum neðar. Þetta þýðir í beinum tölum: Landsframleiðsla var á sl. ári um 100 miljarðar króna. Félags- leg þjónusta, þe. „hið opinbera“ tók þá til sín 33,6 miljarða miðað við árin 1980-1983. Sambærileg tala á Norðurlöndunum sömu ár hefði hins vegar verið um 54,6 miljarðar króna, en í OECD- ríkjunum að meðaltali 46 milj- arðar króna. Niðurstaðan er því þessi: ís- land er vanþróað velferðarríki. „Hið opinbera“ sem svo er nefnt f opinberum skýrsium er nefnilega félagsleg þjónusta - skólar, sjúkrahús, byggðafram- lög, dagvistarstofnanir og svo framvegis - og laun opinberra starfsmanna. Inni í tölunum „hið opinbera" eru að vísu líka fjármagnsútgjöld - en þau eru ekki að jafnaði hærri hér á samanburðartímanum en í grannlöndum okkar. Tekjurskattar lægri - óbeinir skattar hærri En fleira er athyglisvert í þess- um samanburði. Þar kemur til dæmis fram að óbeinir skattar eru miklu stærri hluti tekna ríkis og sveitarfélaga en í grannlöndum okkar. Óbeinir skattar eru 22,4% af landsframleiðslu á íslandi 1980-1982 en voru til dæmis 12,1% í Svíþjóð á sama tíma og 11,5% í OECD-ríkjunum að meðaltali. Tekjuskattar voru hér hins vegar aðeins 6,8% lands- framleiðslu, en voru hins vegar 25% í Danmörku og 14,2% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Eignaskattar voru 1,3% lands- framleiðslu hér á landi, en voru á sama tíma 3,1% í sjálfum Banda- ríkjunum. Hins vegar eru iðgjöld til almannatrygginga miklum mun lægri hér en í grannlöndum okkar eða 1,3% af lands- framleiðslu, en sambærileg tala fyrir Svíþjóð var 14,7% eða 11 sinnum hærri. Um hyað er rætt á íslandi? Umræðan á íslandi nú snýst um það að skerða enn frekar fé- lagslega þjónustu og um það að lækka enn tekjuskatta en auka þess í stað óbeina skatta jafnvel þó það hafi bersýnilega í för með sér aukna mismunun í lífskjör- um. Vegna þessarar umræðu og hægri sóknar liðinna ára hefur fé- lagsleg þjónusta verið skorin nið- ur og framlög til félagslegra fram- kvæmda eru nú aðeins helmingur þess sem var 1983. Það er einnig athyglisvert að allir flokkar nema Alþýðubandalagið hafa lagt áherslu á niðurskurð félagslegrar þjónustu og er það vissulega al- varleg staðreynd. Félagsleg þjón- usta er léleg hér á landi - þó hún hafi batnað verulega ekki síst á árunum ’80-’83 að því er varðar málefni fatlaðra og aldraðra. En allar tölurnar hér á undan sýna þó glöggt að ísland er vanþróað velf- erðarríki. Helmingsskerðing Framlög ríkisins í ár til skóla, sjúkrahúsa, hafna, flugvalla og dagvistarstofnana nema 670 milj- ónum króna. Frá 1983 - síðustu fjárlögum Alþýðubandalagsins - hefur þessi tala lækkað um 600 miljónir króna. Þá hefur Jöfnun- arsjóður sveitarfélaga verið skorinn niður við trog svo nemur hundruðum miljóna á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Það er fróðlegt að á sama tíma og félags- leg framlög til sveitarfélaga og framkvæmda á þeirra vegum eru aðeins um helmingur þess sem var 1983 þá eru framkvæmdir fyrir herinn á þessu ári taldar kosta yfir 2 miljarða króna. Og það er einnig fróðlegt að íhuga að þessi niðurskurður fjármagns til félagslegra framkvæmda sveitar- félaganna er á ábyrgð þeirra flokka sem víða hafa haft mest fylgi hér á landi meðal annars á landsbyggðinni. Þeir koma til yðar í sauðarklæðum Fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor munu fulltrúar þessara flokka, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, bregða yfir sig sauðargærunni og sverja af sér allan skyldleika við niðurskurð- arstefnu íhaldsflokkanna. En það mega þeir ekki komast upp með. Það er meginverkefni kosninga- baráttunnar að afhjúpa þessa frambjóðendur því að hvert at- kvæði greitt þeim er krafa um áframhaldandi niðurskurð fé- lagslegra framkvæmda, krafa um að Island verði áfram áratugum á eftir grannþjóðunum í félagslegri þjónustu. Kosningarnar mega ekki veita þessum aðilum siðferð- isvottorð. Það eina sem þeir skilja er stórfellt tap. Reiknið út Tapið sem þessir flokkar verða fyrir í atkvæðum má ekki vera minna en niðurskurður þeirra sjálfra á framlögum til sveitarfé- laganna. Auðvelt er að reikna út tapið fyrir hvert byggðarlag fyrir sig og reikninginn má senda Þor- steini Pálssyni og Steingrími Hermannssyni í stjórnarráði ís- lands. TEKJUR HINS OPINBERA í OECD RIKJUM % HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEKDSLU MEÐALTAL 1980-1982 0 10 20 30 40 50 60% ÍSLAND DANMÖRK FINNLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ OECD. EVR. BANDARÍKIN OECD. ALLS o 10 20 30 40 50 60% ÓBEINIR SKATTAR SUNDURLIOUN TEKNA TEKJUSKATTAR EIONASKATTAR ÍSLANO OANMÖRK FINNLANÐ NOAEOUR SVÍRjÓO OECD. EVR. BANDARÍKIN OECD. ALLS O 6 10 1» 20% «i.«U i l‘3LT : V i I O 5 10 1» 20% leOJÖLD TIL ALMANNATRYQ. O S 10 18% O 8 10 18% L GJÖLD HINS OPINBERA í OECD RIKJUM % HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEtÐSLU MEÐALTAL1980^1983 FINNLAND NOREGUR SVÍÞJÓO ÍSLAND DANMÖRK OECD. EVR. BANDARÍKIN OECD. ALLS 60% 50 60% 64,8 SAMNEYSLA O 10 20 30% ISLAND DANMÖRK FINNLAND NOREGUR SVI>JÓO OECD. EVR. BANDARÍKIN OECD. ALLS iÍ;>Í£ÍÍ7^£|í! i>xixiiáj8Í|: iii 10 20 30% SUNDURLIÐUN GJALDA TEKJU- TILFÆRSLUR FJARMAGNS- UTGJÖLD 0 5 '0% FJÁRMAGNSÚTGJÖLD SAMANSTANDA AF VERGRI FJÁRMUNAMYNDUN OG F JÁRMAGNSTILF ÆRSLUM. Miðvikudagur 14. mai 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.