Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 17
HEIMURINN Kjarnorkuslysið Tsjemobíl verður opnaö á ný Einn af hönnuðum kjarna- ofnsins sem olli slysinu í Tsjernóbíl sagði í gær að hann yrði umiukinn steinsteypu í aldaraðir en kjarnorkuverið sjálft yrði opnað á ný og fleiri sömu tegundar yrðu byggð í Sovétríkjunum. ívan Jemiljanof einn af æðstu mönnum í sovésku kjarnorku- búnaðarstofnuninni sem aðstoð- aði við gerð RMBK kjarnaofns- ins, sagði í gær á fundi með frétta- mönnum að þessi gerð kjarna- ofna væri mjög áreiðanleg. Hann sagði að álit sitt á þeim hefði ekki breyst, hins vegar yrði að gera sérstakar öryggisráðstafanir varðandi kjarnaofna í framtíð- inni. Jemiljanof sagði að verið væri að umlykja kjarnaofn númer fjögur, þann sem skemmdist, í steypu með vatnskælikerfi. Það yrði í gangi svo lengi sem geisla- virkni yrði til staðar. Þegar hann var spurður hve lengi hann teldi að svo yrði svaraði hann:„Að öllum líkindum í mörg hundruð ár.“ Fyrstu tveir kjarnaofnar vers- ins verða settir í gang strax og geislavirkni væri ekki lengur til staðar. Þann þriðja er nú verið að rannsaka vegna mögulegra skemmda. Jemiljanof sagði að brátt yrði hafist handa við smíði tveggja annarra RMBK kjarna- ofna í Tsjernóbíl og víða annars staðar í Sovétríkjunum. Sænskir vísindamenn sögðu frá því í gær að þeir hefðu mælt fyrstu ummerki plútóníums í úrfelli frá Tsjernóbílverinu. Plútóníum er það geislavirkra efna sem hvað lengst situr eftir, allt 24.000 ár. Vísindamaður hjá Geislavarna- stofnun Svíþjóðar sagði við fréttamenn í gær að örlítið magn plútóníums hefði mælst í regnvatni á austurströnd Sví- þjóðar. Það mun þó hafa mælst vel undir hættumörkum. Hryðjuverk Líbýa vill ráðstefnu Kjarnorkuverið í Tsjernóbíl. Þar er nú verið að steypa vegg 32 metra niður í jörðina umhverfis kjarnaofninn sem sprenging varð í. Filippseyjar Viðræður við kommúnista Aquino segistnú bíða eftir því að heyra frá foringjum kommún- ista um það hvar og hvenœr samningavið- rœður geti hafist Manila — Corazon Aquino, forseti Filippseyja, sagði í gær að leynilegar viðræður ættu sér nú stað við sveitir komm- únista sem barist hafa við her- inn í 17 ár, enn væri samt ekki búið að lýsa yfir vopnahléi. Aquino sagði að vissulega hefði náðst nokkur árangur í þessum viðræðum en stjórnin biði samt enn eftir svari frá leið- togum kommúnista um það hvar og hvenær þeir vildu hitta fulltrúa stjórnvalda. „Sendimenn mínir hafa komið þeim skilaboðum til foringja kommúnista að við vilj- um hefja viðræður sem fyrst um áð koma á vopnahléi," sagði hún. Aquino tók fram að hún þyrfti enga hjálp frá forvera sínum í starfi, Ferdinand Marcos. Hann sagði í fyrradag að mest hætta á Filippseyjum stafaði nú frá upp- reisnarmönnum kommúnista og nýrri yfirstjórn í hernum. Hann bauðst til að koma aftur til lands- ins og veita aðstoð sína svo ekki kæmi til borgarastyrjaldar í Aquino sagði um þetta á blaða- mannafundi: „Frá mínum bæjar- dyrum séð hefur herra Marcos ætíð séð kommúnista sem hætt- una. Ég kysi hins vegar að herra Marcos héldi sig í burtu við svo búið. Það væri Filippseyingum til mikils skaða ef herra Marcos kæmi aftur til landsins.“ Aquino sagði að henni hefði tekist að ráða bót á þeim tauga- óstyrk sem hún hefði fundið fyrir innan hersins frá þeim tíma er eiginmaður hennar Benito Aqu- ino var í fangelsi á valdatíma Marcosar. „Ég ber fullt traust til hersins,“ sagði Aquino og bætti því við að herinn hefði heitið sér fullum stuðningi. ERLENDAR FRÉTTIR .hjörleifsson/RELIT E R Brussel — Forsætisráðherra Möltu Carmelo Mifsud Bonnici skýrði frá því í gær að Líbýa sé tilbúin til að koma á ráðstefnu Evrópu- og Arabaríkja um leiðir til að draga úr hryðju- verkum í Evrópu. Bonnici sagðist ekki hafa rætt við Gaddafi Líbýuleiðtoga frá því fyrir loftárásir Bandaríkjamanna í síðasta mánuði. Hann sagðist hins vegar hafa haft samband við háttsetta menn í líbýsku stjórn- inni og sagðist vita að „Éíbýa myndi hafa áhuga á slíkri ráð- stefnu og myndi verða þáttak- andi“, eins og hann orðaði það. Bonnici segist hafa hvatt utan- ríkisráðherra Evrópubandalags- ins til að beita sér fyrir ráðstefnu sem hefði að markmiði að draga úr spennu við Miðjarðarhafið en svör þeirra hefðu ekki verið hvetjandi. Malta hefur tvisvar á þessu ári reynt að skipuleggja al- þjóðlega ráðstefnu um hryðju- verk meðal ríkja sem liggja að Miðjarðarhafinu, en án árang- urs. Bonnici sagði í gær að líkur á slíkri ráðstefnu myndu aukast mjög ef frumkvæði kæmi frá Evr- ópubandalagslöndum. „Við höf- um biðlað til Evrópubandalags- ins um einhvers konar frumkvæði og að ekki yrði látið reka á reiðanum í þessu máli. Ef það gerist, aukast átök,“ sagði Bonn- ici. Hann sagðist telja að allar Ar- abaþjóðir á þessu svæði hefðu áhuga á slíkri ráðstefnu. Án þess að nefna Bandaríkin á nafn sagðist hann hafa hvatt Evr- ópubandalagið til að láta ekki önnur ríki hafa áhrif á það hvort bandalagið ætti að kalla saman slíka ráðstefnu. Þetta líka.. London — Eftir slysið í Tsjernó- bíl, hið fyrsta í sögu kjarnorku- vera sem veldur dauða fólks vegna geislavirkni, eru nú nokk- ur ríki í Evrópu að íhuga frestun eða að hætta við byggingu kjarn- orkuvera. Tel Aviv — Þrír óbreyttir ísraels- menn særðust í gær þegar skærul- iðar í S-Líbanon skutu Katyusha flugskeytum inn í Galíleu þar sem ísraelsmenn voru að syrgja stríðsfórnarlömb í árlegri minn- ingarathöfn. London — Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur hvatt Líbýumenn til að forðast vestrænar vörur og segir að ekki verði frekar keyptar inn í landið mjólkurafurðir og iðnað- arvörur frá V-Evrópu. Washington — Bandaríkjamenn vonast til þess að geta hafið aftur geimferðir með geimferju fyrir júlí 1987. Það var nýsettur yfir- maður bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA, sem skýrði frá þessu í gær. Bogota — Sprengja eyðilagði í gær skrifstofur breska flugfélags- ins British Airways og tvær sprengjur sprungu við svæði í eigu bandarískra aðila. Skæru- liðasamtök hafa lýst verknaðin- um á hendur sér, og sögðu þau í tilkynningu að árásirnar væru í hefndarskyni fyrir loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu. Kóreu Enn er tekist á um skiptingu Ólympíuleikjanna Norðurkóreumenn vilja ekki að leikarnir staðfesti hugmyndina um „tvœr Kóreur“ Norður-Kóreumenn leitast enn við að halda hluta Ólympí- uleikanna 1988 hjá sér, en Suður-Kóreumenn hafa þá að- ferð að slá málinu á frest. Enn er því óvíst hvort Ólympíu- leikar þeir sem halda á í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, verða þriðju leikarnir sem ein- kennast af fjarveru fleiri eða færri ríkja. Norður-Kóreumenn leggja mikla áherslu á að tengja þetta mál hugmyndum sínum um sameiningu Kóreu. Þetta kom fram í stuttu spjalli við Tsjon Jong Jin, nýjan sendi- herra Norður-Kóreu með aðset- ur í Stokkhólmi, sem hingað kom til að afhenda embættisbréf sín. Við höfum, sagði hann, þríveg- is átt viðræður við ábyrgðarmenn íþróttamála í Suður-Kóreu, en þeir hafa leitast við að láta allt dragast á langinn og ekkert hefur miðað. Við viljum fyrir okkar leyti, sagði sendiherrann, koma í veg fyrir að pólitísk átök eyðileggji Olympíuhreyfinguna með því að samstilla alla krafta. Við teljum nefnilega að það hafi ekki verið réttlátt að láta Suður- Kóreumenn eina um svo mikil- vægan alþjóðlegan atburð. Það er erfitt að komast hjá vand- ræðum þegar slíkur stórviðburð- ur á að fara fram í einum hluta tvískipta lands. Þar að auki er nú mikil pólitísk ólga í Suður-Kóreu Tsjon Jong Jin sendiherra: Kannski veróa þetta þetta þriöju Ólympíu- leikarnir I röð sem dræmlega verður mætt á... (Ljósm. E.ÓI.) og enginn veit í rauninni hvað þar verður 1988 þegar leikana á að halda. Suðurkóreska stjórnin er afar andkommúnísk og því eru sósíal- ísku ríkin ekki sérlega ánægð með að senda íþróttamenn þang- að. Og ýmsir vinir okkar í þróun- arlöndum utan blakka hafa einn- ig sínar efasemdir um leikana í Seúl. Það eru margir sem vilja gjarna að leikarnir séu háðir bæði í norður- og suðurhluta landsins. Það er eina leiðin til að bjarga Ólympíuhreyfingunni og svo til þess að hjálpa til við að Kórea geti sameinast. Því okkur sýnist að ráðamenn í Suður-Kóreu vilji nota einokun sína á leikunum til að undirstrika þá afstöðu, að í Kóreu séu tvö ríki og kannski að þannig eigi það að vera til fram- búðar. En við erum andvígir því að hugmyndin um „tvær Kóreur" festist í sessi. Sendiherrann kvaðst ekki vita hve mörg ríki væru til með að mæta ekki á leikana í Seúl ef ekki næst samkomulag um að skipta þeim. Hann gat þó sérstaklega um Kúbu, Eþíópíu og Madagask- ar, það hefur og flogið fyrir að Nicaragua standi með Norður- Kóreu í þessu máli. Hann bætti því við, að reynslan frá Moskvu og Los Angeles sýndi að mörg ríki tækju ákvörðun um að mæta eða mæta ekki á síðustu stundu. Sameiningar- málin Þessu næst vék sendiherrann að sameiningarmálum, sem tals- menn beggja kóresku stjórnanna telja sér jafnan skylt að halda á lofti, eins þótt stjórnkerfi séu gerólík í þessum landshlutum tveim. Sendiherrann talaði um, að reyndar hefði landið verið sundrað síðan í stríðslok og svo rækilega lokað á milli að fólk í öðrum hlutanum hefði ekki getað vitað hvort ættmenni í hinum hit- anum væru lífs eða liðnir. En það ætti samt, með það í huga að Kór- eumenn hafa verið þjóð með sína menningu og í einu landi í þús- undir ára, að vera hægt að yfir- stíga afleiðingar þess skilnaðar sem hefur staðið í aðeins fjörtíu ár. Tsjon Jong Jin ítrekaði þá af- stöðu Norður-Kóreumanna að þeir vildu helst semja um flest milliliðalaust við Suður- Kóreumenn - m.ö.o. án þess að Bandaríkjamenn kæmu þar mikið við sögu. Hinsvegar vildu þeir líka ræða við bæði Seúl- stjórnina og Bandaríkjamenn um að gera úr vopnahléssamningun- um um Kóreustríð varanlegan friðarsamning. Ennfremur hefðu þeir mikinn áhuga á að semja um að Kóreuskagi og næsta nágrenni hans væri lýst kjarnorkuvopna- laust svæði. Því Suður-Kórea, sagði sendiherrann, er það land sem á er skipað eitthverju þétt- asta neti kjarnorkuvopna, þar eru nú um þúsund kjarnorku- vopna af ýmsum tegundum. Sendiherrann kvartaði yfir daufum undirtektum sunnan- manna við ýmsar tillögur sem að norðan hafa komið og útskýrði þær meðal annars með því, að framvinda mála á Filippseyjum hefði eflt andóf gegn núverandi valdhöfum, og þegar svo stæði á væri það niður í Seúl að ýfast við norðanmenn og beina athyglinni að þeim. -áb Mi&vikudagur 14. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.