Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Seljahverfi Ibúar viija sundlaug Þúsundir undirskrifta inn áfund borgarráðs: 25 metra al- menningslaug við Ölduselsskóla Þúsundir íbúa Seljahverfis hafa óskað eftir því að sundlaug sem fyrirhugað er að byggja við Ölduselsskóla verði 25 metra löng í stað 13 metra, eins og borgaryf- irvöld hafa áformað. Undirskriftir íbúanna voru bornar fram á fundi borgarráðs í gær. Ekki var tekin ákvörðun um málið, en því var vísað til fræðslu- ráðs. fbúarnir telja að með því að stækka laugina í 25 metra muni hún nýtast sem almenningslaug, en ekki ella. Fyrirhugað er að byggja laugina aðeins til sund- kennslu við Ölduselsskóla. Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson létu bóka á fundin- um í gær að þeir teldu þessa kröfu íbúanna eðlilega og sjálfsagða. „Það er eðlilegt markmið að koma upp almenningssund- laugum sem víðast í borginni," segir í bókuninni. -gg Launanefnd Samkomulags leitaö Launanefnd kom saman ígær. Annar fundur á föstudag. Launanefnd ASÍ og VSÍ kom saman á stuttan fund í gærmorg- un og bar saman bækur sínar varðandi vísitöluna, en hún var 0,55% hærri nú í byrjun maí en lagt var til grundvallar við gerð kjarasamninganna í febrúar. Björn Björnsson, hagfræðing- ur ASÍ sagði að launanefndin hefði farið yfir framvinduna undanfarna mánuði og þær verð- lagshækkanir sem liggla til grundvallar þessari hækkun vísi- tölunnar. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum aðrar en að hittast aftur á föstudag og skoða þá þær verðlagshorfur sem eru framundan næstu rnánuði, því þær skipta ekki litlu er ákveðið verður hvort og hversu mikið laun beri að hækka vegna þess að framfærsluvísitalan fór yfir rauða strikið. Björn sagðist ekkert geta sagt um hvort nú yrði látið reyna á oddaatkvæðið, sem ASÍ hefur í nefndinni. Sagði hann að reynt yrði að ná samkomulagi áður en tekin verður ákvörðun um það. Noti ASÍ ekki oddaatkvæðið nú halda þeir því 1. ágúst, er næstu viðmiðunarmörk eru, en framfærsluvísitalan má hækka um i ,3 prósentustig á þeim tíma. Verði oddaatkvæðið hinsvegar notað hefur VSÍ oddaatkvæðið í ágúst. -Sáf Listahátíð Stranglers í Höllinni r Islenskir rokkunnendur geta ekki kvartað yfir Listahátíðar- stjórn í ár. Hún sýndi það vit að fá Steinar Berg til að kanna mögu- leika á að fá hljómsveitir hingað til lands á sem bærilegustum prís, og þessi er niðurstaðan. í fyrir- sögninni eru mjög þekktar og viðurkenndar sveitir - sérstak- lega er gaman að eiga von á Stranglers aftur eftir átta ár, en þeir eru nú í miklum meiri metum um rokkheimsbyggð alla en er þeir spiluðu hér á Listahátíð 1978. Nafngreindu sveitirnar tvær í undirfyrirsögninni eru vin- sælar mjög meðal yngri hluta rokkaðdáenda í Bretlandi og þeir síðarnefndu jafnframt að meika það í Ameríku, eins og sagt er. Þessar hljómsveitir koma fram á tvennum hljómleikum í Laugardalshöll, 16. og 17. júní. Stranglers og Lloyd Cole and the Commotions á þeim fyrri, en Ma- dness og Fine Young Cannibals á þeim síðari, og ein íslensk hljóm- sveit sitthvort kvöldið, en ekki hefur verið ákveðið, hverjar þær verða. Aðgöngumiði á hvora hljóntleika kostar 800 krónur. Noregur Laxinn úldnar á flugvöllum Danstagakeppni Hótels Borgar 1986 Miklir erfiðleikar hjá norskum laxaútflytjend- um vegna slyssins í Cernobyl. Bandarísk yfir- völd stöðva dreifingu á laxi. Yfir hundrað tonn eyðileggjast. Norska utanríkisráðuneyt- ið ásakað fyrir seinagang og klaufaskap Frá Kristjáni Þ. Davíðssyni fréttaritara Þjóðviljans í Þránd- heimi. Norska dagblaðið Sönnmörs- posten segir að yfir 100 tonn af norskum eldislaxi hafi skemmst undanfarna daga á Kennedyflug- velli í New York, vegna þess að að bandarísk yfirvöld neita að leyfa dreifingu á laxinum, fyrr en gengið hefur verið í skugga um hvort í honum séu geislavirk efni. Af 17 sýnum sem rannsökuð hafa verið af bandarískum heilbrigðisyfirvöldum hafa fund- ist geislavirk efni í 6. Innihaldið er þó svo lítið að það er hættu- laust að borða laxinn. Norska sendiráðið' í Washington segist ekki vita til þess að mikið af norskum laxi hafi úldnað á Kenn- edyflugvelli. Sendiráðið segist Hvammstangi Leiðrétting Rangt var farið með nöfn tveggja frambjóðenda á lista Al- þýðubandalagsins og óháðra á Hvammstanga sem birtur var í blaðinu í gær. í 5. sæti listans er Örn Guðjónsson málarameistari og í 6. sæti Vilhjálmur Pétursson kennari. Blaðið biðst velvirðing- ar á mistökunum. ekki heldur hafa orðið vart við að erfitt sé að selja norskan lax í Bandaríkjunum. Á Ítalíu er þess nú krafist að öllum norskum laxi fylgi vottorð um að í honum sé engin geisla- virkni. í Ástralíu er bannað að flytja inn norskan lax af ótta við geislavirkni og í J apan fer hræðsl- an við geislavirkni vaxandi þótt engin innflutningshöft hafi enn verið sett á. SAS-flugfélagið, sem sér að miklu leyti um flutning á norsk- um laxi til Bandaríkjanna ásakar nú norska utanríkisráðuneytið fyrir klaufaskap og seinagang við upplýsingamiðlun til viðskipta- landa Noregs um geislun í norsk- um matvælum. Önnur flugfélög en SAS sem flutt hafa norskan lax til Bandaríkjanna, Lufthansa og fleiri, neita nú að fljúga með norskan lax vegna þessa. Þess má geta að á mánudaginn mældist í Þrændalögum mesta geislavirkni sem mælst hefur í Noregi, allt upp í 400 mikro- röntgen. Til samanburðar eru 40 migroröntgen þau mörk sem sænsk heilbrigðisyfirvöld setja til að sleppa megi búpeningi á beit. Norsk heilbrigðisyfirvöld segja þó að ekkert sé að óttast, en með- al bænda í Þrændalögum gætir nú vaxandi óróleika vegna ástands- ins. Mi&vikudagur 14. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Gömlu dansarnir Viö höfum ákveöiö aö efna til danslagakeppni Hótels Borgar Verðlaun: 1. 50.000,00 2. 25.000,00 3.10.000,00 Skilafrestur er til 10. júlí 1986. Lögin sendist í lokuðu umslagi, merkt: Danslagakeppnin, Hótel Borg, 101 Reykjavík. Keppnisfyrirkomulag: Þátttakendur skulu senda lögin til keppninnar á nótum, útsett fyrir eitt hljóðfæri eða laglínu með bókstafahljómum, einnig er gott að láta hljómsnældu með upptöku lagsins fylgja, til þess að útsetjari fái betri hugmynd um hvernig höfundarnir hugsa sér flutning laganna (hraða, áherslu o.fl.). Lögum þeim sem syngja skal þarf að fylgja sönghæfur texti á góðu máli. Senda má til keppninnar lög sem hæfa við alla hefðbundna gamla dansa, vals, tangó, ræl, polka, vienarkrus, skottís o.s.frv. Lögin skulu merkt með dulnefni tónskálds og textahöfundar, en fylgja skal rétt nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi. Sórstök dómnefnd skipuð þremur tónlistarmönnum velur lögin til keppninnar. Valin verða allt að 25 lög til flutnings. Keppnin fer fram á Hótel Borg á sunnudagskvöldum og verða leikin 5 lög hvert kvöld. Af þeim komast 2 lög íundanúrslit þar sem valin verða 5 bestu lögin sem keppa síðar til úrslita. Gestir greiða atkvæði um lögin og þeirra atkvæði ráða algjörlega vali laganna, sem fá verðlaun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.