Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Blaðsíða 8
Selfoss 50 miljón króna bankalán til að flýta skólabyggingu Spurningakeppni framhaldsskóla- nema skilaði Fjölbrautaskóla Suð- urlands beinhörðum peningum Þór Vigfússon skólameistari tekinn tali Fjölbrautaskóli Suðurlands er einn stærsti vinnustaður á Selfossi; í dagskóla hafa verið allt að 440 nemendur i vetur, sem er hæsti nemendafjöldi í skólanum til þessa, þótt aukning hafi verið hæg undan- farið. Til viðbótar hafa á hverj- um vetri sótt öldungadeild á bilinu sjötíu til eitt hundrað manns. Öldungadeild hefur verið við skólann frá upphafi og tók við af öldungadeildum sem störfuðu í Hveragerði. Við skólann starfa um 30 kennarar í fullu starfi og auk þeirra stundakennarar í ýms- um greinum. Skólameistari Fjölbrautaskólans er Þór Vig- fússon, og var hann spurður hvort ekki væri fögnuður yfir þeirri ákvörðun, að taka 50 miljón króna bankalán til fimm ára, til að flýta byggingu á nýju skólahúsi á Selfossi. - Jú, það er óhætt að segjaþað. Ég tel það merkan atburð að þau sýslufélög og Selfosskaupstaður sem standa að rekstrinum skuli hafa tekið þarna stórlán til að flýta byggingu skólans. Þetta er nokkuð nýtt í sögunni, ég veit ekki til að nokkur almennur skóli hafi gert slíkt áður. Þetta er gert til að geta látið bygginguna ganga af þeim krafti sem framkvæmda- lega er unnt, og í þeirri von að hægt sé að taka einhvern hluta hennar í notkun strax næsta haust. Fyrir áramót lauk þeim áfanga að steypa upp helming væntan- legs skólahúss. En framkvæmdir eru enn skammt á veg komnar við næsta áfanga sem felst í því að loka húsinu og ganga frá innan- dyra. Miðað við fjárveitingar Al- þingis og þau framlög sem liggja fyrir er ljóst að þetta hefði gengið ósköp slitrótt og hægt fyrir sig og af litlum krafti. En þessi ákvörð- un Sunnlendinga þýðir að það er nægt að ganga í þetta alveg af fullum krafti. Það er málið. Við vonumst til að geta tekið í notkun 1. september helming af því húsnæði sem búið er að steypa upp, en þá verður væntan- lega líka talsverðu lokið af þeim hluta sem ekki verður enn fullfrá- genginn. - Þelta kemur til með að breyta miklu fyrir ykkur, ekki satt, þar sem skólahald dreifist nú á allmarga staði í bœnum? -Já, já, þettabreytirástandinu töluvert mikið. Við erum núna á einum sjö stöðum með kennslu, eða átta eftir því hvernig við telj- um það. Við erum í gamla Iðn- skólahúsinu, í húsi Brunabótafé- lagsins, Sjálfstæðishúsinu, í Safn- ahúsinu, Gagnfræðaskólanum, Skarphéðinshúsinu og svo erum við í verknámshúsinu okkar. Þarna eru komnir sjö staðir, en svo gætum við talið tvo sam- byggða sumarbústaði sem kennt er í til bráðabirgða og standa við verknámshúsið. Þá eru það alls átta staðir. - Þótt stór hluti nemendaferðist daglega langan veg til að sœkja skólann eru alltaf einhverjir sem kjósa að koma sér fyrir hér á Sel- fossi. Er á dagskrá að byggja heimavist við skólann? - Það er alveg Ijóst að það þarf gistiaðstöðu fyrir nemendur. Það liggja þó engar ákvarðanir fyrir um að byggja heimvist, en að sjálfsögðu hefur það verið rætt. Éins og er hefur utanbæjarfólk búið hér á heimilum úti i bæ og einnig hafa nokkrir nemendur fengið herbergi á sanngjörnum kjörum á Hótel Þóristúni. Upp- bygging hótela hér á Selfossi kann líka að breyta þessari mynd, þannig að heimavistarbvggingu verður að skoða í ljósi þess. - Hvað útskrifast margir nem- endur frá ykkur á þessum vetri? - Það voru 33 sem útskrifuðust eftir haustönn og verða sennilega um fjörutíu nú í vor. Þess ber að gæta í þessu sambandi að hugsun- arháttur er mjög breyttur frá því sem áður var, þegar eingöngu var kennt eftir gamla bekkjafyrir-1 komulaginu. Nú geta nemendur, sem sjá fram á þegar líður að lok- Þór Vigfússon skólameistari á skrifstofu sinni í húsi Brunabótafélagsins á Selfossi. um, að þeim tekst ekki að ljúka öllum áföngum sem þarf til að útskrifast, slegið einhverju á frest og ákveðið að ljúka því bara á næstu önn. Þetta er mjög breytt viðhorf frá því sem áður var, þeg- ar menn þurftu að standast lokapróf eða taka ella heilu bekk- ina upp aftur. - Nú hefur hróður skólans ný- lega borist vítt um landið, það hef- ur vœntanlega fallið ígóðan jarð- veg? - Jú, það má alveg geta þess að það var hér almenn gleði og ánægja í skólanum, yfir frammi- stöðu piltanna okkar sem kepptu í spurningakeppni framhalds- skólanna, sem útvarpað var og sjónvarpað í vetur. Menn urðu ósköp stoltir og ánægðir yfir því hvað þeir stóðu sig vel, og það vakti líka athygli á skólanum okkar. Nú, égget líkabætt því við að þessi frammistaða þeirra hefur að auki gagnast skólanum í beinhörðum peningum. Þeir voru að hringja í mig frá IBM og tilkynna að þeir ætluðu að gefa skólanum tölvu, með öllu til- heyrandi, í tilefni af þessum glæsilega sigri strákanna. Sú gjöf er að sjálfsögðu vel þegin, og tölvan á ábyggilega eftir að koma hér að góðum notum. Guðrún Lára, Sigrún, Daníel, Kristjana, Helgi, Guðný, Sigurborg, Ragnheiður og Sjöfn. Verðandi listmálarar þjóðarinnar. Framtíðarplön eftir útskrift eru af ýmsu tagi: fara að vinna á skrifstofu, halda áfram að mála, sofa út, fara erlendis í nám, verða rík og ýmsar fleiri hugmyndir voru á lofti til skíptis í gamni og alvöru. (Mynd Sig). Myndlista- og handíðaskólinn Vorsýning útskriftarnemenda Skólinn útskrifar 50 nemendur í ár. Vorsýning í sölum skólans 17., 18., og 19. maí. Myndlista- og handíðaskóli (slands opnar árlega vorsýningu sína 17. maí og stendur hún dagana 17., 18. og 19. maí í húsakynnum skólans að Skipholti 1. í þetta sinn verða aðeins sýnd verk þeirra nemenda sem út- skrifast í vor, en ekki allra nemenda skólans eins og oft hefur verið. Ingólf- ur Arnarson formaður sýningar- nefndar sagði að ef forskólavinna væri sýnd ár eftir ár yrðu sýningarnar tilbreytingarlausar þareð fólk gengur mikið í gegnum sömu hlutina í nám- inu. Sýningin í ár verður því eitthvað minni um sig en verið hefur. 50 nemendur útskrifast nú í ár úr 8 deildum skólans: 10 úr auglýsinga- deild, 15 úr málaradeild, 8 úr grafík- deild, 5 úr teiknikennáradeild, 5 úr nýlistadeild, 5 úr textíldeild, 1 íkeram- ik og 1 í myndmótun. Ing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.