Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 17
GARÐAR OG GROÐUR Hýjasintur í garðinn Stofugreni í stofuna - litið í garðinn hjá Braga í Eden Eden í Hverageröi er ein stærsta blómasalan á landinu og þeir eru ófáir sem hafa heimsótt Braga Einarsson í Eden. En færri hafa séð garð- inn hans heima við húsið rétt á bakvið Eden. Við hittum Braga á skrifstofunni í Eden til að spjalla um iauka og sumar- blóm og var hann svo vinsam- legur að sýna okkur garðinn sinn um leið og hann útskýrði hvernig meðhöndla ætti iauka. „Góður garðyrkjumaður hugs- ar vel fram í tímann. Bráðum er hægt að fara að hugsa um haust- laukana og hvað á að setja niður fyrir næsta vor. Hingað kemur fólk strax í febrúar til að kaupa plöntur í garðskálana og í ágúst fáum við haustlaukana sem settir eru niður í október. Sjálfur hef ég sett niður mikið af laukum í minn garð og hér er árangurinn," sagði Bragi, þegar gengið var um garð- inn. Ekki aðeins túlipanar í öllum regnbogans litum prýða beðin, heldur og myndarlegar hýasint- ur, eins og maður er vanur að sj á í jólaskreytingum á stofuborðum. Hýasintur af haustlaukum „Það er enginn vandi að rækta hýasintur úti í garði. Þær eru sett- ar niður á haustin og menn þurfa aðeins að gæta að því að þetta eru ekki samskonar laukar og notaðir eru þegar fá á upp blóm um jól. Ég set þær niður í nóvember og þær standa vel og lengi í fullum blóma að vori,“ sagði Bragi. í Eden er hægt að kaupa mik- inn fjölda af sumarblómum, fræ- um og laukum og hefur Bragi selt þessar vörur í bráðum 20 ár. Við báðum hann að nefna nokrar teg- undir sem sóma sér vel í sólríkum gluggum eða gróðurskálum. Hann nefndi t.d. jukku sem dæmi um plöntu sem vill mikla birtu, en þarf lítið vatn. í svalakassa er lobelian prýðileg og dalíur og petúníur í beðin. „Fólk verður þó að gæta þess að herða þessar plöntur smátt og smátt áður en þeim er plantað út. Láta þær standa á daginn úti á svölum. Það hægir að vísu á blómgunarhraðanum, en í stað- inn standa blómin lengur." Að lokum spurðum við Braga hver væri hans uppáhaldsplanta. „Ég hef aldrei verið spurður að þessu í þau 30 ár sem ég hef verið í þessu, en ég held að það sé stof- ugrenið. Ég fékk fyrstu plöntuna frá Puerto Rico árið 1959 og nú er hún orðin risatré hérna inni í skálanum,“ segir Bragi og sýnir okkur stórt, fallegt tré sem líkist grenitré og nær upp undir þak, þegar gengið er inn í veitingasa- linn í Éden. „Stofugrenið er eins og ískris- tall, formfagurt og fallegt með reglulegum línum. Við seljum mikið af litlum plöntum og þær eru til mikiilar prýði hvar sem þær eru,“ sagði Bragi að lokum. Bragi í garðinum sínum. Við sjáum túlipanana og hýjasinturnar í forgrunninum. Eigum mikið úrval af garð- og inniljósum. í útiljósunum er álblanda, þannig að þau ryðga ekki. RAFBÚÐIN Auöbrekku 18 — Kópavogi simi 42120 Hjá okkur er gróörarstöðin fuli af úrvalsplöntum, sem bíða eftir að komast í garðinn þinn: - Rósir - Skrautrunnar - Fjölærar plöntur - Sumarblóm - Matjurtir - og aö sjálfsögðu dahlíur og petuniur GRÓÐRAR- STÖÐIN GRÆNAHLÍÐ Furðugerði 23 (v. Bústaðaveg) Sími 34122

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.