Þjóðviljinn - 05.06.1986, Side 19

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Side 19
GARÐAR OG GRÓÐUR GARÐAR OG GRÓÐUR Magðalenuribsið er með sterkustu trjáplöntum sem hægt er að fá og laufgast snemma á vorin. Ljósm. E. Ól. Skógræktarfélag Reykjavíkur íslendingar bráðlátir í garðræktinni - segir Ásgeir Skógræktarfélag Reykjavík- ur í Fossvoginum þekkja flest- ir Reykvíkingar. Það er upphaf- lega félag áhugamanna „sem vilja vinna að trjárækt og skóg- rækt í Reykjavík og nágrenni og auka skilning á þeim mál- um.“ Félagið veitir leiðbeiningar og . rekur trjá- ræktarstöð og plöntusölu í Fossvoginum og er ársfram- lelðslan um 400 þúsund plöntur. Um 1300 manns eru félagsmenn í Skógræktarfé- laginu og fá þeir veglegt ársrit og aðgang að ýmiss konar fróðleik. Ásgeir Svanbergsson, hæstráð- andi til sjóðs og lands (og aðal- lega lands) í plöntusölunni var tekinn tali á dögunum og leiðbeindi hann blaðamanni um svæðið. Mikill fjöldi fræa er sáð árlega hjá Skógræktarfélaginu og í nýju, mjög fullkomnu gróðurhúsi gát að líta smáplöntur í þúsundatali í litlum, svörtum bökkum. „Þetta eru malaðir fiskikassar, en við framleiðum þá í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Eitt fræ fer í hvert box í kassan- um,“ segir Ásgeir. Þarna er sjálf- virkt vökvunarkerfi sem flýtir mjög fyrir og einfaldar alla um- hirðu. Einnig er mikið ræktað frá græðlingum og þegar við gengum um svæðið var einmitt verið að Ijúka við að ganga frá inni í litlu gróðurhúsi á annað hundrað græðlingum sem safnað var í mikilli fræsöfnunarferð um Al- aska í fyrra. „Það er mikið af fallegum trjá- tegundum sem ættaðar eru það- an, og einnig frá Kína og Rúss- landi. íslendingar eru bráðlátir í garðræktinni eins og flestu öðru og vilja fá allt strax. Sannleikurinn er sá að það er mjög mikið þolinmæðisverk að koma upp fallegum garði, fólk verður að reka sig á og læra af mistökunum. Garðar eru sjaldn- ast fallegir fyrstu árin, plönturnar eru tíma að koma sér fyrir í mold- inni og það dugir ekki að gefast upp þótt þær séu ræfilslegar fyrsta árið. Ég bendi fólki gjarnan á sterkar og harðgerðar tegundir eins og t.d. gaddarifs eða magðalenurifs, sem ég held næstum að gæti vaxið á Norður- pólnum. Okkar höfuðmarkmið er að selja fólki ódýrar og harðgerar trjáplöntur og við erum sífellt að spreyta okkur á nýjum tegund- um, sem við teljum að hafi góða möguleika hér á landi.“ Lerki Péturs mikla Ásgeir gengur með okkur að stórum kassa, þar sem sérkenni- legt fíngert lerki teygir sig upp í sólina: „Við erum að reyna hér eina nýja tegund, þetta heitir mýrar- lerki og er nánast ódrepandi, það vex hægt en örugglega og á von- andi eftir að skjóta hér víða ró- tum í bókstaflegri merkingu. Lerki er ákaflega fallegt tré, frá- bær viður til smíða, enda lét Pét- ur mikli rækta stóran lerkilund skammt frá Leningrad til þess að koma þar upp efniviði í möstur á herskip.“ Við skoðum elsta hlutan af skógræktinni, þar sem byrjað var að rækta árið 1932. Árið 1946 var félagið stofnað og á það því 40 ára afmæli nú um svipað leyti og borgin verður 200 ára: „Við höldum upp á þessi af- mæli með því að gefa borginni falleg grenitré hér úr lundinum og þau á að setja á svæðið við Þjóðarbókhlöðuna. “ Eru ákveðnar trjátegundir tískufyrirbæri? spyrjum við Ás- geir, þegar við sjáum fólk rogast út með furutré í tugatali frá sölu- skúrnum: „Já, smekkur garðarkitekt- anna speglast gjarnan í sölunni. í Skógræktinni í Fossvoginum er trjáplöntunum sáð i litla bakka, sem unnir eru úr möluðum fiskkössum. Ásgeir með einn slíkan. Fjöldamargar tegundir af trjáplöntum eru jafnan til sölu hjá Skógræktarfé- laginu, en opnað er í maí. VOR- VÖRUR Svanbergsson góða gróðurmold og lítið að marka auglýsingar um „úrvals heimkeyrða gróðurmold" sem allir kannast við. Mold þarf að standa vel til þess að vera góð til ræktunar. Klesst mómold getur orðið góð gróðurmold með tím- anum, en fólk á að láta moldina standa ákveðinn tíma og blanda hana svo t.d. með vikri til að auðvelda framræsið í henni. Ég skil ekkert í því að einhver bissnessmaðurinn skuli ekki hafa komið auga á þennan möguleika til atvinnustarfsemi og skora á djarfan hugvitsmann að koma upp góðum „moldarbanka" með mismunandi moldargerðum, svo fólk geti gengið að þessu grund- vallaratriði í garðræktinni vísu.“ Og að lokum, Ásgeir, átt þú sjálfur uppáhaldstrjáplöntu? „Ætli ég segi ekki eins og góður kennari: hver einstaklingur er sérstakur. Þannig er það líka með plöntur. Planta sem þrífst vel er falleg,“ og þar með var Ásgeir farinn að sinna viðskiptavini. Fyrir nokkrum árum var brekku- víðirinn langvinsælastur í lim- gerðin, nú vill enginn sjá hann, en í staðinn kaupir fólk alaskavíði eða gljávíði. Svona er þetta breytilegt. Sígrænu plönturnar eru einna vinsælastar núna, bæði í kassa og ker og einnig í garðana. Sérstaklega má nefna furu, sem er sannarlega „inni“ í ár. Því mið- ur hefur furan hér á Reykjavíkur- svæðinu víða komið illa undan vetri, litlar stafafuruplöntur hafa sólbrunnið víða, en það má hugga fólk með því að þær eru alls ekki dauðar. Ég sagði að garðaarkitektar hefðu talsvert að segja um það hvaða plöntur njóta vinsælda, en kynningar og skoðanaskipti mættu vera meiri, því stundum skortir nokkuð á þekkinguna á þeim trjátegundum, sem teiknaðar eru inn á garðaskipu- lagið.“ Undirstaðan aðalatriðið Áttu ráð handa fólki sem er að byrja garðrækt? „Þeir sem eru að koma sér upp garði við nýbyggingar þurfa fyrst og síðast að vanda til moldarinn- ar sem verður framtíðarvegur gróðursins. Það er erfitt að fá HERAZ Göngu- og innkeyrsluhlið Girðingarefni Lóðanet Túngirðingarnet Skrautnet Gaddavír Girðingarstaurar gulrætur undir dúk - gulrætur án dúks AGRYL - P 17 verndardúkur Garðyrkjuáhöld Trjáklippur Garðhrífur Skóflur og ýmis smátæki Ásgeir með hluta af græðlingunum sem Óli Valur garðyrkjuráðunautur safnaði í Alaskaferðinni í fyrra. MJOLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Laugavegur simi 11125 Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 ‘ * * ■■ (SPi HnSl 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.