Þjóðviljinn - 17.06.1986, Síða 5
Minningarsamkvœmi
17. júní 1886
75 ár frá gerð
minnisvarðans
Áriö 1911, fyrir réttum 75
árum, var minnisvarði Jóns Sig-
urðssonar eftir Einar Jónsson af-
hjúpaður. Fyrirhugað var að af-
hjúpa hann 17. júní en vegna
deilna um staðsetningu tókst
ekki að afhjúpa hann fyrr en
haustið 1911.
Strax þann fyrsta janúar hafði
birst áskorun frá nefnd „til að
gangast fyrir að reisa Jóni forseta
Sigurðssyni minnisvarða". Minn-
isvarðinn er ætlast til að verði
líkneski á stalli og verði afhjúp-
aður á aldarafmæli hans 17. júní
1911 svo framarlega sem samskot
ganga svo greiðlega að þess verði
auðið.
Það lætur nærri að allir helstu
áhrifamenn landsins, hvar í
flokki sem þeir stóðu, séu í nefnd
þessari. Formaður hennar er
Tryggvi Gunnarsson, Bjarni frá
Vogi er ritari, Hannes Hafstein
er gjaldkeri, þar er Skúli Thor-
oddsen forseti alþingis, Pjetur G.
Guðmundsson formaður Dags-
brúnar, þar er formaður UMFÍ
og þar fram eftir götum.
Um veturinn var mynd Einars
til orðin í leir, og var m.a. sýnd í
búðarglugga í bænum. B. Þ.
Gröndal varð mikið hrifinn af
myndinni (í þann tíma tóku menn
yfir höfuð hverri mynd með mikl-
um fögnuði) og orti um hana
hugleiðingar: „Fögur er myndin,
líking liðnrar æfi“ segir þar. Eða
eins og á öðrum stað í kvæðinu
segir:
Þannig hann stóð á
Þjóðfundinum sœla
þróttmiklu og djörfu er orðin
réð hann mœla.
En þótt minning Jóns væri ó-
spart haldið fram til að brýna
menn til samstöðu, þá tókst ekki
einu sinni að fylgja eftir þeirri
samstöðu sem skapast hafði um
nefndarkjörið sem fyrr var nefnt.
Mánuðum saman eru blöðin að
ympra á deilum um það, hvar
minnisvarðinn eigi að standa:
sumir vilja hafa hann á Skóla-
brúnni, aðrir á Stjórnarráðsblett-
inum. En þeir sem andmæla þeim
bletti finnst of þröngt um Jón þar
sem Kristján konungur níundi
stendur með stjórnarskrána frá
1874.
Nema hvað. Líkneskjan var
ekki fullsteypt réttstundis. Minn-
isvarðinn var ekki afhjúpaður
fyrr en ellefta september 1911.
Hann var settur á stjórnarráðs-
blettinn - en var svo síðar færður
niður á Austurvöll.
Minnisvarðinn á
leið í skip frá
Kaupmannahöfn
til Reykjavíkur árið
1911.
Satt best að segja var
sautjándajúníhátíðinfyrir
sjötíu og fimm árum ekki
fyrsta tilraunin til að efna til
hátíðar á afmælisdegi Jóns
Sigurðssonar. Sá sem fyrstur
reyndi að hreyfa því máli var
ágætur kaupmaður í Reykja-
vík, Þorlákur Ó. Johnson,
reyndarfrændi Jóns forseta
ogmikillaðdáandi.
Þorlákur hafði lagt Jóni lið
með ýmsum hætti meðan þeir
lifðu báðir. Hann sá um margt
sem laut að útför Jóns hér heima,
meðal annars um prentun og út-
gáfu á ræðum og kvæðum sem
flutt voru við þetta tækifæri.
Hann átti mikinn hlut að því, að
hægt var að afhjúpa minnisvarða
um Jón í desember 1881. Þorlák-
ur lét steinprenta stóra mynd af
Forseta og sendi út orðsendingu
þess efnis að „sérhver góður Is-
Íendingur, er ann fósturjörð
sinni, ætti að eignast þessa mynd
sem allra fyrst“. Þessi mynd er
enn til í ýmsum stofum og þykir
vafalítið hið besta þing.
Þorlákur Ó. Johnson lét einnig
prenta og dreifa á ensku 57 blað-
síðna ævisögu frænda síns.
Heilladagur
En mestan áhuga mun Þorlák-
ur hafa haft á því að sannfæra
íslenska þjóð um að sautjándi
júní væri mesti heilladagur henn-
ar og bæri henni að minnast þess
árlega. Um það efni segir svo í
bók Lúðvíks Kristjánssonar um
Þorlák, „Úr heimsborg í Grjóta-
þorp“, öðru bindi bls. 295:
„Þessari hugmynd skýtur fyrst
upp á fundi í stúkunni „Einingu"
4. apríl 1886. Þorlákur leggur þar
fram tillögu þar sem hann stingur
upp á að stúkurnar í Reykjavík
gangist fyrir því í sameiningu að
efna til minningarsamkomu 17.
júní þá um sumarið. Ætlast hann
til, að hún fari fram með þessum
hætti: Allir templarar bæjarins
hittist á ákveðnum stað, embætt-
ismenn með einkenni sín, og síð-
an haldi þeir í skrúðgöngu suður í
krikjugarð, að leiði forsetahjón-
anna. Fyrir skrúðgöngunni á að
bera íslenska fánann (þ.e. fálka-
merkið). Við minnisvarðann sé
sungin ný kantata eða kvæði og
ennfremur fluttar ræður.
- Ekki verður séð af gjörðar-
bók „Einingar“, hvernig fundar-
mönnum hefur litist á tillögu Þor-
láks, því að þess er einungis get-
ið, að frestað hafi verið um óá-
kveðinn tíma að taka ákvörðun
um hana.
Ekki varð af því, að fæðingar-
dags Jóns Sigurðssonar væri í
þetta skipti minnst með þeim
hætti, sem Þorlákur hafði stungið
upp á í „Einingunni", enda verð-
ur ekki séð af gjörðarbók hennar,
að um það mál hafi frekar verð
rætt á fundum stúkunnar. Áform
Þorláks að gera 17. júní að tylli-
degi var þar með ekki úr sögunni,
því að einmitt þennan dag 1886
kom margt manna saman í húsi
hans, en ekki verður til fulh.ustu
úr því skorið, að Goodtemplarar
hafi einir staðið að samkvæminu.
ur. Voru þar ræður haldnar og
minni drukkin, og fór samsætið
mjög vel fram, en fyrir því stóð
Þorlákur kaupmaður Johnson“.
Þetta er eina frásögnin, sem
blöðin varðveita um kveikjuna
að þjóðhátíðardegi íslendinga.
Hversu fálát þau eru um þann at-
burð, þá fyrst er minnst opinber-
lega fæðingardags Jóns Sigurðs-
sonar, gæti bent til þess, að ekki
hefði verið mikill áhugi á að
koma á þeirri siðvenju. Ókunn-
ugt er um ræðumenn í samkvæm-
inu 17. júní 1886 en fyrir minni
forsetans var sungið þar brot af
kvæði sem Steingrímur Thor-
steinsson hafði ort sex árum
áður.“
Lúðvík skýrir ennfremur frá
því, að Þorlákur hafi efnt til sam-
kvæmis 17. júní 1887. Þögn ríkir í
blöðunum um þessa minningar-
hátíð nema hvað ísafold birtir
kvæði sem ort voru í tilefni dags-
ins og getur þess að þau hafi verið
sungin 17. júní „í fjölmennu sam-
kvæmi hjá Þorláki Ó. Johnson“.
Það er með öðrum orðum
framtakssamur kaupmaður í
Reykjavík sem hefur frumkvæði
að því að byrjað er á því að gera
17. júní að tyllidegi og hefur
mestan veg og vanda af fram-
kvæmdinni. Lúðvík Kristjánsson
segir í bók sinni, að það sé á huldu
hvo.t áframhald hafi orðið eftir
1887, en blöðin íslensku veita að
minnsta kosti enga vitneskju í því
efni.
Varðveist hefur ræða sem Þor-
lákur Ó. Johnson flutti þegar
minnisvarði Jóns Sigurðssonar
var afhjúpaður. Þar leggur hann
sérstaka áherslu á að „Enginn
hefur eins vakið þjóðernistilfinn-
ingu vora og Jón Sigurðsson því
með sínu merkilega starfsama lífi
hefur hann kveikt það ljós í hjört-
um vorurr., að vér erum bæði
farnir að skilja það, og vitum
það, að vér erum sérstök þjóð
með voru eigin tungumáli og
þjóðréttindum. Jón Sigurðsson
kenndi oss þann mikla sannleika,
að virða ekki mennina eftir stöðu
sinni, heldur eftir því sem þeir
stæðu í stöðu sinni. Hann var í
raun og veru sannur þjóðríkis-
maður (Republikaner). Hann
vildi kenna oss, að eftir því sem
oss færi fram í öllu andlegu og
verklegu, þá ættum vér að ná
þeim þroska, er einkennir alla
frjálsa og menntaða menn. Hann
gat því aldrei verið neinn svokall-
aður „klikkumaður", því að hans
mikla og göfuga sál hafði miklu
æðri og stærri sjóndeildarhring
heldur en þann, sem takmarkað-
ur er af eigingirni eða þokulegri
hugsun um alla rétta pólitík. Það
er því skylda vor að halda áfram í
sömu stefnu og hann og jafnframt
kenna börnum vorum að drekka
af hans anda, svo að þjóð vor geti
náð því takmarki, sem henni er
ætlað. Lifi minning Jóns Sigurðs-
sonar í heiðri og blessun á meðan
nokkurt íslenskt hjarta bærist.“
Þorlákur Ó. Jonnson, kaupmaður
og frændi Jóns átti hugmyndina
að þjóðhátíðardegi 17. júní.
Framan á sérprenti kvæða þeirra
sem sungin voru, stendur, að
samkoman hafi verið haldin af
„Good-Templarafélaginu í
Reykjavík", en Valdimar Ás-
mundsson ritstjóri, sem var einn
af félögum ,,Einingar“ og virðist
hafa verið í samkvæminu, getur
þess þannig í blaði sínu daginn
eftir:
Fór það vel fram
„Fæðingardagur Jóns Sigurðs-
sonar var í gær hátíðlegur haldinn
af nokkrum frjálslyndum og fjör-
ugum mönnum hér í bænum
(flest Goodtemplarar) í veiting-
asal húsfrú Kristínar Bjarnadótt-
100 ár
frá því að hugmynd kviknaði að
þjóðhátíðardeginum:
Þriðjudagur 17. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5