Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 8
Gróöur hafði lítt tekið við sér þrátt fyrir að þjóðgarðurinn hafi verið baðaður í sól undanfarna daga. Það gerði norðanáttin og næturfrost sem fylgdi henni. Þeg- ar undirritaður renndi á bílaleigu- bíl niður malbikið að krossgötun- um á Þingvöllum, hafði hann hinsvegar snúist í sunnanátt og því dumbungsveður. Alltaf ertu jafn seinheþpinn, hugsaði undirritaður, það er lítið gaman að rölta um á þessum fornfræga stað í rigningarsudda og ætla að festa fegurð Þingvalla á filmu. „ Við erum búin að bíða þess að vindátt breyttist, svo gróðurinn fari að taka við sér,“ sagði séra Heimir Steinsson, þjóðgarðs- vörður. „Sumarið er óvenju seint á ferðinni í ár, þó veðrið hafi verið fallegt að undanförnu. Nú ætti að fara að hlýna og þá er viöbúið að náttúran taki fjörkipp og klæði Þingvelli í sumarskrúða." Séra Heimir býður til stofu í gamla bænum, sem var reistur að frumkvæði Jónasar frá Hriflu fyrir alþingishátíðina 1930. Kaffi er hellt í bolla og Heimir treður sér í pípu. Hann hefur nú gegnt starfi þjóðgarðsvarðar í fimm ár og segist una því vel þó starfið sé erilssamt. Það er í mörgu að snúast, taka á móti gestum, fólki af öllum stigum þjóðfélagsins. Skömmu áður en undirritaðan bar að garði hafði hann sýnt skólabörnum helstu sögustaðina á Lögbergi og í Al- mannagjá, og eftir nokkra daga er von á stórhertoganum af Lúx- emborg. „Það er gaman að sýna skóla- Séra Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður, á Spönginni milli Flosagjár og Nikulásargjár. í baksýn má sjá rústirnar af Byrgisbúð. Mynd Sáf. A miðju sögusviðinu Rœtt við séra Heimi Steinsson, þjóðgarðsvörð og prest í Þingvallasókn, um fornleifarannsóknir semmunuhefjastó Þingvöllumseinnaí sumar börnum þessar söguslóðir, sem þau kannast við af bókum. Það sem kom mér mest á óvart, var hversu vel þessi börn höfðu verið uppfrædd um menningararf okk- ar íslendinga. Þó vill nú sumt ruglast hjá þeim sem eðlilegt er. T.d. er ég vanur að segja krökk- unum frá viðureign þeirra Hrafns og Gunnlaugs í Öxarárhólma. Þá spyr ég þau hvort þau kannist ekki við Hrafn og Gunnlaug. Jú þau eru nú hrædd um það, hann Hrafn Gunnlaugsson." Heimir segist sjá Þingvelli fyrir sér sem alhliða útivistarsvæði fyrir höfðuborgarsvæðið og það ekki bara að sumri til heldur allan ársins hring. í sumar verður lokið við að leggja bundið slitlag á meginhluta vegarins austur yfir Mosfellsheiði að Þingvöllum. Að sögn Heimis hefur þegar átt sér stað þróun í þessa átt og um pásk- ana hefði verið krökkt af fólki á gönguskíðum úti á völlunum og uppi í hlíðunum. „Fólk er orðið þreytt á þessum skipulögðu skíðaleiðum sem eru á Bláfjallasvæðinu og vill frekar ráfa stefnulaust í náttúrunni og þessvegna leitar það hingað." Tilgangur heimsóknarinnar á Þingvelli var að fræðast um fyrir- hugaðan uppgröft, sem ráðist verður í seinna í sumar, á Lög- bergi og búðatóftunum, sem enn má sjá móta fyrir bæði í Al- mannagjá og á völlunum fyrir neðan Lögberg. Nú er rúm öld síðan Sigurður Vigfússon, forn- leifafræðingur, rannsakaði þess- ar tóftir að undirlagi Fornleifafé- lagsins, einsog segir í skýrslu um þann uppgröft í Árbók Hins ís- Íenska fornleifafélags frá 1880. „Upphaf þess máls er að staðið hefur til í nokkur ár, að gera aðal- skipulag að þjóðgarðinum á Þingvöllum," segir Heimir. „í maí 1985 var ákveðið að ráða tvo arkitekta, þá Reyni Vilhjálmsson ogEinar Sæmundsen, til að vinna verkið. Hófust þeir handa í fyrra- sumar við gagnasöfnun og annan undirbúning að aðalskipulaginu. Gagnasöfnunin leiddi svo fljót- lega til þess að þeir þurftu að leita til sérfróðra manna um ýmsa þætti, svo sem náttúrufar, jarð- fræði, ferðamannastraum og þarfir ferðamanna, og síðast en ekki síst um ýmislegt sem varðaði sögu þessa fornfræga staðar. Það aðalskipulag sem Þing- vallanefnd hefur ákveðið að láta gera núna á að vera til frambúðar en hingað til hefur þjóðgarðurinn verið skipulagður frá þjóðhátíð til þjóðhátíðar, en haldið í horf- inu þess á milli. Gagnasöfnunin leiddi fljótlega til þess að haft var samband við Þjóðminjasafnið. Var farið fram á að safnið sæi um að gera þjóð- minjaúttekt á svæðinu og var Guðmundi.Ólafssyni, fornleifa- fræðingi, falið það starf. Guðmundur hefur lagt til að teknir verði prufuskurðir hér og hvar á þingstaðnum. Þetta þýðir annarsvegar, að forn mannvirki á svæðinu verða kortlögð og hins- vegar, að tekin verða nokkur könnunarsnið á einstaka stað, sem er einskonar minniháttar fornleifauppgröftur. Hér er því um forkönnun og úttekt á þjóð- minjasvæðinu að ræða. Verður gerður uppdráttur af rústunum og ástand þeirra kannað. Sumar eru illa farnar og þarf að lagfæra í kringum þær og jafnvel færa til göngustíga." Rústir mikilla mannvirkja Heimir tekur nú að lýsa búða- svæðinu og af lýsingu hans að dæma virðast búðirnar vera víða um svæðið. „Fornleifarnar blasa við hvert sem litið er standi maður á vest- urbakka Almannagjár. Það eru búðatóftir á allnokkrum stöðum í sjálfri Almannagjá. Sú fræga búð, Snorrabúð, er í Hamra- skarði sunnan við Lögberg. Stærsta tóftin austan Öxarár er beint á móti kirkjudyrunum, Biskupsbúð, geysimikið mann- virki, en þetta mun vera búð Skálholtsbiskupa og bjuggu þeir þar yfir þingtímann. Flatarmál þeirrar búðar er 32,4 metrar sinn- um 7,5, eða 243 fermetrar og sést á því að þetta hefur verið voldug bygging. Frægust búða vestan ár er svo Njálsbúð og var hún ekkert kot heldur því stærð hennar er 25,5 sinnum 8,5 metrar, eða tæpir 217 fermetrar. Þetta bendir til að hér hafi verið meiriháttar mannvirki. Njálsbúð er nú að mestu sokkin ofan í mýrina. Síðast en ekki síst er það svo Byrgisbúð á Spönginni milli Flosagjár og Nikulásargjár, sem kallast nú Peningagjá, en sú búð er nefnd í Þorgilssögu og Hafliða og er hún ein þeirra búða sern nokkuð öruggt er um að sé rétt staðsett." Gjár þrem megin Heimir dregur nú fram Þorgils- sögu og Hafliða úr bókahillunum og leitar uppi kafla þar sem stað- háttum við Byrgisbúð er lýst ná- kvæmlega. Á meðan er hann inntur að því hversu áreiðanlegar þessar nafngiftir eru, hvort þær séu ekki tilbúningur síðari tíma manna, eða hvort hér sé um að ræða ævaforn örnefni. „í bók sinni Þingvöllur, alþing- Frh. á bls. 13 Þjóðgarðsvörður fyrir framan Njálsbúð, á vesturbakka Öxarár. í baksýn Þingvallakirkja og Þingvallabærinn, sem var reistur af frumkvæði Jónasar frá Hriflu. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.