Þjóðviljinn - 17.06.1986, Qupperneq 14
FLOAMARKAÐURINN
Áskrifendur athugið að hringja milli
kl. 5 og 7 í síma 681333.
Til sölu er
Vauxhall Viva ’74
Selst ódýrt. Sími 11251.
Tvær ungar og
helðarlegar stúlkur
óska eftir 3ja herb. íbúö til leigu í
Reykjavík. Hafa meðmæli. Uppl. í
síma 16113 á kvöldin.
Hvíld og hressing
Sérhús og einkasundlaug, fæöi
eftir samkomulagi. Vinsamlegast
pantiö tímanlega. Verið velkomin.
Biáhvammur Reykjaneshverfi (Mý-
vatnsvegur 87) 641 Húsavík. Sími
96-43901.
Til leigu
góö kjallaraíbúð í Hlíðunum fyrir ró-
legt fólk, helst eldri hjón. Ibúðin
leigist til tveggja ára á sanngjörnu
verði. Tilboð merkt „Rólegt" send-
ist á auglýsingadeild Þjóðviljans,
Síðumúla 6, fyrir 25. þ.m.
Atvinna óskast
30 ára kona óskar eftir framtíðar-
starfi frá 1. ágúst. Hef reynslu í
ritara- og skrifstofustörfum. Er
reglusöm og stundvís og hef góð
meðmæli. Uppl. í síma 28595 eftir
kl. 19 í kvöld og næstu kvöld.
Húsnæði óskast
Ung kona óskar eftir 4ra herb. íbúð
til leigu í Reykjavík sem fyrst - til
lengri tíma (1 -2 ár). Erum tvö í heim-
ili. Reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið. Vinsamlegast
hringið í síma 28895 eftir kl. 18 í
kvöld og næstu kvöld.
Húsnæði í boði
3ja herb. íbúð á góðum stað í
Reykjavík til leigu. Tilboð leggist inn
á auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir
20. júní merkt „Húsnæði 412".
Ritvél - bjartsýni
Hver vill gefa Æskulýðsfylkingunni
ritvél? Má vera notuð. Sími 17500.
Gísli Þór.
íbúð til leigu
í Gautaborg
með húsgögnum. Sími 83806.
Vanur vélritari
óskar eftir hálfsdagsvinnu í sumar.
Vinnutimi eftir samkomulagi. Uppl. í
síma 14875.
Fjórir stólar
Fást fyrir lítið eða ekkert. Sími
10633.
Ung og heiðarleg
stúlka
óskar eítir einstaklingsíbúð eða
herbergi í júlí og ágúst. Uppl. í síma
16113 á kvöldin.
Til sölu
vegna brottflutnings selst ódýrt
hvítmálað hjónarúm (190x150),
skrifborð, tveggja manna svefnsófi,
sófaborð, skatthol, svart/hvítt sjón-
varpstæki, rautt kvenreiðhjól (Kalk-
hoff) o.fl. Uppl. í síma 74873.
Ungt par
sem er að byrja að búa vantar ýmis-
legt í búið, m.a. ísskáp, þvottavél,
fataskáp o.fl. Uppl. í síma 42214
eftir kl. 18.00.
Húshjálp
Get tekið að mér húshjálp. Uppl. í
síma 76178.
Til sölu
góð og vel með farin systkina-
tvíburakerra. Kr. 4.000.- Hjóla-
skautar nr. 36 kr. 500.-. Uppl. í síma
672414.
Vil kaupa
gott þríhjól og tvo dúkkuvagna.
Uþpl. í síma 672414.
Erum tvö sem vantar
1 -2ja herb. íbúð 1. ágúst. Sem næst
Kennaraháskólanum. Uppl. í síma
77238 og 36411 eftir kl. 18.
3 gullfallegir kettlingar
fást gefins. Uppl. í síma 18953.
Reglusöm ung hjón
óska að taka á leigu tveggja til
þriggja herbergja íbúð frá l.ágúst
n.k. Uppl. í síma 19296 á kvöldin.
Til sölu
lítið notaður Fisher ST-780 hátalar-
ar fyrir samkomusali, bíóneða
diskótek. Fást fyrir lítið gegn stað-
greiðslu.
Burðarrúm til sölu
Kr. 1.500.-. Uppl. í sima 686259.
íbúð óskast
Mæðgur bráðvantar 2ja—3ja her-
bergja íbúð sem fyrst í nágrenni
Landspítalans. Góð meðmæli.
Uppl. í síma 23872.
Auglýsið í Þjóðviljanum
-----------Síml681333.-------
Austurbergiö 109Reykjavik ísland sími756 00
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Auglýstar hafa verið til umsóknar eftirtaldar
kennarastöður við skólann:
Tvær stöður í hjúkrunarfræðum, ein staða í
eðlisfræði, ein staða í félagsfræði, ein staða í
málmiðnum og ennfremur hálfar stöður í
bókmenntum, efnafræði og rafmagnsfræð-
um.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Skólameistari verðurtil viðtals í sambandi við
stöður þessar á skrifstofu sinni dagana 18.,
19. og 20. júní kl. 10.00-12.00 árdegis.
Skólameistari
_______________HEiMURINN____________
Bundaríkin
Reagan á í vandræðum
með þingið
Ronald Reagan verður stöðugt hœgrisinnaðri ískoðunum og um leið
stöðugt harðari varðandi stefnu sína í utanríkismálum. Bandaríkjaþing er
hins vegar ekki á sömu skoðun og Reagan og deilir hart á ákvarðanir hans.
Par ber hæst Salt IIsamningurinn og afnám hansfrá hendi Reagans. Bak
við þetta ersvo sú staðreynd að þingkosningar eru íhaust
Ronald Reagan hefur nú verið
sex ár á forsetastóli í Bandaríkj-
unum og er enn á leið til hægri.
Nú er talið að þessi hægri dans
hans geti orðið honum mikill
baggi. Staða hans í hinni lang-
vinnu baráttu við bandaríska
þingið er orðin tæp.
Reagan tókst með naumindum
að bjarga vopnasölusamningnum
við Saudi Araba fyrir horn og yf-
irlýsing hans um dauða Salt II
samningsins vakti mikla reiði á
þinginu. Hann á nú enn á hættu
að lenda í miklum átökum á þing-
inu út af þessari ákvörðun sinni.
Þrátt fyrir að Reagan hafi per-
sónulega lagt sig mjög í fram-
króka við að fá 100 miljón dollara
aðstoð sína við andspyrnuöfl í
Nicaragua samþykkta, hefur það
ekki gengið hingað til. Þá má
einnig nefna áætlun hans um
varnir og erlenda aðstoð fyrir
árið 1987. Þeirri áætlun hefur
hreinlega verið slátrað á þinginu.
Áætlun hans um aðstoð við
skæruliða í Angóla hefur mætt
þar mikilli andstöðu. Hann horfir
þessa dagana upp á löggjafann
semja áætlun um harðar refsiað-
gerðir gegn stjórnvöldum í S-
Afríku, nokkuð sem hann hefur
lýst sig algjörlega mótfallinn.
Reagan á í vök
að verjast með
tillögur sínar
Reagan „færist sífellt meira tii
hægri og þetta hefur vakið upp
hörð viðbrögð á þinginu, hann á
nú í vök að verjast á þinginu með
margar tillagna sinna“, segir C.
William Maynes, ritstjóri hins
bandaríska Foreign Policy Maga-
zine, sem er tímarit um utanríkis-
mál. Maynes sagði að það kæmi
hins vegar ekki fram að fullu fyrr
en í þingkosningum í nóvember
hversu alvarieg staða hans er. Ef
Reagan missir meirihluta sinn í
Öldungadeildinni (flokkur hans,
Repúblikanar, hefur þar meiri-
hluta) eða að þingmenn sem
styðja harðlínustefnu hans, missa
þingsæti sitt er ljóst að utanríkis-
stefna Reagans mun bíða mikinn
álitshnekki.
Nú liggja fyrir mörg mál sem
enn eru óleyst á þingi en einna
þyngst á vogarskálunum er málið
um Salt II samninginn. Mikill
meirihluti þingmanna í Fulltrúa-
deildinni og Öldungadeildinni
hefur þegar samþykkt skriflega
Salt II samninginn og meðlimir
beggja deilda hafa í hyggju að
þrýsta á Reagan með að fara eftir
samningnum. Hugmyndin er sú
að neita Reagan um fjármagn
sem gæti orðið til þess að brjóta í
bága við Salt samninginn frá
1979. Þegar fréttist að Reagan
hefði afskrifað Salt II, tók það
Repúblikanann Norman Dicks
ekki nema klukkustund að safna
75 talsmönnum þess efnis að mót-
mæla tilkynningu Reagans.
Thomas ONeill, Demókrati og
forseti Fulltrúadeildarinnar,
sagði um þessa ákvörðun Reag-
ans:„Stjórnin hefur nú tekið fót-
inn af hemlunum varðandi fækk-
un kjarnorkuvopna og hefur stig-
ið á bensíngjöf aukins kjarnorku-
vígbúnaðar."
Maldað í móinn
Fulltrúar í Hvíta húsinu reyndu
segir Reagan.
að malda í móinn varðandi þessa
ákvörðun og sögðu að þjóðin og
aðrir erlendis hefðu ekki verið
búnir undir þessa ákvörðun for-
setans. „Þetta eru ekki lok af-
vopnunarstefnunnar, það bara
hljómar þannig fyrir fólki," sagði
einn þeirra. Háttsettur fulltrúi
innan Reagan stjórnkerfisins
sagði að með því að slátra Salt II
samkomulaginu hafi Reagan gef-
ið í skyn að hann hafi lítinn áhuga
á afvopnunarmálum og Stjörnu-
stríðsáætlun hans sé fyrst og
fremst hugsuð sem sóknaráætl-
un.
„Mig hryllir við þeirri tilhugs-
un að þurfa eftir þingkosningar í
haust að reyna sem þingmaður
Repúblikana í öldungadeildinni
að skýra það út hvers vegna for-
setinn hvarf frá Salt II samkomu-
laginu eftir að hafa farið eftir því í
fimm ár,“ sagði Norman Dicks.
Þá verður að nefna annan
mann til sögunnar sem er varnar-
málaráðherrann í stjórn Reag-
ans, Caspar Weinberger. Hann
hefur verið sakaður um að vera
ekki að hafa mikið fyrir því að
ræða við þingið um fjárútlát til
varnamála. Sagt er að hann hafi
jafnvel neitað að ræða slíka hluti
við þingið. „Allir fyrrum varnam-
álaráðherrar hafa lagt fyrir þingið
hugmyndir sínar um það hversu
mikið skuli fara í varnamál, og og
haft þær að einhverju leyti í lík-
ingu við það sem líklegt væri að
þingið gæti samþykkt," er haft
eftir háttsettum manni í Pen-
tagon. Aðstoðarmenn Weinber-
gers hafa neitað þessum ásökun-
um. Hann er nú sagður vera einn
versti óvinur sjálfs sín.
Reagan hefur stöðugt verið há-
vær um 100 miljón dollara stuðn-
inginn við andspyrnuöflin í Nic-
aragua. Ýmsir sérfræðingar í
málefnum bandaríska þingsins
telja hins vegar að ef hann ætlar
að eiga einhverja von um að fá
einhverja peninga fyrir and-
spyrnuöfl í Nicaragua, verði hann
að gera ákveðnar tilslakanir.
Repúblikanar í öldungadeildinni
hafa reynt að ná samningum við
miðjumenn í þingflokki Demó-
krata. En jafnvel þó tillaga nái
fram að ganga í Fulltrúadeildinni
gæti hún tafist mánuðum saman í
Öldungadeildinni.
Skorið niður
Reagan fór fram á 320 miljarða
til varnarmála fyrir næsta ár.
Fulltrúadeildin sem var undir
þrýstingi um að minnka halla
ríkissjóðsins, skar beiðnina niður
í 301 miljarð dollara. Fulltrúa-
deildin skar hana síðan niður í
285 milljarða dollara. Nú eru í
gangi viðræður um málamiðlun
varðandi þessi útgjöld til varna-
mála en nú þegar er ljóst að
Reagan verður að sætta sig við
mun minna en hann fór fram á í
upphafi varðandi „Stjörnustríðs-
áætlun“ sína. Sú áætlun er mið-
punkturinn í hernaðarstefnu
hans.
Sama er uppi á teningnum
varðandi beiðnir hans um aðstoð
Bandaríkjanna til erlendra ríkja
og samtaka. Báðar deildir hafa
skorið niður beiðnir um framlög.
Þá hafa mikilvægar nefndir í
Fulltrúadeildinni samþykkt til-
lögur um að lögleiða nýjar refsi-
aðgerðir á S-Afríku og búist er
við að Fulltrúadeildin samþykki
þessar tillögur, þrátt fyrir ítrek-
aðar yfirlýsingar forsetans um að
slíkt leiði aðeins til hins verra. Nú
eru þingkosningar í haust þannig
að ljóst þykir að Reagan verður
að slaka á ef honum á að takast að
koma einhverjum af fyrrnefn-
dum málum í gegnum Bandaríkj-
aþing.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júní 1986