Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR
Hafskip
Innvortis mál
Sjálfstæðisflokksins
Páll Pétursson, form. þingflokks Framsóknar: VœriAlbertráðherra
Framsóknar myndi ég kalla saman þingflokksfund og gera tillögu um
að hann viki úrsœti
Ef Albert vaeri ráðherra Fram-
sóknarflokksins myndi ég
kalla saman þingflokksfund og
gera tiliögu um að hann viki úr
sæti.
ríkisstjórnarbúið og hann starfar
sem hjú Sjálfstæðisflokkisins í
þessu samstarfi.
Páll Pétursson benti á að það
væri Sjálfstæðisflokksins að taka
ákvörðun um hvort skipta þyrfti
um ráðherra. Framsóknarmenn
ætluðu ekki að taka Albert frá
þeim. Páll sagði: Ef þeir hafa
engan sem þeim þykir heppilegri,
þá þeir um það.
G.Sv.
Verðlagsráð
Bensínlækkun
Verðlagsráð mun koma saman
í dag og taka ákvörðun um lækk-
un bensínverðs. Eru áhöld uppi
um hvort lækkunin verði um eina
eða tvær krónur. Þykir þó llk-
legra að tveggja króna iækkun
verði ofan á og bensínverðið því
komið í 26 krónur iítrinn.
í vor voru keyptar töluverðar
birgðir af bensíni til landsins á
mjög hagstæðu verði. Eiga þær
að endast út ágúst. Hafa menn
óttast að verð fari hækkandi á
heimsmarkaði og því væri vitur-
legra að hafa lækkunina eina
krónu og láta hana gilda lengur.
Nú herma nýjustu frétir að
olíuverð muni aftur fara lækk-
andi á heimsmarkaði.
-Sáf
Þetta sagði Páll Pétursson for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins í gær. Hann bætti við:
Ég mun ekki gefa Albert neinar
fyrirskipanir, en í hans sporum
myndi ég segja af mér. Ef svona
lagað kæmi fyrir hjá okkur myndi
viðkomandi ráðherra segja af
sér, en það má vera að það sé
eitthvert annað gildismat hjá
Sj álfstæðismönnum.
Við fórum í samstarf við þenn-
an flokk vitandi vits um það að
okkur myndi kannski ekki líka
vel við allt sem þeir gerðu. Þeir
tilnefndu sína ráðherra og við
höfðum engin áhrif á það. Nú,
þeir skiptu um stóla undir ráð-
herrum sínum þegar þeir voru
búnir að sannfærast um að þeir
væru ekki á réttri hillu. Það er því
Sjálfstæðisflokksins, eða Alberts
sjálfs, að taka af skarið um það
hvort hann situr eða ekki.
Páll bætti við: Mér finnst þetta
fyrst og fremst vera innvortis mál
Sjálfstæðisflokkins. Það er því
ósköp eðlilegt að forsætisráð-
herra vilji ekki skipta sér af
innanhússmálum þess flokks. Al-
bert starfar fyrst og fremst á
ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Þeir
bera fullkomlega ábyrgð á hon-
um. Við völdum ekki Albert
Guðmundsson. Það er Sjálfstæð-
isflokkurinn sem leggur hann í
Tónlistarhús
Sverðin
slfðruð
Þeir aðiiar sem hafa deilfum
þetta tónlistarhús í fjölmiðl-
um að undanförnu hafa nú slíðr-
að sverðin og nú vonumst við til
þess að góð samvinna takist í því
að reisa myndarlegt tónlistarhús
fyrir alla þjóðina, sagði Júlíus
Vífill Ingvarsson formaður félags
óperusöngvara í viðtali við Þjóð-
viljann í gær aðspurður um
stöðuna í máiefnum tónlistar-
hússins.
„Eftir aðalfund Samtaka um
byggingu tónlistarhúss þá von-
umst við til þess að stjórnin fari
að óskum aðalfundar um samráð
og samvinnu í þessu máli. Við
bárum fram tillögu þess efnis og
hún var samþykkt og stjórnin
hlýtur að fara að vilja meirihluta
aðalfundar. Við vildum hætta
þessu karpi í fjölmiðlum, sem við
neyddumst útí til þess að vekja
fólk af doða, því það áttuðu sig
ekki allir á því hvað þarna var að
gerast.
Á aðalfundinum var samþykkt
tillaga sem fól í sér þá skoðun að
sviðsbúnaðinum væri verulega
ábótavant og því hlýtur að verða
gerð bragarbót þar á. Þetta á að
vera hús allrar þjóðarinnar og ég
vænti þess að þetta mál sé komið í
heila höfn ef nú verður gengið að
óskum aðalfundar.“ -pv
Hlaövarpinn var í gær formlega afhentur nýjum eigendum, en þá tók stjórn innar. Margvísleg starfsemi er í húsunum þrem, og að sögn Súsönnu Svavars-
Kvennamiðstöðvarinnar í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, við afsali húseignar- dóttur framkvæmdastjóra gengur starfsemin vonum framar. Mynd Sig. Mar.
Samkvœmtnýrri reglugerð fyrir Húsnœðisstofnun öðlastþeirsem
missthafa íbúðirsínar vegna greiðsluerfiðleikafullan lánsrétt.
Meðaltal tekið aflánsrétti hjóna. Heimavinnandi hafafullan lánsrétt.
Ráðgjafarþjónusta fer yfir fjármál umsœkjenda
eir, sem hafa misst íbúð sína
eða mestan hluta eigna sinna
vegna greiðsluerfiðleika eða orðið
fyrir greiðslu- eða gjaldþroti, geta
fengið fullt lán úr Byggingarsjóði
ríkisins einsog þeir sem eru að byg-
gja eða kaupa í fyrsta sinn. Þetta
kemur fram í reglugerð um lán-
veitingar úr byggingarsjóð ríkis-
ins, sem undirrituð var af fél-
agsmálaráðherra á mánudag og
birt fjölmiðlum í gær.
Sömu sögu er að segja um þá
sem misst hafa eign sína við
hjónaskilnað ef eignarhluti um-
sækjanda er minni en 25% af
hámarkslánsfjárhæð.
Einsog fram hefur komið í
fréttum ákvarðast lánsréttur um-
sækjenda af kaupum viðkomandi
lífeyrissjóðs á skuldabréfum hjá
Húsnæðisstofnun. Til að öðlast
fullan lánsrétt verður umsækj-
andi að hafa greitt í tvö ár til líf-
eyrissjóðs sem eyðir 55% af ráð-
stöfunarfé sínu í skuldabréfak-
aup af Húsnæðisstofnun. Til að
öðlast lágmarksrétt verður líf-
eyrissjóðurinn að hafa keypt fyrir
20% af ráðstöfunarfé sínu.
Hámarkslán til nýbygginga og
kaupa á nýju húsnæði er 2,1
milljón króna miðað við vísitölu
byggingarkostnaðar í ársbyrjun,
sú upphæð mun því hafa hækkað
eitthvað.
Hámarkslán til kaupa á gömlu
er 70% af nýbyggingarláni. Lán
þessi eru veitt til 40 ára. Eru vext-
ir af lánunum breytilegir og tekur
ríkisstjórnin ákvörðun um þá á
hverjum tíma. Var þetta eitt hel-
sta deilumál nefndar þeirrar er
setti saman nýju húsnæðislög-
gjöfina, vildi meirihluti nefndar-
innar lögfesta 5,5% hámarks-
vexti á lánin en minnihlutinn var
því andvígur. Ríkisstjórnin lagði
svo fram frumvarpið með þeirri
breytingu að vextir yrðu ekki
fastir.
Þeir sem hafa heimilisstörf að
aðalstarfi hafa fullan lánsrétt, þó
miðast lánsréttur hjóna og sam-
býlisfólks við lánsrétt þess sem
stundar aðalstarf. Stundi báðir
aðilar starf utan heimilis er tekið
meðaltal af lánsrétti þeirra
beggja.
Sé umsækjandi að sækja um í
annað sinn þá nemur lánsfjár-
hæðin 70% af nýbyggingarláni.
Þeir sem eru að kaupa eða byggja
í fyrsta skipti ganga fyrir úthlutun
annarra lána og skal miðað við að
biðtími þeirra sé að jafnaði helm-
ingi styttri en þeirra sem eru að
kaupa í annað skipti.
í reglugerðinni er ákvæði um
að Ráðgjafarstöð Húsnæðis-
stofnunar kynni umsækjanda þá
greiðslubyrði sem væntanleg lán-
taka hefur í för með sér og skal
honum skýrt frá því ef stofnunin
telur að lántakandi standi ekki
undir fjármögnuninni.
Sé íbúð stærri en 170 fermetrar
skerðist lánið um 2% fyrir hvern
fermetra umfram. Lánsfjárhæð
má aldrei vera hærri en sem nem-
ur 70% af kostnaðaráætlun eða
raunverulegu kaupverði íbúðar-
innar.
Nýja reglugerðin tekur gildi 1.
september í haust og verður þeim
sem sótt hafa um fyrir þann tíma
en ekki hafa fengið afgreiðslu
gefinn kostur á að fá lán sam-
kvæmt nýju lögunum.
—Sáf
Miðvikudagur 2. júlí 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3