Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 7
DJðDVIUINN Umsjón: Páll Valsson Bókmenntir Kúgun er alltaf eins Vigdís —„Vfirleitt sammála kon- unum frá þriðja heiminum". Vigdís Grímsdóttir á alþjóðlegu kvenrithöfundaþingi í Osló Síðustu viku var haldið í Osló alþjóðlegt þing kvenrithöf- unda og kom þar saman mikill fjöldi kvenna f rá um það bil áttatíu löndum, sem allar tengjast á einhvern hátt bók- menntasköpun. Vigdís Grímsdóttir sat þingið ein ís- lenskra kvenrithöfunda og Þjóðviljinn átti símtal við hana yfir sundið í gær, til þess að forvitnastumþingið: „Það var mjög merkileg upp- lifun að sitja þetta þing. Þarna var alltaf eitthvað að gerast, frá morgni til kvölds. Erindi, upp- lestur og pallborðsumræður. Síð- an voru öll lönd með bása, þar sem voru sýndar og seldar bækur frá viðkomandi löndum auk þess sem höfundar og útgefendur voru til staðar til þess að ræða við fólk. ísland var með smáhorn með nokkrum bókum, einum fjórum titlum að mig minnir en enginn útgefandi var þarna eða neitt, dá- lítið léleg frammistaða hjá okkur íslendingum. Kúgunin hin sama Það sem mér er minnisstæðast af þinginu eru erindi kvenna frá kúguðu löndunum, þriðja heiminum. Þær settu út á konurn- ar frá þeim heimshluta sem þær kölluðu fyrsta heiminn, - að þær væru að glata innsæinu í alls kyns dekri við smávægilega hluti. Þetta væru þær að gera á meðan þriðji heimurinn sylti og þyldi kúgun sem birtist í ýmsum mynd- um. Mér fannst það skýrast mjög fyrir mér á þinginu að kúgun er alls staðar eins, hvort sem hún er hungur, valdbeiting eða skoðan- akúgun. Ég hafði sérstaklega gaman af kínversku og indversku konun- um, þær voru beittar og skemmti- legar. Það var líka lærdómsríkt að horfa upp á rússnesku konurn- ar. Þær komu með tilbúnar ræður Myndlist í minningu Þorvaldar Listasafn Háskólans fær gjafir Þorvaldur Skúlason. Þorvaldur Skúlason listmálari heföi oröiö áttræður þann 30. apríl. Af því tilefni hefur Lista- safni Háskóla íslands borist nokkrargóðargjafir, sem auka viö kost safnsins. Meðal þess sem gefið var í minningu Þorvaldar var stórt olí- umálverk eftir hann frá árinu 1947, en það gáfu hjónin Ingi- björg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson. Dóttir Þorvaldar, Kristín Skúlason færði safninu að gjöf 6 olíumálverk og 203 vatns- litamyndir, álímingar, krítar- myndir og vinnuteikningar. Haf- steinn Austmann gaf safninu málverk eftir sig frá árinu 1954 til minningar um Þorvald og Guð- munda Andrésdóttir gaf af sama tilefni málverk eftir sig. Listasafn Háskóla íslands á nú um það bil 400 listaverk og mun það verða opið síðari hluta sumars í Odda, hinu nýja hugvís- indahúsi Háskólans. og þegar pallborðsumræðurnar voru á eftir þá sá maður svo glöggt að þær gátu alls ekki sagt það sem þær langaði til. Yfiryald- ið fylgist alltaf grannt með öllu. Við svona aðstæður verður rit- höfundurinn að skrifa eins konar tvöfalt mál. Til þess að bók- menntirnar verði vopn í barátt- unni og það sem höfundurinn vill segja komi fram, verður hann að notast við tvíþætt mál. Hið sameiginlega Það var náttúrlega heilmikið talað um sameiginleg einkenni á bókmenntum eftir konur. En ég er alveg sammála þessum kín- versku og indversku konum að það sé fjarstæðukennt að einhver slík einkenni gildi almennt. Þær gagnrýndu amerískar og evr- ópskar konur mjög fyrir nafla- skoðun, að þær gleymdu grund- vallaratriðum í vangaveltum sín- um um ýmis léttvæg mál. Þær lögðu líka mikla áherslu á það að raunveruleikinn þyrfti að koma fram í bókmenntunum. Ég las upp ljóð á þinginu, á Jónsmessunótt sem Norðmenn halda gjarna dálítið uppá og það var skemmtilegt. Mín þátttaka kom nú upp með svo skömmum fyrirvara að ég hafði ekki tóm til þýðinga, en ég talaði á undan á ensku svona almennt um þetta þannig að ég held að þetta hafi gengið alveg sæmilega og við- brögðin voru ágæt. Það voru margar konur þarna sem höfðu aldrei heyrt um ísland, héldu að það væri eitthvert eskimóaland úti í íshafi og þeim fannst gaman að heyra málið. Svo kom Kristín Bjarnadóttir, sem er búsett þarna úti og las upp ljóð. FEHINIST % f BOO K F AIR OSlO/NOíWAV } ! » 7 7' ; y N f ÍÍRí. Merki þessa alþjóðlega þings kvenrithöfunda. Það er alltaf erfitt að segja hvað maður hafi grætt eða hverju maður hafi tapað með því að sitja þing eins og þetta. En svona þing geta haft góð áhrif útávið. Síðasta þing var haldið í London 1984 og sala á bókmenntum eftir konur jókst um 40% það ár í Englandi. Fyrst og fremst var þetta mikil reynsla fyrir mig og mjög margt sem situr eftir. Þetta er svo nýbú- ið að maður á eftir að vinna úr þessu betur. En svona eitt af meginatriðum á þessu þingi og það sem setti mestan svip á það að mínum dómi, var að kúguðu löndin leggja ekki nærri því eins mikið uppúr kynjamuni og við. Þær voru ekki með þennan skarpa mun á kvenna og karla- bókmenntum, heldur héldu þær því fram að það eina sem skipti máli væri athöfnin að skrifa; sköpun sem bæði kynin ættu sam- eiginlega og þannig yrði það að vera.“ -pv. Miðvikudagur 2. júlf 1986 pJÖÐVILJINN ~ SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.