Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 16
uoðviuinn i it**irirtjmíim Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Miðvikudagur 2. júlí 1986 145. tölublað 51. örgangur Hvalafurðir Ekkert mál með sölu Kristján Loftsson, forstjóri Hvals h/f, telur lítil vandkvæði á sölu hvalafurða tilJapans, HalldórÁsgrímsson, sjávarútvegsráðherra, segir úrskurð hœstaréttar Bandaríkjanna liðka tilfyrirJapani „Þessi niðurstaða þýðir sjálfsagt að eitthvað liðkast fyrir hjá Jap- önum“, sagði Hallddór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra um þann úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna að Bandaríkja- stjórn væri ekki skuldbundin til að takmarka fiskveiðiheimildir Japana í bandarískri landhclgi vegna hvalveiða þeirra í Kyrra- hafi. Halldór sagði að þetta mál snerti okkur ekki beint en vegna málaferlanna fyrir bandarískum dómstólum hefðu Japanir ef til vill verið tregir til að taka ákvörð- un um hvalamálið. Niðurstaða dómsins gerði það sjálfsagt að verkum að tregðan minnkaði. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals h/f, kvaðst ekki vita til þess að nokkrar takmarkanir væru í Jap- an á kaupum á hvalafurðum og niðurstaða Hæstaréttar yrði sjálf- sagt síður en svo til að spilla fyrir sölu á hvalafurðum héðan til Jap- an. Hafði hann ekki áhyggjur af sölu hvalafurða í ár. IH Borgarráð Æðarvarp nytjað Borgarráð hefur veitt Guð- varði Sigurðssyni leyfi til að nytja æðarvarpið í Þerney og á Gunnunesi, en hvort tveggja er í eigu borgarinnar. Beiðni um þetta fékk jákvæða afgreiðslu á fundi borgarráðs í síðustu viku. Æðarvarp er ekki mikið í Þerney og á Gunnunesi, Eins og áður hefur komið fram í Þjóðviljanum hefur áhugi fyrir æðarrækt aukist mikið og æ fleiri hafa áhuga á að leggja það fyrir SÍg. _gg Landsvirkjun Stórlán í London 4,2 miljarðar til að borga upp eldri lán og . fjármagna nýjar virkjunar- framkvœmdir Landsvirkjun hefur tekið 100 miljónir Bandaríkjadollara, eða 4,2 miljarða króna að láni hjá Citicorp Investinent Bank í London og tuttugu öðrum er- lendum banka- og lánastofnun- um. Lánið ber 7% vexti með vax- taálagi. í fréttatilkynningu frá Lands- virkjun kemur fram að helming lánsfjárhæðarinnar verði varið til að greiða upp eftirstöðvar af láni Landsvirkjunar hjá Scandinavian Bank Limited London og fleiri erlendum bönkum og Iánastofn- unum með óhagstæðari kjörum og að öðru leyti verði lánsfénu varið til að greiða upp önnur og eldri lán og til fjármögnunar virkjanaframkvæmdum í ár og á næstu árum. Af hálfu Landsvirkjunar undirrituðu þeir Jóhannes Nor- dal stjórnarformaður og Halldór Jónsson forstjóri lánasamning- inn. Landsbankinn varð 100 ára í gær og í tilefni þess bauð bankinn lok sýningarinnar voru börntn leyst út með blöðrum, sælgæti og spari- börnum á dagvistarstofnunum borgarinnar á bíó í Háskólabíói í gær. I baukum og voru þau að vonum hamingjusöm með trakteringarnar. Hestamenn Stjórnunarfélagið Landsmótið hefst í dag Pegar komið fjölmenni á mótsstað. Búist við 2000 útlendingum á mótið. Sérstök hátíðadagskrá um helgina Enduimenntun sjómanna Landsmót hestamanna hefst á Hellu í dag og er nú þegar orð- ið talsvert fjölmenni á mótsstað. Mótið stendur fram á sunnudag. Landsmót eru aðeins haldin á fjögurra ára fresti og er þetta helsta stórmót hestamanna hér á landi. Búist er við að hátt á annan tug þúsunda muni koma. Þar af er gert ráð fyrir að útlendingar verði um 2000 talsins. íbúar á Hellu eru hins vegar aðeins um 600. Það eru 15 hestamannafélög á sunnanverðu landinu sem eru framkvæmdaaðilar og hefur undirbúningur staðið yfir í all langan tíma. Þarna hefur m.a. verið byggt hús fyrir 50 stóð- hesta, ágætri salernisaðstöðu hef- ur verið komið upp og fleira. Hápunktur dagskrár mótsins verður á laugardag og sunnudag, en þá verður sérstök hátíðadag- skrá. -g Aþcssu námskeiði eru menn sem af ýmsum ástæðum eru að hætta sjómennsku og ætla að fá sér starf í landi, aðallega í við- skiptum eða verslun, sagði Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélags íslands, en það félag er nú að Ijúka endur- menntunarnámskeiði fyrir far- og fiskimenn. „Það var í mars síðastliðnum sem Farmanna- og fiskimanna- sambandið hafði samband við Stjórnunarfélagið og bað okkur að skipuleggja og koma á fót endurmenntunarnámskeiði fyrir félagsmenn sína sem hefðu hug á að starfa í landi. Við tókum þetta að okkur og skipulögðunt sjö vikna námskeið með þeim fögum sem við töldum að best mundi að gaghi koma. Námsefnið var fjór- skipt, sölu- og markaðssvið, stjórnunarsvið, tölvusvið og tungumálasvið. Og þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, þessir menn eru hörku námsmenn og bráðskemmtilegir í þokkabót", sagði Lára. Þessu fyrsta námskeiði lýkur nú í vikulokin, þáttakendumir nú eru allir með vélstjóra- eða skipstjóramenntun. Stjórnun- arfélagið ætlar sér að halda sarns konar námskeið á hausti kom- anda fyrir far- og fiskimenn og aðrar starfsstéttir. Lúðrasveit verkalýðsins Tíl Rostock á tónlistarháftíð Lúðrasveit verkalýðsins heldur á föstudaginn utan til A- Þýskalands þar sem sveitin tekur þátt í tónlistarhátíðinni „Musik- antentreff Ostsee“ í Rostock, ásamt 10 öðrum lúðrasveitum víðsvegar úr Austur- og Vestur- Evrópu. Mótið stendur í níu daga og mun sveitin á þeim tíma halda tíu tónleika bæði úti og inni. Með í ferðinni verða 42 hljóðfæra- leikarar auk maka og skyld- menna. Frá A-Þýskalandi fer sveitin til Danmerkur til sumar- dvalar og þar verður m.a. blásið í Tívolí-garðinum. Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins er Ell- ert Karlsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.