Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN S-Afríka Verkalýðssamtök hvetja til mótmæla Jóhannesarborg — í gær boð- uðu stærstu verkaiýðssamtök svartra manna til aðgerða gegn neyðarástandslögunum í landinu og er búist við að þau verði 14. júlí. Þá sprakk í gær sprengja í miðborg Jóhannes- arborgar og særðust átta manns. Upplýsingastofnun stjórnvalda tilkynnti einnig að einn maður hefði látist í óeirðum á síðasta sólarhring. Nú hafa að minnsta kosti 90 manns látist í óeirðum síðan neyðarástandslögin voru sett 12. júní síðastliðinn og sprengjutil- ræði hafa aukist. Verkalýðs- samtök námumanna, fjölmenn- ustu verkalýðssamtök landsins, ræddu í gær aðferðir til að mót- mæla neyðarástandslögunum. Fulltrúar samtakanna sögðust hafa tekið saman áætlun um mót- mælaaðgerðir. Reuter fréttastof- an hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að forystu- menn heildarsamtaka svartra verkamanna (COSATU) hafi á- kveðið að boða til sólarhringsað- gerða, líklega 24. júlí. Forystu- mennirnir hittust á leynilegum fundi þar sem þeim leyfist ekki að halda fundi um neyðarástandið. Talið er líklegt að um sé að ræða verkfall. COSATU hafa krafist þess að neyðarástandslögum verði aflétt og að þeir sem eru í haldi án þess að réttað hafi verið í máli þeirra verði látnir lausir. Einnig krefjast samtökin þess að banni á Afríska þjóðarráðið verði aflétt. Ekki fengust nánari fréttir af hinum fyrirhuguðu að- gerðum vegna þeirrar ströngu rit- skoðunar sem fylgt hefur í kjölfar neyðarástandslaganna. I gær tilkynnti Upplýsinga- skrifstofa stjórnvalda að 10 manns hefðu fundist látnir eftir sprengingu í rútubifreið í Bop- huthatswana héraði á föstudag- inn. Ekki var gefið upp hvort sprengingin væri í tengslum við ókyrrðina sem verið hefur und- anfarið í landinu. Kjamorkuvopnabann Skipst á eftiriiti Öryggissveitir á vakt. Þær komu ekki í veg fyrir fund verkalýðsleiðtoga í gær. Perú Dómsmálaráðheira segir af sér Washington — Hópur banda- rískra vísindamanna tilkynnti í gær að þeir myndu fara til So- vétríkjanna í þessari viku til að fylgjast með að Sovétmenn sprengdu ekki kjarnorku- sprengju neðanjarðar í til- raunaskyni. Með ferðinni ætla þeir sér fyrst og fremst að sýna fram á að ekki sé útilokað að fylgjast með því að bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn sé haldið. Hópurinn gerði í síðasta mánuði samning við sovéska vísindamenn um gagnkvæmt eftirlit með tilraun- um með kjarnorkuvopn. Þessi samningur var ekki gerður fyrir hönd ríkisstjórna landanna held- ur að frumkvæði vísindamann- anna sjálfra. Ríkisstjórnir beggja landa hafa þó sýnt þessu framtaki áhuga að sögn vísindamannanna. Fulltrúi hópsins, Thomas Coc- hran, sagðist vonast til að sovésk- ir vísindamenn kæmu til Banda- ríkjanna í sömu erindagjörðum í október og segist hann hafa stað- festingu bandarískra stjórnvalda fyrir því að þeir fá vegabréfsárit- un inn í landið. Lima — Dómsmálaráðherra Perús hefur sagt af sér og yfir- maður öryggissveita landsins hefur verið rekinn í kjölfar meintra fjöldamorða öryggis- sveita lögreglunnar á föngum í fangauppreisninni sem átti sér stað i landinu, 18. og 19. júní. Luis Gonzalvez Posada, 40 ára lögfræðingur, náinn vinur og ráð- gjafi Garcia,, forseta landsins, sagði af sér embætti dómsmála- ráðherra aðeins nokkrum klukkustundum eftir að að yfir- manni öryggissveitanna, Andres Maximo Lira, hafði verið sagt uppstörfum. Ásakanir hafa kom- ið fram um að öryggissveitirnar hafi líflátið um það bil 100 félaga í Sendero Luminoso skæruliaðs- amtökunum eftir að þeir höfðu gefist upp í fangauppreisninni. Posada lýsti því yfir þegar hann lét af störfum í gær að öryggis- sveitirnar hefðu gerst sekar um mikinn glæp. Nú þegar hafa 100 liðsmenn í öryggissveitunum ver- ið handteknir fyrir þátt sinn í fjöl- damorðunum. Kína Himalaya Mao gagmýndur Fjórir fjallgöngu menn taldir af Islamabad — Fjórir Banda- ríkjamenn og tveir Frakkar sem voru að reyna að klífa K- 2,en svo nefnist annað stærsta fjall í heimi, létust í fjaligöng- unni fyrir stuttu. Það var pakistanska fréttastof- an sem sagði frá þessu í gær. Fréttin mun vera komin frá þorp- inu Skardu sem er stærsta þorpið í nágrenni fjallsins. Talsmenn ferðskrifstofunnar sem aðstoðar fjallgöngumenn tilkynnti hins vegar í gær að hún hefði ekki fengið neina staðfestingu á þess- ari frétt. Ekki var sagt í frétt pak- istönsku fréttastofunnar hvernig eða hvenær þeir hefðu látist. Hún sagði að Bandaríkjamennirnir fjórir þar á meðal foringi leiðang- ursins, John Smolich, hefðu látist á leið sinni milli fyrstu og annarr- ar búðar í fjallinu. Þávar tilkynnt að foringi fransks leiðangurs, Maurice Barrard, og kona hans, sem ekki var nefnd á nafn, hefðu látist þegar þau voru að koma úr fjórðu búð niður í aðra búð. Peking — Á mánudaginn héldu Kínverjar upp á 65 ára afmæli kommúnistaflokks landsins og notuðu leiðtogar flokksins tækifærið til að gagnrýna Mao Tse Tung sáluga harkalega og hvöttu um leið til meira um- burðarlyndis gagnvart andófi. í Dagblaði alþýðunnar var löng grein eftir formann flokks- Mao Tse Tung. Það er af sem áður var. ins, Hu Yaobang, þar sem hann sakaði m.a. Mao um „mikið skilningsleysi" og gagnrýndi einnig Menningarbyltinguna, sagði hana hafa orðið flokknum og ríkinu mikið áfall. Hu sagði að á seinni árum sínum hefði Mao sýnt mikið skilningsleysi gagn- vart skoðunum sem voru á skjön við hans eigin skoðanir og hefði fordæmt þær allar sem „kapítal- ískar“ eða „andflokkslegar". Frá láti Maos árið 1976 hefði flokkurinn hins vegar tekið upp allt aðra stefnu þar sem flokks- mönnum leyfðist að viðra ólíkar skoðanir sínar, svo lengi sem flokkslinunni væri fylgt þegar hún hefði verið samþykkt. Reut- er fréttastofan hefur eftir vest- rænum diplómat í Peking að gagnrýni Hu á Mao og orð hans um meira umburðarlyndi sé í samræmi við herferð þá sem yfir- völd reki nú fyrir opnara samfé- lagi. „Það eiga sér nú stað geysi- legar breytingar í Kína og þeim fylgir mikil tilraunastarfsemi", sagði hann. „Kína þarfnast nú ólíkra skoðana og samheldni ólíks fólks“, bætti hann við. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'R E U1 E R Þetta hk&mmm Washington — Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún væri tilbúin að ganga til samninga við Sovét- menn um fund Reagans og Gor- batsjofs. Bandarískir fuiltrúar sögðust hins vegar undrandi á yfirlýsingum Sovétmanna um að hvatinn að siíkum fundi hefði fyrst komið að austan. Moskvu — Gorbatsjof leiðtogi So- vétríkjanna sagði í gær að hann hefði í nýlegu bréfi sínu til Ronalds Reagan Bandaríkaforseta lagt fram raunhæfar tillögur í viðleltni sinni til að leysa þann hnút sem nú er hlaupinn í afvopnunarviðræður stórveldanna. Þessi yfirlýsing hans kom stuttu eftir aðsovéskur vara-utanríkisráðherra hafði til- kynnt að sovésk yfirvöld væru til- búin til að koma á fundi utanríkis- ráðherra stórveldanna tveggja til að undirbúa leiðtogafund. Róm — Forseti italiu. Francesco Cossiga, lauk í dag viðræðum sín- um við marga valdamestu menn landsins um lausn á stjórnar- kreppu þeirri sem nú er á Ítaiíu án merkjanlegs árangurs. Meðal þeirra sem Cossiga ræddi við var stjórnmálamaður sem nú er í fang- elsi, dæmdur fyrir tengsl sín við Mafíuna. Haifa — Yfirmaður ísraelska flot- ans, Avrahan Ben -Sushan, sagði í gær að ísraelsmönnum stæði nú mikil hætta af Palestínuaröbum á hafinu. Santiago — Átta sprengjur sprungu í höfuðborg Chile í fyrri- nótt og þrír vinstrisinnaðir skæru- liðar létust í árás öryggissveita lögreglunnar á hús sem þeir dvöldust í. í dag hefst tveggja daga allsherjarverkfall í landinu og er búist við mikilli þáttöku. Bogota — Miklar öryggisráðstafan- ir voru i höfuðborg Kolombíu þar sem von er á páfanum í heimsókn. Flugvöllur höfuðborgarinnar var m.a. lokaður, 20.000 hermenn eru í viðbragsstöðu. HM Kínverjar fylgdust með Peking — Um það bil 200 milljónir Kínverja munu hafa fylgst með heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í sjón- varpi. Þetta er 1/5 kínversku þjóðarinnar. Allir 52 leikirnir í keppninni voru sýndir í kínverska sjónvarp- inu og kínversk dagblöð fjölluðu óvenju mikið um keppnina. í Dagblaði alþýðunnar sagði að aldrei hefðu svo margir kínversk- ir áhorfendur fylgst með atburði þar sem Kínverjar væru ekki meðal þáttakenda. Kínverska knattspyrnulands- liðið var slegið út úr forkeppninni í maí á síðasta ári af liði Hong Kong. Dagblað alþýðunnar sagði í umsögn sinni um keppnina að frammistaða Marokkó, S-Kóreu og írak sýndi að bilið milli þjóða þar sem gömul hefð væri í knatt- spyrnunni og nýliða í íþróttinni færi stöðugt ntinnkandi. Kínverj- ar stefna nú að því að verða innan fárra ára með besta Asíuliðið í knattspyrnunni. Miðvikudagur 2. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.