Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 9
MENNING Leikhús Njála uppi í Raudhol- um Á sunnudag frumsýndu Söguleikarnir sína Njálugerð uppi í Rauðhólum, en hópur- inn hefur um stund verið á hrakhólum með þau áform að leika íslendingasögu úti í nátt- úru, sem er nokkuð söm við sig íþúsundár. Helga Bachman og Helgi Skúlason leikstýra hópnum og hafa búið til leikgerð sem tekur mest mið af og orð úr leikriti Jó- hanns Sigurjónssonar um Lyga- Mörð. Gunnars saga er öll, hér segir frá fláttskap Marðar, frá Höskuldi og Hildigunni, vígi Höskuldar, Skikkjunni blóðugu sem steypt er yfir Flosa og streymir svo allt fram til brenn- unnar sjálfrar. Margt er vel unnið og skynsamlega í þessari sýningu. Leikararnir bregðast ekki sann- gjörnum vonum en í helstu hlut- verkum eru þeir Erlingur Gísla- son (Njáll), Aðalsteinn Bergdal (Mörður), Rúrik Haraldsson (Valgarður og Flosi), Bryndís Petra Bragadóttir (Hildigunnur), Valdimar Flygenring (Skarphéð- inn). Það gefur auga leið, að það er ekki mjög stór sneið af Njálu sem kemst fyrir á hálfum öðrum klukkutíma - en málvextir urðu öllum vel skýrir, vonandi líka þeim sem hafa látið helst til lengi hjá líða að rifja upp Njálu. Og túlkun hverrar persónu gengur alveg upp - ef menn eru á annað borð sáttir við það frelsi sem Jó- hann Sigurjónsson leyfði sér þeg- ar hann skrifaði leikrit sitt. Og það er í sjálfu sér skemmti- leg upplifun að verða vitni að til- raun til að sameina Njálu og forn- gríska hefð í útileikhúsi uppi í Rauðhólum. En hitt gæti verið, að hið mælska leikrit Jóhanns Sigurjónssonar sé ekki sú undir- staða sem best er til þess fallin að reisa á útileiksýningu. Æskilegra hefði að mínu mati verið að hugsa slíka sýningu frá upphafi í þeim ramma sem landslag, sól og regn setur henni. Því óneitanlega setti þá hugsun að sýningargesti öðru hvoru, að umgjörð leiksins skipti ekki nógu máli fyrir heildar- myndina - þótt vissulega tækist stundum að skapa aukavídd í sál- artetrinu, þegar kappar fornir birtust uppi á hæðum og kletta- brúnum. ÁB. Njáluhópurinn - „Margt vel unnið og skynsamlega" Leikhús Góðir Samar Beaivvas leikhópurinn Váikko Cuoði stálu (Áningar- Úr sýningu Sama á áningarstöð- um sínum í þúsund ár. staðir í þúsund ár) Leikstjóri: Knut Walle Tónlist: Egil Keskitalo og Josef Halse LeikhópurSama kom hingað með skemmtilega og vel gerða sýningu, sumirsegja eina þá bestu á hátíð nor- rænnaáhugaleikara. Einsog til var ætlast var verkið reist á þjóðlegum grunni, hug- leiðingum um Samaog menningu þeirra, sífellda bar- áttu gegn utanaðkomandi öflum sem ógnatilvist hinnar innlendu. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi í uppbyggingu leiksins. Hirðingja- hópur Sama verður fyrir innrás- um, - fyrst af ræningjum 12. og 13. aldar, síðan af trúboðum 16. og 17. aldar. Þá tóku við deilur Sama við heilar þjóðir eins og Svía og Norðmenn, blandað ýms- um stefum úr sósíaldarwinisma og heimsvaldapólitík. En samh- liða og ekki síður var fjallað um menningarleg átök Sama við er- lend öfl, sem kristallast bæði í tónlist sem ýmis konar efnum eins og alkóhóli, sem gerð voru mjög skemmtileg skil. Sýningin var afskaplega vel stílfærð og leikurum gekk vel að spinna sig áfram frá öld til aldar. Hreyfingar og látæði, sem og grímur og búningar féllu vel að anda leiksins og unnu upp það sem tapast þegar málið þrýtur. Enda var sýningin greinilega hugsuð fyrst og fremst sem sjón- ræn. Tónlistin var mjög mikil- vægur þáttur í sýningunni og með henni var undirsstrikaður munur hinnar innlendu hefðar og þeirra afla sem freistuðu inngöngu. Leikur var líka ágætur og sviðs- setning hugmyndarík og naut sín furðu vel á stóru sviði Þjóðleik- hússins. PÁLL VALSSON Þegar til alls er tekið þá var þessi sýning Samanna skýrt dæmi um gildi slíkra leikhátíða sem þeirrar er nú er yfirstaðin. Hing- að kemur leikhópur sem bregður upp svipmyndum úr stormasömu lífi þjóðar sinnar, gerir það af festu og öryggi en hefur um leið fræðandi gildi fyrir áhorfandann sem lítið veit um þjóðina. Leiklist sem færir þjóðirnar nær hvor annarri. -pv Leiklist Bætist íhópinn Álandseyjar fá sjálfstæða aðild að Norræna áhugaleikhúsráðinu Einn liður í norrænni leiklistar- hátíð áhugamanna sem stóð síðustu viku í Reykjavík, er aðalfundur norræna áhuga- leikhúsráðsins. Aðild að ráðinu eiga öll „stóru“ norðurlöndin fimm auk Færeyja. En þau tíðindi gerðust á þessum aðalfundi að sjálfstæð að- ild Álandseyja var samþykkt. Auk þess voru gerðar laga- breytingar sem heimila Sömum einnig að gerast fullgildir aðilar að ráðinu en þeir voru nú með í hátíðinni í fyrsta sinn auk Á- landseyja, Færeyja og Græn- lands. Á þessum aðalfundi voru störf ráðsins rædd sem og leiðir til þess að efla enn frekar þetta norræna samstarf. Ráðið hefur stutt sam- vinnu Norðurlandanna á öllum sviðum leiklistar, styrkt leikferð- ir og efnt til námskeiða, auk þess að halda hátíð eins og þá sem hér var þriðja hvert ár. Norræna áhugaleikhúsráðið verður 20 ára á næsta ári og er stefnt að því að gera ítarlega úttekt á starfinu þessa tvo áratugi og meta árang- urinn. Hluturinn ráðsins í alþjóðlegu samstarfi var einnig til umræðu á aðalfundinum, en hann hefur alla tíð verið stór. Norræna áhuga- leikhúsráðið á 3 fulltrúa í stjórn JATA, alþjóðlegra samtakanna áhugamanna um leikhús, og ráðið er fyrirmynd að ýmsum heimshlutasvæðum í þeim sam- tökum. -pv Miðvikudagur 2. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.