Þjóðviljinn - 02.07.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Síða 8
MENNING Leiklist Líflegt á Lækjartorgi Teatergruppen Kastrup. Abel Spendabel - hvad koster en sabel. Höt.: Teatergruppen Kastrup. Leikstjóri: Terkel Spangsbo. Það var gaman að koma niður að Þjóðleikhúsi á þriðjudaginn í síðustu viku. Þarsem sjaldnast gefur nokkuð að líta utan fölgrá- ar stéttir og dökka, drungalega veggi Þjóðarleikhússins, iðaði nú allt af lífi og fjöri, litríkum klæð- um og lífsglöðu fólki. Það voru norrænir áhuga- leikarar sem höfðu nýlokið við að setja leiklistarhátíð sína og dönsuðu nú, sungu, eða bara göntuðust hver við annan, þarna á stéttinni við Hverfisgötu. Sjald- gæf sjón í henni Reykjavík. Há- vært skvaldrið í fólkinu heyrðist langa vegu að og voru það ekki færri en átta tungumál í einum óm; þ.e. finnska, norska, sænska, samíska, danska, fær- eyska, grænlenska og íslenska. Þegar fólk var loks ferðbúið þrammaði hersingin af stað upp Arnarhólinn og niður Arnarhól- inn og nam staðar á Lækjartorgi. í fararbroddi fór „Veit mamma hvað ég vil“ á stultum, með orm- inn langa og litrík flögg og veifur. Þar fóru Samar á þjóðbúningum sínum, Færeyingar á sínum bún- ingum og Grænlendingar á sín- um. Auk þess leikarar af öllum Norðurlöndunum í leikbúning- um sínum. Fyrir framan, aftan og til beggja hliða hlupu skarar af börnum ljómandi af gleði og leikandi á alls oddi. Sannkölluð veisla hjá þeim. Niðri á Lækjartorgi hófst sýn- ing Kastrup-hópsins danska og var þar síst minna um hopp og hí og trallalla. Ástir og einvígi, skylmingar og burtreiðar, launmorð „og allt tilbehórende". Danskt dýnamít var sprengt æ ofan í æ, með ærnum hávaða og látum. í bland við drunurnar var síðan allra handa tónlist, engar orðræður voru látnar trufla hraða Námskeið Óperu- og Ijóðasöngur Svanhvít Egilsdóttir og Charles Spencer halda námskeið fyrir söngvara og undirleikara í sal Tónlistarskólans í Reykjavík að Laugavegi 178 frá 1.-13. júlí. Námskeiðinu lýkur með tón- leikum í Norræna húsinu. Svanhvít kenndi söng við tón- listarháskólann í Vínarborg frá 1961. Hún hefur haldið sumar- námsekið fyrir söngvara við óp- eruna í Vasa í Finnlandi í mörg ár og einnig í Japan. Charles Spencer starfar við tónlistarháskólann í Vínarborg sem undirleikari. Hann hefur haldið sumarnámskeið fyrir ljóðasöngvara og undirleikara við alþjóðlega sumarháskólann í Salzburg og verið undirleikari heimsfrægra söngvara. Fyrirlestur Myndlist á 20. öld Fimmtudaginn 3. júlí kl. 20.30 heldur Ólafur Kvaran, listfræð- ingur, fyrirlestur um íslenska myndlist á 20. öld og sýnir lit- skyggnur í Norræna húsinu. Er- indið verður flutt á sænsku og er liður í dagskrárröðinni „Opið hús“, sem Norræna húsið gengst fyrir í sumar, eins og undanfarin sumur fyrir norræna ferðamenn. Hopp og hí og trallalla í sýningu danska Kastrup leikhópsins á Lækjartorgi. (Mynd Ari). inguna frá upphafi til enda og nutu hennar sýnilega vel. Engin furða. Hópurinn et afar hress, hugmyndaríkur, fyndinn með afbrigðum og nýtur þess greini- lega útí æsar að skemmta fólki með ærslum sínum. Þeir Danir eiga þakkir skilið fyrir að hafa lífgað við miðbæ, sem allt of lengi hefur legið í dvala. Það voru einmitt lifandi uppákomur einsog þessi sem manni fannst vanta á Listahátíð í Reykjavík. Þeim mun meira sem við fáum af slíku, þeim mun betra. Hhjv viðburðarásina en þess meir lagt í látbragðið. Þetta er ærslaleikur, sem gerir óspart grín að því fólki sem held- ur hamingju felast í auði og völd- um. Bakgrunnurinn er síðasta morð sem framið var á dönskum þjóðarleiðtoga, en það var árið 1264. f kjölfar þess fylgdi mikil valdabarátta, blóði drifin, og tekst Kastrup-hópnum einkar vel að draga fram tilgangsleysi allra þessara víga og hve fáránlegt það er að leggja allt í sölurnar fyrir jafn fánýtan hlut og auð og völd. Kastrup leikhópurinn lýsir markmiðum útleikhúss síns þannig: „Verk sem allir skilja og er leikið á götum úti. Þarsem áhorfendur geta upplifað heilar 10 mínútur eða fylgst með allri sýningunni". Þau hafa leikið mikið á götum úti í mörg ár og er óhætt að fullyrða að sýning þeirra hér hafi náð öllum markmiðum sínum, utan kannski því síðasta. Sýningin er grípandi, hún er skemmtileg og hröð, en ekki að sama skapi hnitmiðuð. Einsog oft vill verða í hópvinnu, eru hug- myndir margar og ekki gert nóg af því að vinsa úr. Fyrir bragðið verður sýningin aðeins of löng. Það er þreytandi að standa, eink- um fyrir eldra fólk og þó enn verra þegar slík þröng er á þingi sem raun var. Leikurinn og leikhljóðin öll voru ósköp dönsk, dálítið groddaleg, en ekkert um of. En þrátt fyrir lengd verksins, voru þeir ófáir sem horfðu á sýn- „Gleðikona Evrópu“ Áhugaleikarar Álandseyja. MADAMME DE STAÉL. Höf.: Valdimar Nyman. Leíkstjóri: Nanny Westerlund. Germaine de Staéil-Holstein; „Gleðikona Evrópu“ einsog Gróa kallaði hana; var fyrir margra hluta sakir merkileg kona. Faðir hennar var svissneski auðkýfingurinn og fjármálaráð- herrann Jacques Necker, en sjálf var hún næsta róttæk. Hún studdi m.a. frönsku byltinguna og var nokkuð atkvæðamikil í jafnréttisumræðu sinnar aldar. Hún var einlægur aðdáandi Rousseau og er talinn einn helsti frumkvöðull rómantfkur í Frakk- landi. Með bók sinni „De l’Alle- magne“ (1810), sem fjallaði um hræringar í þýsku menningarlífi, beindi hún nýjum straumum inní franskar listir. Áður hafði hún skrifað fjölda greina um ný vandamál í samfélaginu og bók- menntum þess er birtust m.a. á bók (De la Littérature, París, 1800). Auk þess eru þekktar tvær skáldsögur hennar er báðar snú- ast mikið um stöðu konunnar, Delphine (1802) og Corinne (1807). Um hana hefur líka mikið verið skrifað, m.a. varð franski rithöfundurinn Benjamin Con- stant de Rebecque (1707-1820) frægur fyrir skáldsögu sína „Adolf“, þarsem hann kryfur ást- arsamband sitt við frúna, og Heine hefur mikið gert grín að henni. Heimili Madamme de Staél í París (eða öllu heldur höll) var lengi mikil miðstöð mennta- manna. Einkum frjálslyndra er stóðu gegn Napóleon. Sjálf var hún ekki minnsti andstæðingur hans og því greip hann til þess, árið 1803, að gera hana útlæga. Hún hélt ótrauð af stað frá Frakklandi og stefndi til Péturs- borgar; ætlaði að fá rússneska keisarann í lið með sér gegn Napóleon; en varð, samkvæmt annálum, að leita skjóls með föruneyti sínu fyrir veðrum á lít- illri ey milli Álandseyja og Sví- þjóðar. Þetta er svið Nymans, Madam- me de Staél, með verðandi eigin- manni sínum, þýskri leikkonu og þýska heimspekingnum Schlegel, landflótta á lítilli eyju, en hegðar sér þó sem væri í sölum Versala. Það er einmitt þetta stílbragð, sem Nyman beitir mest til að lýsa persónu Mme de Staél - andstæð- urnar. Glæsileg Parísarkonan og hrjóstrugt umhverfið. Há- menntuð yfirstéttarkonan og fáf- róður álenskur fiskimaður, sem botnar ekki neitt í neinu. Og ekki hvað síst upplýsingarmaður- inn Schlegel og hin rómantísku viðhorf Mme de Staél. „Hvað er meira kærleikanum?“, spyr Mme de Staél t.d. á einum stað. „Vís- indin!“, svarar Schlegel að bragði. Verkið er leikgerð sögu eftir Nyman og þykir mér trúlegt, án þess þó að vita, að hún eigi betur heima á bók en sviði. Mér þótti sem efnið hrifi ekki áhorfandann með, persónurnar hefðu ekki nógu sterka tilhöfðun til nútíma- fólks og því fylgdist maður með úr fjarska og var nokkurnveginn sama um örlögþeirra. M.ö. o. sagan varð ekki lifandi og er það einkar óheppilegt í verki, sem byggist nær einvörðungu á samræðum um huglæg efni. Það er sannarlega gleðiefni, að á norræna leiklistarhátíð áhuga- manna skyldu í lsta sinn mæta fulltrúar allra Norðurlandanna, að meðtöldum Grænlendingum, Sömum, Færeyingum og Álend- ingum. Og ekki er minni fengur að því, að þessar þjóðir skyldu einmitt leita fanga í menningar- arfi sínum og kynna hver annarri. Það er ekki vanþörf á. í allri umræðunni um norrænt samstarf, virðist sem forsendan fyrir samtöðu Norðurlandanna hafi gleymst: að þjóðirnar þekki til hverrar annarrar. Sjálfan rek- ur mig t.d. ekki minni til þess, að hafa lært nokkuð til sögu, siða né menningar hinna Norðurland-* anna, svo orð sé á gerandi; og hef þó í 13 ár setið á skólabekk. Það er kannski vegna þessa, sem ég var ekki allskostar ánægð- ur, að lokinni sýningu þeirra Á- lendinga á föstudag. Þó Mme de Staél hafi verið merkiskona, þá fæ ég illa varist þeirri tilhugsun, að eitthvað bitastæðara og meira upplýsandi um Áland og álenska menningu eigi þeir í arfi sínum. Til þess að túlka þann arf skortir þá ekki leikhæfileika. Hhjv. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.